Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. febrúar 1974, ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3
Húsfyllir á fundi
herstöðvaandstœðinga á Akureyri:
MIKIL STEMMNING
OG B ARÁTTUHU GUR
stofnuð Akureyrardeild
A laugardaginn héldu
herstöðvaandstæðingar
baráttufund i Borgarbiói
á Akureyri. Húsfyllir
var og mikil stemmning
á fundinum.
Fundurinn hófst I Borgarbiói kl.
hálfþrjú á laugardaginn. Ræður
fluttu þeir Tryggvi Glslason,
skólameistari, Einar Kristjáns-
son, rithöfundur, Ingólfur Sverr-
isson, starfsmannastjóri, og
Magnús Snædal, verkamaður.
Leikarar á Akureyri fluttu þátt
Jóns Hjartarsonar, „Hinn þögla
meirihluta”, undir stjórn Magn-
úsar Jónssonar, leikhússtjóra
Leikfélags Akureyrar. Hlaut
þátturinn frábærar undirtektir
fundarmanna. Þá flutti Böðvar
Guðmundsson „tónahugleiðingar
um herinn” við mikla hrifningu.
I lok fundarins var samþykkt
skelegg ályktun i herstöðvamál-
inu, þar sem i lokin er krafist úr-
sagnar úr NATO. Ennfremur var
samþykkt aö stofna Akureyrar-
deild Samtaka herstöðvaand-
stæöinga.
Þegar fundarstjóri, Óttar
Einarsson, vildi bera upp ályktun
fundarins, brá sér i pontu einn af
forustumönnum frjálslyndra á
Akureyri. Flutti hann tölu nokkra
og tillögu, þar sem lýst var stuðn-
ingi við tillögur Einars Agústs-
sonar, utanrikisráðherra, i her-
stöðvamálinu. Þessi tillaga var
felld með öllum greiddum at-
kvæðum gegn tveimur.
Nánar verður sagt i blaðinu á
morgun frá ágætum fundi her-
stöðvaandstæðinga á Akureyri.
Nj arðvíkingar
steypa gólf
Loðnufrysting er hafin I Reykjavik. Myndin er tekin hjá Sjófangi h.f. I gær og er starfsfólk aö ganga frá
loðnu til frystingar. (Ljósm. AK)
á Norðfirði
Frá fréttamanni Þjóðviljans i
Neskaupstað, Olfari Þormóðs-
syni, siðdegis I gær:
Hingað hefur ekki verið flogið I
viku fyrr en i dag, og segir það
sina sögu um aðstæður lands-
byggðarinnar I samgöngumálum,
þegar veður hamla.
Nú biða þrir bátar eftir losun i
verksmiðjuna. Það eru Skinney
(áður Barði NK), Björg og Magn-
ús NK, öll með fullfermi, og Börk-
ur fór til Seyðisfjarðar með 600
tonn. Byrjað verður að landa úr
þessum bátum á miðnætti i nótt,
en þróarrými er fyrir 1200 tonn.
Skuttogarinn Bjartur kom I gær
með 147 tonn eftir 8 daga útivist,
og Barði kemur á miðvikudaginn.
Hér á Norðfirði er geysilegur
skortur á vinnuafli, og hafa þeir
orðið aö flytja iðnaðarmenn ann-
ars staðar frá. Til dæmis eru hér 4
Njarðvikingar að steypa gólf I
nýju saltvinnsluhúsi sem Sildar-
vinnslan er að útbúa.
LOÐNUKEPPNIN
ER SPENNANDI
Guðmundur sjö lestum hœrri en Börkur
Eftirtalin skip höfðu fengið 1000
lestir eða meira s.l. laugardags-
kvöld samkv. skýrslu Fiskifélags
íslands:
Nemendur ML, MH, MR og MT:
Herinn burt!
Blaðinu hafa borist fregnir af
afstöðu nemenda þriggja
menntaskóla til herstöðvamáls-
ins. Er þá fyrst til að taka ályktun
sem samþykkt var á félagsfundi
málfundafélagsins Framtiðar-
innar i Menntaskólanum I
Reykjavik sem haldinn var
fimmtudáginn 31. janúar s.l. en
hún er svohljóðandi:
„Fundurinn skorar á rikis-
stjórnina, að segja tafarlaust upp
herstöðvasamningnum við
Bandarikjamenn. Telja fundar-
menn allan undanslátt og pólitisk
hrossakaup um hermálið stór-
hættuleg, þar eð varanleg seta er-
lends hers i landinu getur haft
skaðleg áhrif á islenskt þjóðfélag.
Harmar fundurinn hugsunar-
hátt þess fólks, sem telur viðeig-
andi að tengja 11 alda afmæli
byggðar i landinu kröfum um
setu erlends herliðs i landinu til
frambúðar.”
Var samþytkkt að senda álykt-
unina forsætisráðherra og fjöl-
miðlum og eru menn beðnir að
aðgæta hvort Mogginn birtir
hana.
Skoðanakönnun í MH
Þá var nýlega gerð skoðana-
könnun meðal nemenda Mennta-
skólans við Hamrahlið á afstöðu
þeirra til hermálsins og aðildar
íslands að NATO
Fyrsta spurningin var"þannig:
Viltu að herstöðin verði flutt frá
Keflavikurflugvelli á annan stað
á landinu? Onnur spurningin var
fyrir þá sem svöruðu neitandi
þeirri fyrstu: Viltu hafa hana
áfram á Keflavikurflugvelli? og
sú þriðja: Viltu að hún verði lögð
niður?
Fyrstu spurningunni svöruðu
3,2% játandi. 26,9% vildu herstöð-
ina áfram á Keflavikurflugvelli
en 65% vildu leggja hana alveg
niður. 4,9% tóku ekki afstöðu.
Þá var spurt hvort menn vildu
að Islendingar væru áfram i
NATÓ. 37,2% aðspurðra svöruðu
þvi játandi en 53,4% vildu að Is-
lendingar slitu samskiptum við
bandalagið. 9,4% tóku ekki af-
stöðu.
Það var Fræðafélag MH, sem
stóð aö könnuninni. Var spurn-
ingaseðlum dreift til um 500 nem-
enda og svöruðu um 400. Er það
tæpur helmingur nemenda. Ætti
könnun þessi þvi að gefa nokkuð
góða mynd af skoðunum nem-
enda skólans sem samkvæmt
henni eru: Island úr NATÓ —
Herinn burt!
...og frá Laugarvatni
Sem við vorum að skrifa þessa
frétt var hringt frá Menntaskól-
anum á Laugarvatni og okkur
tjáð að eftirfarandi ályktun hefði
verið samþykkt þar:
„Aðalfundur skólafélags ML
haldinn 1. febrúar 1974, skorar á
rikisstjórnina að hún taki þegar i
stað ákvörðun um uppsögn her-
stöðvasam ningsins frá 1951
þannig að tryggt verði að herinn
og herstöðvar hans hverfi af
íandinu á 1100 ára afmæli tslands-
byggðar. Jafnframt lýsir fundur-
inn furðu sinni yfir undirskriftum
þeim sem samtökin Varið land
standa fyrir um ævarandi her-
setið land. Vekur hann athygli á
þvi að þess mun lengi minnst með
skömm i tslandssögunniþegar svo
lágt var lotið á þjóðhátiðarárinu
1974.”
. Var þessi ályktun samþykkt
með öllum atkvæðum gegn fjór-
Andvigir öllum
gervilausnum
Fimmtudagskvöldið 31.1 var
haldinn almennur fundur nem-
enda i MT. Fundarefni var her-
stöðvamálið. Fundinn sóttu um
hundrað manns, og er það mesti
fjöldi, sem komið hefur á málfund
i MT i tvö ár. Framsöguræður
fluttu: Móti herstöðvunum —
Ingvi örn Kristinsson, nemandi i
öðrum bekk. Enginn af nemend-
um skólans treysti sér til að mæla
hersetunni bót, og varð þvi að
leita til Varðbergs um slikan
mann, og sendu þeir á fundinn
Gústaf Nielsson, nema i MH. Að
framsöguræðum loknum voru
frjálsar umræður, og var Gústaf
eini maðurinn sem tók til máls af
hálfu herstöðvasinna. I lok fund-
arins var samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Fundurinn krefst þess að her-
inn hverfi af landi brott oe Island
verði sagt úr NATO. Auk þess
lýsir fundurinn sig andvigan öll-
um gervilausnum á hernáminu,
svo sem fataskiptalausn Einars
Ágústssonar.”
Ályktunin var samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða.
1.2. '74 fh þjóðmálasviðs MT
Ilalldór Guðmundsson
Einar Kárason
Albert GK 1908, Alftafell SU
1994, Asberg RE 1378, Asgeir RE
3255, Bergur VE 1020, Bjarni
Ólafsson AK 1190, Börkur NK
4093, Dagfari 1593, Eldborg GK
3652, Faxaborg GK 2525, Fifill GK
2445, Gisli Arni RE 4056, Grind-
vikingur GK 2661, Grimseyingur
GK 1361, Guðmundur RE 4100,
Harpa RE 1437, Héðinn ÞH 1739,
Heimir SU 2633, Hilmir SU 2414,
Hrafn Sveinbjarnarson GK 1443,
Huginn II VE 1301, Höfrungur III
AK 1728, ísleifur VE 63 1657, Jón
Finnsson GK 1594, Jón Garðar
GK 1727, Keflvikingur KE 100
1627, Magnús NK 2415, Ólafur Sig-
urðsson AK 1627, Óskar Magnús-
son AK 2213, Pétur Jónsson KÓ
2865, Rauðsey AK 2108, Skinney
SF 1285, Skirnir AK 1298, Súlan
EA 3036, Svanur RE 1587, Sveinn
Sveinbj. AK 1743, Viðir AK 1129,
Viðir NK 1596, Þóröur Jónasson
EA 1822, Þorsteinn RE 2614, örn
KE 1255.
Listi yfir löndunarhafnir:
Vopnafjörður 4.268.500
Seyðisfjörður 14.582.981
Neskaupsstaður 13.191.490
Eskifjörður 12.167.972
Reyðarfjörður 6.136.500
Fáskrúðsfjörður 4.278.800
Stöðvarfjörður 3.624.150
Breiðdalsvik 1.740.145
Djúpivogur 4.624.840
Höfn, Hornafirði 7.046.304
Vestmannaeyjar 20.373.455
Þorlákshöfn 3.898.110
Grindavik 2.800.440
Sandgerði 1.336.140
Keflavik 1.401.050
Hafnarfjörður 1 1.911.150
Reykjavik 1.067.050
Akranes 1.402.580
SAMTALS 105.951.067
Engin hreyfing á
sjómannsamningum
Litil hreyfing er á samninga-
málum sjómanna um þessar
mundir. Enginn sáttafundur
hefur verið boðaöur um báta-
kjarasamningana, né heldur i
kjaradeilu togarasjómanna. Sið-
asti fundur með bátasjómönnum
var á miðvikudaginn i fyrri viku
og með togarasjómönnum á
föstudaginn.
t kjaradeilu yfirmanna var
haldinn fundur i gær þar sem
kröfur þeirra voru kynntar þeim
farskipaeigendum sem standa ut-
an Vinnuveitendasambandsins.
Að öðru leyti hefur ekkert gerst
og enginn fundur verið boðaður.
—ÞH
Kópavogsbúar!
Skoðanakönnun meðal stuðningsmanna H-listans
um skipun framboðslista við næstu bæjarstjórnar-
kosningar stendur yf ir alia þessa viku og fer f ram á
skrifstofu Alþýðubandalagsins að Álfhólsvegi 11.
Þátttakendur skrifa á kjörseðilinn nöfn þeirra
sem þeir leggja til, að skipi f ramboðslistann i kosn-
ingunum i vor. Skrifstofan er opin alla vikuna milli
kl. 6 og 7 síðdegis.