Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 5. febrúar 1974. PIOBVIUINN MáLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 23.00 Prentun: Blaöaprent h.f. TILLAGA TIL ÞINGSÁLYKTUNAR UM ÆVARANDIOG AUKIÐ HERNÁM Eftirlætisstaðhæfing hernámssinna er sú að hernaðarviðbúnaður Rússa i norður- höfum hafi farið mjög vaxandi á undan- förnum árum. Þeir halda lika fram þeirri kenningu, að ekki komi til mála að raska valdajafnvæginu neins staðar; þannig styðja hernámsinnar á Islandi veru Rauða hersins i Tékkóslóvakiu. En telji þeir raunverulega að herafli Rússa hafi farið vaxandi á undanförnum árum má furðu- legt heita að þeir skuli ekki hafa lagt til að heraflinn i Keflavik yrði aukinn til sam- ræmis við aukningu hins rússneska herafla. Hvernig stendur á þvi að Geir Hallgrimsson og félagar hans hafa ekki flutt tillögu á alþingi um vaxandi umsvif bandariskra vigvéla á íslandi? Hvernig stendur á þvi að Morgunblaðið lætur málið ekki til sin taka og gagnrýnir rikis- stjórnina fyrir það að hún skuli ekki hafa forustu um aukningu hernaðarumsvif- anna? Hvi skorar Morgunblaðið ekki á lýðræðisflokkana að taka höndum saman og heimta fleiri og stærri vopn? Vaxandi umsvif hernámsliðsins hefðu jafnframt i för með sér stóraukinn gróða handa hermangsfyrirtækjunum. Það væri gjörsamlega rökrétt afstaða i hópi hernámssinna að þeir færu þess á leit við Bandarikjastjórn að framkvæmdir yrðu auknar að mun á Vellinum svo Islenskir aðalverktakar, Reginn h.f. eða Sameinaðir verktakar fengju meiri gróða. Það er ákaflega stutt leið milli her- mangsins og forustumanna Sjálfstæðis- flokksins. Það er ekki ýkja langt siðan Geir Hallgrimsson var framkvæmdastjóri eins hermangsfyrirtækisins. Hann er þvi húsum kunnúgur og veit hvar molarnir hrynja af borðum vemdaranna. Þegar tvöföldun verður i Rússaher ættu hernámssinnarnir að heimta viðlika þjónustubrögð af hálfu Bandarikjamanna. Og ekki er minnsti vafi á þvi, að undir- skriftir á Votergeit-vixla yrðu notaðar sem fróm ósk íslendinga um sivaxandi hernaðarumsvif Bandarikjamanna hér á landi ef Geir Hallgrimsson settist i stjórnarráðið. Er ekki að efa að þá lyftist brúnin á Nixon og félögum þegar frá íslandi hefði borist bænarskrá um eilif t og æ umsvifameira hernám. Ekki yrði siður gleði i þeim ranni ef fram yrði borin á alþingi „tillaga til þingsályktunar um 3000 hermenn i viðbót i Keflavik og herstöð á Melrakkasléttu”. Enginn skal ætla að það sem hér hefur verið sagt sé grin af neinu tagi. Viðbrögð af hálfu hernámssinna eins og þau sem hér hefur verið lýst væm aldeildis rökrétt framhald af skrifum þeirra og mál- flutningi að undanförnu. DÓLGSLEG SKRIF UM FINNA Finnar eru slikir „aumingjar” að þeir kjósa sér ekki forseta án þess að biðja Rússa um leyfi! Þessi er niðurstaða Morgunblaðsins á sunnudaginn i forustu- grein þegar þvi er slegið föstu að íslend- ingar séu að „finnlandiserast”. Þessi umrædda forustugrein Morgunblaðsins er vonandi alveg dæmalaus i blaðaskrifum Norðurlandaþjóða. Enginn hefur heyrt af þvi að dönsk, norsk, sænsk eða finnsk blöð hafi lýst þvi yfir að íslendingar væru aumingjar. Ekki hafa róttæk blöð á Norðurlöndum talað með fyrirlitningartón um utanrikisstefnu fyrri rikisstjórna á íslandi. Hver yrðu viðbrögðin á íslandi ef finnskt, norskt, sænskt, danskt eða færeyskt blað færi svipuðum orðum um islenska forsetaembættið og Morgun- biaðið um embætti finnska forsetans i forustugreininni á sunnudaginn? Ætli við myndum ekki gerast allþykkjuþungir, ætli við fylltumst ekki reiði og sárindum i garð þeirra sem svo skrifa? Sannleikurinn er sá að dólgsleg skrif Morgunblaðsins um Finna siðustu dagana eru hin svivirðilegustu. Tilgangur þessara skrifa um „finnlandiseringu” er sá, að telja almenningi trú um að strax og bandariski herinn fari héðan færist Island upp i fangið á sovéskum ráðamönnum og verði sett á hið pólitiska landakort á svipaðan hátt og Finnland. Hér er auðvitað um visvitandi blekkingartil- raunir að ræða. r ;------- i þingsjá þjóðviljans _______________á Nýtt þingmál: Stj ór n ar fr umvarp um tryggingadómstól I gær var lagt fram á alþingi nýtt stjórnarfrumvarp, sem fjallar um tryggingadóm. Frumvarpíð gerir ráð fyrir að settur skuli á stofn dómstóll fyrir landið allt, sem nefnist tryggingadómur. Verkefni dómsins sé að dæma í málum, sem rísa vegna úrskurða tryggingaráðs Tryggingastofnunar ríkisins varðandi bætur og bótarétt einstaklinga samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þar fyrir utan skal dómurinn dæma í málum, sem með lögum verða lögð fyrir hann. Tryggingaráðherra skal skipa dómara tii f jögurra ára í senn. Skulu þeir vera fjórir, tveir lögfræðingar, læknir og tryggingastærð- f ræðingur, en aldrei sitji þó f leiri en þrír í dómi samtim- is. Dómum tryggingadóms má áfrýja til Hæstaréttar. 1 greinargerö segir aö 20. janú- ar 1972 hafi heilbrigöis- og trygg- ingaráöherra, Magnús Kjartans- son, skipað nefnd til þess að semja lög um tryggingadóm. I nefndina voru skipuð Auöur Þor- bergsdóttir, formaður, Snorri Hallgrimsson og Erlendur Lárus- son. I skipunarbréfi segir um hlutverk nefndarinnar: „Meö lögum nr. 96 27. des. 1971 var á- kveöið að setja á stofn trygginga- dóm og skyldi setja honum og starfsemi hans sérstök lög.” Nefndin tgók fljótlega til starfa og hélt hún alls 11 fundi fullskipuð, en 27. janúar lést Snorri Hall- grfmsson. Hafði nefndin þá að mestu lokið störfum, en hafði ekki aö öllu leyti komist að sameigin- legri niðurstöðu. Nefndarmenn kynntu sér þær reglur um tryggingamál, sem gilda á Norðurlöndum. Fram kom í upphafi að nefnd- armenn höfðu misjafnar hug- myndir um hlutverk væntanlegs tryggingadóms. Formaður nefndarinnar, Auður Þorbergs- dóttir, dómari, taldi aö hlutverk tryggingadómsins ætti að vera að dæma I málum sem rísa vegna á- greiningsum úrskurði trygginga- ráðs Tryggingastofnunar rfkisins einvörðungu, enda væri að henn- ar áliti ella farið út fyrir skipun- arbréf nefndarmanna. Auk þess taldi formaðurinn oheppilegt aö taka málaflokka undan hinu al- menna dómstólakerfi landsins og stofna sérdómstóla. Erlendur Lárusson taldi að ekki væri farið út fyrir verksvið nefndarinnar með tillögum um hlutverk trygg- ingadóms á öðrum sviðum trygg- inga en almannatrygginga. Skoð- un Erlendar er sú — og sú var einnig skoðun Snorra Hallgrims- sonar — að allsendið ófullnægj- andi sé að binda verkefni trygg- ingadóms eingöngu við úrskurði tryggingaráðs. 1 stjórnarfrumvarpi þvl sem dreift var á alþingi I gær er um hlutverk dómsins fylgt tillögu Auðar Þorbergsdóttur. Seðlabankinn hefur eins og fleiri aðilar i landinu ákveðið að minnast 1100 ára hokurs lands- manna. Og eins og við mátti búast hyggst bankinn gefa út peninga. Er þar um að ræða tvo silfurpen- inga og einn gullpening. A áringu 1972 var leitað til fjög- urra teiknistofa I Reykjavik og þeim falið að gera tilíögur um útlit peninganna sem skyldi minna á landnámið. Að fengnum tillögum stofanna voru valdar fjórar myndir eftir Þröst Magnússon teiknara. Fyrstan skal frægan telja guli- pening sem vegur 15,5 grömm, er 27,75 mm i þvermál og 10 þúsund krónur að nafngildi. A framhlið hans er mynd af Ingólfi Arnar- syni er hann varpar öndvegissúl- Jón Snorri tekur sæti á alþingi Jón Snorri Þorleifsson tók i gær sæti á alþingi i fjarveru Eðvarðs Sigurðssonar. Jón Snorri er fyrsti varamaður þingmanna Alþýðu- bandalagsins f Reykjavikurkjör- dæmi, og hefur hann setið á al- þingi áður. um sinum fyrir borð. Stærri silfurpeningurinn verður 1 þúsund krónur að nafngildi. Þvermál hans 39 mm og þyngd 30 gr. Framhlið hans sýnir land- námsmenn af karlkyni helga sér land með eldi. Sá þriðji er einnig úr silfri og nafngildi hans 500 krónur. Er hann 35 mm i þvermál og vegur 20 gr. A framhlið hans má lita land- námsmann af kvenkyni helga sér land með þvi að leiða tvævetra kvigu sér við hlið umhverfis skik- ann (skyldi verðlagning pening- anna endurspegla viðhorf Seðla- bankastjóra til kvenfrelsis- mála?). Bakhlið allra peninganna er eins, en þar gefur að lita land- vættirnar f jórar, — ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.