Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Óeiröir í Jakarta: Gegn erlendum ítökum og innlendri spillingu Japanskur bfll f björtu báli fyrir framan forsetahöllina i Jakarta. Mótmælin beindust i senn gegn innrás japansks fjármagns og hegðun óþjóðlegrar og mútuþægrar borgarastéttar og embættismanna. Mönnum varð heldur betur heitt i hamsi i Jakarta, höfuðborg Indónesiu,á dögunum, er Kakúei Tanaka, forsætisráðherra Japans, kom þangað i opinbera heimsókn. Borgin leit út eins og vigvöllur, er fólk svo hundruðum þúsunda skipti gekk berserks- gang og kveikti i byggingum og bilum. Helst gekk þetta útyfir japönsk fyrirtæki og framleiðslu; þannig voru aðalstöðvar Toyota- verksmiðjanna i landinu ógrun- samlega brenndar til grunna ásamt með um sexhundruð bifreiðum af ýmsum gerðum. Múgurinn hrópaði: Hengið Japanina, en auk þess fengu óeirðirnar nokkurn svip af þjóðernis- eða kynþáttahatri gegn Kinverjum, sem eru fjölmennir i landinu sem og annarsstaðar i Suðaustur-Asiu og að jafnaði ivið betursettir efnalega en hinir inn- fæddu. Fjölmargir þeirra eru stór- og smákaupmenn og versla mikið með japanskar vörur, hvað efalaust hefur að þessu sinni gert sitt til þess að snúa óeirðar- bylgjunni gegn þeim. Samkvæmt ODinberum tilkvnningum voru þrettán óeirðaseggir drepnir, er her og lögregla skutu á þá, en trúlegt er að mannfallið hafi 1 raun og veru orðiö miklu meira. Landvinningar japansks fjármagns Indónesiska stjórnin hefur reynt að láta svo lita út sem stúdentar hafi staðið svo til einir að óeirðunum, en ljóst er að þótt stúdentar hafi trúlega átt frum- kvæðið, þá vantaði ekki að þeir fengju góðar undirtektir og stuðning meðal almennings. Og þótt mótmælin og óeirðirnar i framhaldi af þeim beindust á yfirborðinu fyrst og fremst gegn itökum japansks fjármagns og auðhringa i landinu, þá leyndi sér ekki að þeim var ekki siður stefnt gegn stjórn landsins og ger- spilltum embættismannalýð hennar og borgarastétt. Að visu var hinn andjapanski þáttur mótmælanna langt í frá eingöngu á yfirborðinu. Hvað verga þjóðarframleiðslu snertir er Japan þriðja hæsta rikið I heiminum, á eftir Bandarikj- unum og Sovétríkjunum. Japan er sem sagt efnahagslega séð með mestu stórveldum heims og efnahagsleg áhrif þeirra erlendis hafa farið hraðvaxandi undan- farin ár. Japanskar vörur ryðja sér óðum til rúms á mörkuðum og japanskir auðhringar eignast itök með fjárfestingum og lánaveit- inum. Þetta hefur sérstaklega komið fram i Suðaustur-Asiu, og kveður þar viða orðið svo rammt að efnahagslegri drottnun Japana að stundum er kveðið svo að orði, að nú hafi Japönum tekist það með friðsamlegu móti, sem þeim áður mislukkaðist með vopna- valdi,að leggja Suðaustur-Asiu undir sig til frambúðar. Ennþá eru mörgum þar um slóðir i minni hryðjuverk japanska hersins og verður það að sjálfsögðu ekki til þess að auka vinsældir Japana. Þessarar andúðar gegn innrás og drottnun japansks fjáímagns gætir miklu viðar en i Indónesiu, tildæmis kom hún greinilega fram i Tailandi og Malasiu þegar Tanaka kom þar við i leiðinni til Indónesiu. Samtökin Selt land En þar i landi varð heimsókn japanska forsætisráðherrans sumpart átylla fyrir landsmenn til að mótmæla i verki óstjórn og efnahagslegu ranglæti heima- fyrir. Þjóðarbúskapur Indónesiu hefur sem sé gengið þokkalega undanfarið, enda er landið i röð meiriháttar oliuframleiðslurikja og hefur hagnast vel á hækkandi oliuverði. En hagur almennings, sem er sist betri en gengur og gerist i Þriðja heiminum, hefur - ekki batnað fyrir það; þannig hækkaði verðlag á matvælum um meira en fjórðung siðastliðið ár. Hagnaðurinn af olíunni hefur allur komið I hlut embættis- mannabákns stjórnarinnar og borgarstéttarinnar og þannig breikkað kjarabilið milli rikra og fátækra i landinu. Það hafa efnahagsleg itök , Japana einnig gert. Alræmt er hve hagstæðum viðskipta- samningum japönsk fyrirtæki ná við Indónesa, og er það kennt þvi hve ósinkir þeir japönsku eru á mútur við innlenda embættis- menn og kauphölda, sem eru álika fúsir til að selja sál sina og land sitt fyrir erlent mútufé og hliðstætt fólk viða annarsstaðar. Það var þvi engin tilviljun, að eitt af vigorðum mótmælendanna i Jakarta var á þá leið, að stjórnin væri að selja Japönum landið. Á einu mótmælaspjaldinu stóð: Samtökin Selt land fagna komu Tanaka. Suharto frá? Mótmælaaðgerðirnar i Jakarta og viðar i Indónesiu hófust raunar þegar i september, og fátt bendir til þess að úr ólgunni dragi i bráð, þrátt fyrir að stjórnin hafi nú stranglega bannað hverskonar mótmælaaðgerðir, svo og fundi og sett biöð og útvarp undir strangt eftirlit. Jafnvel er ekki talið útilokað að Suharto rikis- leiðtogi verði að segja af sér, þá liklega neyddur til þess af næst- ráðendum sinum i von um að það lægi öldurnar. Og Japan, sem á þegar við ærin vandræði að striða vegna orkukreppunnar, getur átt von á alvarlegum efnahagslegum áföllum vegna andúðar almennings i þeim löndum, þar sem japanskt fjármagn hefur helst leitað sér staðar. dþ Meö kveöju til Norðfirðinga fW ’sn Bergþórsson veöurfræöingur Góðir þorragestir. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn timann þurft að fara eins langt i mat og i kvöld. En það er nú ekki aðalatriðið. Ég held að ég hafi aldrei verið eins lagt frá þvi að vinna fyrir mat minum og núna, þegar með er reiknuð öll sú fyrirhöfn og kostnaður, sem þið hafið af þessu tiltæki minu. Hvað sem þvi liður er mér þaö sönn ánægja að heimsækja þennan ágæta stað og þetta ágæta fólk, svona lltiö kann maður nú að skammast sin fyrir viðskipta- hallann á ykkar framlagi og minu. En i trúnaði get ég nefni- lega sagt ykkur, að það fyrsta, sem verðandi veðurfræðingur þarf að venja sig af er að skammast sin. Annars hefði maður aldrei svefnfrið. Maður þarf sem sagt að læra að sofa jafn vært og sælt, hvort sem heyrist á eða ekki, og hvort sem þvi veðurhljóði var spáð eða ekki. Einhver verður hvort sem er að gera þetta eins og annað. Og það eru lika fleiri en við veðurvitar, sem gera fleira en gott þykir. Hugsið ykkur til dæmis, hvað þetta voru falleg og saklaus lömb, sem liggja hér sundruð á borðunum okkur til munngætis, og ekki látum viö það skyggja á gleði okkar. Það dugar bókstaflega ekki að setja fyrir sig það sem óhjákvæmi- legter. Nú,og eins og þessi lömb eigum við lika eftir að gjalda moldinni okkar skuld, og þá er kannski nokkuð jafnt á komið með þeim og okkur. Ég vona að þið misvirðið ekki við mig svona kuldalegt tal, en það er nú einu sinni sú hefnd, sem mennirnir hljóta fyrir skynsemi sina að vita endalok sin fyrir. En það hefur ekki borið á öðru en kyn- slóðirnar hafi mæta vel kunnað þá list að umgangast þessa vit- neskju með jafnaðargeði og meira að segja með sannri gleði og lifsfyllingu. Aldrei verður á allt kosið, svona erum við fædd og svona verðum við að njóta hins stutta lifs. Eða hafið þið kannski hugsað út i það, hvað það hefði i för með sér, ef maður gæti gert sig ódauðlegan? Það fyrsta væri, að allar fæðingar yrðu að hætta. Fljótlega fækkaði sem sagt forvitnu bláu barnsaugunum, en fleiri og fleiri yrðu gömul og seyrð og þreytt og leið, eftir að allir bikarar lystisemdanna og mótlætisins hefðu verið tæmdir i botn Sömu gömlu andlitin mundu alltaf þvælast fyrir okkur. Allir verstu skúrkar sögunnar hlytu um leið eilift lif. Þeir myndu seint sleppa þeim tökum, sem þeir hefðu einu sinni náð. Hér á landi mundu þá Vigastyr og aðrir óþokkar trú- lega ráða lögum og lofum, að visu ekki drepandi, það væri ekki hægt, en kúgandi og kveljandi. Æskan fengi aldrei að komast að, enda væri hún ekki lengur til eins og áöur sagði. Nei, ætli það sé ekki best að lifið hliti nokkurn veginn sömu lög- málum og áður og að við reynum að gera eins gott úr þvi og mögulegt er, eins og það er. En ég átti vist og ætlaði vist að tala um þorrann og flytja minni hans, og það kemur vel á vondan, þvi að verðurfræðilega er þorrinn býsna merkilegur. Að jafnaði er hann liklega kaldari en nokkur annar mánuður hér á landi. Þá herðir Þetta þorraminni átti að flytja 2. febrúar hjá Alþýðu- bandalaginu i Neskaupstað, en vcðurguðir tóku i taumana og stöðvuðu höfundinn. Þvi er ekki annað að gera cn senda viðtak- endum það með seinni skipunum. kuldinn tak sitt sem mest hann má, um það bil mánuði eftir að sólin er lægst á lofti, en i þorra- byrjun kölluðu gömlu mennirnir miðjan vetur. A sama hátt og menn fögnuðu hækkandi sól um jól, er nú timi kominn ti.1 að fagna þvi, að nú geti hvað úr hverju farið að draga úr vetrar- hörkum. Þess vegna eru þorra- blótin ofur skiljanleg i þessu norræna landi. En auk þess hefur þorrinn löngum höfðað til karlmennsku og hetjulundar. Frosthörkur hans eru sú and- stæða sumarsins, sem er nauðsynleg til þess að við kunnum vel að meta sól og yl. Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, kvað Bjarni. Og Sveinbjörn Egilsson orti: Guð það hentast heimi fann það hið striða blanda bliðu. Eru ekki einmitt þessar sveiflur milli andstæðna það sem einkennir lifið og lifsnautnina öðru fremur? Hjartað þenst út og dregst saman, slær eins og við segjum. Sólin ris að morgni og hnigur að kvöldi, lækkar gang sinn að hausti en hækkar á vori. Og ofan á þessar reglulegu sveiflur koma hinar óreglulegu, byijir og bliða. övissan, sem sliku fylgir, er á vissan hált heillandi og nauðsynlegt krydd i lifið. Að þvi ieytí erum við Islendingar sælir og heppnir, og þó að veðurfræðingar geri sitt til að eyða óvissunni, þá er stundum svolitill skammtur af henni skilinn eftir. Og þegar menn hafa ekki nóg af náttúr- legum öldugangi i lifinu, þá búa þeir hann til i leik. Eitt fegursta dæmið er kannski tónlistin, sem eins og allir vita byggist á sveiflum, mjúkum og striðum tónum, haganlega raðað niður af snillingum, til þess að veita mannshuganum yndi. Eða þá þær hræringar, sem góðar bók- menntir skapa i brjósti lesandans, þar er ekki gott að aðeins sé lýst þvi þýða og þægi- lega, hitt verður að fljóta með til að gefa áhersluna og nautnina af þvi fagra. I þessu ljósi kýs ég að sjá þorrablótin, þennan fagnað á harðasta tima ársins. Menn nota sér hreinlega kuldann og óhugnaðinn til að njóta and- stæðu hans, gleðinnar, ekki sist af þvi að nú er rökstudd ástæða til að ætla að allt geti farið að snúast á betri veg. Og með þessu hugarfari finnst mér ástæða til að snúa sér að þvi sem nú er mál málanna á þessu mikla hátiðarári. Hér hefur óhugnaður hermennsku erlends rikis einkennt þjóðlifið i áratugi. Lýðveldið okkar hefur liðið fyrir þessa smán alla tið. Þetta er búinn að vera langur hernámsþorri. Við höfum að undanförnu gert okkur nokkuð rökstuddar vonir um, að her- setunni yrði létt af þjóðinni nálægt þessum merku tima- mótum, ellefu hundrað ára afmæli byggðarinnar. En i mannlegum samskiptum er óvissan einkenni ekki siður en i svokallaðri dauðri náttúru. Myrkraöflin eru ákveðin að berjast til þrautar fyrir þvi að Bandarikin haldi taki sinu á landi okkar. Og þó að við höfum ekki unað þvi taki vel, þá má þó segja, að það hafi verið mjúkt og blitt miðað við það, sem gæti orðið, ef svo fer sem ýmsir halda, að Bandarikin breytist i fasistariki. Þegar hin gerspilltu stjórnvöld hætta að þola si- harðnandi gagnrýni blaða og fjölmiðla. Sú tilhugsun eykur á þá spennu, sem þetta mál skap- ar i hug okkar. En eins og þorr- inn með illviðraköst sin er okkur uppspretta vonar og heitstreng- inga um fegurra lif á komandi vori, eins eiga þessir erfiðleikar þjóðhollrar stefnu á tslandi að stæla okkur til átaka. til heilla og hagsbóta fyrir okkur sjálf og niðja okkar. Þvi þó að einstak- lingurinn hverfi fyrr en varir af sjónarsviðinu, þá lifir kynstofn- inn. Ný æska gengur i leikinn, lifir og nýtur meira en hinir þreyttu og aldurhnignu. Þannig er öldugangur þjóðarlifsins eins og stækkuð mynd af ganginum i lifi hvers manns.Ogaldrei er það frjórra eða yndislegra en þegar það er hæfilega fullt af óvissu og óteljandi möguleikum. Og þannig er það á þessum timum. Við þurfum svo sannarlega ekki að kvarta. Ég árna þessari byggð og þessu fólki allra heilla og óska ykkur og okkur öllum hæfilegra erfiðleika og tækifæra til að laða fram kjark og dug. lifsnautn og hamingju. P.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.