Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 2
2 S*ÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 5. febrúar 1974. Þessi ræöa var flutt óskrifuð, eins og hún birtist hér, fyrst og fremst til þess að lesendur geti fellt sinn persónulega dóm um það, hvort hún sé til þess fallin að rýra álit Laugaskóla i S-Þing- eyjarsýslu og mætra manna sem við hann hafa starfað — eða hvort hún sé til þess fallin að koma sökinni á þvi, sem miöur fer I skólum landsins yfirleitt, á sjálfan sökudólginn. Að mjög svo gefnu tilefni skal þetta tekið fram : — Ég tel Sig- urð Kristjánsson skólastjóra á Laugum hinn mætasta skóla- mann og tel hann hafa unnið afrek i skólastjórn sinni við hinar verstu aðstæður. Ennfremur þaö, að i ræöunni, sem fylgir hér á eftir, er þannig að orði kveðið, að hverjum þeim, sem hefur sæmilega óbrjálaða dómgreind, á að vera ljóst, aö ekki er sneitt að starfsliði Laugaskóla — né nemendum. Og loks þetta: kunn- ingi minn gamli, sem tók á móti mér á hlaöinu á Laugum þennan septemberdag var, eins og skýrt er fram tekið í ræðunni, utan- héraðsmaöur, — og raunar auk þess utan þess hversdagslega veruleika sem menn eiga, e.t.v., að sækja til heimildir i hefð- bundnar og misjafnlega merkilegar þingræður. Reykjavik 4. febr. 1974. Stefán Jónsson Stefán Jónsson segja jæja. Af hverju? spurði ég. Sá ykkar sem segir fyrr jæja, hann tapar, sagði hann. Ég man eftir hættulegu jæja Hka, úr þvi að ég er byrjaður að tala um þetta smáorð. Það gerð- ist úti i Kaupmannahöfn og blandast i þetta þrir Skúlar, Skúli Skúlason, Skúli Þórðarson sem kallaður var kollega og Skúli Brynjólfsson, sem var bátsmaður á Stella Pólaris i siglingum á milli Kaupmannahafnar og Newcastle. Það skeði um likt leyti, að Skúli Brynjólfsson kom til Kaupmannahafnar, þar sem hann var vanur að eyða landvist- arleyfum sinum i að berja Dani, og Skúli Skúlason kom til Kaup- mannahafnar i fyrsta sinn ekki mjög vel að sér i dönsku. Hann BEINGADDAR ÍSLENSKA SKÓL AKERFISIN S Stefán Jónsson: Herra forseti. Við upph. umræðna um zetu i rit- máli blasti við mér, að háttvirtur 6. landskj. þingm., Helgi Seljan, var meðflm. að till., sem 6. landskj., Stefán Jónsson, var al- gerlega mótfallinn. Hér blasti sem sagt við mér nákomið allt a& þvi skitsófreniskt vandamál, sem leiddi til þess, að ég varð að yfirgefa þingfund undir ræðu menntamálaráðherra, til þess að hitta mótpart minn, Helga Seljan, að máli og ræða um þetta við hann, með hvaöa hætti ég gæti af fullkominni sannfæringu, sem býr að baki skoðun minni, and- mælt þessari till. 6. landskj. Ég hafði nú, guði sé lof, hlustað á gagnmerka ræðu 1. flmTrhv. þm. Sverris Hermannssonar, með mikilli aðdáun á. fróðleik hans, sem þrátt fyrir allt sannaði mér aðeins það, sem ég hafði nú grun um af ýmsum dæmum áður, að hinir fróðustu og bestu menn komast stundum að mjög vand- lega ihuguðu máli að rangri nið- urstöðu, sem góðir menn draga síðan hæfilegar ályktanir af. Sannleikurinn er náttúrlega sá, að framtak menntamálaráðherra i niðurfellingu zetunnar er einna helst til þess fallið að hafin verði ný sókn i móðurmálskennslu á íslandi. Mat á gildi zetunnar i ritmálinu má alls ekki setja I samhengi við þann vinnustundafjölda, sem menn máttu leggja af mörkum til að tileinka sér hann. Menn mega alls ekki fá það á tilfinninguna, að hæstv. menntamálaráðherra sé hér með að fella i gildi verðmæti, sem þeir hafa aflað sér með súr- um sveita, og að þeir sitji svo uppi með eitthvert verðlaust drasl. Sannleikurinn er náttúrlega sá, að á sama hátt og prófessor Hail- dór Halldórsson ætlar að halda áfram að skrifa zetu, þótt hann væri formaður i þeirri nefnd, sem leggur til, að hún verði niður felld, á sama hátt geta hv. flm. þessarar þingsályktunartillögu haldið áfram að skrifa zetu eins lengi og þeim sýnist og það getum við allir. Sjálfur hef ée i 30 ár starfað með islensku að verkfæri og verð að viðurkenna, að ég hef ekki tileinkað mér zetuna betur en svo, að þegar ég skrifa mjög hratt á ritvél, og ég verð að stæra mig af þvi, að ég get skrifað mjög hratt á ritvél, þá vill nú slæðast með zetuvilla og zetuvilla inn i handrit, sem ég verð að leiðrétta á eftir. Af þessum sökum hefur zetan kannski ekki orðið sú and- leg fasteign i vitund minni, að ég harmi hana mjög. Þaö er merking orðsins, sem hefur gildi i ritmáli og i talmáli. I talmálinu bætist svo við hljómur orðsins. Slikt getur dýpkað merk- inguna og magnað hana, ef alúð býr á bakvið. Zeta i orði, sem á að benda til uppruna þess, nægir stundum til þess að spilla bæði hljómi og merkingu. Zetan verður eins konar bakþankamerki ihygl- innar og dragbitur á eðlilega tjáningu i islensku máli. Zetan var notuð til þess að draga mál- fræöistaglið með inn i stilkennsl- una, inn i ritæfingarnar og stilæf- ingarnar, og var þó ærið af þvi fyrir. Ég læt biða að færa sönnur á það, meö hvaöa hætti málfræði- staglið, itroðsla latneskrar mál- fræði á islensku, þvi að islensk málfræði hefur ekki verið samin enn, itroðsla latneskrar málfræði á islensku I islensk börn, i Islend- inga I 100 ár, hefur beinlinis lemstrað tungutak þjóðarinnar að þvi marki, að þeir einir hafa nú allt að þvi sæmilegt tungutak, sem svo heimskir voru, að það datt engum i hug að reyna að troða þessu i þá. Við sjáum zetu- komplex i stil hjá börnum, greindum börnum, sem sneiða hjá orðum, sem e.t.v. á að vera zeta i, en þau eru ekki viss. Þá er ótalið tjón, sem zetan, þessi drag- bftur á eðlilega tjáningu i ritmáli, hefur unnið á sjálfu talmálinu. Þiö verðið kannske ekki vör við hann, kjálkaskjálftann i ykkar eigin kynslóð, sem stafar af of mikilli þjálfun, sem bundin var við orðmyndirnar, þau hafa kysstst, hvenær ætlið þið að hætta, hvenær ætlið þið að hætta að skjálfa á þvi. Þau hafa hittststst. Með fullri virðingu fyrir hv. þingmönnum skyldi ég ætla, eftir að hafa hlýtt á viturlegar orðræð- ur þeirra I þessum þingsölum núna i nokkra daga, að þeim væri annað kringra en að slá hring um þennan etymologiska beingadd i islensku ritmáli. Ég heyri ekki betur, með ennþá fyllri virðingu fyrir hv. þm., en að þess gæti i málfari sumra þeirra, að timi kynni að vera til kominn að við færum að leita okkur að álika verkfæri og þessum etymologiska hrosslegg, sem notaður er til að rýna eftir uppruna orða i ritmál- inu, en að við verðum að koma okkur upp álfka fónetiskum sauð- arlegg, til þess að hlera eftir upp- runa sprengihljóðanna t, k og p i islensku máli. Hæstv. menntamrh., sem ég vil enn þakka fyrir atbeina hans i þessu máli og forgöngu, vakti at- hygli á þvi áðan, hversu reynslan sýnir, að á hefur skort um eðli- lega tilsögn til handa islenskum skólanemendum i tjáningu á móðurmáli okkar töluðu, að hvetja þau, stappa i þau stálinu, svo aö þau þori að kveða að orð- unum og gefa þeim hljóm, láta sérhljóðana okkar hljóma. Hvernig hefur skort á, að þeim væri kennt að beita hljómi og hljóðan i framsögn i máli. Við skulum hugleiða smáorðin já og nei, þessi lykilorð tungunnar, þegar við ræðum um merkingu islenskra orða, hvernig móta má merkingu þeirra með hljómi allt frá þvi, þau taka af allan efa upp i þaö, að þau fá gagnkvæma merk- ingu. Þessi smáorð, þessi þýðing- armiklu lykilorð eru kölluð upp- hrópanir. Við skulum taka upp- hrópunina jæja til athugunar. Það er upphrópun lika. Og hug- leiöa aðeins þann möguleika, sem tónninn og hljómurinn gefa, á þvi að dýpka merkingu þessara smáorða og gefa þeim jafnvel gildi heillar sögu. Ég þarf ekki að rifja upp fyrir ykkur söguna um manninn, sem sneri sér til veggj- ar. Jæja, sagði hann, svo sneri hann sér til veggjar og sagði ekki meira þann daginn. Ég man eftir litils háttar úttekt á smáorðinu jæja, upphrópuninni jæja, sem gerð var I félagshóp nokkurra rit- höfunda fyrir allmörgum árum! Sjálfur man ég eftir fyrsta áhrifa- rika jæjanu, þegar ég var fyrir innan fermingu, i fyrsta sinn verkamaður og tók þátt i verkfalli suður i Álftafirði, þegar verið var að byggja hlöðu hjá Birni i Múla. Það hafði nýlega verið stofnað verkalýösfélag á Djúpavogi, og samkv. samningum áttum við að hafa klukkutima i hádegismat. Þegar við vorum búnir að borða eftir 10 minútur og höfðum setið i 5 minútur, þá stóð Björn I Múla upp og sagði: Jæja. Við stóðum allir á fætur og fórum að vinna. Þetta skeði annan daginn. Þegar við höfðum borðað og setið i 5 minútur, stóð Björn i Múla og sagði jæja. Og við stóðum á fætur og fórum að vinna. En þá tóku forystumenn, sem eldri voru og vanari i verkalýðsmálum sig til og ákváðu það, að næsta dag skyldum við sitja kyrrir, þótt hann segði jæja. Björn i Múla lék sama leikinn. Hann reis á fætur og sagði: jæja, en við sátum kyrrir og hann horfði á okkur og beið svolitla stund. Svo settist hann hjá okkur og eftir nokkur andartök reis hann enn á fætur og sagði jæja, en við sátum kyrrir. Þetta var svokallað verkfalls- jæja. Af þvi að ég reyni að lýsa þessum blæmun I upphrópun og dýpt hans hér i sölum Alþingis, þá ætla ég að segja ykkur frá póli- tisku jæja, sem Jörundur Bryn- jólfsson frændi minn útskýrði fyr- ir mér, þegar ég hitti hann eftir að hafa ákveðið að fara i framboð norður i landi og hann sagði: Þú ert að fara I framboð, Stefán minn. Já,sagðiég, og nú þyrfti ég kannske á þinum ráðum að halda, af þvi að þetta hef ég ekki gert áð- ur. Hvernig á maður að fara á bæjargang i pólitisku framboði og banka þar upp á? Hann sagði: Þú ert nú vanur að fara á bæjar- gang, þú hefur gert það i 25 ár, og þá sagði ég: Þaö var allt annað mál, þá var það i ærlegum til- gangi, ekki til þess að biðja um atkvæði. Hann~sagði: Ég get að- eins gefið þér eitt ráð. Þegar þú bankar og bóndinn kemur til dyra og þið hafiö heilsast og eruð búnir að tala um veðrið og sauðburðinn, sem mun nú standa hæst, þegar þetta skellur yfir, þá mátt þú ekki var handtekinn á knæpu þeirri, sem nú heitir Kakkadúba, fyrir að hafa barið niður lifvörð Hans hátignar og tekið af honum húf- una. Þið kannist við þessar háu húfur þeirra loðnu; tekið af hon- um húfuna og selt upp I hana. Það var náttúrlega ekki hann, heldur Skúli Brynjólfsson, sem barði lff- vörðinn. Skúli Skúlason var hand- tekinn fyrir þennan verknað. Þegar þetta hafði verið lesið fyrir honum, þá sagði hann ekkert ann- að en jæja. Honum var stungið inn, og um morguninn var hann ekki látinn laus, heldur var hon- um sagt, að hann hefði játað á sig verknaðinn kvöldið áður. Og i prótokoll stóð, að hann hefði sagt ja, ja. Skúli Þórðarson var svo til kvaddur að leiðrétta misskilning- inn og útskýra merkingu „jæja” á dönsku. Sannleikurinn er sá, að ef is- lenskukennarar fengju að fjalla um mikilvæg atriði eins og hljóm- an og atkv. i kennslu móðurmáls- ins f skólunum, þá þyrftu þeir ekki aö óttast, að nemendur sofn- uðu fram á borðið og væru alls ófróðari um islenskt mál að kennslustund lokinni. En nú segir hv. 1. flm. þessarar þingsálykt- unartill., Sverrir Hermannsson, að hér sé ekki um það eitt að ræða, að ráðist sé að zetunni, að listamenn i meðferð hennar og eigendur verði henni sviptir, heldur sé hér bara um að ræða undirbúning að árás á sjálft yfsi- lonið. Við þurfum ekki að glugga lengi i gömlum handritum, dýr- mætustu perlum islensku þjóðar- innar i bókmenntum, til þess að uppgötva með hvaða hætti ypsi- lon voru notuð i islensku ritmáli, með hvaða hætti Jónas Hall- grimsson notaði ypsilon. Hann notaði það til myndrænnar skreytingar á orðum sinum. Ást- kæra ylhýra málið. Ég man það ekki —en 1. flm. þessarar þáltill. kynni að finnast vanta þar ypsilon. Af þvi að hann er nú þm. I þeim landshluta, þar sem fyrir skemmstu þurfti að kenna e með punkti og e með gati, kynni að vera að hann ræki sig á það býsna vlða, að ypsilonið sem slikt hefur aðeins táknræna þýöingu I orðum. Asgeir Magnússon, sem nú er þvi miður fjarri góðu gamni, búsettur I Lófæti I Noregi, sagði mér frá þvi, þegar hann fór sem ungur drengur meö skilaboð, oftast skrifuð, á milli Guðna Stefáns- sonar og Björns á Brekku. Björn var sæmdur hreppstjóratign og sendi þá Asgeir skömmu siðar með bréfmiða til Guðna, þar sem _ hann bað um að lána sér kerru. Guðni sat yfir borðum, þegar hann fékk bréfmiðann, og sagði stundarhátt, þegar hann opnaði hann: Nú hefur hreppstjóratignin stigiðBirni til höfuðs, þvi að hann er farinn að skrifa kerra með ypsilon. Guðni sendi skriflegt svar, og þegar Björn opnaði það, sagði hann: Hann skrifar nei og með ypsilon, og þá meinar hann það. Ég veit ekki, hvort ég á að eiga það á hættu, og þó mun ég freista þess, að leiða getum að þvi, með hvaða hætti málfræðistagl og af- káralegar ritreglur þ.á m. regl- urnar um dreifingu kommunnar, þessarar andarteppu til merkis um heilbrigða hugsun, hvernig allt þetta hefur átt sinn þátt i þvi að framleiða það, sem nú er kall- að námsleiði. Ég kenni i vetur is- lensku og dönsku við gagnfræða- skóla norður i landi. Ég kom þar fyrst hálfum mánuði fyrir skóla- setningu i haust, á sunnudegi. Enginn var heima i þessum heimavistarskóla. Roskinn utan- héraðsmaður á áttræðisaldri, sem ég hefði nú átt að þekkja strax i sjón, en þekkti strax þegar hann fór að tala, a.m.k. hvaðan hann var, hjálpaði mér til þess að bera farangur minn upp i ibúð mina og segir við mig i stiganum: „Svo að þú ætlar að kenna hér i vetur”. „Já”, sagði ég. „En leng- ur verður það nú ekki”, sagði hann, „ef það verður þá i allan vetur. Hér er svo efir skelvitleg- ur skrill”, sagði hann. „Þeir geröu alla vitlausa i fyrra, fyrst kennarana. Einn reyndi nú að kála sér i febrúar, skólastjórinn var fluttur burtu i spennitreyju i mars",,Þetta er nú pip — og fyrr getur það orðið slæmt”, sagði ég, og reyndi að bera mig karlmann- lega, en sannleikurinn er náttúr- lega sá, að svona fjörlegur skrill er náttúrlega besti skrillin, sem ég hef kynnst. „Þú skalt lita á eðlisfræðistofuna”, sagði gamli maðurinn. „Það er nýjasta skóla- stofan. Segðu mér svo, hvernig þér list á”. Ég komst ekki inn i eðlisfræðistofuna. Ég kikti á glugga, hún er á neðstu hæð. Þar gaf nátturlega á að lfta skorið sundur leðurliki á upphækkuðum bekkjum. Greinilega hafði verið kveikt i einum þeirra, þannig að ljóst var, að þetta hafði verið töluverður darraðardans I loka- orrustunni og ég hitti svo gamla manninn á hlaðinu þegar hann var að fara og sagði: „Það er al- veg rétt, hér hefur gengið nokkuð á.” „Þó missirðu nú af þvi, sem mikilverðast var”, sagði hann, „en það var sjálfur segurboginn. En hann var nú heldur ekki úr varanlegu efni.” „Sigurboginn, hvaö áttu við?” sagði ég. „Það var nefnilega sketið á kennara- borðið”, sagði hann. Gott og vel. Hér fékk islenska skólakerfið, ekki þessi skóli, held- ur skólakerfið,islenska skólakerf- iö með öllu sinu idjótii einkunn á vorprófi, — einkunn unglinga, sem búið er að pynta með fárán- legum reglum og almennri heimsku, ekki sist i islenskri mál- fræði, fékk einkunn á vorprófi. Það var ekki verra fólk, sem sat i Laugaskóla þann vetur heldur en það fólk, sem situr þar i vetur. Það er gott fólk. En það er svo kvalið af námsleiða, að það tekur út likamlega kvöl, meira en helmingurinn af þessu fólki. Og ég veit, að það hefði glatt hin gömlu eyru hæstv. menntmrh., ef hann hefði heyrt það húrra, sem hann fékkk i 3. bekk B, stráka- bekknum, þegar þeir fréttu, að zetan hafði verið kveðin niður. Reyndar tóku þeir ekki fram, að það væri fyrir menntamálaráð- herra. Ég spurði húrra fyrir hverju? Fyrir byltingunni, sögðu þeir. Flest ykkar hafa heyrt söguna um lögregluþjóninn, sem dró likið úr Fischersundi i Bröttugötu, af þvi að hann var svo slæmur i staf- setningu. Nú kynnu einhverjir ykkar, hv. þm., að vera svo stál- slegnir i stafsetningu, að þið drægjuð likið úr Bröttugötu i Fischerssund. Þá er mikils um vert, að glepjast nú ekki á að skrifa Fischerssund með zetu og ypsiloni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.