Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 5. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Gunnar og Viðar úr umferð og FH-liðið komst í hann krappan gegn ÍR Eftir glæsilegan fyrri hálfleik/ þar sem FH réði lögum og lofum og hafði yfir i leikhléi 16:9, gerðu iR-ingar það sem engu liði hef ur enn dottið í hug í vet- ur. Þeir tóku bæði Gunnar Einarsson og Viðar Simonarson úr umferð með þeim árangri að FH- liðið hrundi til grunna um tíma og ekki stóð steinn yfir steini. Liðið skoraði ekki mark í 13 mínútur. IR minnkaði muninn úr 20:13 í 20:17 og 21:18. Lokatölurn- ar urðu að vísu öruggur sigur FH 26:20, enda voru iR-ingar þá orðnir von- lausir um að ná að jafna, og komu síðustu 4 mörk FH á síðustu 2 minútunum þegar IR-ingar höfðu gefist upp. Eigi að síður opinberuðu iR-ingar ákveðinn veikleika hjá FH — ef þeir Gunnar og Viðar Ipswich á skotskónum Sigraöi Southampton 7:0 — Liverpool og Leeds lentu bæði í kröppum dansi Það verðurekki annað sagt en Ipswich hafi verið á skotskónum i leik gegn Southampton á laugardaginn. 7-0 sigur liðsins var, þótt undar- legt megi virðast, síst of stór, að því er BBC fréttastofan sagði, og er þetta stærsti sigur liðs- ins í fjölmörg ár. Einn af stærri leikjum helg- arinnar, eöa a.m.k. einn af þeim mest spennandi, var leikur Leeds gegn Chelsea, og enn einu sinni máttu þeir fyrr- nefndu þakka fyrir jafnteflið. Leeds hefur ekki gengið alltof vel undanfarið og jafnteflin eru vissulega orðin nokkuð mörg hjá liðinu, sem enn er þó taplaust i 1. deild. Þetta 1—1 jafntefli við Chel- sea getur Leeds þakkað mark- verði sinum eingöngu, David Harwey. Hann varði eins og landsliðsmarkverði sæmir all- an leikinn og á siðustu sek- úndu leiksins náði hann að ýta bolta útfyrir markstöngina á undraverðan hátt. Þrumuskot eins Chelsea framherjans stefndi þá rakleiðis i net- möskvana og áhorfendur voru byrjaðir að fagna þegar Har- svey sýndi þessa undramark- vörslu. Enn er þvi Leeds taplaust og i algjörum sérflokki með 7 stiga forystu á Livérpool, sem marði sigur yfir botnliðinu Norwich, 1-0. Úrslit á laugardag: 1 .deild Arsenal—Burnley l-l Coventry—Manch.Utd. 1-0 Derby—Newcastle 1-0 Ipswich—Southampton 7-0 Leeds—Chelsea 1-1 Liverpool—Norwich 1-0 Manch.City—Tottenham 0-0 QPR—Leicester 0-0 Sheff.Utd—Everton l-i West Ham—Birmingham 0-0 Wolves—Stoke 1-1 2. deild Aston Villa—Luton 0-1 Blackpool—Oxford 2-0 Bristol City—Cardiff 3-2 Carlisle—Orient 3-0 C.Palace—Preston 2-0 Fulham—Sheff. Wed 4-1 Hull—Notts County 1-0 Nottm.For.— Middlesbro 5-1 Portsmouth—WBA 1-1 Sunderland—Millvall 4-0 Swindon—Bolton 2-2 Framhald á 14. siðu. Svavar Carlsen, sigurvegari I þungavigt og opna flokknum á afmælis- móti JS. Afmælismót Júdósambands ísiands: Svavar sigraði bæði í þungavigt og opna flokknum Afmælismót Judósa m bands islands var háð i iþróttahúsinu i Ytri-Njarðvik iaugardaginn 2. febrúar. Keppendur voru 48 frá 5 félögum, 22 i flokkum fullorðinna og 26 i flokki unglinga 15-17 ára. Úrslit i öllum flokkum urðu sem hér scgir: FULLORDNIR Opinn flokkur (án þyngdartakmarkana) 1. Svavar Carlsen 1. dan (JFR) 2. Sigurjón Kristjánsson 1. dan (JF'R) 3-4. Sigurður Kr. Jóhannsson 1. dan (JFR) 3. -4. össur Torfason 1. dan (Gerplu) I þessum flokki var i fyrsta sinn keppt um veglegan silfurbikar sem gefinn var af skipasmtðastöð Njarðvikur h.f. Þungavigt (yfir 93 kg) 1. Svavar Carlsen 1. dan (JFR) 2. Sigurður Ingólfsson 6. kyu (UMFK) Léttþungavigt (80-93 kg) 1. Sigurður Kr. Jóhannsson 1. dan (JFR) 2. Guðmundur Rögnvaldsson 3. kyu (JFR) 3. Halldór Guðnason 6. kyu (JFR) Millivigt (70-80 kg) 1. Sigurjón Kristjánsson 1. dan (JFR) 2. össur Torfason 1. dan (Gerplu) 3. -4. Jón Guðlaugsson 6kyu (UMFK) 3-4. Jóhann Héðinsson 6. kyu (Gerplu) Léttmillivigt (63-70 kg) 1. Halldór Guðbjörnsson 2. kyu (JFR) Framhald á 14. siðu. FH sigraði einnig í mfl. kvenna Einn leikur fór fram i mfl. kvenna i 1. deild um helgina. Þar sigraði FH Viking með 13 mörk- um gegn 10 eftir að hafa haft yfir i leikhléi 9:4. FH sem kom uppúr 2. deild i fyrra er nú sloppiö úr allri fallhættu I ár. Landsliðið sigraði Pressuleikur fór fram i blaki sl. föstudagskvöld. Er þetta fyrsti pressuleikurinn i þessari iþróttagrein og kom i stað bæjarkeppni milli Reykjavikur og Akureyrar sem átti að fara fram þetta kvöld, en Akureyringarnir treystu sér ekki til keppninnar að þessu sinni. Svo fóru leikar, að landstiðið sigraði 3:1. Landsliðið vann fyrstu hrinu 15:5 og aðra hrinu 15:1 (I,en þriðju hrinuna vann pressuiiðið 15:13,en þá fjórðu landsliðið 15:11. Sem kunnugt er fer fram landsleikur i blaki milli tslendinga og Norðmanna hér á landi i næsta mánuði. Erlendur þjálfari er væntanlegur til blak-manna siðast i þessum mánuði,og mun hann æfa landsliðið fyrir þennan fyrsta iandsleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.