Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.02.1974, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópa- vogi hélt árshátíð sl. laug- ardag. Var hún mjög fjöl- menn og fór hið besta fram. Guðrún Albertsdótt- ir formaður félagsins flutti ávarp, og Sigríður E. Magnúsdóttir einsöngvari söng einsöng, en að lokum var dansað til kl. 3 eftir miðnætti. PEKING 4/2 Blöð í Klna hafa enn veist harðlega að italska kvik- myndastjóranum Antonioni fyrir mynd hans um Kína, sem tekin var 1972. Dagblað alþýðunnar á- vitar Antonioni á heilli slðu m.a. fyrir að hafa hugann meira við það sem er gamaldags og óflnt I Klna en það sem áunnist hefur. Alyktun stúdenta í Osló: Hagsmunir verka- lýðs og námsfólks eru sameiginlegir SNJÓÞOTUSTÖKK Krakkarnir I Breiðholti notuðu góða veðrið á laugardaginn til að renna sér á snjóþotunum sinum á lóð Breiðholtsskóla. Þessi unga dama flaug með miklum elegans fram af smástökkpalli, sem krakkarnir höfðu gert á skólalóðinni. (Ljósm. Haukur Már) skipa Sjávarútvegsráðuneytið hefur i janú.ar sett eftirfarandi reglur, sern varða veiðar islenskra skipa: 1. Auglýsingu, sem takmarkar slldveiðar i Norðursjó og Skagerak, á tlmabilinu 1. febrúar til 18. júni 1974 við 2500 smálestir, sem heimilt er að veiða til manneldis eða beitu. Veiðar á hinu undanþegna magni eru háð- ar leyfi sjávarútvegsráðuneytis- ins. 2. Reglugerð, sem bannar loðnuveiðar fyrir Norður- og Austurlandi á timabilinu 1. mars til 15. mai 1974, frá linu réttvis- andi norður frá Horni og að linu réttvisandi suðaustur frá Eystra- Horni, utan linu, sem dregin er 12 sjómilur utan við grunnlinu. Á timabilinu 15. mai til 15. ágúst eru allar loðnuveiðar bannaðar. 3. Reglugerð um róðrartima fiskibáta frá Faxaflóahöfnum, Sandgerði og Grindavik. I henni er landróðrabátum, sem róa með linu, á timabilinu 1. janúar til 31. mai, gert óheimilt að fara i róður frá klukkan 12,00 tii þess tima er tiltekinn er I reglugerðinni, og er mismunandi eftir höfnum og breytilegur eftir timabilum. Enn fremur er i reglugerðinni ákvæði um ráspunkta og timamerki. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins: Fjölmenn árshátíð AB í Reglur um veiðar ís- lenskra Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á fundi Osló- deildar StNE hinn 28. jan. sl.: tslenskt námsfólk I Osló lýsir fullum stuðningi sinum við bar- áttu islensks verkalýðs fyrir bættum kjörum, bæði á efnahags- legu og félagslegu sviði. Auðvald- ið færir aldrei launþegum kjara- bætur á silfurbakka. Allar kjara- bætur kosta þrotlausa baráttu við auðvaldið. Samkvæmt opinberum útreikn- Tækniaðstoð Sam- einuðu þjóðanna 200 þús. dollarar til Islands A fundi stjórnarnefndar Þróun- arstofnunar Sameinuðu þjóð- anma —United Nations Develop- ment Programme — hinn 15. ianúar s.l. var formlega sam- þykkt áætlun um tækniaðstoð við tsland á árunum 1973—1976, og á Island að hljóta eina miljón Bandarikjadala i aðstoð á tima- bilinu 1972—1976 eða að meðaltali 200.000 Bandarikjadali á ári. A sviði landbúnaðar og náttúru- auðlinda er um að ræða hagnýt- ingu og vernd beitilanda, fræ- rannsóknir og jurtakynbætur, rannsóknir á lax- og silungsstofn- um, ræktun fisks I sjó, skógrækt rannsóknir nýtingar jarðhita til ræktunar verðmætra gróður- húsajurta. A sviði iðnaðar er um að ræða aðstoð við Otflutnings- miðstöð iðnaðarins, ráðgjafar- starfsemi i Iðnaði, skipasmiða- iðnað, notkun gosefna til iðnaðar, fiskvinnslurannsóknir og fram- haldsrannsóknir I ferðamálum. Auk þess er um að ræða heil- brigðismál og loftmyndagerð. A móti ofangreindum f járfram- lögum leggja islensk stjórnvöld fram 90.642.000 krónur og endur- greiða auk þess 8% af þvi fé, sem veitt er i aðstoð. Samkvæmt fjárlögum fyrir 1974 eru helstu framlög tslands til þróunarmála á alþjóðavettvangi 21.392.000 krónur til Alþjóðafram- farastofnunarinnar, 6.040.000 til Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og auk þess 5.000.000 krónur til stofnunarinnar Aðstoð Islands við þróunarlöndin, en það fé rennur fyrst og fremst til þátt- töku i Norðurlandaaðstoð á sviði samvinnumála i Kenya og Tanzaniu. ingum þarf hver meðalfjölskylda um 45 þúsund krónur á mánuði sér til framfærslu. Við væntan- lega samninga hljóta launakröfur verkalýðs að taka mið af þeirri tölu um framfærslukostnað og vera ekki lægri þar sem reynslan hefur sýnt að visitala framfærslu- kostnaðar er venjulega of lágt reiknuð. Við styðjum einnig þær út- breiddu kröfur um full yfirráð verkalýðshreyfingarinnar yfir Lifeyrissjóðunum og litum á það sem hrein svik við verkalýðs- stéttina ef fulltrúum atvinnurek- enda, auðvaldsins á islandi, verð- ur hleypt inn i áhrifastöður sjóð- anna eða stjórn landssambands sjóðanna. Verkalýðúrinn og stór hluti námsfólks hafa sömu hagsmuna að gæta i stéttabaráttunni og ber þvi að standa saman i baráttunni fyrir réttlátu jafnréttisþjóðfélagi. Setur upp útibú á 3 stöðum úti á landi Sem kunnugt er samþykkti al- þingi I aprilmánuði sl. að setja á stofn útibú frá rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins á þremur stöðum úti á landi. Einhver hreyfing. er nú að komast á þetta mál, og er skýrt frá þvi i Mjölni, blaði AB á Siglufirði að stofnunin hafi snúið sér til bæjarstjórnar Siglufjarðar og óskað eftir að hún útvegaði húsnæði fyrir útibúið. Við höfðum samband við Sigurð Pétursson forstöðumann rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins og spurðum hann nánar um þetta mál. Sigurður sagði að stofnuninni hefði borist bréf frá sjávarút- vegsráðherra Lúðvik Jósepssyni um það, að stofnunin ætti að setja Óvíst um afdrif lífeyris- sjóðamálsins 1 yfirstand- andi kjarasamningagerð Ein af þeim kröfum sem verka- lýðshreyfingin setur fram i við- ræðum sinum við vinnuveitendur nú er krafan um óskoruð yfirráð verkalýðshreyfingarinnar yfir lifeyrissjóðunum, en eins og menn vita er helmingaskipta- stjórn á þessum sjóðum. Það leikur ekki á tveim tungum hversu gifurlega sterkir lifeyris- sjóðirnir verða i framtiðinni og að i þá á eftir að safnast ógrynni fjár. Þessa staðreynd gera at- vinnurekendur sér vel ljósa og eru þvi á engan hátt reiðubúnir að sleppa þeim tökum sem þeir hafa á sjóðunum i gegnum sjóðstjórn- irnar. Litið hefur verið rætt um lif- eyrissjóðamálin siðan i haust. En einmitt þá urðu mjög harðar deil- ur innan verkalýðshreyfingarinn- ar um yfirráð yfir sjóðunum, þar sem menn skiptust mjög i hópa. Annar hópurinn hélt þvi fram, að ekki væri timabært að fara með þá kröfu að sjóðirnir yrðu algjör- lega i höndum verkalýðshreyf- ingarinnar, og hinn vildi þegar gera gangskör að þvi að koma at- vinnurekendum út úr stjórnum sjóðanna. Þá urðu og allharðar deilur um það hvort timabært væri að stofna landsamband almennra lifeyris- sjóða, og skiptust menn þar i svipaðar fylkingar og i deilunni um stjórn sjóðanna, þar eð þeir sem vildu atvinnurekendur burt úr stjórnunum strax vildu ekki stofna til sliks sambands fyrr en atvinnurekendur væru komnir út úr sjóðstjórnum. Þeir sem vildu stofnun sliks landssambands strax urðu ofan á, og stofnunin varð að veruleika. Siðan hefur ekkert gerst i málum landssambands lifeyrissjóðanna. Ástæðan mun vera fyrsta mis- sættið milli fulltrúa verkalýðs- hreyfingarinnar og fulltrúa at- vinnurekenda, það hvern ætti að ráða til fyrirsvars til landssam- bandsins. Atvinnurekendur halda mjög ákveðið fram manni nokkr- um sem verkalýðshreyfingin tel- ur algjörlega óhæft að samþykkja til starfans, og siðan heldur verkalýðshreyfingin fram öðrum sem vinnuveitendur geta ekki sæst á. Þetta kann að þykja undarlegt ósætti. En svo sterklega hafa ýmsir forvigismenn að stofnun landssambandsins úr röðum verkalýðshreyfingarinnar tekið til orða varðandi missætti þetta, að frekar skyldi landssambandið fyrir bi, en sá er atvinnurekendur tilnefna til að stýra sambandinu komi þar að. Lifeyrissjóðamálin hafa litið komið við sögu i viðræðum ASl og vinnuveitenda um kjaramálin. Halda vinnuveitendur þvi fram, að búið sé að semja um stjórnir lifeyrissjóðanna. Og þeim samn- ingi verði ekki breytt. Hins vegar hafa lifeyrissjóðirn- irkomið við sögu i öðrum viðræð- um og ekki með atvinnurekend- um. Til þeirra hefur verið horft af rikisvaldinu i viðræðum ASl við stjórnina um úrræði i húsnæðis- málum. Félagsmálaráðherra hefur sumsé boðið það af rikisins hálfu, að átak verði gert i húsnæðismál- um láglaunafólks gegn þvi, að rikissjóður, eða réttara sagt sjóð- ir Húsnæðismálastofnunarinnar, hafi aðgang að ákveðnum kvóta úr lifeyrissjóðum til ráðstöfunar. Gegn þessu býðst rikisstjórnin auk þess til að verðtryggja þann hluta af fé sjóðanna sem það hef- ur aðgang að. Ekki mun vera veruleg. and- Framhald á 14. siðu. upp útibú á þremur stöðum úti á landi, Isafirði, Siglufirði og Nes- kaupstað. Hlutaðeigandi bæjarfé- lög eiga að greiða helming á móti rikinu I stofnkostnað. Oll þessi bæjarfélög hafa svar- að þessum tilmælum jákvætt, og er málið komið einna lengst á veg á ísafirði, enda er þörfin þar brýnust, þar sem Vestfjarða- kjálkinn er all-einangraður og er þar að auki mikill útgerðarstað- ur. Þar næst kæmi svo sennilega Neskaupstaður, en Siglufjörður siðastur, en enn sem komið er er málið á umræðustigi milli rann- sóknarstofnunarinnar og viðkom- andi bæjarfélaga. Talið er að kostnaður við að koma upp svona stöð sé um 8 mil. kr. Eins og rannsóknarstöðin i Reykjavik munu þessi útibú vera fyrst og fremst fyrir fiskiðnaðinn, en einnig verða þau fyrir heil- brigðiseftirlitið, eins og stöðin 1 Reykjavik, sem hefur tekið að sér gerlarannsóknir og fleira fyrir heilbrigðiseftirlitið. Úr þessu fer það aðeins eftir fjárveitingu til þessara hluta sem ræður þvi hvenær stöðvarnar komast upp, en þó er von til þess, að hafist verði handa með upp- setningu stöðvarinnar á tsafirði á þessu ári. — S.dór Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu tslands áttu 4.892 manns lögheimili i Vestmanna- eyjum þann 1. desember sl. Ekki var þó nema tæpur helmingur þessa fjölda búsettur i Eyjum, þvi 2.760 manns voru fjarstaddir þeg- ar talið var. 2.132 voru sem sé búnir að slá sér niður i Eyjum. Ekki voru komnar tölur um fjölda þeirra Eyjaskeggja sem náð hafa þeim aldri að mega setja kross á blað og hafa meðfylgjandi áhrif á gang lands- og bæjarmála. Eru þær væntanlegar næstu daga. Kosningarétt hafa allir þeir sem lögheimili hafa i Eyjum og eru orðnir tvitugir. Miðast kjörskrá við 1. desember 1973, en þeir sem flytja eftir þann tima verða að kæra sig inn á skrána, og er það hægt allt fram undir kjördag. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.