Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1974.
Stefán Jónsson.
Á þriðjudaginn i þessari viku
var til umræðu á fundi Sameinaðs
alþingsi fyrirspurn til iðnaðar-
ráðherra frá Stefáni Jónssyni á
þessa leið:
Hvaða ráðstafanir hafa verið
gerðar til þess, að við notfærum
okkur tæknilegar framfarir fær-
eyskra skipasmiða?
Stefán Jónsson sagði:
Astæðan fyrir þessari fyrir-
spurn til hæstv. iðnaðarráðherra
er sú, að mér er kunnugt um að
haldið er áfram hérlendis rað-
smiði á linu- og netabátum úr
stáli, samkvæmt gömlum og
mjög úreltum teikningum, þrátt
fyrir byltingu, sem orðið hefur i
smiði fiskiskipa hjá grönnum
okkar i Færeyjum.
Færeysku fiskiskipin af svo-
kallaðri L.M.T.F.-gerð hafa
reynst afburða vel, skilað mjög
góðum arði á linuveiðum, og að
þvi er virðist leyst vandkvæðin,
sem orðin voru á þvi, ekki siður i
Færeyjum en hér á landi, að fá
sjómenn á linuveiðara.
Sjálfir segja Færeyingar með
nokkru stolti, að i þessum skipum
geti að sjá fyrstu raunverulegu
byltinguna i smiði fiskiskipa milli
100 og 200 rúmlesta á hálfri öld.
Og þeir mega sannarlega vera
stoitir, þvi það voru ungir Fær-
eyingar, sem teiknuðu þessi skip,
og smiðuðu skipin, sem komin eru
i gagnið, en þau eru Stapinn,
Thomas Nygaard og Sundaenni.
Tvöföld vinnuafköst
Ilér er um að ræða tviþiljunga,
teiknaða scm linuveiðara, neta-
skip og skuttogara, allt i senn.
Vélarreisnin, með ölium sinum
leiðslum, hefur verið fjarlægð, og
Hvar á að
tyggja?
A fundi Sameinaðs þings i gær
mælti Ragnar Arnalds fyrir
þingsályktunartiliögu, sem hann
flytur ásamt Svövu Jakobsdóttur
um að Alþingi kjósi 7 manna
milliþinganefnd til að gera tillög-
ur i samráði við skipulagsyfirvöld
um val á byggingarsvæði fyrir
Alþingi, stjórnarráð og aðrar
helstu stjórnarstofnanir rikisins.
Við munum á morgun segja frá
umræðum um málið, sem urðu
allmiklar, en þátttakendur I þeim
voru auk Ragnars alþingismenn-
irnir Eysteinn Jónsson, Svava
Jakobsdóttir og Ásberg Sigurðs-
son (varamaður Matthiasar
Bjarnasonar.)
Stefán Jónsson kynnti á alþingi:
, Fœ í'f’vs l\ bylting
í skipasmíðum’
Tvíþiljungar teiknaðir sem línuveiðarar,
netaskip og skuttogarar í senn
leiðslum komið fyrir með
byrðingi af mikilli hugvitssemi.
Aftan stjórnpalls og mannaibúða
er yfir 100 fermetra vinnuþilfar
upphitað með harðplastþiljum, og
vinnuaðstaða öll skipulögð til hins
ýtrasta. Skipstjórarnir á Thomasi
Nygaard og Sundaenni fullyrða
að vinnuafköst séu tvöföld hjá
áhöfnunum á við þau sem best
gerast á skipum með opnu þilfari
þar sem ekki er hægt að koma við
skipulagi. Raunar er dekkið á
Sundaenni, — þar sem yngri
menn eru i áhöfn, kallað diskó-
tekið. A Thomasi Nygaard,sem
hefur rosknari menn, heitir
dekkið Lögtingið.
Það var árið 1964 af Erlendur
Patursson, sem þá var fjármála-
ráðherra i landstýrinu, efndi til
samkeppni um hugmynd að besta
útróðrabátnum —þ.e.a.s. 50 til 60
lesta fiskibáti. Jón Smith vélstjóri
og tveir félagar hans sendu aftur
á móti inn teikningu af 105 lesta
báti af gerðinni, sem þeir kölluðu
siðar L.M.T.F. — sem er skamm-
stöfun á Loysning á margslags
trupulleikar fiskimannsins. Og
þeir fengu verðlaunin. Nú vildu
þeir ekki láta verðlaunateikning-
una sina rykfalla uppi á hyllu,
heldur tóku þeir sig til og smiðuðu
skip eftir henni. Það skip heitir
Stapinn, og reyndist afbragðsvel.
Þegar Stapinn hafði verið á veið-
um i eitt ár fengu þeir svo skip-
stjóra og áhöfn til sin til Vest-
manna, og yfirheyrðu þá i hálfan
mánuð um galla skipsins, —
endurskoðuðu siðan teikninguna
og smiðuðu Thomas Nygaard fyr-
ir Pétur Reinhart héraðslækni á
Eiði og félaga hans. Þriðja skipið,
sem smiðað var til lausna á vand-
ræðum fiskimanna, var Sunda-
enni.
Oll hafa þessi færeysku fiski-
skip reynst með fádæmum arð-
bær og fyrir liggja hjá útgerðar-
mönnunum biðlistar ungra
manna, sem komast vilja á þessi
skip, þótt mjög erfiðlega gangi að
manna opnu linuveiðarana. Siðan
Thomas Nygaard komst i gagnið
— fyrir senn tveimur árum— hafa
15 færeyskir útgerðarmenn sótt
um rikisábyrgð til þess að fá að
iáta smiða þess háttar farkost.
Afli Thomasar Nygaard fyrsta
árið nam 1050 lestum á 300 út-
haldsdögum og varð meðalaflinn
fimm tonn á úthaldsdag, frá þvi
lagt var úr höfn og þar til komið
var inn aftur og siglingar á Græn-
landsmið og Islandsmið þar með-
reiknaðar. Þetta hafa reynst af-
bragðssjóskip, — til dæmis gat
Thomas Nygaard haldið áfram
veiðum fyrir Austurlandinu hjá
okkur i fyrra þegar bresku
togararnir leituðu vars, og
samkv. upplýsingum skip-
stjórans missti hann aðeins úr sex
lagnir vegna veðurs i hittifyrra og
fjórar i fyrra.
Lúðvik Jósepsson sjávarút-
vegsráðherra svaraði fyrirspurn-
inni i fjarveru iðnaðarráðherra
og sagði m.a.:
islensk skipasmíöastöð
hefur gert tilboð
í smíði
Það hefur íarið fram talsverð
athugun á þessum færeysku
teikningum af fiskiskipi, og rætt
hefur verið sérstaklega við fuil-
trúa frá Færeyjum um málið, þá
hefur verið haft samband við
skipasmiðastöð hér innanlands,
og hún hefur verið fengin til þess
að gera tilboð i smiði samkvæmt
þessari teikningu af meðalstórum
fiskibát. Þessi tilboð liggja nú
fyrir, og eru til athugunar i ráðu-
neytinu, en það er enginn vafi á
þvi að það væri mjög æskilegt að
hægt væri að smiða tvo til þrjá
báta i einu, ef ráðist verður i
það að reyna hér þessa bátagerð,
þvi að hér er um nokkuð afbrigði-
lega smiði að ræða frá þvi sem við
höfum vanist. Það er almennt
áiit, eftir þá athugun sem farið
hefur fram, að hér sé um mjög at-
hyglisverða breytingu á fiskiskip-
um að ræða, sérstaklega þó við
tiltekið útgerðarform. Það er
enginn vafi á þvi, að sérstaklega
þar sem er um að ræða linuútgerð
og einkum og sérstaklega ef um
er að ræða útilegurekstur fiski-
báta af þessari gerð, þá er hér um
að ræða mikla framför, frá þeirri
gerð báta, sem við höfum einkum
búið við. En eins og kunnugt er þá
er útgerð, sem er að mestu leyti
byggð á sliku, þ.e.a.s. á útilegu,
hún er ekki orðin rétt mikil hér
hjá okkur og það er þvi rétt að
taka fyllilega tillit til þess, að
þessir bátar kunna að henta betur
i Færeyjum, við þær aðstæður
sem þar eru, en þeir myndu gera
hér. Nú, en meginniðurstaðan af
svari minu er sú, að unnið er
áfram að athugun þessa máls, og
það er stefnt að þvi að hægt verði
að ráðast i smiði helst tveggja til
þriggja báta, ef samkomulag fæst
við kaupendur, sem áhuga hafa á
þessari gerð báta.
Opnu línuveiðararnir
álíka úreltir og
síðutogararnir
Stefán Jónsson kvaðst þakka
ráðherra fyrirsvörin og sagði sið-
an:
Nú er ástæða til að ætla, að
opnu linuveiðararnir og neta-
bátarnirmuni þykja álika úreltir,
er þessir bátar koma til veiða hjá
okkur, og gömlu siðutogarararnir
eru gagnvart skuttogurunum.
Það væri hægt að gera gömlu
togarana út ef mannskapur
fengist á þá. Hver veit nema okk-
ur tækist, rétt eins og Færeying-
um, að manna bátana okkar á
linu, ef við byðum sjómönnum
okkar upp á nútima farkosti til að
vinna á.
En það er haldið áfram að
smiða linuveiðara hérlendis með
gamla laginu, — nánast alda-
mótaskip. Samkv. upplýsingum
Sverris Júliussonar forstjóra
Fiskveiðasjóðs munu nú vera i
smiðum 13 stálskip milli 100 og
200 lesta af þessum byggðaskip-
um. Fyrir liggja umsóknir um
fjögur i viðbót þótt ekki hafi verið
lagt fram tryggingarfé ennþá.
Ekki er mér ljóst hversu langt er
komið smiði fyrrnefndra 13 skipa
— hvort unnt gæti verið að fá
smiðinni breytt i nýtisku horf á
einhverjum þeirra. En það eitt er
vist, að þegar færeysku skipin
bjóðast, þá verður erfitt að
manna opnu þilfaTsskipin, þótt
nýleg séu.
Loks má geta þess, að færeysk-
ir útgerðarmenn eru þessa
dagana að þreifa fyrir sér um
möguleika á þvi að fá fimm skip
af gerðinni LMTF smiðuð á Is-
landi á næstu misserum.
Þess má geta, að útreikningar
hjá Bátalóni benda til þess, að
einn bátur sérsmiðaður af þessari
nýju færeysku gerð yrði ódýrari
en raðsmiðuðu bátarnir af gömlu
gerðinni, sem nú eru i boði hjá
Slippstöðinni á Akureyri.
Thomas Nygaard, færeyskt skip af nýrri gerð.
þíngsjá þjóðviljans
Ný lög um ríkisábyrgð til kaupa á 10 fiskiskipum
Einnig ferjuskip fyrir
Akranes og Yestm.eyjaskip
I gær voru samþykkt nú lög frá
alþingi um að heimila rikisstjórn-
inni að veita sjálfskuldarábyrgð á
lánum til kaupa á 10 fiskiskipum
yfir 3000 lestir. Samkvæmt lögun-
um má veita ábyrgð fyrir allt að
80% af kaupverði skipanna, gegn
tryggingum, sem rikisstjórnin
metur gildar.
Með þessum lögum var rikis-
stjórninni einnig heimilað, að
veita sjálfskuldarábyrgð fyrir
allt að 80% af kaupverði ferju-
skips til siglinga milli Akraness
og Reykjavikur, og skips til að
annast flutninga fyrir Vest-
mannaeyjar, enda gangist bæjar-
stjórn Vestmannaeyja fyrir
stofnun félags, er eigi skipið og
annist rekstur þess.
Lögin voru samþykkt sam-
hljóða frá efri deild i gær en við 2.
umræðu i neðri deild hafði verið
felld breytingartillaga frá Birni
Pálssyni um að fella niður
heimildina varðandi ferjuskip
milli Akraness og Reykjavikur.
Björn hélt þvi fram, að það skip,
sem ráðgert er að kaupa og á að
kosta 120 miljónir væri allt of
dýrt, auk þess væri engin þörf
fyrirþaðnema þá sem „fótbolta-
skip” til að flytja knattspyrnu-
menn, þvi að Akraborgin væri
fullgóð til sins brúks. Breytingar-
tillaga Björns var sem fyrr segir
felld að viðhöfðu nafnakalli og
greiddu þeir Bjarni Guðnason,
Pálmi Jónsson og Pétur Sigurðs-
son tillögu Björns atkvæði auk
flutningsmanns.
Y aramenn
á þingi
Þessir varamenn hafa tekið
sæti á alþingi i gær og fyrradag:
Hjördis Hjörleifsdóttir hús-
mæðrakennari Isafirði, fyrir
Hannibal Va1d i m arsson.
Alexander Stefánsson, oddviti
Olafsvik, fyrir Ásgeir Bjarnason.
Halldór Kristjánsson, bóndi
Kirkjubóli, fyrir Steingrim Her-
mannsson.