Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 1
Kjarasamningarnir: Léttskýað í gcer Samkomulag náðist um nokkur veigamikil atriði i fyrrinótt Hvort hið bjarta og fagra vorveður í gær hefur átt einhvern þátt í því eða ekki, þá er það víst að svo léttskýjað hefur ekki verið yf ir þeim sem sitja í kjara- Solzjenítsin kýs Noreg sem búsetuland fyrir sig og fjölskylduna samningunum, bæði verkalýðsleiðtogunum og vinnuveitendum og var síðdegis i gær. Og ástæðan fyrir þessu er sú, að kvöldið og nóttina áður náðust samningar um eina veigamestu kröfuna, niðurf ellingu ákveðinna taxta og færslur á milli þeirra. Það var samdóma álit manna á samningafundinum i gær að þetta samkomulag gæfi bjartar vonir um að ekki þurfi að koma til verk- falls, og þótt það yrði þá yrði það stutt, svo mikið væri nú af. Sat á samningafundi á sextugsafmælinu Félagar Þórunnar Valdemarsdóttur i samninganefnd ASÍ fœrðu henni blóm og gjafir á fundinum i gœr 14/2. — Tilkynnt hefur verið að Tatalja, kona Solzjenitsins, muni ásamt börnum sinum fá farar- leyfi úr landi á næstunni og fylgt þannig heim ilisföðurnum i útlegðina. Solzjenitsin óskar eftir þvi að setjast að i Noregi svo fljótt sem verða má, sögðu vinir vestur- þýska rithöfundarins Heinrich Böll við fréttamann norsku fréttastofunnar NTB i dag. Solzjenitsin dvelst enn hjá Böll. Nataija, kona Solzjenitsins, ræddi stundarkorn við hann i sima, eftir að hann komst til Böli. Er búist við þvi að fjölskyldan geti sameinast þegar i byrjun næstu viku. Böll á að hafa verið látinn vita af þvi árdegis i gær að Solzjenitsin yrði fluttur nauðugur úr landi. Var það vestur-þýska utanrikis- ráðuneytið sem kom þeirri vitneskju til hans. En einmitt árdegis þann sama dag var Solzjnitsin sagt það i Moskvu að hann yrði fluttur til Vestur-Þýskalands. Mótmælti hann þvi harðlega og veitti mótspyrnu. Ýmsir kommúnistaflokkar Vestur-Evrópu hafa mótmælt meðferð sovéskra yfirvalda á Solzjenitsin. Kommúnista- flokkarnir á ttaiiu og i Bretlandi hafa látið i ljósi andúð sina og Vinstriflokkurinn, kommúnistar, i Sviþjóð licfur lýst þvi yfir, að þessi meðferð á rithöfundinum væri andstæð lýðræðishugsjónum flokksins. Eldur í fóður blöndu i gær kl. 17 kom upp eldur i Fóðurblöndunni h/f á Granda- vegi 42 i Reykjavik. Nokkur eldur var laus þegar slökkvi- liðið kom á staðinn og hafði hann þá þcgar komist i þak hússins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvi- starfi lokið um kl. I8.:t0. Þórunn Valdcmarsdóttir, vara- formaður og framkvæmdastjóri Verkakvennafélagsins Framsóknar i Reykjavik, átti sextugsafmæli i gær. Ilún lét það samt ekki aftra sér frá þvi að mæta á samningafundi ASÍ og vinnuveitenda, en hún á sæti i samninganefnd ASt. t tilefni þessara timamóta I gær var helst rætt um kauptryggingu verkafólks i frystihúsum og kauphækkunar- prósentuna. Var búist við löngum fundi um þessi mál. í sambandi við kauptrygg- ínguna i frystihúsum kemur i ljós, að atvinnurekendur virðast þar mjög þverir fyrir. Virðist sem þeir vilji spila þar á atvinnu- leysistryggingasjóðinn, sem sagt að verkafólkið sjálft, sem auðvitað á þennan sjóð, sjái sér sjálft fyrir kauptryggingu. Þó er þetta mál alls ekki útrætt og þess má geta að fulltrúar verkakvenna eru mjög harðir i þessu máli sem eðlilegt er, þar sem kauptrygg- ingarleysi i frystihúsum bitnar mest á þeirra skjólstæðingum, verkakonunum, sem að 80 til 90% hluta eru starfsfólk frystihúsanna i landinu. —S.dói færðu félagar hennar i néfndinni henni blóm og gjafir i gær. Afhenti Snorri Jónsson forseti ASÍ Þórunni þessar gjafir. Hann notaði tækifærið og þakkaði Þórunni hin miklu og góðu störf hennar i þágu verkalýðs- hreyfingarinnar og sagði m.a. að það niætti hafa til marks um dugnað og ósérhlifni Þórunnar að hún skyldi mæta á samningafundi á sjálfan sextugs-afmælisdaginn. Menn hefðu verið fjarverandi af minna tilefni. Að lokum þakkaði Þórunn félögum sinum gjafirnar og hlý orð og sagðist vonast til að gcta unnið verkalýðshreylingunni allt sem hún mætti seni lcngst. S.dór r „Ahyggjur Norðmanna” Skera niður útgjöld til varnarmála Stytta herskyldu og fœkka i hernum — Eigum við svo að verja þá? Mikið hefur verið býsnast yfir þeirri ósvinnu islenskra her- stöðvaandstæðinga að vilja svikja frændur vora Norðmenn og aðrar Norðurlandaþjóðir með þvi að vilja herinn úr landi. Skilst manni að eina ráðið fyrir þá sé að efla varnir sinar um allan helming vilji þeir ekki lenda i gini hins illviga rússneska bjarnar. Herstöðvaandstæðingar benda oft á málstað sinum til stuðnings að nú standa yfir miklar viðræður á hinum ýmsu vigstöðvum um samdrátt herja i Evrópu. Fylgja þær i kjölfar þiðunnar i sam- skiptum risaveldanna tveggja, Sovétrikjanna og Bandarikjanna. Þessum rökum svara hernáms- sinnar gjarnan með þvi að dverg- riki eins og Island megi ekki trufla þessa viðleitni með „ótimabærum” aðgerðum i „varnarmálum”. Nú skyldi maður ætla að her- námssinnar styðji mál sitt þeim rökum að aðrar smáþjóðir i Evrópu haldi að sér höndum og forðist allar aðgerðir sem raskað gætu ró þeirra samningamanna sem nú puða við að berja saman samkomulag um breytingar á öryggismálum Evrópu, i Vin, Genf og Viðar. En litið hefur farið fyrir þeirri röksemdafærslu. Herstöðvaand- stæðingar hafa hins vegar kynnt sér hegðan granna vorra á Norðurlöndum hvað snertir varnarmál. Hefur komið i ljós að þeir hafa alls ekki eflt varnir sinar hcldur þvert á móti dregið úr þeim! Fjarveitingar Norðmanna til varnarmála hafa i krónutölu aukist úr 2.02 miljörðum norskra króna i 3.48 á árunum 1967-73. A sama tima hafa fjárlög hækkað úr 11.7 miljörðum i 26,9 miljarða. Á þessu árabili hefur hlutdeild fjárveitinga til varnarmála i heildarf járlögunum lækkað úr 17,3% i 12,9%. Að auki hafa Norðmenn stytt herskyldu i landhernum úr 18 mánuðum i 12 á um tiu árum. Styttingin hefur i för með sér beina fækkun i norska hernum þar sem hann er einungis byggður upp á þeim sem gegna herskyldu,en engir atvinnumenn eru i honum. Sé litið til Danmerkur blasir sama þróun við nema hvað þeir hafa gengið ivið lengra. Þar voru útgjöld rikisins til varnarmála fjárhagsárið 1967/8 2.06 miljarðar danskra króna, en voru komin upp i 3.20 á fjárlagafrumvarpi fyrir fjárhagsárið 1973/4. Á sama tima hækkuðu fjárlögin i heild úr 18.2 miljörðum i heild úr 18,2 miljörðum i 49,7. Hlutdeild út- gjalda til varnarmála i heildarút- gjöldum rikisins minnkaði á þessum sex árum úr 11.3% i 6.44%. Þá hafa Danir einnig stytt herskylduna hjá sér úr 18 mánuðum niður i 8 sem eins og i Noregi þýðir bein fækkun i Framhald á 14. siðu. 39 Árnesingar skora á for - sœtisráðherra: Herinn burt 39 Árnesingar nafa undir- ritað „áskorun til forsætisráð- herra um varnarmál", en það er einskonar andsvar við áskorun 39 Hangæinga. Meðal þeirra Arnesinga sem undir- rita áskorunina eru flestir forustumenn Framsóknar- flokksins á Suðurlandi. 4 mið- stjórnarmenn i sama flokki, auk fjölda annarra forustu- manna Árnesinga. Þeir Páll Lýðsson. oddviti Sandvikurhrepps, og Garðar Hannesson, simstöðvarstjóri Aratungu, afhentu forsætis- ráðherra áskorunina i gær. Hér fer á eftir áskorun Árnesinga til forsætisráðherra ásamt u n d i r s k r i f t u m Árnesinganna. I tilefni af áskorun 39 borgara i Rangárþingi til yðar varðandi brottför varnarliös- ins, viljum við, 39 borgarar i Arnesþingi, skora á vður. að þér beitið yður fyrir þvi, að ekki verði hvikað frá þeirri stefnu, að bandariska varnar- liðið hverfi frá Islandi á kjör- timabili núverandi rikis- stjórnar. Við tökum undir áskorun 39 kennara við heimspekideild Háskólans og starfsmanna Stofnunar Arna Magnússonar á Islandi og allra annarra þjóðhollra Islendinga um, að endanleg ákvörðun um brott- för erlénds hers af islenskri grund verði tekin á 1100 ára afmæli búsetu i landinu. Við teljum, að stefna beri að þvi, að islenskt gæslulið taki við þvi eftirliti, sem nauð- synlegt er talið vegna öryggis landsins. Virðingarfyllst, Páll Lýðsson, oddviti, Litlu- Sandvik, Margrét Björnsdóttir, húsfreyja, Neistastöðum, Halldór Hafsteinsson, bila- málari Selfossi, Gunnar Halldórsson, bóndi, Skeggjastöðum, Garðar Hannesson, sim- stöðvarstjóri, Aratungu, Ölafur Th. Ólafsson, málara- meistari, Selfossi Arnór Karlsson, bóndi. Bóli, Heimir Steinsson, rektor. Skálholti, Ólafur Briem, menntaskóla- kennarí, Laugarvatni, Sigurveig Sigurðardóttir, hjúkrunarkona, Laugarvatni. Guðmundur Hafnar Valtýsson, skólastjóri, Barna- skólans Laugarvatni, Þórir Þorgeirsson, oddviti. Laugarvatni, Sighvatur Arnórsson. bóndi, Miðhúsum, Þórarinn Þorfinnsson, oddviti. Spóastöðum, Sigurður Þorsteinsson. bóndi, Heiði, Grimur Bjarndal, skólastjóri, Reykholti, Bisk., Guðmundur B. Jóhannsson. héraðslæknir, Laugarási. Jóhannes Helgason. bóndi. Hvammi, Helga Þorsteinsdóttir, kennari, Flúðum, Birgir Sigurðsson, skólastjóri. Heiði, Gnúp., Helga Pálsdóttir, Birkilundi, Biskupsstungum Framhald á 14. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.