Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Skólamót KSÍ að hefjast Knattspyrnumót skólanna — hið sjötta i röðinni — hefst um helgina með eftirtöldum leikjum : Laugardagur 16. fcbr. 1974. Kópavogsvöllur kl. 14.00 Þingholtsskóli-H.l. Kópavogsvöllur kl. 15.30 V.t.-Vélskóli tslands. Sunnudagur 17. febr. 1974. Kópavogsvöllur kl. 14.00 Menntask. Kóp, tþróttakenn.sk. Kópavogsvöllur kl. 15.30 Vighólaskóli-Kennarahásk. Alls taka 24 skólar þátt i keppn- inni, og var dregið i fyrstu umferð 11. febr. Eftirtalin lið drógust saman, auk þeirra framan- skráðu: Menntask./Hamrahl.- Gagnfr.sk. Austurbæjar Menntask. Rvik.-Gagnfr.sk. Garðahr. Vogaskóli Rvik-Stýrimannask. Lindargötuskóli-Menntask. Laugarvatni Héraðssk. Laugarvatni- Tækniskóli tslands Menntask. Akureyri-Menntask. v/Tjörnina Laugalækjaskóli-Menntask. tsafirði Iðnskóli Akureyrar-Hliðar- dalsskóli, ölf. Ráðgert er að ljúka fyrstu um- ferð helgina 23,—24. febrúar. Reglur mótsins: Það lið, sem tap- ar i fyrstu umferð, er úr keppn- inni. Þau lið, er eftir standa, þurfa hins vegar að tapa tveimur leikjum til að falla út. Leiktimi er 2x40 min. framlenging 2x10 min, siðan vitaspyrnukeppni, þar til úrslit fást. Þetta á þó ekki við um úrslitaleik keppninnar. Ef þar er jafnt að venjulegum leiktima loknum, skai annar leikur háður. Verði enn jafnt, skal framlengja og siðan gert út um leikinn með vitaspvrnukeppni. Sundmót KR Enn er Guðmundur einn þeirra bestu Sundmót KR fór fram i Sund- höll Reykjavikur sl. þriðjudags- kvöld, hálfgert felumót, i það minnsta sá iþróttafréttamaður Þjóðviijans mótið ekki auglýst og honum barst engin tilkynning um að þetta mót ætti að fara fram. Kannski er þess ekki óskað að sagt sé frá mótinu i ákveðnum fjölmiðlum, en samt ætlum við að gerast svo biræfnir að segja frá úrslitum mótsins. Guðmundur Gislason, sá mikli sundkappi, vann besta afrek mótsins er hann synti 200 m fjór- sund á 2:27,2 min. og hlaut að Iaunum afreksbikar SSt. En litum þá á helstu úrslit mótsins. 400 metra skriðsund karla íslandsmet: Friðrik Guðmunds- son, KR, 4:20.4. í þessu sundi er keppt um bikar þann, sem SSÍ gaf sunddeild KR i tilefni 50 ára afmælis deildarinnar 1973. 1. Axel Alfreðsson, Æ, 4:40.0 2. Daði Kristjánsson, UBK, 4:51.5 3. Halldór Ragnarsson, KR, 4:55.8 100 m skriðsund kvenna íslandsmet: Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Á 1:03.9. í þessu sundi er keppt um Flugfreyjubik- arinn, en hann gaf Rögnvaldur Gunnlaugsson til minningar um systur sina, Sigríði Báru, fyrstu flugfreyju islendinga, en hún fórst í flugslysinu í Héðinsfirði árið 1947. 1. Vilborg Sverrisdóttir, SH, 1:07.8 2. Þörunn Alfreðsdóttir, Æ, 1:08.2 3. Hallbera Jóhannesdóttir, lA, 1:11.5 100 m bringusund karla Islandsmet: Guðjón Guðmunds son, iA, 1:10.9 Framhald á 14. siðu. Guðmundur Gislason Gunnar Finnbjörnsson einn besti borðtennisleikari landsins, en keppir samt enn i unglingaflokki, og kannski verður keppnin þar skemmtilegust. Reykjavíkurmótið í borðtennis fer fram um helgina Reykjavíkurmeistara- mótið í borðtennis fer fram í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag nk. Keppt verður í einliða- leik karla, kvenna og ung- linga, tvíliðaleik karla, kvenna og unglinga og tvenndarkeppni. Allir bestu borðtennisleikarar borgarinnar keppenda. verða meðal Islandsmeistarar FH gegn landsliðinu verður hápunkturinn á fjáröflunar kvöldi fyrir landsliðið 20. febrúar Næstkomandi mið- vikudaqskvöld verð- ur haldið fjáröflunar- kvöld fyrir landslið okk- ar í handknattleik sem er nú í miðjum undir- búningi fyrir lokakeppni HM sem hefst i A,- Þýskalandi 28. febrúar nk. Þarna verður mjög margt til skemmtunar, þ.á m. 3 leikir, allt stór- leikir auðvitað, en samt mun nú sennilega leikur nýbakaðra Islands- meistara FH gegn landsliðinu okkar rísa þar hæst. 1 þeim leik mun FH fá að halda landsliðsmönnum sin- um, þeim Hjalta, Viðari, Gunnari og Auðunni öskars- syni, en hinsvegar mun Geir Ilallsteinsson leika með lands- iiðinu. Þetta verður sannar- lega einn af stórleikjum vetr- arins i handknattleik, og stóra spurningin er: Tapar FH loks leik á þessu ári, eða held- ur sigurgangan áfram? Þá fer fram merkilegur leikur milli landsliðsins frá 1964 og 2. deildar úrvals. Þetta lOára gamla landslið gerði sér litið fyrir og hreinlega ,,bust- aði” unglingalandsliðið fyrir nokkrum vikum.og það verður sannarlega gaman að sjá „karlana” gegn bestu mönn- um 2. deildar. Sennilega verð- ur róðurinn þyngri en gegn u- landsliðinu, en lengi lifir i gömlum glæðum, þannig að það verður ekki auðvelt fyrir úrvalið að sigra. Þá mun landsliðið okkar i dag.sem söng nýverið inná hljómplötu, koma fram og syngja þetta lag undir stjórn Ómars Ragnarssonar. Loks er það svo rúsinan i pylsuendanum, en það er leik- ur iþróttafréttamanna gegn handknattleiksdómurum. Þetta frábæra lið fréttamanna hefur marga hildi háð, en unn- ið alla sina leiki hvort heldur er i handknattleik eða knatt- spyrnu. Þvi miður er hætt við að leikurinn verði svo ójafn að hann verði ekki skemmtilegur á að horfa, en kannski má leysa þann vanda með að gefa dómurum „mann” i forgjöf. En alla vega verður þarna um stórkostlegt skemmti- kvöld að ræða fyrir þá sem unna handknattleik, glensi og gamni. Ekki er nokkur leið að spá neinu um úrslit, til að mynda i mfl. karla, einliðaleik. Á Arnar- mótinu sem fram fór i janúar gerðust ýmis óvænt atvik, og svo jafnir eru keppendur nú, að það er út i hött að reyna að spá fyrir um úrslit. Framhald á 14. siðu. 26 í stað 25 Við sögðum frá þvi.að hinn frábæri handknattleiksniaður Birgir Björnsson fyrirliði og þjálfari FH hefði náð 25 is- landsmeistartitlum i hand- knattleik. Þetta er ekki rétt, Birgir hefur gert betur, hann liefur náð 26 titluni. 16 sinnum hefur hann orðið meistari með FII utanhúss og 10 sinnum inn- anhúss. Við biðjum Birgi vel- virðingar á inistökunum; það var ekki meiningiu að rýra þetta einstaka afrek hans. — Sdór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.