Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
— Skyldu, hrópáði Róbert. —
Já, hann hefði álitið það skyldu
slna að hjálpa mér. Það er lóðið.
Hann hefði lagt fé i mig svo að ég .
kæmist undir hans stjórn eins og
önnur fyrirtæki hans. En ég get
sagt þér eitt: ég er ekki til viðtals
fyrir Ned. Hann snuðraði ein-
hvers staðar uppi heimilisfangið
mitt og skrifaði mér til að spyrja
hvernig gengi. Ég brenndi bréfið
hans. Ef ég kemst ekki af án
Neds, þá verð ég að svelta. Ég
vil heldur svelta i hel en éta mola
úr höndum hans.
Ég stóð kyrr án þess að segja
neitt. Auðvitað hefði ég getað
reyntaðkoma einhverri glóru inn
i kollinn á honum, en heilbrigð
skynsemi réð mér frá þvi að sóa
tima i slikt. Hvað gat ég annars
gert? Ég gat séð til þess að hann
fengi ærlegan matarbita.
— Hvað er langt inn i þorpið?
spurði ég. — Er nokkur krá þar
sem hægt er að fá almennilegan
mat.
— Ég hef aldrei komið þangað,
en ég geri ráð fyrir að það Sé
sæmilegur matur i „Vagni og
hestum”, sagði hann. — Af hverju
spyrðu annars að þvi? Ætlarðu að
taka við hlutverki Neds og splæsa
á mig máltið?
1 stað þess að hafa fyrir þvi að
andmæla honum, svaraði ég
hreinskilnislega: — Já. Farðu i
frakkann.
Við fórum niður i þorpið og
fengum að borða. Það var út af
fyrir sig dálitið afrek, og mér
hefði aldrei tekist það einum. A
þeim tima þurfti maður bókstaf-
lega að knékrjúpa til að fá
skinkusamloku. og fyrir heita
máltið þurfti maður að undirrita
yfirlýsingu um að gera gestgjaf-
ann að einkaerfingja sinum, að
hann gæti gert kröfu i hús manns
og hibýli, að hann mætti sofa hjá
konunni manns og/eða systur og
mætti bursta skóna sina með
spariskyrtunni manns. Það tók
mig fjörutiu minútur — og á með-
an drakk Robert hvert glasið af
öðru — að fá þá til að byrja að
útbúa matinn. Ég sigraðist á ein-
um vanda eftir annan, rekinn
áfram af knýjandi þörfun^
Róberts, og það var ástæðan til
þess að þar kom að lokum að við
sátum loks hvor andspænis öðr-
um við hlaðið matborð og sett-
umst að snæðingi. Róbert borðaði
i belg og biðu, allt sem á fötunum
var og endaði á stórum auka-
skammti af osti sem hann skolaði
niður með enn einu ölglasi. Á eftir
gengum við i hægðum okkar heim
i kofann aftur. Dauf sólarglæta
skein gegnum skýjaþykknið og
landslagið var býsna vinsamlegt.
Róbert var lika orðinn glaðlegri.
Efsti buxnahnappurinn hans var
fráhnepptur til að belgfullur
maginn kæmist fyrir, og sólin
varpaði mildu skini yfir fölt og
magurt andlit hans. Kviðfyllinni
hafði fylgt hugarró, og hann var
hættur að skammast út i allt og
alla. Ég man að hann lét sér
nægja að kvart* yfir gervi-lista-
mönnum og þvi tjóni sem þeir
yllu.
— Mesta ólán i sögu listarinn-
ar, messaði hann, — var þegar
kristindómurinn datt upp fyrir og
ekkert var eftir nema listin til að
taka við trúarþörf fólks. í heimi
þar sem enginn gat séð tilgang
tilverunnar, var listamaðurinn sá
eini sem gat verið öruggur um að
líf hans hefði tilgang. Og til hvers
leiddi það? Allir vildu koma i hóp-
inn. Ég held það hafi byrjað um
1920. Þeir flykktust að eins og
fjársjúkar rottur, komu sér upp
vinnustofum, lifðu eins og lista-
menn, klæddu sig eins og lista-
menn og gerðu allt nema skapa
list. Afleiðingin varð sú, að leiga á
vinnustofu varð svo svimandi há,
að þeir fáu sem áttu i rauninni
rétt á húsnæðinu, höfðu ekki efni
á að greiða hana. Littu nú bara á
mig. Himandi hér i rottuholu uppi
i sveit eins og flækingsrakki. Allt
sem ég þarfnast er utan seilingar.
Ef ég ætti heima i London, gæti ég
að minnsta kosti farið á British
Museum og á listsýningar. En hér
sit ég.og hinir æða um i Chelsea
án þess að gera annað en gaspra
linnulaust um málaralist. — Jú,
vissulega reyna sumir að vinna
og þeir eru allra verstir. Þeir for-
djerva góðan striga með þvi að
kíina á hann litum með finum og
Satt best að segja
Börnin
skrifa
Það fer ekki milli mála, að i
þeirri herferð, sem nú er farin
gegn kommúnistum á Islandi,
tjaldar Morgunblaðið öllu sem til
er. Meira að segja Jóhann nokkur
Hafstein fyrrverandi formaður og
landsfaðir virðist nú orðinn ó-
stöðvandi með kúlupennann sinn
og sendir frá sér hverja ritsmið-
ina á fætur annarri svo þrungna
einfeldni og rökþrota hjali, að
manni dettur ósjálfrátt i hug hið
fornkveðna „Tvisvar verður
gamall maður barn”.
Eftir að verulega fór að draga
úr kalda striðinu um allan heim,
er engu likara en að nokkur is-
lensk nátttröll ætli sér persón-
ulega að sjá til þess, að timinn
verði stöðvaður á íslandi svo að
hinir gömlu góðu dagar fullir af
hatri og viðbjóði megi aldrei
hverfa. Jóhann Hafstein virðist
nú vera orðinn einn af þeim. Hann
sér vonda og stórhættulega menn
allt i kring. Grýla kemur á glugg-
ann hans á kvöldin.
Um daginn segir hann eitthvað
á þessa leið i Mogganum
„Kommúnistar sitja i rikisstjórn
meðan Moskva vill. Kommúnist-
ar fá fyrirmæli i gegnum sovéska
sendiráðið. Málin eru að kristali-
serast”.
Ég segi, málin eru ekki aðeins
að kristaliserast, þau eru að
úldna i hausnum á nokkrum
mönnum. Hatrið og ofstækið tók
sér bólfestu i þeim á Heimdallar-
árunum og er nú komið inná ó-
sjálfráða taugakerfið einsog hæl-
særi.
Auðvitað hefur enginn á móti
þvi, ef Jóhann Hafstein er að nota
hvildina til að fara i gegnum
gömul skrif eftir sjálfan sig frá
unglingsárunum og birta i Mogg-
anum til að svala sögufýsn les-
enda, en ef svo er verður að segja
frá þvi, annars er hætta á að þetta
verði tekið alvarlega.
dýrum penslum. Sérstaklega
konurnar. Vitlausar kerlingar
sem leika fristundamálara,
vegna þess að þær halda að það sé
flnna en harka á götunum. Má ég
þá heldur biðja um heiðarlega
aula.
Hann óð úr einu i annað og pat-
aði æðislega út I loftið eins og
hann vildi slá hausinn af öllum
vitleysingunum. Ég var feginn.
Gremja hans fékk útrás eftir
skaðlausum leiðum og ef hann
gæti haldið þvi áfrám var von til
þess að hann fengi geðheilsu sina
á ný.
En það var alveg bráðnauðsyn-
legt, að hann kæmist burt héðan.
Mér stóð rétt á sama þótt ég væri
ekki háttvis og þess vegna spurði
ég, hvers vegna hann færi ekki
heim, svo að hann gæti verið
nærri vinum sinum. Ég hugsaði
sem svo, að auðveldara væri að
bjóða honum i mat þegar hann
væri i nágrenninu, en auðvitað
taldi ég óráðlegt að tala svo
hreinskilnislega.
Þegar ég nefndi Bæinn-sem-
ekki-má-nefna, þagnaði hann allt
i einu. — Það get ég ekki, sagði
hann og þegar ég gekk á hann,
hristi hann bara höfuðið. Senni-
lega var hann með samviskubit,
þótt hann viðurkenndi það ekki
fyrirsjálfum sér. Hann hafði ekki
heimsótt selinn og rostunginn sið-
an kvöldið góða þegar ég fylgdi
honum á brautarstöðina og þau
höfðu bæði dáið á striðsárunum.
Fyrst rostungurinn og selurinn
ári seinna. Þótt Róbert hefði ver-
ið i Englandi þegar þau dóu og
hefði hæglega getað verið við
jarðarförina, gerði hann það ekki.
Ég held hann hafi ekki treyst sér
til þess. Hvað sem þvi leið, þá
hafði hann ekki enn fengið hug-
rekki til að snúa aftur, og mér var
ljóst að hann myndi aldrei gera
það.
Það var nokkuð liðið á daginn.
Ég varð að hugsa til heimferðar,
ef ég ætlaði ekki að gista. Róbert
hafði leiðabók,og það virtist bráð-
lega von á rútu. Við setttumst og
biðum.
Ég tyllti mér á rúmstokkinn.
Mér leið bölvanlega. Mér var ekki
um að yfirgefa hann, en ég gat
ekki séð hvaða gagn hann hefði af
þvi að ég yrði um kyrrt. Ég fékk
hann til að ,,fá lánaða” þá fáu
shillinga sem ég hafði aflögu —
hádegisverðurinn hafði kostað
sitt — en annað gat ég ekki gert.
Ég virti hann fyrir mér. Hann
var aftur farinn að nostra við
dúkinn eins og ég væri þegar far-
inn. Það var ekki af ókurteisi, en
hann varð að nota dagsbirtuna
meðan hún entist. Ég vissi ekki
hvaðgera skyldi. Það er ekki orð-
um aukið að ég var gráti nær.
Þetta var eins og að yfirgefa
mann á timburfleka aleinan á
miðju Atlantshafi.
Og það var eitt sem var enn
verra — sem ég hef ekki minnst á
enn, en hafði angrað mig meira
og meira þennan tima sem við
höfðum verið saman. Hann virtist
ekki vera hjátrúariullur lengur.
Hún virtist horfin frá honum þessi.
tilfinning að vera á valdi dular-
fullra afla, sem þurfti að sefa og
bliðka til þess að þau umbunuðu
honum af örlæti sinu. Ef til vill
hafði hún horfið þessar einmana-
legu nætur i rúminu þegar endur-
skinið frá snjónum féll upp i loftið
og gerði birtuna grimma og ban-
væna fyrir hugsjónir.
Hann hafði kynnst hörðum
veruleikanum svo vel að hann
var ekki lengur hræddur við hina
heimtufreku guði. En hefði hann
misst óttann, hefði hann einnig
glatað kærleikanum og lotning-
unni. Hvort sem hann vissi það
sjálfur eða ekki, þá vissi ég það,
og mér fannst sem ég sæti við
banabeð hans.
Vélarhljóð úr bil barst til okkar
i siðdegiskyrrðinni. Or gluggan-
um sá ég rútubilinn hossast eftir
veginum svo sem hálfan kiló-
metra i burtu.
— Þarna kemur hann, sagði ég.
Róbert leit upp frá vinnunni. —
Hann ekur þér beint að stöðinni
sagði hann. —- Góða ferð.
Föstudagur 15. febrúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl), 9.00og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Vilborg Dagbjarts-
dóttir les framhald sógunn-
ar ,.Börn eru besta fólk"
eftir Stefán Jónsson (12).
Morgunleikfimi kl. 9.45. Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli atriða. Spjallað við
bændur kl. 10.05. Morgun-
poppkl. 10.25: Osibisa, Yes
og Jimi Hendrix leika og
syngja. Morguntónleikarkl.
11.00. Einleikarar og Scola
Cantorum Basiliensis flytja
forleik og svitu eftir Tele-
mann/Renato Zanfini og
Virtuosi di Roma leika óbó-
konsert i c-moll eftir
Vivaldi/Milan Turkovic og
Ysaye-kammersveitin leika
Fagottkonsert i F-dúr eftir
Stamitz.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.05 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan: „Dyr
standa opnar” eftir Jökul
Jakobsson. Höfundur les
sögulok (13).
15.00 Miðdegistónleikar.
Paradisarþátturinn úr óra-
toriunni „Friði á jörðu” eft-
ir Björgvin Guðmundsson
við Ijóðaflokk Guðmundar
Guðmundssonar. Svala
Nielsen, Sigurveig Hjalte-
sted, Hákon Oddgeirsson og
söngsveitin Filharmónia
syngja með Sinfóniuhljóm-
sveit tslands. Stjórnandi:
Garðar Cortes.
15.45 Lcsin dagskrá næstu
• viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphornið.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
,,Jói i ævintýraleit” eftir
Kristján Jónsson. Höfundur
byrjar lesturinn.
17.30 Framburðarkennsla i
dönsku.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Fréttaspegill.
19.15 Þingsjá.Ævar Kjartans-
son sér um þáttinn.
19.30 Varnarmálin. Tvö stutt
erindi fiytja: ÓlafurRagnar
Grimsson prófessor og Þor-
steinn Eggertsson stud jur.
20.00 Sinfóniutónleikar. Frá
tónleikum Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar i F'rankfurt i
október s.l., a. Sinfónia i Es-
dúr (K 543) eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. b.
..Dafnis og Klói”. sinfónisk
atriði úr samnefndum ball-
ett eftir Maurice Ravel.
20.55 Iiálf öld á Hrafnkelsdal.
Kristján Ingólfsson ræðir
við hjónin Aðalstein og Ingi-
björgu á Vaðbrekku.
21.30 Útvarpssagan: „Tristan
og isól”eftir Joseph Bédier.
Einar Ól. Sveinsson islensk-
aði. Kristin Anna Þórarins-
dóttir les (5).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (5).
22.25 Kvöldsgan: „Skáld
pislarvættisins” eftir Sverri
Kristjánsson. Höfundur les
(4).
22.45 Draumvisur. Sveinn
Árnason og Sveinn Magnús-
son kynna lög úr ýmsum
áttum.
23.45 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Að Ileiðargarði.
Bandariskur kúrekamynda-
flokkur. 3. þáttur. Skuggi
íortiðar. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
21.25 Landshorn. Frétta-
skýringaþáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður
Guðjón Einarsson.
22.05 Gestur kvöldsins.
Bandariski þjóðlagasöngv-
arinn Pete Seeger syngur
bresk og bandarisk lög og
leikur sjálfur undir á gitar
og banjó. Þýðandi Heba
Júliusdóttir.
22.35 Dagskrárlok.
UNDRALAND
Ný leikfangaverslun i Glæsibæ.
Allt sem rúllar, snýst skoppar, tistir og
brunar.
Fjölbreytt úrval.
Komiö, sjáiö, undrist í UNDRALANDI
Auglýsingasíminn
er17500
WífifflJTW,