Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN i Föstudagur 15. febrúar 1974. i 56. sinn eru fulltrúar ís- lenskrar bændastéttar komnir saman til Bún- aðarþings hér i Reykja- vik og munu ráða ráðum sínum næstu tvær til þrjár vikurnar. Tíminn er ekki ákveðinn/ hann fer eftir því, hve mörgum og umfangsmiklum málum verður vísað til þingsins, en þegar blm. Þjóðviljans leit þar inn annan dag þingsins var almennt ekki búist við langri þingsetu að þessu sinni, þvi „aðeins" var þá vitað um 15 mál, sem fyrir þingið kæmu og ekki gert ráð fyrir að neitt þeirra mundi valda veru- legum deilum Hvaða gildi hefur þetta árlega þing fyrir bændur i landinu? Er þetta vettvangur til að rabba vitt og breitt, kynnast og bera saman skepnuhöld og horfur eða eru þarna teknar örlagarikar mót- andi ákvarðanir fyrir landbúnað- inn? Nú liggur fyrir alþingi endur- skoðað frumvarp til jarðalaga, þar sem gert er ráð fyrir að byggðaráð heimamanna geri m.a. tillögur um úthlutun og nýt- ingu landssvæða hvert i sinu um- dæmi og hafi allt að þvi úrslita- vald um eigendaskipti og ráðstöf- un jarða. Hver er afstaða bænda? Trýggja þessi lög búrekstur á jörðum og verða þau til að halda sveitum fremur i byggð? Með þessa hluti i huga svo og þá spurningu hvaða mál þingsins nú yrðu mikilvægust að þeirra áliti, átti Þjóðviljinn stutt spjall við nokkra þingfulltrúanna. Aðallega veiðimenn, sem sækja i Skaga- f jarðarjarðirnar — Búnaðarþing er ráðgefandi stofun um öll helstu landbúnaðar- mál, sem upp koma með þjóðinni, sagði Gisli Magnússonbóndi i Ey- hildarholti, Ripurhreppi, Skaga- firði. Flest og jafnvel öll laga- frumvörp þar að lútandi, sem fyriralþingi koma, eru send Bún- aðarþingi til umsagnar. Þetta er semsagt ráðgjafarstofnun fyrir landbúnaðinn, en hefur að sjálf- sögðu ekki úrslitavald, þ.e. lög- gjafarvald. Stundum er einnig fjallað um mál, sem snerta þjóðina i heild og ekki eru einskorðuð við landbún- að eða bændastéttina. Hvað þá um viðkvæm mál? Gerið þið t.d. ályktun um herstöðvamálið? — Nei. Þvi miður. Gisli kvaðst álita, að jarðalaga- frumvarpið ætti tvimælalaust að öðlast lagagildi ef til vill með smábreytingum, og vonast til að Gisli Magnússon það yrði til að halda jörðum i byggð og tryggja að þær yrðu nýttar til búrekstrar. Talsvert væri um að aðrir aðilar og fjár- sterkari en bændur byðu i jarð- irnar. — í Skagafirði eru það aðallega veiðimenn, sem sækjast þannig eftir jörðunum, sagði hann. Um mikilvægasta málið nú vildi Gisli engu spá. Aðeins væru komin fram um 15 af kannski Stefán Halldórsson Litið inn á Magnús Sigurðsson Búnaðarþing 40—50 og ótrúlegustu mál ættu til að verða mikilvæg hitamál, þegar farið yrði að ræða þau. Rekstargrundvöllur ræktunarsambandanna knýjandi mál — Þetta eru samtök bænda til að koma ýmsum sinum áhuga- málum fram og mest gildi Bún- aðarþings kannski að fjallað er um þau málefni, sem uppi eru hverju sinni varðandi landbúnað og lif fólksins i sveitunum og i dreifbýli, ekki sist þau mál, sem Iöggjafarþingið er að fjalla um, þvi þeim málum, sem varða land- búnaðinn er yfirleitt visað til um- sagnar Búnaðarþings, sagði Stef- án Halldórsson, bóndi á Hlöðum, Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði. — Einskorðar þingiðsigvið þau áhugamál ykkar, sem varða landbúnaðinn beint? — Það er langmest fjallað um þau mál, en lika koma fram á Búnaðarþingi ýmis mál, sem heyra til di'eifbýlinu öllu, en yfir- leitt eru ekki tekin fyrir hér flokkspólitisk mál. Jarðalögin samkvæmt frum- varpinu áleit Stefán verða til bóta i öllum tilvikum, þótt eitthvað þyrfti að visu enn að laga það til, þvi brýn nauðsyn væri fyrir sveit- irnar að geta haft meiri stjórn á sinum byggðamálum. — Það hef- ur færst i vöxt á siðustu árum, sagði hann, að braskað er með jarðir, hlunnindajarðir allskonar, bæði veiðijarðir, malartekjujarð- ir og fleiri, og þeim haldið i óeðli- lega háu verði, þannig að það er ekki fyrir bændur að hef ja búskap á slikum jörðum eða kaupa þær. En með þessum lögum geta sveitastjórnir haft nokkra stjórn á kaupum og sölu jarða til að tryggja að þær séu áfram i bú- setu, séu þær á annað borð bú- setuhæfar, og til að tryggja að þær iendi ekki i höndum fjár- sterkra aðila, sem nota þær i allt örðum tilgangi en til búskapar. Af þeim málum, sem fram voru komin á miðvikudag taldi Stefán tillögu frá alþingi um umhverfis- mál þýðingarmikla, en mikilvæg- asta málið þó rekstrargrundvöll ræktunarsambandanna. Rekstur ræktunarsambandanna hefði gengið illa undanfarin ár viða um land. Þau hefðu upphaflega feng- ið rikisstyrk við stofnun 1947, en siðan gengið illa að endurnýja vélakostinn. — Vegna fjárhagsörðugleika hafa ræktunarsamböndin neyðst til að leigja út verkfærin til ann- arra aðila,-og þá fyrst og fremst Vegagerðar rikisins og það hefur aftur valdið þvi, að bændur hafa fengið minni vinnu og á mun ó- heppilegri tima en ella. Það má ekki slita sundur félagskerfi sveitanna — Búnaðarþing hefur ráðgef- andi áhrif á lagasetningu alþingis varðandi landbúnaðarmál, en beinir einnig til alþingis málum að eigin frumkvæði, sagði Magn- ús Sigurðsson bóndi á Gilsbakka, Hvitársiðu i Borgarfirði. Þetta er veigamesta hlutverkið, en ótelj- andi önnur mál landbúnaðarins koma einnig upp hér og yfirleitt látum við okkur fátt mannlegt ó- viðkomandi. Þó reynum við að leiða hjá okkur deilumál, sem ekki snerta landbúnaðinn beint, þvi annars gætum við karpað hér i það óendanlega, þvi auðvitað hafa menn hér mismunandi stjórnmálaskoðanir. Magnús sagði bændur yfirleitt ánægða með jarðalagafrumvarp- ið, sem væri tilkomið að þeirra frumkvæði og sprottið af þeirri þungu ásókn i jarðnæðið af hálfu þéttbýlisfólks, sem leitt hefur til vandræða i sumum sveitum. — Einstakir fjársterkir aðilar hafa gert mikið af þvi að kaupa upp hlunnindajarðirnar, sagði hann, sérstaklega veiðijarðirnar, einkum hér suðvestanlands i ná- grenni þéttbýlisins. Það er boðið hátt verð i þessar jarðir og menn standast það náttúrlega ekki, en hrepparnir, sem hafa forkaups- réttinn, ráða ekki við að nota hann. Með lögunum væri gert ráð fyr- ir stjórn á meðferð landsins, byggðaráðum i hverju héraði, sem hefðu áhrif á ráðstöfun jarð- næðisins og meiningin væri að reyna að hafa stjórn á hvaða land væri notað til landbúnaðar, hvaða land undir t.d. sumarhúsasvæði o.s.frv. — Við sveitafólkið gerum okkur grein fyrir, að þéttbýlisfólkið þarf að eiga aðgang að landinu og geta Snæþór Sigurbjörnsson notið náttúrunnar, sagði hann, en þetta verður að vera skipulagt þannig, að ekki séu teknar jarðir úr ábúð og slitið sundur félags- kerfið i sveitunum, sveitafélögin veikt og bókstaflega slitið sundur nágrennið ef svo má orða það. Um slikt hefur verið talsvert i mörgum hreppum, ekki sist i minu héraði, Borgarfirðinum. Magnúsi fannst erfitt að meta, hvað yrði mikilvægasta málið á þinginu, það kæmi oft ekki i ljós fyrr en eftir á. En hann vildi vekja sérstaka athygli á tillögu um kjötrannsóknastöð, sem gæti átt eftir að verða þýðingarmikil, ekki sist fyrir samskipti fram- leiðandans og neytandans. Oft er deilt um gæði vöru einsog kjöts, t.d. um það hve feitt það skuli vera, sagði hann, en slik rann- sóknastofnun mundi jöfnum höndum móta kjötgæðaþróunina i framleiðslunni og fræða almenn- ing, sýna t.d. neytendum framá, hvað er i rauninni æskileg vara. — Og svo er útflutningur hrossa klassiskt deilumál hér á þinginu og hefur enn einu sinni verið lagt fram, svo það er um nóg að rífast ef menn vilja! Verðmæti framleiðslu metið eftir gjaldeyri — Hér mætast málin, að ofan og neðan, sagði Snæþór Sigurbjörns- son, bóndi á Gilsárteigi i Eiða- þinghá, S.-Múl. um Búnaðarþing- ið! Mörg mál eru send hingað til umsagnar frá alþingi, bæði frá einstökum alþingismönnum og deildum og nefndum þess og eins senda hingað mál til meðferðar einstakir bændur, bændasamtök, búnaðarfélög og aðalfundir bún- aðarsambanda og margir fleiri aðilar, t.d. hefur Kvenfélagasam- band Norðurlands nú beint þvi til Búnaðarþings og Búnaðarfélags Islands að verðleggja vörur, unn- ar úr islenskri ull. Þetta er heimilisiðnaður, sem ekki hefur verið greiddur sem skyldi og ullin er geysiverðmæt vara. Okkur bændum hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að vanhirða ullina, sem á sér ýmsar ástæður, en hún er vissu- lega i of lágu verði til framleið- enda. Viðhorfið hefur samt breyst og ástæðan er að nú er ullin orðin undirstaða stórfellds iðnaðar, bæði i verksmiðjum og við heim- ilisiðnað. Hún er orðin útflutn- ingsverðmæti og það er svo um marga, að þeir fara ekki að sprerra eyrun og gera sér grein fyrir verðmætinu, fyrr en eitt- hvað gefur gjaldeyri. Innanlands- neysla, hvort sem er til fæðis eða klæðis, er ekki talin til verðmætis i okkar dýrtiðarþjóðfélagi, þótt hún spari dýran innflutning. Af jarðalagafrumvarpinu ef að lögum yrði vænti Snæþór þess, að það hjálpaði til að halda jörðum i byggð, þar eð það auðveldaði mönnum bæði að komast yfir jarðir og ætti að koma i veg fyrir óeðlilegt brask manna, sem vildu festa lausafjármuni sina i fast- eignum. Af þeim málum sem komin voru fyrir þingið taldi Snæþór stærst erindið um endurskoðun laga um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir i sveitum. — Þetta varðar fjárhag rækt- unarsambandanna, en starfssvið þeirra hefur færst mikið út miðað við það sem eldri lög gera ráð fyr- ir, sagði hann. I stað þess eina hlutverks að rækta jörðina hefur þróunin orðið sú, að vélar rækt- unarsambandanna hafa verið notaðar t.d. á vetrum til að halda opnum samgöngum, bæði þjóð- vegum, heimreiðum á sveitabæi og einnig flugvöllum viða um landið. Þróunin hefur þvi miður orðið sú i heilbrigðismálunum, að erfitt er að fá lækna útá landsbyggðina, t.d. á Austfirði, þar sem mjög viða vantar lækna i læknishéröð. Tveir læknar sem sitja á Egils- stöðum þurfa t.d. að þjóna lækn- ishéraðinu I Borgarfirði, Djúpa- vogi, Breiðdal, og ákveðinn tima á þessum vetri á Seyðisfirði lika, og hafa þeir tekið flugvélar i sina þjónustu. Á Egilsstöðum hefur nýlega verið stofnað flugfélag og það var héraðslæknirinn sem var aðalforgöngumaður að stofnun þess. Ræktunarsambandið sér svo um að halda flugvöllunum opnum, svo flugvélarnar nýtist bæði til læknisþjónustu og flutn- inga. En fjármál ræktunarsamband- anna íiafa þvi miður ekki verið svo góð sem skyldi, rekstrarfé hefur vantað og fé til endurnýj- unar tækjanna og vandamál f jár- hagsgrundvallarins verður að leysa. Hefur mestan áhuga á jarðhitaleit — Þetta er æðsta ráð landbún- aðarins, sagði Lárus Ag. Gislason bóndi að Miðhúsum i Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, um gildi Bún- aðarþingsins og tók að öðru leyti i sama streng og þeir hinir um verkefni þess. — Hér komum við með okkar kröfur og reynum að ýta þeim fram einsog aðrar stétt- ir, sagði hann, en við erum nú yfirleitt heldur hógværir, bænd- urnir. Hann sagði, að það hefði verið rétt hjá formanni Búnaðarfélags- ins, Ásgeiri Bjarnasyni, i setn- ingarræðu, að hagur bænda hefði batnað að undanförnu og minni munur væri nú á milli tekna þeirra og annarra stétta. Vildi hann þakka það m.a. góðærinu sl. tvö ár, en einnig hinu, að leiðrétt- ing hefði fengist á verðlagsgrund- vellinum. Það kemur fram, að þegar fjallað var um jarðalagafrum- varpið á Búnaðarþingi i fyrra var það samþykkt með einu mótat- kvæði, — Lárusar. Hversvegna var hann á móti þvi? — Þótt ég viðurkenni afar- marga kosti frumvarpsins, sagði Lárus, hefur það lika marga galla og ég greiddi atkvæði á móti til að vekja athygli á göllunum, svo það yrði betur skoðað. Aðalgallana taldi hann að setja byggðaráð og þarmeð skerða völd sveitastjórn- anna sjálfra að hans áliti. Eins sagðist hann vera á móti þvi að leggja niður Landnám rikisins, en það felst i frumvarpinu. — Ég vil þvert á móti fá þvi aukin verkefni. Upphafleg verk- efni hafa minnkað, það voru aðal- lega nýbýlin, og nú vil ég láta það Lárus Ag. Glslason fá uppbyggingu heykögglaverk- smiðja, sem ég álit eitt af stærstu málum landbúnaðarins núna. Merkasta málið af þeim, sem fram voru komin, taldi Lárus vera jarðhitarannsóknir i dreif- býlinu. Orkumálin eru svo þýðingar- mikil núna, sagði hann, og þá ekki sist að finna og nýta jarðhitann. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.