Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Föstudagur 15. febrúar 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknaí'élags Heykja- vikur, simi 18888. Kvöldsími blaöamanna er 17504 eftir kiukkan 20:00. Helgar-, kvöld- og nætur- þjónusta lyfjabúða i Reykjavik 15.-21. febr. verður i Ingólfs- og Laugarnes- apóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans6 er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur-og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. /~ Niðurstaða oliuráðstefnunnar: Gegn tvíhliða samnmgum Bandariskur fleinn i holdi Efnahagsbandalagsins WASHINGTON 13/2 — Olíu- ráðstefnan sem Bandarikin héldu fyrri hluta vikunnar með 12 öðrum iðnaðarríkjum leiddi til pólitiskra viðræðna i staöinn fyrir skoðanaskipti um það, hvernig útveguð verður næg orka, að þvi er Jobert utanrikisráðherra Frakka taldi. Bandarikjunum tókst nokkurn veginn að sameina aðra þátttakendur um sin viðhorf. Á ráðstefnunni var ákveðið að koma upp samhæfingarhópi sem taki það til athugunar hvernig hagnýtt verði ýmis alþjóða- samtök til lausnar á orkuvanda. Studd er hugmyndin um fund oliuneyslu- og oliuframleiðslu- ianda. I stórum dráttum féllust þáttakendur ráðstefnunnar á tillögur Kissingers, að þvi er fráttastofufregnir herma. Utanrikisráðherra Noregs taldi að ráðstefnan hafi verið ,,nauðsynlegur hvati til að hefta tilhneigingarnar til tvihliða samninga.” Það er einmitt með slikum tvihliða samningum við oliu- framleiðslurikin sem Frakkar hafa að undanförnu verið að Jobert hinn franski einangraðist i Washington. tryggja sér aðgang að nægri oliu á næstu misserum og árum, en Bandarikjamenn hafa mjög for- dæmt slikt framferði. Jobert lagði áherslu á það i sinum málflutningi i Washington, að iðnaöarrikin ættu ekki á eigin spýtur að reyna að finna ,,nýja stefnu” sem óhjákvæm ilega leiddi til átaka við oliufram- leiðslulönd og hugsanlega einnig við önnur vanþróuð lönd. f veislu sem Nixon Bandarikja- forseti hélt ráðstefnugestum hélt hann ávarp þar sem stefna hans kom fram. Hann varaði þau lönd við sem vildu taka oliulindir sinar i eigin hendur. Ef riki heimsins kjósa að fara sinar eigin leiðir til að leysa orkuvandann, hlýtur það að hafa áhrif á bandariska utan- rikisstefnu. Þá mundu þau öfl innan Bandarikjanna sem berjast fyrir einangrunarstefnu styrkjast. Þeir sem draga úr her- styrk Bandarikjanna erlendis mundu þá fá vind i seglin, ef ráðstefnunni tækist ekki að sameinast um orkumálapólitik. Það er þvi skýrt samband á milli orku- og öryggismála, sagði Nixon. 1 ráðstefnunni tóku þátt, auk gestgjafalandsins, EBE-löndin 9, Noregur, Japan og Kanada. Frakkar töldu sig hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með afstöðu hinna EBE-landanna, en gert var ráð fyrir þvi að utanrikis- ráðherrar þeirra kæmu saman i Bonn i dag til að bera saman bækur sinar. Frakkar hafa mjög haldið þvi á lofti að varla sé grundvöllur fyrir sameiginlegri oliupólitik með Bandarikjunum, þar eð þau eru að mestu sjálfum sér næg með oliu, en Evrópumenn eru háðir innflutningi frá Arabalöndunum. Stjórnarandstæðingar i Frakk- landi taka undir þennan mál- flutning stjórnarinnar. Gervibann á loðnulöndun Svokallaðir „eigendur” nokkurra loðnubræðsla hafa eins og kunnugt er nú um vikutima neitað að taka við loðnu til bræðslu. Staðreyndin er hins vegar sú að það sem að baki þessarar ákvörðunar liggur er ma. að fara á bak við loðnu- löndunarnefnd, sjálfum sér til hagsbóta, þvi enn taka bræðslur þessar við loðnu i nokkrum mæli. Eftir að bræðslur þær sem hér um ræðir höfðu tekið ákvöröun um að taka við úrgangsloðnu frá frystihúsunum lá ljóst fyrir til hvers bannið var sett á. Eigendur bræðslanna eru nefnilega i flestum tilvikum eigendur bæði að frystihúsum og loðnubátum, öðru hvoru og eða hvoru tveggja. Með þvi að gefa ekki upp þróar- rými sitt til loðnunefndar og segjast ekki taka við loðnu, er loðnuskipunum veitt jafnvel norður fyrir land til þess að losna við loðnuna. Eigendur bræðslanna, sem ekki taka við loðnu til bræðslu, kaupa siðan loðnu til frystingar af sinum eigin bátum til sinna eigin frystihúsa, en siðan er undir hælinn lagt hvort nokkuð af aflanum er fryst, eða hversu mikill hluti hans fer beint i bræðslu. Með þessu móti spara „eigendurnir” sinum bátum langar silgingar með loðnu til löndunar, og meðan flestir loðnubátarnir verða að stima marga sólahringa og biða eftir löndun, ná bátar „eigenda” loðnubræðslanna fleiri túrum en orðið hefði með þvi að löndurnar,,bannið” hefði ekki verið sett á. Þennan skollaleik ber að stöðva. Auk þess ber nauðsyn til þess að refsa „eigendum” verk- smiðjanna fyrir þann ljóta leik sem þeir nú leika, bæði með þvi að taka af þeim „eigur” þeirra svo og með stórfelldum fésektum. -uþ Lögbannsmálið: Beðið dóms í undirrétti Fjölmennt var á bæjarþingi i gær, er fjallað var um lögbanns- málið fræga, sem dætur Árna Pálssonar, Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, og Rikisutvarpið eru aðilar að. Var málið sett til dóms og er nú beðið úrskurðar undirréttar i málinu. Fyrir réttinum i gær töluðu lög- fræðingar málsaðila, og auk þess fengu málsaðilar sjálfir leyfi til að taka til máls. Talaði þá ein Árnadætra og siðan Sverrir Kristjánsson. „Ef útvarpið og ég sigrum i málinu i undirrétti”, sagði Sverrir er Þjóðviljinn náði tali af honum, „veit ég ekki nema mótaðilarnir visi málinu til Hæstaréttar, og þá gæti þetta dregist til haustsins.” Dómsúrskurðar undirréttar gæti hinsvegar verið að vænta innan tiu daga eða svo. Sverrir taldi ólikiegt að hann áfrýjaði málinu, þótt hann yrði undir, en vera kynni hinsvegar að Rikisútvarpið áfrýjaði. Það eru sem kunnugt er þrjár dætur Árna Pálssonar, pró- fessors, sem standa að málinu, en tveir synir Arna, Guðmundur og Skúli, eiga þar engan hlut að. — Lögfræðingur systranna er Hörður Einarsson, Rikisút- varpsins Þór Vilhjáimsson, pró- fessor, og Sverris Sigurður Baldursson. Ræða Harðar Einarssonar snerist mjög um viðtalsþátt þeirra Sverris og Vilmundar Gylfasonar frá i júli, og ásakaði | hann Sverri um ærumeiðandi ummæli um Björn Karel | Þórólfsson. Komst Sverrir svo að orði i svari sinu, að engu væri Framhald á 14. siðu. Alþýöubandalagiö 1 Reykjavík Undirbúningur kosninganna Alþýðubandalagsmenn i Borgarnesi halda i vetur fundi regluiega annan hvern laugardag, til undirbúnings þátttöku i sveitarstjórnar- kosningum i vor. Næsti fundur verður haldinn i Snorrabúð, Borgarnesi, laugardaginn 16. febr. n.k. kl. 14. Aðalefni fundarins verða fræðslumál og æskulýðsmál. Nefndir skila álitsgerðum. AB Kópavogi Almennur félagsfundur verður haldinn nk. mánudags- kvöld. Dagskrá nánar auglýst á morgun. Hitamál bresku kosninganna: olían í NORÐURSJÓ LONDON — Norður- sjávarolían og feiknleg- ur skattfrjáls ágóði er- lendra hringa á henni verður stórmál í bresku kosninunum. Verka- mannaflokksmenn vilja þjóðnýta olíulindirnar, en íhaldsmenn telja þá tillögu ,,ábyrgðar- lausa". Breska blaðið Observer giskar á það, að oliuágóðinn á hinum breska hluta Norður- sjávar verði árlega um 4 mil- jarðar punda (800 miljarðar króna) eftir 1980. Þetta er meira en allur núverandi ágóði bresks verksmiðju- iðnaðar áður en skattar leggj- ast á hann. En að gildandi lögum er nær allur oliuágóðinn skattfrjáls og 60% hans mundi ganga til erlendra auðfélaga. Miklar oliulindir hafa fundist á botni Norðursjávar siðustu mánuðina og það ásamt verðhækkunum hafa gert þessar bresku auðlindir 7 sinnum verðmeiri en áður hef- ur verið talið. Nú er talið að vinnsluhæf olia þarna sé um 30 miljarðar tunna og sé það magn 130 mil- jarð punda virði. Það er fjór- falt á við bresku rikisskuldirn- ar eins og þær nú standa. Á undanförnum misserum hefur breska ihaldsstjórnin keppst við að gefa oliuhring- um út vinnsluleyfi fyrir norðursjávaroliunni. Hefur það sætt mikilli gagnrýni af hálfu verkamannaflokksþing- manna og skoskra þjóðernis- sinna sem hafa talið að vinnsluleyfin væru seld of ódýrt. Nú i hita kosningabar- áttunnar vex gagnrýnin og flóir út yfir alla bakka, segja fréttaritarar. 1 siðustu viku lýsti Verkamannaflokkurinn yfirþeirri stefnu sinni að þjóð- nýta skuli oliulindirnar og hagnýtingu þeirra verða sett undir strangt rikiseftirlit. Þá væri nú nær að hagnýta oliuna i fullu samstarfi við einkaframtakið sem býr yfir fjármagninu og tækniþekk- ingunni! — segja ihaldsmenn. Höfundur og leikstjóri ræða við nokkra af leikendum á æfingu. Talið frá vinstri: Jökull Jakobsson, Guðrún Stephensen, Anna Kristln Arn- grimsdóttir, Karl Guðmundsson, Pétur Einarsson, Arni Blandon og Stefán Baldursson. Leikfélag Reykjavikur: Kertalog frumsýnt siðast í mánuðinum Hjá Leikfélagi Reykjavikur eru nú langt komnar æfingar á nýju leikriti eftir Jökul Jakobsson. Heitir það Kertalog og fékk fyrstu verðlaun i leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavikur á sjötiu og fimm ára afmæli þess fyrir tveimur árum ásamt leikritinu Pétur og Rúna eftir Birgi Sig- urðsson, sem sýnt var i fyrra. Leikstjóri er Stefán Baldursson, og verður frumsýningin siðast i mánuðinum. Leikaraskipti eru nú orðin tið milli Leikfélags Reykjavikur og Þjóðleikhússins, og verða tveir fastráðnir leikarar Þjóðleikhúss- ins með i þessari rýningu, þær Anna Kristin Arngrimsdóttir og Brynja Benediktsdóttir, sem ný- lega setti upp i Þjóðleikhúsinu annað leikrit Jökuls, Klukku- strengi. Nú er að hefjast hjá Leikfélag- inu mikið og islenskt þjóðhátiðar- ár, og framundan á þessu leikári eru frumsýningar á þremur islenskum leikritum fyrir utan Kertalog, Minkunum eftir Erling E. Halldórsson, splunkunýrri reviu sem gefið hefur verið nafnið Islendingaspjöll, en höfundur nefnist Jónatan Rollingstón Geir- fugl, og Selurinn hefur manns- augu eftir Birgi Sigurðsson, en siðastnefnda verkið verður sýnt á Listahátiðinni. Alls koma sextán leikarar fram i sýningunni á leikritinu Kertalog. Mótmæli við sovéska sendiráðið Heimdallur efndi til mótmæla- fundar við sovéska sendiráðið siðdegis i gær vegna flutnings á Solzjenitsin frá Sovétrikjunum og handtöku hans. Fundinn sóttu um 200 manns að talið var.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.