Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.02.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. febrúar 1974. ÞJÓDVILJIW — SÍDA 5 Frá fréttaritara Þjóðviljans á Þingeyri Óveður í Dýrafirði Guðmundur Friðgeir Magnús- son, fréttaritari Þjóðviljans á Þingeyri sagði i samtali við okkur á miðvikudagskvöldið: Siðan á föstudag hefur verið hér norðaustan og norðan hrið. Hvassviðri hefur þó ekki verið mikið fyrr en á mánudagskvöldið, en þá gekk meira til aust- norð- austan áttar og herti veðrið. I gær, þriðjudag, var enn mjög hvasst lengi fram eftir degi. Föstudaginn 8. febrúar kom hingað litil flugvél, eign Flug- félagsins Ernir á tsafirði. Hún var á leið frá Heykjavik til Isa- fjarðar, en komst ekki lengra, og gat með naumindum lent hér á flugvellinum. Þessi flugvél gjör- eyðilagðist svo i hvassviðrinu að- faranótt þriðjudags. Var hún bundin niður á flugvellinum við veghefil og fleiri festingar, en ekkert dugði. Aðrar skemmdir hafa ekki orðið miklar i óveðrinu hér i þorpinu, en i nágrenni af orðið mjög verulegar skemmdir á sima-, og rafmagnslinum, eink- um i önundarfirði. t dag, mið- vikudag, fóru héðan menn til önundarfjarðar með efni til við- gerða á raflinum. Linan frá Mjólkárvirkjun hingað til Þing- eyrar mun hins vegar vera óskemmd. Aðeins ein simalina hefur verið nothæf á öllu Vest- fjarðasvæðinu frá Patreksfirði til tsafjarðar, en fjölsmininn óvirk- ur. Tveir bátar róa héðan land- róðra með linu, en ekkert hefur gefið á sjó i heila viku og það sem af er febrúarmánuði hafa bátarn- ir reyndar ekki farið nema annar tvo og hinn þrjá róðra, og hrepptu þeir þá vesta veður. Mikið hefur verið um breska togara hér inni á Dýrafirði og við bryggju á Þingeyri siðan undan- haldssamningurinn var gerður við Breta i haust. Margir komu hér að bryggju um helgina, en á mánudagskvöldið héldust þeir ekki lengur við vegna veðurs, og láu þá úti á firðinum meðan veðrið var verst. I dag voru 4 breskir togarar svo aftur komnir hér að bryggju, en eru nú farnir nema einn, sem er i viðgerð. Póstsamgöngur hafa verið mjög stopular við Þingeyri að undaförnu. Eru nú t.d. liðnir 8 dagar siðan flogið var siðast frá Reykjavik, en þá hafði liðið vika frá næsta flugi á undan. Verka- Fiskur í þriðju hverja máltíð OSLÓ 14/2 — Fiskur er aðalrétturinn i 36% af miðdegisverðum hjá norskum heimilum, og er þá átt við aðalmáltið dagsins. Fjórði hluti fisksins er keyptur beint af sjómanni, veiddur af heimilismanni eða feng- inn að gjöf. Aftur á móti er ket aðalrétturinn i 52% máltiðanna. Þetta er niðurstaða af nýrri opinberri rannsókn á fiskneyslu i Noregi. 50% fisksins var keyptur i almennum matvöruverslunum, en við svipaða athugun árið 1967 var aðeins þriðji parturinn keypt- ur i slikum búðum. Siðan þá hefur hlutdeild fisksala minnkað um helming, og einnig hefur bryggju- og torgsala dregist saman. Aftur á móti hefur það farið i vöxt að fólk keypti fiskinn beint af sjó- mönnum. lýðsfélagið hér hefur boðað verk- fall frá 19. þessa mánaðar. Um önnur verkalýðsfélög hér á Vest- fjörðum er það að segja, að a.m.k. á Flateyri og tsafirði hefur einnig verið boðað verkfall frá og með 19. þ.m. og á sumum öðrum stöðum hér litlu siðar. Samningaviðræður um sió- mannakjörin hér á Vestfjörðum fóru fram á tsafirði i janúar- mánuði og komust samninga- nefndir að samkomulagi, en það samkomulag var fellt i öllum við- komandi verkalýðsfélögum, nema i Bolungavik, og er þvi yfir- leitt ósamið enn um sjómanna- kjörin hér á Vestfjörðum. TÍÐINDALAUST AF PENINGAMUSTERI Viðræður Seðlabankans við borgaryfirvöld um byggingarmál hans standa enn og ekkert hægt að segja um hvenær þeim lýkur, tjáði Jóhannes Nordal banka- stjóri blaðinu i gær. Menn gerast nú langeygir eftir þvi hver verður niðurstaða þessa mikla hitamáls. Viðræðurnar hai'a nú staðiö mánuðum saman og aðilar verjast allra frétta af gangi þeirra. En þegar hugurinn beinist að Seðlabankanum kemur upp annað eilifðarmál sem er skipu- lag gamia miðbæjarins. Þar eiga samkvæmt aðalskipulaginu að risa miklar hallir umkringdar glæsilegum hraðbrautum. Enn standur til dæmis óhögguð ákvörðun borgarstjórnar um að fylla upp hluta Tjarnarinnar og reisa þar musteri yfir borgar- stjórn og fylgilið hennar, öðru nafni ráðhús. Skipulagið er nú til endur- skoðunar og hefur verið i mörg ár. Og eins og af byggingamálum Seðalbankans fréttist ekkert af þeirri endurskoðun. Er það eftir öðru hjá borgarstjórnarihaldinu að endurskoðunin sú fer fram hjá sérfræðingum og öll umræða um hana þögguð niður. Virðist það vera álit ihaldsins að skipulag borgarinnar komi almenningi ekki við, hvað þá að hann fái að hafa áhrif á það. En fyrir hvern er verið að skipuleggja ef ekki al- menning? Það er krafa blaðsins að endur- skoðun skipulagsins fari fram fyrir opnum tjöldum svo ai- menningur eigi kost á að ræða málið og taka afstöðu til allra til- lagna sem fram koma. ÞH öllum islenskum rikisborgur- um og er þannig ekki bundin við félagsmenn ofangreindra félaga. Þær tillögur sem ber- ast verða dæmdar af fimm manna dómnefnd. Til viður- kenningar verður varið sam- tals kr. 300.000.00, sem skipt- ast þannig: 1. verðlaun kr. 150.000.00 2. verðlaun kr. 90.000.00 3. verðlaun kr. 60.000.00. Skila skal tillögum þannig: Teikningar i mælikvarða 1:5 er gefi sem gleggsta hugmynd um gerð hlutar, jafnframt skal skila mótdeli útfærðu i mælikvarða 1:1. Samkeppnis- gögn fást afhent á skrifstofu Landsambands iðnaðar- manna, en skilafrestur er til 5. april n.k. öllum fyrirspurnum i sam- bandi við samkeppnina skal beint til trúnaðarmanns dóm- nefndar Þórleifs Jónssonar, framkvæmdastjóra Lands- sambands iðnaðarnema. Danskir lista- menn i Nor rœna húsinu 17-18 febrúar Dagana 17. og 18. febrúar koma danski visnasöngvarinn Povl Dissing og landi hans. rithöfundurinn Banny Ander- son, þrisvar fram i Norræna húsinu. Þeir eru hér i boði Norræna hússins, Det danske Selskab og dansk-islenska fé- lagsins. Sunnudaginn 17. febrúar verður barna- og fjöl- skylduskemmtun. Banny les upp úr hinum vinsælu barna- bókum sinum. Povl Dissing syngur dönsk barnalög. Sunnudagskvöld 17. feb. kl. 20.30. verða „Svantes viser” á dagskrá. Povl Dissing syngur og Banny Anderson leikur undir á pianó og harmoniku. Þetta er sorgarsaga, en i túlk- un Povl Dissings munu áheyr- endur gráta af hlátri. Mánu- daginn 18. feb. kl. 20.30 koma þeir Banny og Povl fram hvor undir sinu nafni. Banny And- erson mun lesa upp úr kvæð- um sinum, en Povl Dissing syngur dönsk alþýðulög. Húsgagnasýn ing Húsgagnameistarafélag Reykjavikur og Meistarafélag húsgagnabólstrara efna til sýningar i sýningarhöllinni i Laugardal dagana 18.-28. april n.k. Þetta er þriðja sýningin sem ofangreind félög gangast fyrir undir heitinu ,,Hús- gagnavika”. Allir framleið- endur húsgagna og innrétt- inga geta tekið þátt i sýning- unni eftir þvi sem húsrúm leyfir. Allar frekari upplýs- ingar um tilhögun sýningar- innar eru gefnar i sima 30250. Tœknifrœð- ingafélag Is- lands fagnar... A almennum félagsfundi i Tæknifræðingafélagi tslands var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Almennur fundur i Tækni- fræðingafélagi Islands haldinn að Hótel Sögu þ. 24. janúar 1974 samþykkir að lýsa á- nægju sinni með þá grein i fjárlögum yfirstandandi árs, sem fjallar um húsnæðismál Tækniskóla Islands, og leggur fundurinn áherslu á, að staðið verði við þau loforð um úrbæt- ur, sem þar koma fram, þann- ig að hægt verði, ekki siðar en á hausti komandi. að hefja kennslu i nýju. fullnægjandi húsnæði”. (Fréttatilky nning frá Tæknifræðingafélagi Islands.) Tjón af völdum elds I dag fimmtudag var slökkviliðið i Reykjavik kallað út að Brekkustig 17 i Reykja- vik. Talið er að kviknað hafi i út frá rafmangseldavél. Litill eldur var, en talsverðar skemmdir urðu af vöidum reyks. Slökkviliðinu tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Harður árekstur i Grimsnesi Harður árekstur varð i Grimsne'si á svokallaðri B i skupstungnabraut á fimmtudag. Areksturinn var á milli tveggja fólksbifreiða, og eru báðar bifreiðarnar óöku- færar eftir. Annar ökumaður- inn var fluttur á Borgar- sjúkrahúsið i Reykjavik með litinn áverka. Stúdentaráð Háskóla íslands fordœmir............ Þjóðviljanum hefur borist bréf frá stjórn SHI, þar sem hún fordæmir harðlega hand- töku sovéska rithöfundarins Solsénitsin og ákvörðun sovéskra stjórnvalda að gera hann landrækan. Þar stendur ennfremur að með þessu ör- þrifaráði sinu hafa sovéskir ráðamenn loks viðurkennt að staðhæfingar Solsenitsins um skort á almennum mannrétt- indum og tjáningafrelsi i Sovétrikjunum hafi við rök að styðjast. Þótt skemmt sé liðið á vertið, er samt byrjað að liengja skreið á trönur. Kennslumet MR: 43 tímar á viku Blaðinu hefur borist skýrsla Menntaskólans i Reykjavik fyrir skólaárið 1972 — 1973. Skýrslan er liðlega 160 siður og þar er að finna margvisleg- an fróðleik um starfsemi skól- ans á umræddu skólaári. Fyrst er birtur listi yfir nemendur skólans i einstökum bekkjardeildum, þá er birt yfirlit um skiptingu kennslu milli kennara skólana. Alls voru 39 fastráðnir kennarar við skólann, en stundakennar- ar voru 34 talsins. Fastráðnir kennarar kenna að þvi er virð- ist frá 6 stundum á viku upp i 43 stundir á viku hverri. Fjölmörg fleiri atriði koma fram i skýrslunni. INNLEND SYRPA Húsgagnasam- keppni Félag húsgagnaarkitekta, Húsgagnameistarafélag Reykjavikur og Meistarafélag húsgangabólstrara efna til samkeppni um nýjar hús- gagnagerðir. Áhersla verður lögð á húsgögn sem henta i fjöldaframleiðslu. Þátttaka i samkeppni þessari er heimil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.