Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. marz 1974.
ítalskir stjórnmálaflokkar
ganga fyrir mútufé
Olíuhneykslið hefur varpað
ljósi á eðli
stjórnmála og valdatafls
í landinu - og víðar
Síðasta ítalska stjórnar-
kreppan var að því er séð
varð afleiðing mjög alvar-
legrar efnahagskreppu.
En ýmislegt fleira og dul-
arfyllra bættist við. Til
dæmis þjóðaratkvæða-
greiðslan um hjónaskiln-
aðarlöggjöfina, sem mörg-
um stendur stuggur af. Og
svo er það olíuhneykslið,
sem hlestu foringjar
st jórnarf lokkanna voru
flæktir i. Það dró stórum
úr trausti þjóðarinnar á
stjórninni, og var það þó
ekki mikið fyrir.
Tiu minútum áður en næst sið-
asta stjórn Marianos Rumors,
sem mið- og vinstri flokkar stóðu
að, sagði af sér, tilkynnti forsæt-
isráðherrann, sem er úr flokki
Kristilegra demókrata, að þjóð-
aratkvæðagreiöslan um skilnað-
arlöggjöfina yrði tólfta mai n.k.
Þetta var raunar eina afdráttar-
lausa ákvörðunin, sem þessi
stjórn tók á sinum sjö mánaða
ferli. Með þeirri ákvörðun gekk
fráfarandi stjórn greinilega i ber-
högg við ihaldssamari arm
Kristilegra demókrata, sem að
visu átti frumkvæðið að þjóðarat-
kvæðagreiðsiunni, en er nú orðinn
hræddur um að tapa henni og vill
þvi helst að ekkert verði úr henni.
La Malfa
og Giolitti
Hin opinbera skýring á stjórn-
arkreppunni var, að stjórninni
hefði ekki verið stætt eftir aö Ugo
la Malfa efnahagsmálaráðherra,
sem er úr Lýðveldisflokknum,
sagði af sér i mótmælaskyni við
kröfur ráðherranna úr Sósialista-
flokknum um aðgerðir i efna-
hagsmálum. La Malfa vildi spara
og safna i sjóði, Antonio Giolitti,
fjármálaráðherra úr Sósialista-
flokknum, lagði hins vegar
áherslu á fjárfestingar. Þessi
ágreiningur kom sérstaklega
áberandi fram þegar Alþjóðlegi
gjaldeyrissjóðurinn veitti Italiu
lán upp á 1.200 miljónir dollara.
Lánið átti að fara til þess að
jafna greiðsluhallann á utanrikis-
viðskiptunum, sem er meiri en
hjá Bandarikjunum og nemur ti-
unda hluta verðgildis vergrar
þjóðarframleiðslu ftala. La Malfa
byggði afsögn sina á þvi að
Giolitti hefði ekki viljað sam-
þykkja öll skilyrði sjóðsins fyrir
lánveitingunni, en þau skilyrði
hefðu raunar, ef samþykkt hefðu
verið, fellt úr gildi stefnustjórnar-
innar, sem gekk út á verulegar
umbætur i félags- og efnahags-
málum.
Olíuauðvaldið
stjórnar landinu
En i stað umbóta á einu eða
öðru sviði hallar nú stöðugt undan
fæti fyrir Itölum i efnahagsmál-
um. Atvinnuleysi fer stöð-
ugt vaxandi, verðbólgan magnast
og hvert spillingarhneykslið öðru
verra riður húsum. A hinn bóginn
dregur bæði úr framleiðslunni og
trausti almennings á stjórnmála-
mönnum. Undir þessum kring-
umstæðum hefur komið skýrt og
ruddalega fram, hve fjarri þvi fer
að stjórnmálamenn mið- og
vinstriflokkanna, sem eru i
stjórn, séu hinir raunverulegu
valdhafar landsins.
Hver er það þá sem stjórnar?
Margt sem hefur komið fram sið-
ustu vikurnar bendir til þess að
það sé oliuauðvaldið, og kannski
ekki aðeins það italska.
Eitt helsta einkenni italska
þjóðfélagsins er pólitiskur glund-
roði, og hann hefur þann kost að
erfiðara er að fela það, sem mið-
ur fer, en i þjóöfélögum þar sem
kerfið er rækilega njörvað niður.
Spennan er svo mikil og hinar
pólitisku andstæður svo sterkar,
að hneykslismálin eru rokin upp á
yfirborðið áður en auðdrottnum
og senditikum þeirra i stjórnmál-
unum gefst tóm til ráðstafana til
þess að breiða yfir þau. Þetta á
einnig við um oliuhneykslið
fræga. I raun og veru er italska
þjóðfélagið varla spilltara en
gengur og gerist um vestræn auð-
valdsþjóðfélög.
Versta hneykslið
eftir stríð
Oliuhneykslið er þó að sögn
versta hneykslið i ftaliu eftir sið-
ari heimsstyrjöld, og þarf þá
nokkuð til. I þvi sambandi er þeg-
ar búið að ákæra um fimmtiu
stjórnmálamenn, embættismenn
og framámenn i oliuviðskiptum.
Fimmtán blaðamenn eru ákærðir
fyrir að hafa þegið mútur og til
þess að gera meira úr oliuskortin-
um en efni stóðu til. Fimm ráð-
herrar eru einnig sagðir mútu-
þegar oliuauðvaldsins, svo og
aðalleiðtogar fjögurra stjórnar-
flokka, kristilegra demókrata,
sósialdemókrata, lýðveldissinna
og sósialista. Heildarupphæð
mútufjárins er áætluð frá sjö
miljörðum króna upp i þrjátiu
miljarða. Mútubjóðarnir kváðu
vera foringjar fimmtán oliu-
hringa, italskra, erlendra og al-
þjóðlegra, og tilgangurinn með
þeim var auðvitað sá að fá stjórn
og flokka til þess að koma af stað
verðhækkunum og lagabreyting-
um, sem yrðu oliujörlunum hag-
stæðar.
Oliukreppan varð til bess aö
koma upp um hneykslið. Akæru-
valdið fékk i hendur simskeyti og
bandupptökur, sem sýndu að ftal-
ir voru prýðilega birgir af oliu,
meira að segja svo að tankskip-
um var snúið við frá hreisnunar-
stöðvunum, af þvi að þær gátu
ekki tekið við meiru. Skjöl, sem
gerð hafa verið upptæk á skrif-
stofum oliufyrirtækjanna, sýna
að bókhald þeirra yfir kostnað og
birgðir var margfalsað.
Ráðherrar og
f lokksmenn
Eins og nærri má geta er þessi
spilling ekki nýtilkomin. 1 skjöl-
unum, sem gerð hafa verið upp-
tæk, kváðu vera sannanir fyrir
þvi að alþjóðlegu oliuhringarnir,
sem skipta við Itali, hafi i fjölda
ára falsað bókhald sitt yfir þau
viðskipti. Samkvæmt bókhaldi
italskra útibúa þessara hringa
hafa þau verið álika örugg meö
að tapa á sinum rekstri og is-
lenskir útgerðarmenn. Sagt er,að
gerð hafi verið upptæk trúnaðar-
bréf frá útibúunum til höfuð-
stööva hringanna i Bandarikjun-
um og komi þar fram að hring-
arnir hafi i raun og veru stórgrætt
á skiptum sinum við Itali.
Ráðherrar þeir fimm er ákærð-
ireru fyrir mútuþægni eru þrir úr
hópi kristilegra demókrata og
tveir sósialdemókratar. Krists-
demókratarnir eru Giulio Andre-
otti (tvisvar forsætisráðherra),
Athos Valsecchi (fjórum sinnum
ráðherra) og Silvio Gava (fimm
sinnum ráðherra). Sósialdemó-
kratarnir eru Luigi Preti (fjár-
málaráðherra i sjö ár, flutninga-
málaráðherra i stjórninni sem
var að fara frá) og Mauro Ferri
(fyrrum formaður flokksins og
iðnaðarmálaráðherra).
En ekki er sopið kálið þótt i aus-
una sé komið, og það á jafnt við
um italska oliuskandalinn og
Watergatefarganið hjá Kananum.
Ekki er hægt að stefna ráð-
herrunum fyrir rétt, nema þvi að-
eins að þingnefnd leggi blessun
sina yfir það og siðan þjóðþingið
sjáift með leynilegri atkvæða-
greiðslu.
Erfðavenjur
í spillingunni
Eins og nærri má geta á jafn
gömul menningarþjóð og ttalir
sér ævagamlar erfðavenjur varð-
andi spillingu og fylgir þeim
furðu fast, þrátt fyrir nýja og
breytta tima. Spillingin i oliumál-
um hefur til að mynda verið
skipulögð með allsvipuðu móti og
svindlið i þróunarhjálpinni til
Suður-ítaliu. Oliufélögin bera fé á
stjórnmálamenn og stjórnmála-
flokka, sem borga fyrir sig
með þvi að sjá oliuhringunum
fyrir rikisstyrk og lagasetning-
um, sem eru eingöngu gerðar
með hagsmuni oliufyrirtækjanna
fyrir augum. Ein af ákærunum er
frá 1967, en þá veitti italska rikið
oliufyrirtækjunum styrk vegna
tjóns, sem þau kváðu sig hafa
orðið fyrir vegna lokununar Súes-
skurðar. Þessi styrkur var einnig
veittur félögum, sem aldrei létu
skip sin sigla um skurð þennan.
1971-72 sáu vinir oliujarlanna i
stjórnmálunum til þess að skattar
vorujækkaðir á þeim að miklum
mun.
Akæruvaldið hefur náð bréfum,
þar sem skýrt er tekið fram
hverjir einstaklingar og flokkar
þágu mútur og til hvers. Akær-
urnar gegn ráðherrunumeru tald-
ar sérstaklega alvarlegar en sið-
ur kærurnar á framkvæmda-
stjóra flokkanna, þar eð gengið er
út frá þvi að þeir hafi aðeins tekið
við mútunum fyrir flokkanna
hönd sem starfsmenn þeirra. Og
það er næstum opinberlega viður-
kennt að stjórnmálaflokkarnir
ganga fyrir beinu eða óbeinu
mútufé frá peningavaldi og iðju-
höldum.
St jórnmá laf lokka rnir
ganga fyrir mútufé
Úr hópi kristilegra demókrata
hefur komið fram uppástunga
þess efnis, að rikið taki að sér
fjárhagslegan rekstur allra
stjórnmálaflokka, þannig að þeir
séu ekki lengur neyddir til þess að
láta múta sér til að fá peninga i
flokkssjóðina. Allir flokkar virð-
ast jafnhrifnir af uppástungunni,
en almenningur er tortrygginn.
Fólkið grunar að rikisstyrkurinn
myndi aðeins hafa i för með sér
enn meira áróðursmoldviðri af
hálfu flokkanna — flestum þykir
nóg um það fyrir — en mútur
myndu þeir þiggja á laun jafnt
sem áður.
Þeir sem komu upp um oliu-
hneykslið voru þrir ungir rann-
sóknardómarar i Genúu, sem i fé-
lagi hafa sankað að sér firnum af
sönnunargögnum gegn oliudólg-
unum og mútuþegum þeirra.
Italskar réttarreglur eru þannig,
að rannsóknardómarar hafa
mjög svo frjálsar hendur meðan
málið er á rannsóknarstigi. En
svo verða þeir að afhenda gögnin
æðra ákæruvaldi, sem ákveður
hvað gert skuli með þau. Og full-
trúar þessa æðra ákæruvalds eru
venjulega eldri og ihaldssamari
en rannsóknardómararnir, sem
margir eru ungir, róttækir eða
fúsir til frægðarverka.
Ungir _ og harðskeyttir rann-
sóknardómarar hafa undanfarið
getið sér verulega frægð i sam-
bandi við annað mál, sem reis út
af sprengjutilræði i Milanó 1969.
Akæruvaldið ákvað þá þegar að
klina sökinni á anarkista, en fá-
einir rannsóknardómarar hófu
sjálfstæðar rannsóknir með þeim
árangri að nú þykir sýnt að i
Milanó hafi engir anarkistar um
vélt, heldur fasistar, sem iðka
það gjarnan að fremja glæpi óg
kenna anarkistum og kommún-
istum um, að þvi er virðist stund-
um i samráði við lögreglu og yfir-
völd.
Það er ein af erfðavenjunum i
sambandi við hneykslismál á
ítaliu að gamlir ihaldsjálkar
ákæruvaldsins svæfi þau þegar
þeir hafa tekið við þeim úr hönd-
um ofurhuganna ungu, rannsókn-
ardómaranna. Almenningur á
ttaliu gerir fastlega ráð fyrir að
þannig fari með oliuskandalinn.
Og áreiðanlega stendur ekki á
oliuhringunum að borga lög-
mönnum ákæruvaldsins rausnar-
lega fyrir að láta málið fyrnast.
(Að mestu úr Information, dþ.)