Þjóðviljinn - 19.03.1974, Side 16

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Side 16
DJOÐVIUINN Þriðjudagur 19. marz 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi biaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfjabiiða i Reykjavik 15.—21. mars er i Austurbæjarapóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Launastefna Heaths afnumin Þingmenn Skota björguðu stjórn W ilsons Bratteli Bratteli rœðir við Kosigín MOSKVU 18/3 Bratteli, for- sætisráðherra Noregs kom i átta daga opinbera heimsókn til Moskvu i dag. Meðal þeirra sem tóku á móti honum á flug- velli voru þeir Kosigin forsæt- isráðherra og Gromiko utan- rikisráðherra. Búist er við þvi að forsætis- ráðherrarnir munu fyrst og fremst ræða mál er lúta að skiptingu efnahagslögsögu i Barentshafi, en sú skipting getur orðið einkar þýðingar- mikil ef að olia og gas finnst þar á hafsbotni eins og likur benda til. Þá munu Sovétmenn hafa látið i ljós ugg um að oliu- leit á þessum slóðum verði notuð til að njósna um skipa- ferðir þeirra frá Múrmansk. LONDON 18/3 Michael Foot verklýðsmálaráð- herra hinnar nýju stjórnar Wilsonsgerði lýðum Ijóst á þingi i dag, að stjórnin mundi innan skamms af- nema lögbundna bindingu launa, sem stjórn Heaths kom á. Sjö skoskir þjóðern- issinnar, sem sæti eiga á þingi, lýstu því yfir eftir ræðu Foot, að þeir mundu styðja stjórn Wilsons, og þar með var afstýrt hættu á að hún félli á atkvæða- greiðslu um stefnu þá, sem boðuð var í hásætisræðu. Ihaldsmenn og Frjálslyndir höfðu skorað stjórnina á hólm með breytingartillögu við hásæt- isræðuna. Þeir flokkar hafa sam- tals 309 þingsæti.en Verkamanna- flokkurinn 299. Tveir þjóðernis- sinnar frá Wales og þrír óháðir verklýðsþingmenn höfðu fallist á að styðja stjórnina, og þvi gátu Skotarnir sjö ráðið hvort stjórnin lafði. Skotarnir eru sagðir hafa viljað fá loforð um aukna sjálfstjórn lands sins að launum fyrir stuðn- inginn, og er ekki vitað hvernig sú málaleitan fór. íhaldsmenn og Frjálslyndir hafa. snúið sér gegn stefnu stjórn- ar Wilsons á þeim forsendum, að hún lofi verðlagseftirliti án þess að laun séu bundin. Breska alþýðusambandið lýsti i dag yfir stuðningi við tillögur um hærri skatta á tekjur, sem nema meira en 3000 pundum á ári. Oliubanni á USA aflétt VÍN 18/3 — Arabisk oliuriki munu hætta oliubanni sinu á Bandarikin frá og með deginum i dag, að þvi er Jamani, oliumálaráðherra Saudi-Arabiu upplýsti i gær. Olíusala til Bandarikjanna var Þaö voru einkum Egyptaland stöðvuð I striðinu við tsrael I °S Saudi-Arabia sem beittu sér fyrra. Bann þetta var rækilega fyrir Þvi> að banninu væri aflétt, notað af oliufélögunum stóru til °S mun það vera hluti af sam- að skrúfa upp verð á oliuvörum. komulagi þeirra við Kissinger utanrikisráðherra USA. Sýrland Oliuframleiðendur i OPEC °g Libýa börðust á móti, og vildu samþykktu á fundi i Vin um helg- ab oiiubanninu væri beitt áfram ina að halda hráoliuverði ó- Þ31- israelskur her er á brott breyttu til fyrsta júli. En þeir frá hernumdum svæðum. Ekki er hafa einnig gefið til kynna, að vitað, hvort framleiðslan á oliu verðið muni hækka ef að verð á verði aukin en hún er nú 85% af iðnaðarvörum sem oliulöndin Þvi sem hún var i Arabalöndun- þarfnast muni hækka að mun. um fyrir striðið i haust. Þótt ekki séu hávaxin tré meðfram götum borgarinnar, eru sums stað- ar reisulegir Ijósastaurar. Marga vegfarendur furðar á þvi að ljós eru I krónum þessara málmtrjáa fram undir hádegi, enda þótt mjög sé farið að iengja dag. (Ljósm. S.dór) Atök í Portúgal: Uppþot i hernum fór út um þúfur LISSABON 18/3 — Stjórn- völd í Portúgal virðast hafa aftur náð tökum á her sinum. Á laugardag gerði herflokkur uppreisnartil- raun, og voru um 200 liðs- foringjar handteknir henn- ar vegna. Þá er talið að 30 yngri liðsfor- ingjar úr öðrum hersveitum hafi verið handteknir, einnig fyrir stuðning sinn við Antonio da Spin- ola. Honum var á föstudag vikið úr embætti varaformanns her- ráðsins fyrir gagnrýni hans á ný- lendustefnu Portúgala i bók sem hann nefnir „Portúgal og fram- tiðin”. Þar leggur hann til að ný- lendunum verði veitt aukin sjálfs- stjórn, enda verði þeim ekki hald- ið með hervaldi. Þetta hefur De Spinola: Bragð er að... svartasta afturhaldið I landinu, með Caetano forsætisráðherra innanstokks, ekki mátt heyra nefnt. Meðal þeirra sem handteknir hafa verið er Joao Almeida Bruno yfiriiðþjálfi, sem hefur hlotið fleiri orður en aðrir portúgalskir hermenn fyrir 13 ára framgöngu i nýlendustriðum i Afriku. Slysavarðstofa Borgarspitalans * .er opin allan sólarhringinn. 'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Harðir bardagar i Vietnam og Kambodju SAIGON 18/3. Harður bardagi sem geisað hafði i tvo sólar- hringa skammt frá Kontum i Suður-Vietnam miðju, fjaraði út i dag. Báðir aðilar urðu fyr- ir miklu manntjóni. Saigonherinn kveðst hafa fellt 440 andstæðinga og hafi þar verið Norður-Vietnamar sem hefðu viljað bæta stöðu sina fyrir monsúnrigningar. Talsmaður Þjóðfrelsisfylking- arinnar i Saigon sagði, að 230 hermenn Saigon-stjórnar hafi verið felldir eða teknir til fanga i árás á svæði á valdi ÞFF norður af Kontum. Frá Kambodju berast þær fregnir, að þjóðfrelsisher Khmer Rouge hafi tekið Oud- ong, sem áður var aðseturs- staður konungs Kambodju. Er þetta um 15000 manna borg, aðeins 30 km frá Phnom Penh. Þetta er fyrsta meiriháttar borgin sem þjóðfrelsisliðar taka i langan tima. Þá berjast um 10 þúsund manns af hörku um hafnarbæinn Kapot. r Atta féllu á N-Irlandi BELFAST 18/3 Atta manns létu lifið I átökum á Norður-lrlandi um helgina. Þar af voru þrir breskir hermenn, og tveir liðs- menn IRA létust þegar sprengja sem þeir höfðu meðferðis sprakk of snemma. Hafa þá alls 977 manns fallið á hálfu fimmta ári á Norður-lrlandi. frski lýðveldis- herinn, IRA, hefur gefið til kynna, að hann hyggi á nýja sókn gegn bresku herliði I landinu. Asgeir Magnússon, lögfræðing- ur, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga, liftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf. frá 1. ágúst 1958 lætur af þvi starfi að eigin ósk hinn 15. mai n.k. Eins og komið hefur fram i fréttum, hefur hann frá sama tima verið ráðinn framkvæmdastjóri við Bæjarút- gerð Reykjavikur. Um leið og stjórnin þakkar As- geiri vel unnin störf i þágu félag- anna, óskar hún honum velfarn- aðar i nýju starfi. Blaðdreifing Blaðberar óskast i eftirtalin hverfi: Skipasund Seitjarnarnes Melahverfi Grimsstaðaholt Háskólahverfi Miðbæ Þingholt Blönduhlið Skipholt Sólheima Álfheima Fossvog 2 DIOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.