Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 1
MOBVIUINN Fimmtudagur 13. júni 1974 — 39. árg.—97.tbl. Þora þeir á borgarafund? Jónas Arnason skorar á Guðmund og Daníel Jónas Árnason, al- þingismaður, hefur skorað á þá Daníel Ágústínusson framsóknarmann á Akra- nesi og Guðmund Vésteins- son krata að koma til al- menns borgarafundar á Akranesi og ræða um málmblendiverksmiðjuna. Jónas hefur lýst sig andvigan byggingu málmblendiverksmiðj- unnar og hafa þeir Guðmundur og Daniel verið að gera Jónasi upp „annarlegar ástæður”, vegna þeirrar afstöðu. Jónas Arnason hefur hinsvegar rækilega gert grein fyrir sinni afstöðu, sem meðal annars á rætur að rekja til þess, að almenningi á Akranesi og i nærsveitum hefur ekki verið gerð nægileg grein fyrir þessu þýðingarmikla máli. Þeim Daniel og Guðmundi hefur nú verið af- hent eindregin áskorun frá Jón- asi um að þeir komi til borgara- fundar á Akranesi um málm- blendiverksmiðjuna. bærinn Sagan hefur sannað, að þeim dauðlegum mönnum sem hafa vogað sér að breyta heiminum, hefur i flestum tilvikum illa tekist og hafa þeir hlotið hinn þyngsta dóm sögunnar, sem er, þegar á allt er litið, hinn eini sanni dóm- ari. Þessvegna er það jafnvel ó- svifni, (t.d. með hliðsjón af fyrr- nefndu), að hrósa þeim breyting- um sem orðið hafa á svonefndum Þingvallabæ En við skulum láta **myndina tala sinu máli. Hún sýn- ir Þingvallabæinn, sem áður bar þrjár burstir en skartar nú fimm og ieggst betur út i landslagið og blasir við augum þeirra sem koma af Mosfeilsheiði fram Kárastaðastig og lita yfir Þing- velli. (Ijósm. rl.). á stöku stað Að sögn Ilalldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra er sláttur ekki almennt hafinn á landinu, en þó eru bændur farnir að slá á stöku stað, einkum undir Eyja- fjöllum og I Eyjafirði. Hinsvegar mun viða verða byrjað að slá uppúr 20. júni og fyrir mánaða- mót mun sláttur verða ailsstaðar hafinn, enda hefur vorað einstak- lega vel, þótt full sólarlitið hafi verið til þess að spretta væri eins góð og menn bjuggust við i kjölfar svona góðs árferðis eins og verið hefur i vor. Halldór sagði að þótt súrheys- verkun færi hægt vaxandi hjá bændum, væru þeir almennt ekki undir það búnir að þurfa að slá i óþurrkatið i vothey og þess vegna myndi tiðarfarið ráða nokkru um það hvenær sláttur hefst altnennt. Búnaðarmálastjóri sagði að kúabændur byrjuðu yfirleitt fyrr að slá en fjárbændur vegna þess að fjárbændurnir beittu öll sin tún mikið á vorin, en kúabændur að- eins á hluta. Nokkuð mikið kal er i túnum, einkum á suður- og vesturlandi. Ekki er þó um að ræða heil kal- svæði eins og var hér á árunum þegar verst gekk, heldur eru kal- blettir viða i túnum. Einna verst mun ástandið vera i uppsveitum Arnes- og Rangárvallasýslu og i uppsveitum Borgarfjarðar. Ekki er hér um að ræða dauðakal, sem tekur langan tima að græða upp, heldur mun hér um að ræða skammkal sem að öllum likind- um grær upp i sumar vegna hins hagstæða tiðarfars sem verið hef- ur i vcr. Það er þvi allt útlit fyrir gras- sumar og góðan heyfeng bænda ef óþurrkatið spillir ekki. —S.dór Glistrup sviptur þinghelgi KAUPM ANNAHÖFN 12/6 - Danska þjóðþingið samþykkti i dag með 134 atkvæðum gegn 26 að svipta Mogens Glistrup, leiðtoga Framsóknarflokksins þarlenda, þinghelgi, og er þá hægt að ákæra hann fyrir skattsvik og önnur auðgunarbrot. sem hann er sak- aður um. Glistrup kallar þetta auðvitað pólitiskar ofsóknir gegn sér. Horfur á tvöföldun lagmetissölu í ár Arið 1972 nam heildarút- flutningur lagmetis 229 milljónum króna, en árið 1973 var hann kominn upp i 291 miljón. Þar af sá Sölustofnun lagmetis um útflutning fyrir 200 miljónir. Góðar horfur eru á þvi, að salan tvöfaldist á þessu ári. Vegna sfldarleysisins minnkaði stórlega sala gaffal bita til Sovétrikjanna, en i staðinn voru opnaðir markað- ir i Japan, Bandarikjunum og V-Evrópu, fyrir loðnu, lifur og lifrarpasta. Þetta má sjá ef athuguð er taflan hér á eftir, yfir hlutfall heildarsölu, deilt niður á markaðssvæði. Hlutfall heildarsölu (magntölur): 1972 1973 V-Evrópa 27% 48.2% A-Evrópa 68% 27.4% Bandarikin 3,6% 15.3% Japan 1,4% 9.1% Guðrún Hallgrlmsdóttir. VIÐTAL VIÐ GUÐRÚNU HALLGRÍMSDÓTTUR Á 3. SÍÐU Hœgt er að takmarka sendistyrk kanasjónvarps nú þegar Bandarisk stjórnvöld og hernaðaryfirvöld hafa þráast við að framkvænia takmörkun á sjónvarpi hersins á Kcfla- víkurflugvelli. Tæknilcga er hægt að takmarka sending- arnar nú þcgar með þeim tækjum sem fyrir eru, en Bandarikjamenn telja utan- rikisráðherra trú um að þörf sé á nýjum tækjum frá Banda- rikjunum. Um þetta fjallar Leó Ingólfsson útvarpsvirki I grein á 6. siðu I dag. Bílainnflytjendur kvarta yfir hömlunaraðgerðum: Fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru fluttir inn um 4.600 bílar, meira en þrjú þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. lltsölu- verð þessara bíla nálgast 3 miljarða króna. Bílainn- flytjendur fara nú ham- förum gegn 25% innborg- unargjaldi Seðlabankans; telja þeir það muni draga úr bilainnflutningi og sé það um leið hreint leigu- nám i fé þeirra sjálfra! Félagsskapur bilainnflytjenda, bilgreinasambandið, hefur sent frá sér greinargerð, þar sem of- angreint kemur i ljós. í greinargerð sinni segja bila- innflytjendur fullum fetum, að rétta ráðið i núverandi efnahags- Sláttur hafinn ástandi sé að draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu, en það þýðir á mæltu máli: að skerða lifskjör almennings. Þá hótar „bilgreinasamband” þetta þvi, að framkallaður verði skortur á varahlutum i bila, og verði þeir ófáanlegir nema sam- kvæmt sérpöntun i hverju ein- stöku tilviki. Viðurkennt er að kaupgeta al- mennings sé óvenjulega mikil, og meðan svo sé eigi hún að beinast að bilakaupum frémur en ýmsu öðru! Birtar eru töflur um bilainn- flutning með greinargerð inn- flytjendanna og útdráttur úr kostnaðarreikningi ýmissa bila- flokka. Eftir þeim upplýsingum er auðvelt að reikna það út, að samanlagt útsöluverð allra bil- anna, sem fluttir voru til landsins fyrstu fjóra mánuði þessa árs, sé rúmlega 2.900 miljónir króna, en hlutur innflytjendanna sé einar litlar 240 miljónir króna. Einn stærsti bflainnflytjandinn er Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fengið góðan bita af þessum 240 miljóna króna gróða, sem segir frá i mcðfylgjandi frétt. Það er ekki að undra að Geir beri sig illa yfir erfiðri efnahagsafkomu þjóð- arinnar um þessar mundir. Allur bilainnflutningurinn á sl. ári nam um 7.900 bilum. Ef reikn- að er með svipuðu verði og sömu álagningu hefur hlutur bilainn- flytjenda i fyrra verið um 400 miljónir króna. Væri sannarlega fróðlegt að sjá, hvað þessir heild- salar geta lagt fram háa reikn- inga um eigin tilkostnað hjá sér á móti þessum tekjutölum. Eflaust er hér um að ræða ein ábatasöm- ustu viðskipti sem gerð eru i þjóð- félaginu. hj— Höfðu 240 milj. kr. í siimhlut á 4 mánuðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.