Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. júnl 1974 UOWIUINN MáLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgcfandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson, Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) [Prentun: Blaðaprent h.f. KAUPMÁTTUR LAUNA ER í HÆTTU, EF ÍHALDSÖFLIN EFLAST Þjóðviljinn birti i gær tölur um kaup- mátt launa sem sýna að kaupmáttur verkamannalauna er nú 20—50% hærri en hann var á viðreisnarárunum, og hefur kaupmátturinn aldrei verið hærri en nú allt frá árinu 1947 þegar hann komst hæst. Þessar staðreyndir koma fram i Hagtið- indum,og eru þær miðaðar við laun i al- mennri hafnarvinnu samkvæmt töxtum Dagsbrúnar. Miðað við kaupmáttinn 100 árið 1947 var kaupmátturinn kominn niður í 76,1 árið 1961 og héist i þvi sama 1962. Með harðri kjarabaráttu tókst að koma kaupmættin- um upp i 95,5 árið 1967 og varð það skásta ,,viðreisnarárið”. Fyrsta heila ár vinstri- stjórnarinnar stóð kaupmátturinn i 112 að meðaltaii allt árið, en á siðasta ári í 110,1 að meðaltali. Með núgildandi kaup- greiðsluvisitölu er kaupmátturinn núna í 114,9 stigum og er það 51% hærra en við- reisnarstjórnin taldi hæfilegt. Þjóðviljinn endurtekur að þessar tölur hér á undan eru úr opinberum talnaröðum frá Hagstofu íslands. Þær segja þær stað- reyndir sem segja þarf um lifskjör fólks- ins i landinu sem hafa aldrei verið betri en nú. En þetta er ihaldinu að sjálfsögðu þyrnir i augum, og talsmenn Sjálfstæðis- flokksins vilja auka hlut gróðans i þjóðfé- laginu af fremsta megni. Þess vegna munu þeir eftir kosningar, ef þeir fá meirihluta eða með hjálparkokkum úr öðrum flokkum, gera árás á þessi lifskjör, og þá er það Alþýðubandalagið eitt, sem fyrir hönd launamanna getur veitt þá póli- tisku viðspyrnu, sem dugir, ef þeir slá skjaldborg um flokk sinn og efla Alþýðu- bandalagið mjög verulega. Þegar viðreisnarherrarnir settust i ráð- herrastólana reyndu launamenn strax hvaða áhrif það hafði á kjörin. Áfyrstu fimm valdaárum viðreisnarflokkanna lækkaði kaupmáttur almennra launa um 20—30%. Á sama tima og verkamanna- kaup hækkaði um 28%, hækkuðu laun há- tekjumanna, — ráðherra og borgarstjóra svo dæmi séu nefnd, — um 134—141%. Á Alþýðubandalagsmenn um allt land eru nú af fullum krafti i kosningabaráttu. Mestu skiptir að hver einasti liðsmaður vinni ötullega og láti ekki eitt einasta tækifæri ónotað til þess að vinna nýja liðs- menn, til þess að stuðla að sigri Alþýðu- bandalagsins i kosningunum 30. júni. í Reykjavik hvilir meginþungi barátt- unnar. Þar hlaut Alþýðubandalagið um þessum fyrstu fimm árum hækkuðu heildarútgjöld visitöluheimilisins um 109.500 kr., en verkamannakaup um 67.200 kr. á ári. Þetta eru árin sem Gunnar Thor- oddsen, fyrrverandi f jármálaráðherra viðreisnarstjórnarinnar, lofar nú og pris- ar sem ár stöðugleika, fyrirmyndarár i efnahagsmálum, ár sem séu eftirbreytni verð. Launafólk verður að gera sér þessar staðreyndir ljósar. Afturhaldsöflin munu, ef þau fá fylgi til þess, ráðast á lifskjörin með kjafti og klóm til þess að rifa af launafólki allt það, sem tekist hefur að byggja upp á undanförnum árum með starfi verkalýðshreyfingarinnar og Al- þýðubandalagsins. 8.800 atkvæði i alþingiskosningunum 1971, og miðað við þau úrslit er unnt að ná þriðja manni kjörnum i Reykjavik ef vel og ötullega er starfað. En aðeins með starfi og aftur starfi næst árangur, og nú mun enginn liggja á liði sinu eða láta ónot- uð tækifæri til þess að breyta góðri stöðu Alþýðubandalagsins í kosningasigur þess og þar með allra islenskra launamanna, allra vinstri manna. STARF OG AFTUR STARF TRYGGIR SIGUR Hvenær verða blekkingar að lygum? Þegar ég skrifaöi grein mina um Kanasjónvarpiö, sem birtist i Þjóðviljanum siðastliöinn fimmtudag, vissi ég ekki það, sem ég veit nú, aö málið er komið i hendur okkar skelegga utan- rikisráðherra, Einars Ágústsson- ar. Ég álit þó að þetta eigi ekki að koma að sök; Magnús Torfi flutti þjóðinni þau tiðindi, sem drepið var á i upphafi greinarinnar, og ber á þeim ábyrgð. Og þó að ég hafi beint ábendingum minum og upplýsingum til Magnúsar Torfa, ber Einari auðvitað engu að siður að taka þær til sin, úr þvi að hann hefur nú með málið að gera. Og sist ætti að saka að báðir leggðust á sveifina. Bágt á ég með að trúa þvi, að greinarkornið hafi farið framhjá tveimur ráðherrum og vist einum fimm ráðuneytum, og ekki ætti að þurfa að frýja þeim hugar um framgang málsins. Og þá er erfitt að trúa öðru en þeir hafi gengið frekar á forsvars- menn kanasjónvarpsins, sem upphaflega virðast visvitandi hafa blekkt þá með villandi upp- lýsingum, og þeir hafa þá sjálf- sagt komist að hinu sama og ég, að raunar er á sendinum einn ágætur hanppur, sem hægt er að stilla með sendistyrkinn sam- hangandi niðuri núll. En auðvitað þegja þær íslendingadruslur, sem sendinum þjóna og daglega hand- fjatla hnappinn. Trúlega þarf ekki að brýna hugdjarfan riddara réttlætisins, vopnabróður Magnúsar Torfa og formann útvarpsráðs, Njörð P. Njarðvik, til orða og athafna þótt illt sé honum ef hann þarf að sækja styrk til hins æruprúða hlöðukálfs ihaldsins og lögfræðings Rikisútvarpsins, Þórs Vilhjálmssonar prófessors. Ekki vil ég leiða getum að þvi, hversu lengi Sæmundur Oskars- son prófessor og fyrrum kennari minn vill láta misþyrma fræðum sinum I þágu hraklegs mál- staðar, en hann hefur lengi vitað og lengi þagað. Kannski þarf hann lika nokkuð að vinna til töðunnar sem fyrrgreindur starfsbróðir hans. Fleiri get ég nefnt til þótt ég láti þessa nægja að sinni, en þeim og öðrum, er málið varðar, vil ég benda á, að þeir gera blekkingarnar að sinum eigin lygum ef þeir bregða við þögninni einni og aðgerðaleysinu. Kjósendur vilja sjálfsagt lika fá að vita, og það heldur fyrr en seinna, hvort Magnús Torfi og Njörður fylla ennþá flokk her- stöðvaandstæðinga, eða hvort þeir ætla að tritla á eftir Birni Jónssyni inn i forstofu ihaldsins, fögnuð og fullar hlöður. Rvik. 12. júni 1974, Leó Ingólfsson. Framboðsraunir Framboðsraunir landsmála- flokkanna hafa ekki verið eins mikið á lofti fyrir þessar kosningar eins og oft áður, og kemur það mestan part til af þvi hversu naumur timi var til liðs- safnaðar og klikumyndana frá þvi kosningar voru boðaðar og þar til framboðsfrestur rann út. En raunirnar urðu litlu minni engu að siður. 1 öðru fjölmennasta kjördæmi landsins, Reykjaneskjördæmi, hafa til að mynda þrir lands- málaflokkanna átt við verulega erfiðleika að etja vegna fram- boða, og óvist hverja dilka endanlegu framboðin kunna að draga á eftir sér. Alþýðuflokkurinn lét til að mynda fara fram prófkjör á fundi i kjördæmisráði i Reykja- neskjördæmi, en þar urðu úrslit þau, að Jón Ármann hélt velli, Kjartan Jóhannsson úr Hafnar- firði náði öðru sætinu með einu atkvæði umfram þann sem þriðji varð, Karl Steinar Guðna- son úr Keflavik. Fjórði i röðinni varð svo Stefán Gunnlaugsson. Segja mátti að úrslitin hefðu komið kjördæmisráðsmönnum nokkuðá óvart. Sérstaklega það að Jón Ármann skyldi halda velli sem efsti maður listans. Hins vegar mega andstöðu- flokkar Alþýðuflokksins hrósa happi yfir þeirri niðurstöðu. Þetta prófkjör fór fram fyrir bæjarstjórnarkosningar. Fyrir þær hafði Stefán Gunnlaugsson, sem var i öðru sæti A-listans við alþingiskosningarnar 1971, látið frá sér vegtyllur i Hafnarfirði eftir nokkur átök, en með þeirri ráðstöfun hugðist hann hafa ’meiri möguleikaá að halda öðru sætinu á þinglistanum, jafnvel að fella Jón Ármann. Sem eftir- mann sinn i bæjarstjórn Hafnarfjarðar tilnefndi Stefán Kjartan Jóhannsson, verk- fræðing, sem svo launaði Stefáni með þvi að reka gegn honum verulegan áróður i kjördæmisráðinu, en fyrir sér i annað sæti i hans stað. Eftir kjördæmisráðsfundinn og úrslitin þar brást Stefán hinn versti við og fara litlar sögur af framgöngu hans til sigurs A- listans i Hafnarfirði. En það voru einmitt úrslit bæjarstjórnarkosninganna sem réðu endanlegri uppstillingu á listann. Hafnarfjarðarkratar töpuðu; hefðu tapað öðrum tveggja fulltrúa sinna, ef ekki hefði ver- ið fjölgað i bæjarstjórninni um tvo fulltrúa. Kópavogskratar, en þar stendur helst fylgi Jóns Ár- manns, töpuðu einnig, og hefðu, eins og Hafnarfjarðarkratar, tapað bæjarfulltrúa, að vlsu þeim eina sem þeir eiga þar, ef ekki hefði verið fjölgað úr 9 i 11 i bæjarstjórninni. Gerðist nú skammt stórra högga á milli. Jón Armann fékk að halda sæti sinu á þinglistanum. Kjartan Jóhannsson var færður niður i þriðja sætið, en Karl Steinar upp i annað sæti, en ein- mitt i Keflavik hafði krötum tekist að bæta við sig nokkru fylgi, einum örfárra staða á landinu. Áfram kom fyrrver- andi alþingism., fyrrverandi forseti bæjarstjórnar i Hafnar- firði, Stefán Gunnlaugsson, ekki til greina i efstu sæti þinglistans, og eftir stendur hann nú rúinn titlum og frama- von, og Alþýðuflokkslistinn i Reykjaneskjördæmi I fyrsta skipti þannig skipaður að ekki er Hafnfirðingur öruggur um þingsæti að loknum kosningum. Þetta hafði strax sin áhrif. Alþýðuflokkurinn eignaðist hafnfirskann fulltrúa á lista Samtakanna, Kr.stján Bersa Ólafsson, og segir það ef til til vill nokkuð um hvert hafnfirskir kratar hyggjast stefna atkvæð- um sinum við þessar kosningar. En einn kemur þá annar fer. Þegar Hafnarfjarðarkratar tóku sæti á lista Samtakanna, Kosninga-. hornið bættust lista Alþýðuflokksins nýir liðsmenn, en hvort það er feigðarmerki eða ekki, skal ósagt. Þessir nýju liðsmenn hafa uppá síðkastið gert allviðreist i islenskri pólitik, og nálgast nú óðfluga þau heim- kynni i stjórnmálunum, sem hæfa þeim best. Hér voru sum. sé komin fyrir til krata hjónin á Marbakka i Kópavogi, þau Finnbogi Rútur og Hulda Jakobsdóttir, en þessi „sæmdarhjón” gerðust meðmælendur með lista Alþýðuflokksins fyrir þing- kosningarnar! Rétt til að létta raunir þeirra Alþýðuflokksmanna, sem eftir stóðu að þingframboðinu, urðu raunir Framsóknarflokksins i framboðsmálum þarsyðra. Þær raunir skulu i nokkru raktar siðar. —úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.