Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 16
DIÚÐVIUINN Fimmtudagur 13. júnl 1974 Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsími blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Nætur-, kvöld- og helgarvarlsa lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 7.-13. júni verður I Laugarnesapó- teki og i Apóteki Austurbæjar. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Flytjendur hins talaba orðs og söngvanna I samantektinni um Sæmund fróða, talið frá vinstri: Kjart- an Ragnarsson, Margrét óiafsdóttir og Böðvar Guðmundsson. Hinar svipmiklu persónur fyrir ofan þau eru, talið frá vinstri: Húsfrú Þórey i Odda, Kölski skólameistari, Sæmundur fróði fullorðinn og séra Jón helgi ögmundsson. Leikfélag Reykjavíkur á Listahátíð: Samantekt um Sæ- mund fróða og kölska t kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur samantekt um hann séra Sæmund i Odda, hinn fröða, sem messaði yfir Rangæingum og hafði köiska fyrir vinnumann og heimilis- tæki í byrjun þrettándu aldar. Þessi kvöldstund i Iðnó er auðvitað byggð á þjóðsögun- um um Sæmund og viðskipt- um hans við húsbóndann i neðra, og er þar fléttað saman söngvum, sögnum og brúðu- leik. Þetta er hópvinna nokk- urra listamanna Leikfélags Reykjavikur með góðu liðsinni utan frá, þar sem þeir eru Böðvar Guðmundsson, Sverrir Hólmarsson og aðstandendur Leikbrúðulands, Bryndis Gunnarsdó11 i r, Erna Guðmarsdóttir, Helga Stephensen, Hallveig Thorlacius og Guðrún Svava Svavarsdóttir. Flytjendur hins talaða orðs og söngvanna eru Böðvar Guðmundsson, sem hefur gert tónlistina og hluta af kveð- skapnum, Kristin Olafsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Guðmundur Pálsson, Margrét Olafsdóttir og Sverrir Hólmarsson. Guðrún Svava Svavarsdóttir hefur gert leik- brúður og leiktjöld. Persón- urnar sem fram koma i brúðu- leiknum eru frú Þórey i Odda, móðir Sæmundar fróða, Sigfús Loðmundarson, bóndi þar, Sæmundur sonur þeirra á bernskuskeiði og fullorðinn, Kölski, skólameistari i Svartaskóla og siðast en ekki sist slra Jón helgi Ogmundar- son, sem átti þvi láni að fagna i tslandssögunni að finna Sæmund i Svartaskóla og koma honum heim, þegar hann i allri fræðimennskunni var búinn að gleyma hver hann var og hvar hann átti heima. Sýningin er sem fyrr er að vikið ofin saman úr nokkrum þáttum, aðallega þjóðsög- unum, I öðru lagi ljóðum um þetta efni, 1 Svartaskóla eftir Einar Benediktsson og Vinnu- maðurinn i Odda eftir Davið Stefánsson, og að sjálfsögðu kveðskap og söngvum Böðv- ars. Inn I þetta allt fléttast svo brúðuleikurinn. Sýningin er i fjórum atriðum og fer það fyrsta fram i Odda, annað fyr- ir utan Svartaskóla, þriðja i þeirri menntastofnun sjálfri og hið fjórða heima i Odda. Sýningin er á vegum Listahá- tiðar, og verður hún endurtek- in tvivegis að frumsýningu lokinni á föstudagskvöldið 14. og þriðjudagskvöldið 18. þ.m. dþ. Mikill áhugi er fyrir Tansaníu 5 sóttu um starf þar á fyrsta umsóknardegi Samstaða, samhugur og samheldni sjálfstœðismanna: Meirihlutinn leysist upp í Njarðvíkum, er einn sjálfstæðismanna segir af sér sem hreppsnefndarfulltrúi 5 Islendingar hafa þegar sótt um starf í Tansaniu, sem er riki í Austur-Afríku og iiggur rétt sunnan við miðbaug. 18 stöður voru auglýstar og verður tekið á móti umsóknum á mánu- dögum og miðvikudögum milii klukkan 4 og 6 á dag- inn. Að sögn Björns Þorsteinssonar, starfsmanns nefndarinnar „Að- stoð við þróunarlöndin”, virðist áhugi fyrir störfum i þróunar- löndum töluverður. Þær stöður, sem óskað er eftir að þessu sinni, eru fyrst og fremst kennara- og/eða leiðbeinendastöður við skóla og rannsóknarstofur, og tengjast þær allar landbúnaðar- störfum á einhvern hátt. I Tansaniu hefur verið upp- byggingarherferð i nokkur ár, og hefur þegar náðst verulegur árangur. —gsp Sjálfstæðismenn guma mikið af þvi fyrir þær kosningar sem framundan eru, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé allra flokka sam- stæðastur, en glundroðinn einn riki á vinstri væng stjórn- málanna. Ilins vegar er nú komið i ljós, að þessar fullyrðingar sjálf- stæðismanna um eigið samlyndi eru orðin tóm, eins og svo mörg fuilyrðing þessa dæmalausa stjórnmálaflokks Suður i Njarðvikum unnu sjálf- stæðismenn góðan kosningasigur i nýafstöðnum sveitarstjórnar- kosningum og fengu 4 af 7 hrepps- nefndarfulltrúum kjörna úr sin- um röðum, og felldu þar með meirihluta vinstri manna, sem stjórnað hafði hreppnum i fjögur ár. A fyrsta hreppsnefndarfundi mættu svo fjórir hreppsnefndar- menn Sjálfstæðisflokksins, eins og lög gera ráð fyrir, en þó ekki fjórir aðalmenn, heldur var þar einn varamaður mættur. Gengið var til dagskrár og kosinn oddviti, svo og varaoddviti og var sá aðalfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem fjarverandi var kjörinn varaoddviti. Þegar liðir boðaðrar dagskrár aðrir en önnur mál voru afgreidd- ir, kvaddi nýkjörinn oddviti sér hljóðs, en sá skipar 5. sæti á lista , ,einingarflokksins ’ ’, Sjálfstæðis- flokksins i Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar, og skýrði frá þvi að undir þessum lið dagskrár yrði tekin fyrir ráðning sveitarstjóra, þ.e.a.s. tillögu sjálfstæðismanna þar um. Flutti þá fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, Oddbergur Eiriksson, til- lögu um að endurráðinn yrði Jón Asgeirsson, sem verið hefur sveitarstjóri i Njarðvikum i 20 ár eða þar um bil. Þessa tillögu felldu sjálfstæðismennirnir fjórir, en þrir hreppsnefndarmenn greiddu henni atkvæði. Gerði nýkjörinn oddviti þá grein fyrir tillögu sjálfstæðis- manna i þessu efni, en hún var að ráða án auglýsingar i starfið Albert Karl Sanders, sem um áraraðir hefur verið nokkur drif- fjöður i Sjálfstæðisfélagi Njarðvikur, og þá jafnframt starfsmaður hersins um árabil. Greiddu sjálfstæðismennirnir fjórir tillögu þessari atkvæði sitt, en þrir fulltrúa minnihlutans sáu hjá. Það munu hafa verið þessi vinnubrögð, sem urðu til þess að annar maður af lista Sjálfstæðis- flokksins, Ingólfur Aðalsteinsson, mætti ekki til þessa fundar, svo og tilþessað hann mun hafa ritað Sjálfstæðisfélagi Njarðvikur bréf, þar sem hann segi • af sér fulltrúastarfi i hreppsnefnd. A fundi i hreppsnefnd Njarðvikur i fyrradag gerði Odd- bergur Eiriksson fyrirspurn til Munið að kjósa Miðstöð utankjörstaðafund- arkosningar fyrir Alþýðu- bandalagið er að Grettisgötu 3, simi 28124. oddvita, þegar ljóst var að Ingólf- ur mætti ekki á hreppsnefndar- fund, hvort breyting hefði orðið i sveitarstjórninni, sú, að varaodd- viti ætti ekki lengur sæti i hrepps- nefnd. Oddviti svaraði fyrirspurninni á þann veg, að Ingólfur Aðal- steinsson hefði skrifað Sjálf- stæðisfélagi Njarðvikur bréf, en þar sem formaður félagsins væri i lystisiglingu þessa stundina væri ekki hægt að gefa hrepps- nefndinni nánari upplýsingar um mál þetta, þar sem það hefði ekki verið tekið fyrir i félaginu!!! -úþ. Framboðs- fundur í Hlégarði í kvöld Fyrsti sameiginlegi fram- boðsfundurinn i Reykjanes- kjördæmi verður i kvöld, fimmtudaginn 13. júni, i Hlé- garði og hefst kl. 20.30. Fram- boðsaðilar i Reykjaneskjör- dæmi eru sex og verða þrjár umferðir. Ræðumenn Alþýðu- bandalagsins verða Geir Gunnarsson, Ólafur R. Ein- arsson og Gils Guðmundsson. Fundir G-listans á Norður- landi eystra Almennir stjórnmálafundir Alþýðubandalagsins i Norður- landskjördæmi eystra verða sem hér segir: Húsavik laugardaginn 15. júni klukkan 4 siðdegis i félagsheimilinu. Ræðumenn: Jónas Arnason, Stefán Jónsson, Soffia Guð- mundsdóttir, Angantýr Einarsson og Jóhanna Aðal- steinsdóttir. Raufarhöfn sunnudaginn 16. júni klukkan 1.30 eftir hádegi i félagsheim- ilinu. Ræðumenn: Stefán Jónsson, Soffia Guðmundsdóttir og Angantýr Einarsson. Þórshöfn sunnudaginn 16. júni klukkan 5 siðdegis i félagsheimilinu. Ræðumenn: Stefán Jóns- son Soffia Guðmundsdóttir, Angantýr Einarsson og Heim- ir Ingimarsson. Fundir á Dalvik, ólafsfirði og Akureyri Verða haldnir um aðra helgi og verða nánai auglýstir siðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.