Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. júní 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Boltinn byrjar að i/mm74 rúlla á HM í dag Þá er komið að þeirri stóru stund að lokakeppni HM í knattspyrnu hefjist. Fyrsti leikurinn fer fram í kvöld. Heimsmeistararnir frá Brasilíu og Júgóslavar, sem leika í 2. riðli, opna keppnina. Leikurinn fer fram í Frankfurt. Svo á morgun fer keppnin í fullan gang og verða þá leiknir 7 leikir. Síðan verður haldið áfram þar til 7. júli að úrslitaleikurinn fer fram á ólympíuleik- vanginum í Munchen. Riðlar keppninnar eru 4 og þannig skipaðir: '.V»' 1. riðill: V-Þýskaland, A-Þýskaland, Chile og Astralia. Leikir i 1. riðli eru sem hér segir. Föstudag 14. júni: V-Þýskaland — Chile A-Þýskaland — Ástralia Þriðjudag 18. júni: Chile — A-Þýskaland Astralia — V-Þýskaland Laugardagur 22. júni: Ástralia — Chile A-Þýskaland — V-Þyskal.- 2. riðill Brasilia, Júgúslavia, Zaire og Skotland. Leikir i 2. riðli eru sem hér segir: Fimmtudagur 13. júni: Brasilia — Júgóslavia Föstudagur 14. júni: Zaire — Skotland Þriðjudag 18. júni: Júgóslavia — Zaire Skotland — Brasilia Laugardag 22. júni: Zaire — Brasilia Júgóslavia — Skotland 3. riðill Sviþjóð , Búlgaría, Uruguay og Ilolland. Leikir i 3. riðli eru sem hér segir: Laugardag 15. júni: Sviþjóð — Búlgaria Uruguay — Holland Miðvikudag 19. iúni: Holland — Sviþjóð Búlgaria — Uruguay Sunnudag 23. júni: Búlgaria — Holland Sviþjóð — Uruguay 4. riðill ttalia, Haiti, Pólland og Argéntina. Leikir i 4. riðli verða sem hér segir: Laugardaginn 15. júni: Italia —Haiti Pólland — Argentina Miðvikudag 19. júni: Haiti — Pólland Argentina — ttalia Sunnudagur 23. júni: Argentina — Haiti Pólland — Italia Tvö efstu liðin i hverjum riðli komast áfram i 8 liða keppnina og leika þar i tveimur riðlum sem verða þannig skipaðir: 1. riðill: Sigurvegarar úr 1. og 3. riðli og lið númer 2 i 2. og 4. riðli. 2. riðill: Sigurvegarar úr 2. og 4. riðli og lið númer 2 úr 2. og 3. riðli. 8-liða keppnin hefst svo 26. júni nk. Júgóslavneska landsliðið sem leikur I kvöld gegn Brasillumönnum. Aftari röð f.v.: Maric, Buljan, Bogicevic, Katalinski, Hadziabdic. Fremri röð frá v.: Oblak, Karasi, Acimovic, Petkovic, Surjak og Dazajic. Meiri varúðarráðstafanir en dæmi eru til um áður V-Þjóðverjar óttast að atburðirnir frá OL í Múnchen endurtaki sig á HM í knattspyrnu V-þýska lögreglan gerir nú meiri varúðarráðstafanir vegna hugsanlegra aðgerða ýmissa öfgahópa en dæmi eru til um áður, og þótti inönnum þó nóg um þegar ÓL i Munchen stóðu yfir, en þær varúðarráðstafanir dugðu þó ekki til, eins og menn cflaust muna, og nú óttast V-Þjóð- verjar meira en nokkuð unnað, að eitthvað i likingu við það sem gerðist á ÓL endurteki sig í HM. Lögreglan í Frankfurt, þar sem fyrsti leikur HM fer fram i kvöld, hefur mikinn viðbúnað bæði fyrir leikinn og meðan á honum stendur og eins á eftir. Lögreglustjórinn i Frankfurt, Horst Vogel, sagði, að enda þótt hvorki lögreglan né nokk- ur annar hefði fengið hótanir um hefndaraðgerðir, væri hún við öllu búin og byggist allt eins við einhverjum tilraunum til hefndaraðgerða. Ekki færri en 100(1 lögreglu- þjónar og 850 öryggi’sverðir munu gæta leikvangsins i kvöld, en hann rúmar 62.000 áhorfendur. Verða þessir verðir dreifðir á 9 km svæði umhverfis leikvanginn. Þá verður ekkert flug leyft yfir svæðið i margar klukku- stundir fyrir leikinn, meðan á honuni stendur eða eftir hann, nema hvað lögregluþyrlur munu verða á sveimi i ná- grenni vallarins allan þennan tima. Allt skóglendi i nágrenni vallarins verður grand- skoðað, raunar finkembt fyrir leikinn,til að koma i veg fyrir að öfgahópar sem hugs- anlega vildu gera árás á völl- inn fái ekki leynst þar. Þá mun sérþjálfaður hópur öryggisvarða gæta stjórn- málamanna og forráðamanna FIFA mcðan á leiknum stendur og hafa verðirnir sér til aðstoðar sjónvarp, sem sýnir allt umhverfið. Þannig mun þetta svo verða á öllum leikjum keppninnar og er grcinilegt að V-Þjóðverjar ætla sér ekki að láta atburðina frá ÓL I Munchen endurtaka síg. HSÍ fréttir Arlegt þing Handknatt- leikssambands íslands verður haldið i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi dagana 21. og 22. júni n.k. Hefst þingið föstu- daginn 21. júni kl. 21.00 og verður fram haldið laugar- daginn 22. júni kl. 13.30. íslandsmeistaramót utanhúss Stjdrn Handknattleikssam- bands tslands hefur ákveðið að Islandsmeistaramót i handknattleik utanhúss fari fram sem hér segir: t meistarafl. karla á timabilinu 15. til 30. júli n.k. t meistara og 2. fl. kvenna i ágústmánuði. Umsóknir um framkvæmd mótanna óskast sendar stjórn H.S.l. fyrir 20. júni n.k. Hollendingarnir fá rúmlega miljón hver vinni þeir Það er ekki til neins smáræðis að vinna fyrir hol- lensku landsliðsmennina I knattspyrnu i þeirri loka- keppni HM sem byrjar I dag. Komist þeir i úrslit fær hver leikmaður um 400.000 kr., en vinniliðið HM titilinn fær hver leikmaður upphæð sem nemur um 1.200.000 kr. islenskum. Sú upphæð er um 70% af þvi sem hollenska knattspyrnusam- bandið fær fyrir þátttökuna i keppninni. Ekki gekk það þrautarlaust fyrir knattspyrnumennina að titilinn fá sainbandið til að sam- þykkja þessa upphæð. Þeir hótuðu þvi aö taka ekki sæti i liðinu ef sambandið féllist ekki á að greiða þeim þessa upp- hæð. Og það sem meira er i þessu sambandi. Margir telja Hol- lendingana mjög liklega til að komast i úrslit, jafnvel að vinna keppnina með snilling- inn Cruyff i broddi fylkingar, manninn, sem sagt er að geti gert hvaða lið sem er að meistara. Einn af stjörnum brasilfska landsliðsins' sem mætir Júgóslövum I kvöld, Paulo Cesar. UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.