Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Hefst framleiðsla steypujárns hér? Aform um að nýta betur innlent brotajárn til framleiðslu styrktarjárns — ráðstefna um endurvinnslu haldin hér á landi Dagblöðin i Reykjavík nota árlega um 3000 tonn af pappír. Allur þessi pappír, hverfur út í veður og vind, og kemur ekki að gangi ut- an í það eina skipti, sem prentað er á hann. Á hinum Norðurlöndunum er allur úrgangspappír, dagblöð sem annað,, nýtt eins og hægt er. Með endurvinnslu pappírs ná Svíar t.d. aftur um 25% af þeim pappír sem þeir nota. Endurvinnsla er nú talin mjög þýðingarmikið atriði iðnaðarins i öllum menningarlöndum, og á hinum Norðurlöndunum heyrir öll endurvinnsla hráefna undir sérstök ráðuneyti. Þessa dagana eru staddir hér á landi norrænir menn, sem starfa að endurvinnslumálam i heima- löndum sinum. Sveinn Björnsson frá Iðnþróun- arstofnun boðaði i gær til fundar með blaðamönnum, og kynnti þeim nokkuð vandamál, sem hér standa i vegi fyrir endurvinnslu, en einnig var fjallað um áform i sambandi við endurvinnslu brotajárns. 17.500 tonn af brotajárni 1990 Iðnþróunarstofnun lét fyrir nokkrum árum kanna, hvort hægt væri að framleiða hér á landi steypustyrktarjárn úr brotajárni. Mikill markaður er fyrir steypu- styrktarjárn hérlendis, en einmitt hinn þröngi markaður hér á flest- um sviðum, stendur i vegi fyrir endurvinnslu — t.d. á pappir og þviumliku. Iðnþróunarstofnun kannaði ár- ið 1960 hve mikið gæti fallið til hér OL skákmótið: Anderson vann Lothar Schmid Því miður ætlar að reynast erfitt að fá góðar fréttir af skákmótinu i Nissa. útvarpið flytur að visu fréttir af riðlinum sem ísland er í, en þaðan voru þær f réttir siðastar að íslenska sveitin vann Guernsey 4:0. Dagens Nyheter skýrir frá þvi að Ulf Anderspn hafi sigrað Lothar Schmid þegar Sviar tefldu við Vestur-Þjóðverja, en eins og menn muna þá var Lothar dómari i einvígi Spasskis og Fischers hér á landi. Ornstein, sem fjallað var um hér i skák- þætti á þriðjudaginn, á betri möguleika i biðskák gegn Unzicker, þannig að Sviar gera sér vonir um jafntefli gegn V- Þýskalandi og eru að vonum ánægðir með það. Þá segir i fréttinni að möguleikar Svia að komast i A-riðil hafi stórum aukist eftir ,,að einn af erfiðustu andstæðingunum, Island, tapaði mjög óvænt gegn S-Afriku.” Sovétrikin unnu Skotland i 1. umferðinni 3,5 gegn 0,5 og það var Tal sem varð að láta sér lynda jafntefli. Þá unnu Sovét- menn Pólverja með 2,5 gegn 1,5, og má ætla að Pólverjum hafi þótt það góður árangur. Þá sáum við í Politiken að Bent Larsen er ekki i Ulf Anderson dönsku sveitinni; hún er skipuð eftirtöldum; Börge Andersen, Urik Rath, Mogens Moe, Gert Iskov, Jens Kolbæk og Bo Jacobsen. Vonandi verða betri fréttir af mótinu þegar liða tekur á. sj Alþýðubandalagið, Vestfjörðum: Agœtur fundur á Suðureyri I fyrrakvöld hélt Alþýðu- Steinsson, Sveinn Kristins- bandalagið almennan son og Unnar Þór Böðvars- stjórnmálafund á Suður- son. Var gerður góður var boðaður fundur í Bol- ungavík. af brotajárni, og komst að þeirri niðurstöðu, að árið 1970 myndi ár- lega falla til ein 10.000 tonn. Það ár voru flutt inn 5—6 þús- und tonn af steypustyrktarjárni. 1968 kannaði Haukur Sævalds- son verkfræðingur möguleika á þvi að koma hér á fót stáliðjuveri, sem framleiddi steypustyrktar- járn. Niðurstaða athugunar hans var mjög jákvæð, og leiddi til þess að hann stofnaði ásamt fleir- um hlutafélagið Stálfélagið h.f. — Haukur áætlaði að 1990 fengjust hér 17.500 tonn af brotajárni. Nú vænta forsvarsmenn Stálfélags- ins svars frá lánastofnunum um fyrirgreiðslu vegna slikrar verk- smiðju. Vélsmiðjan Sindri, hefur nú um 25 ára skeið verið sá aðili hér- lendis, sem keypt hefur brotajárn i einhverjum mæli. Asgeir Einarsson hjá Sindra tjáði Þjóð- viljanum, að á næsta ári myndi fyrirtækið fá stórvirka pressu sem gæti pressað saman bilaflök i heilu lagi. Hingað til hefur verið erfitt að nýta það brotajárn sem i bilum liggur, þar eð þurft hefur að mola bilana i sundur. Það brotajárn, sem safnað hef- ur verið hér á landi, svo sem af- lóga skip, bilar eða annað slikt, hefur hingað til verið selt úr landi, og á árunum 1951 til 1965 voru að meðaltali seid úr landi 3800 tonn árlega. 2000 tonn af bildekkjum Arlega eru flutt til landsins 2000 tonn af bildekkjum. Þegar dekk ganga úr sér hér á landi, er þeim einfaldlega fleygt, þau koma ekki að neinum notum eftir að bileigendur hafa fleygt þeim. Erlendis eru þau m.a. nýtt sem rykbindiefni á vegi eða undirlag undir gólfteppi og sitthvað fleira þess háttar. Sveinn Björnsson tjáði blaða- mönnum, að erlendis væri öll endurvinnsla þýðingarmikið at- riði iðnaðar, og að þvi hlyti að koma að þeim málum yrði sinnt hér eins og annars staðar — og m.a. ýttu auknar kröfur um nátt- úruvernd og bætta umgengnis- hætti mjög undir þá þróun. —GG Lindberg sést hér skoða fisk i fiskeidisstöðinni að Laxaióni i fylgd stjórnarmanna Félags áhugamanna um fiskirækt. Nýjung í laxarœkt Jon M. Lindberg flytur erindi um laxarœkt i sjó i kvöld Lindberg er lærður haffræð- ingur og hefur sérhæft sig i sambandi við undirbúning og tilraunir með nýjar eldisað- ferðir að þvi er varðar ræktun lax og annarra fisktegunda i söltu vatni, en einnig hefur hann haft yfirumsjón með vali laxfiska með tilliti til þess, hve harðgerar og heppilegar á- kveðnar tegundir eru til eldis. Hér á íslandi hefur laxarækt i sjó litið verið stunduð og þá svotil eingöngu af einkaaðil- um, en i Kollafirði hefur þó starfað slik eldisstöð i um 2 ár. Hún er rekin af opinberum, aðilum og áhugamönnum. Lindberg kemur hingað á vegum félags áhugamanna um fiskirækt, og á blm.fundi félagsins kom fram, að is- lenskir áhugamenn vonast til að erindi hans, sem flutt verð- ur i kvöld klukkan 20.30 á Hótel Loftleiðum, muni ýta verulega undir ræktun fiskteg unda i sjó. Markaður fyrir fiskinn er nægur um allan heim, og má nefna sem dæmi, að fyrirtæki Lindbergs, sem hóf starfsemi fyrir rúmum þremur árum, hefur aukið af- köst sin verulega, eða úr 50 tonnum fyrsta árið og upp i 250 tonn i ár. Eftir tvö ár stefnir Lindberg að framleiðslu á 500 tonnum aflaxi, sem hann seg- ir að muni þó ekki nándar nærri fullnægja eftirspurn- inni, sem er gifurleg. Islenskir laxveiðiáhuga- menn hugsa sér gott til glóðar- innar og segja að hér á landi megi byggja upp blómlegan atvinnuveg á þessum grunni. —gsp. eyri við Súgandaf jörð. Fundurinn var fjölsótt- ur, en þar voru um sjötíu manns. Ræðumenn á fund- inum voru fjórir efstu menn G-listans, þeir Kjartan Ólafsson, Aage rómur að máli þeirra fé- laga. Áður hafði Alþýðu- bandalagið haldið vel- heppnaða almenna stjórn- málafundi á Patreksfirði og ísafirði, og í gærkvöld Snarpur jarð- skjálfti í gœr Allt lék á reiðiskjálfi — og eldhússkápar tœmdust Tveir snarpir jarðskjálftakipp- ir urðu siðdegis i gær, og áttu þeir upptök sin I Sfðufjalii i Borgar- firði. Annar varð laust fyrir kl. 16 og mældist hann 5,4 stig á Richt- ers-kvarða. Hinn var um kl. 18 og mældist hann 6,3 stig. Báðir þessir jarðskjálftakippir fundust viða á Vesturlandi. Suðurlandi og á Vestfjöröum. i grennd við upptökin lék allt á reiðiskjálfi I hibýlum fólks, og allt lauslegt hrundi niðrá gólf. Mikill hvinur fylgdi jarðskjálftanum i Hvitársiðu og grennd. I Reykja- vik urðu sumir skelfingu lostnir og þustu út úr húsum. Glœsileg Landnáms- hátíð Arnesinga Arnesingar efna til glæsi- legrar hátiðar dagana 14.-17. júni, en hátiðina nefna þeir Landnámshátið Árnesinga. Verður margt á dagskránni og má þar nefna myndlistar- sýningar, sem haldnar verða i nýju safnahúsi Arnesinga að Selfossi, en þar fara dagskrár- atriði fram. Þar verður einnig sýning á Frimerkjum, og af- hjúpuð verður mynd af Ásgrimi Jónssyni, listmálara, en myndina gerði Sigurjón ólafsson. Ekki má gleyma að geta heimilisiðnaðarsýningar, né sýningar á listaverkum eftir Arnesinga. I Héraðsbókasafninu verður bóka- og handritasýning, og einnig verða skólasýningar og sýning á verðlaunatillögum um skipulag Þingvalla og sýning á likani sögualdar- Sigurður Agústsson. alla bæjar. Iþróttir verða hátiðardagana. Sunnudaginn 16. júni verður frumflutt hátiðarkanata eftir Sigurð Agústsson i Birtinga- holti, við ljóð eftir Guðmund Danielsson, rithöfund á Sel- fossi. 120 manna kór mun flytja verkið undir stjórn Sigurðar, en einsöngvarar verða Elin Sigurvinsdóttir og Garðar Cortes. Undirleik annast Einar Markússon. Hátiðarræður flytja Kristinn Kristmundsson, skóla- meistari, þann 16. júni, en 17. júni Matthias Johannessen, skáld. Hátiðaljóð verða flutt eftir Gunnar Benediktsson og Rósu B. Blöndal. 17. júni syngur Karlakór Selfoss undir stjórn Asgeirs Sigurðssonar, en hann stjórn- ar einnig Lúðrasveit Selfoss sem leika mun meira og minna alla hátiðardagana. Gefin hefur verið út vönduð dagskrá landnámshátiðar- innar. rl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.