Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. júnl 1974 Minningarorð ' ; Bergsteinn Kristjánsson frá Argilsstöðum F. 28. nóv. 1889 - d. 6. júni 1974 Aldamótakynslóðin islenska mun einhver sú gæfurikasta sem byggt hefur þetta land frá þvi á 10. öld, ekki þó sökum náöugra daga, heldur áþreifanlegs árangurs af striti sinu og striði. Menn, sem fæddust nokkru fyrir aldamót og hlutu góða heilsu og starfsorku i vöggugjöf, urðu þátt- takendur i meiri umskiptum og og framförum hér á landi en áður höfðu orðið á 1000 árum. Þeir ólust upp hjá frumstæðri bænda- þjóð, sem flýði land unnvörpum siðustu áratugina fyrir aldamót, en tók sig á og lagði grunn að tæknivæddu neyslusamfélagi nú- timans. Einn þessara afreks- manna var Bergsteinn Kristjáns- son fyrrum bóndi á Argilsstöðum i Hvolhreppi og Eyvindarmúla i Fljótshlið, en búsettur i Reykja- vik frá þvi siðla árs 1934. Hann var fæddur á Argilsstöðum 28. nóv. 1889, en andaðist á Landa- kotsspitala aðfaranótt 6. þ.m., en var fluttur þangað daginn áður. Hinn 6. juní fyrir 58 árum hafði hann gengið að eiga Steinunni Auðunsdóttur frá Eyvindarmúla, sem ól honum 4 dætur og vék ekki frá honum til hins siðasta. Bergsteinn Kristjánsson var af bændum kominn austan úr Landbroti. Faðir hans Kristján Jónsson úr Fagradal var frægur aflakóngur og lánsmaður á sjó og reri lengi frá Útskálum á Miðnesi áður en hann setti saman bú á Argilsstöðum 1875, en þar bjó hann viö glaðværa rausn og gest- risni, að sögn þeirrar tiðar manna.Bergsteinnætlaði að verða góður bóndi og hugði til Hvanneyrarferðar 18 vetra,"en þá drukknaði bróðir hans, Sigurður, en faðir þeirra kominn hátt á sjötugs aldur, svo að Bergsteinn varð að gerast fyrirvinnan á búi foreldra sinna. Þar með varð skólaganga Bergsteins Kristjáns- sonar aldrei annað en námskeið i búfræði og dýralækningum, en hann þótti natinn og nærfærinn við dýr. Langa ævi stundaði hann reynsluvisindi i lífsins skóla og stóðst þar öll próf með prýði. Það er fallegt á Argilsstöðum, grösugar brekkur, kjarr i hliðum, sól, skjól, álfaklettar og vatna- niður. Pilturinn, sem ólst upp við árgilið, var dýravinur, náttúru- dýrkandi, maður vors og ljóðs hvar sem hann fór. Vorið og æsk- an voru hans árstiðir. Hann segir á einum stað, að sér hafi aldrei fundist fegurð vorsins fullkomin „fyrr en ungviðið leikur sér um hagann, fyrr en grundir og hliðar iða af glaðværum hljómum og leikjum fugla, lamba og folalda". Bergsteinn var bóndi, sem hafði yndi af dýrum, en kveið hverri sláturtið. — „Menn hafa sem sé talað um það voða efnatjón sem horfellir hefur i för með sér, og sýnt það með löngum ræðum og ljósum tölum (jafnvel 7 tölustöf- um I röð). Hitt hefur aftur gleymst áð sýna mönnum fram á hvilíkur ódrengskapur og synd það er að kvelja lifandi skepnur einhverjum verstu kvölum,semtil eru. Eða halda menn enn þá að slik synd verði afmáð með sálma- söng og altarisgöngu? Ég held ekki að hvoru tveggju ólöstuðu. —• Góðum drengjum þarf að fjölga, og þeim er að fjölga með þjóðinni, en ódrengjum fækkar að sama skapi, og með þeim hverfur að lokum horfellirinn án allra laga og forðagæslumanna." — Þetta er úr boðskap ráðsmanns- ins á Argilsstöðum i Suðurlandi 21. mars 1914. Ritstióra blaðsins þótti hann bjartsýnn og taldi ástæðu til að vekja athygli á þvi, að reynslan sýndi, að „mannúðin og velvildartilfinningin til skepn- anna gerði litið vart við sig", ef hagnaðarvon væri annars vegar. Bergsteinn var róttækur félags- hyggjumaður, eins og það kallast á okkar dögum, og starfaði bæöi i ungmenna- og búnaðarfélögum Rangæinga og sat i stjórn spari- sjóðsins þar I sýslu, meðan hann bjóð eystra. Gata félags- hyggjunnar var grýtt austur i Rangárþingi á fyrstu áratugum þessarar aldar, eins og reyndar víðar um þær mundir. Grjótið, sem ryðja þurfti, átti tvenns kon- ar uppruna að dómi Bergsteins i Suðurlandi 11. februar 1913. Annars vegar var við að striða timaleysi, fjárskort og erfiðar samgöngur. — „Það eru ekki þessir steinar, sem mest standa i götu ungmennafélaganna, "héldur eru það hinir sjálfráðu steinar," og þeir voru: „vilja- eða áhugaleysi og þrekleysi eða óorðheldni", Menn lofuðu starfi, en stóðu ekki við orðin og misstu áhugann af þrekleysi, ef eitthvað bjátaði á. Þessar ódyggðir feit- letraði Bergsteinn i blaðinu og vildi uppræta þærhjá Sunnlending- um. Fyrstu eftirmælin skrifaði Bergsteinn þetta sama ár. Þau voru i minningu 7 ára telpu frá Velli i Hvolhreppi, en hún hafði verið sólskin og gleði á litlu og kyrrlátu heimili. Þau Bergsteinn og Steinunn Auðunsdóttir reistu bú á Argils- stöðum 1916 og bjuggu þar i 14 ár, og þar eru dætur þeirra fæddar: Signín, Sigriður, Guðbjörg og Asta. Þau fluttust á ættaróðal Steinunnar, Eyvindarmúla i Fljótshlið, 1930,og bjuggu þar I 4 ár. Þá þrengdi þar að þeim og þau yfirgáfu yndislegustu sveit lands- ins meö söknuði og fluttust suður á mölina. Það voru erfið ár hjá þeim sem öðrum fram um 1940. Bergsteinn var yerkamaður fyrstu árin I Reykjavik, gjaldkeri Frlkirkjusafnaðarins varð hann 1941 og réðst til starfa hjá toll- stjóra 1944. — Jafnframt vann hann hjá Fornleifafélaginu, m.a. að útgáfu Arbókarinnar, og i stjórn Rangæingafélagsins i Reykjavik var hann allmörg ár. Hjá tollstjóra vann Bergsteinn til 1962, er hann taldist orðinn nægi- lega gamall til eftirlauna. Hann hélt góðri heilsu fram til 1965, en úr þvi tók> kransæðar hans að neita eðlilegum störfum. Þótt Bergsteinn teldist fjár- glöggur austur I Rangárþingi, var það fjarri honum að meta Hfsins gæði til fjár. Hann var haldinn talsvert alvarlegri fræðimann- legri forvitni og stundaði „fræða- föndur" að eigin sögn að loknum vinnudegi. Hann gróf upp úr Hekluvikri fornar rústir austur I Þjórsárdal i eina tið ásamt öðrum fræðimönnum, og margan fróð- leiksmolann hefur hann tint upp CAPRICHOS KENJAR Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 60. Æfingar A frumteikningunni, sem er penna- teikning, stendur skrifað með blýanti: „Útlærðar nornir þjálfa sig undir fyrsta flugið, og slegnar ótta búa þær Isig undir starf sitt." En P-handritið er ekki á sama máli, i þar stendur: „Smám saman tekur hún framförum. Núna getur hún stigið , fyrstu sporin, og með tið og tima verð- 'ur hún orðin kennslukonunni fremri." Yngri nornin er að æfa sig á þeirrí leldri i listinni, en hún hefur þegar kennt henni undirstöðuatriðin og gllmutökin, það bragð að gripa i eyra þess, sem hún glimir við. Eitthvað fer ungnornin óhönduglega að, fyrst hún lætur mótstöðukonuna ná taki á öðru eyranu á sér. Báðar nornirnar eru naktar, en það var nornasiður, og gengu þær berar, svo að erfiðara væri fyrir andstæðinginn að ná á þeim glímutökum. Þá var eina ráðið að rifa I eyrun og hárið. Þetta varð til þess, að nornirnar voru oftast nær hálfsköllótt- ar og eyrun á þeim nasbitin. Ungnornin hefur ekki enn þá komist upp á lag með að svifa um loftin á sófli. Hún er ekki útskrifuð lír galdraskólan- um. En fyrir framan þær standa þeir hlutir og galdratæki, sem besta hafa dugað við það að ná tökum á hinu óþekkta. Þarna liggja snældurnar, seiðpotturinn stendur til taks, og við hlið hans hauskúpan. Einnig eru þarna leyndardómsfullir kettir, sem sökum slns óútreiknanlega eðlis voru þeim einkar kærir og nauðsynlegir, ætti ein- hver árangur að nást. Af nornunum lagði þess vegna megna kattarhlands- lykt, sem vakti hvort tveggja i senn, viðbjóð og forvitni, umvafði þær dul- arfullri lykt. I baksýn gnæfir svo geit- hafurinn. af leið sinni um dagana og flest á blöð og bækur. Hann byrjaði ungur að skrifa i blöð. Mig minnir að I einni fyrstu grein sinni hafi hann hneykslast á þeim sem töldu skáldalaun eftir Þorsteini Er- lingssyni. Þorsteinn kunni honum miklar þakkir fyrir, og bréfið, sem Bergsteinn fékk þá frá hon- um, voru dýrmætustu ritlaunin, sem hann hlaut um dagana. Berg- steinn skrifaði smásagnasafnið Kjarr austur á Argilsstöðum, er kom út 1929. Dýrasögur komu út 1943, Börnin og dýrin 1961, en þjóðháttasafnið F'enntar slóðir 1955. Þar segir m.a. frá vetrar- beitá Þórsmörk og baráttu Rang- æinga við vötnin ströng. Hann flutti með sér að austan margslungnar minningar um ómálga vini, og um þá skrifaði hann tilgerðarlausar frásagnir, stundum þó I dálitlum dæmi- sagnastil. Það var mikið óláns- merki að dómi Bergsteins Kristjánssonar að vera vondur við dýr. Þau Steinunn reistu sér skjól- sælt heimili á Baldursgötu 15, og þar hefur hún til þessa tekið for- látavel á móti hverjum, sem að garði hefur boríð.nema elli kerlingu hefur hún úthýst af sinni hálfu allt til þessa. Með börnum sinum og barnabörnum bjuggu þau undir sama þaki án þess að kynnast þvi djúpi, sem nú á að vera staðfest milli kynslóð- anna. Það er virðulegt embætti að vera ættfeður, og þau Steinunn eru áreiðanlega komin af Njáli, sem eitt sinn stýrði ættarheimili austur i Rangárþingi, en var að mig minnir misvitrari en hann Bergsteinn, enda áttu þau Stein- unn aðeins dætur. Þau gerðust landnemar austur við Miðfell við Þingvallavatn, þegar barnabörn- in komust á kreik, og" þar var gott að vera. Hressandi blær gamansemi lék jafnan um stofur þeirra Steinunnar, og glögg- skyggn voru þau á menn og mál- efni. Frá þeim fór gesturinn ávallt nokkru bættari. Bergsteinn Kristjánsson var drengur góður i hvivetna. Björn Þorsteinsson Nixon hlaupinn frá Watergate WASHINGTON 10/6 — Nixon er lagður af stað i utanrfkispólitíska hringferð til Austurlanda nær, og er honum þetta kærkomin til- breyting frá Watergatehneyksl- um. Siðasta I dag neitaði hann endanlega að afhenda laganefnd fulltrúadeildar þingsins 45 segul- bandsspólur, sem hún hafði kraf- ist. Lýsti Nixon þvi yfir að hann vildi ekki afhenda spólurnar vegna þess að þar með væri endir bundinn á skiptingu valdsins i bandariskri pólitik. Nixon ætlaði að gista I Salzburg i Austurriki i nótt. Miklar var- úðarráðstafanir verða gerðar hvar sem Nixon kemur. Bangladesh gengur i SÞ NEW YORK 10/6 — Oryggisráðið samþykkti i dag aðild Bangladesh að Sameinuðu þjóðunum. Bangla- desh, sem til varð eftir striðið milli Indlands og Pakistans 1971, hefur áður sótt um aðild, en Kina beitti þá neitunarvaldi i samráði við Pakistani, sem Kinverjar hafa gott samband við. Búist er við að örsmátt riki, eyjan Grenada I Karibahafi, fái einnig aðild að SÞ. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.