Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. júnl 1974 LEIF NORMAN ROSSE GULL- HANINN varö hugsaö til pabba, heima haföi alltaf verið viðkvæðið hve lánsamur ég væri, en ég hafði aldrei fengið að vita hvers vegna það væri svo slæmt, að þurfa að deila með einhverjum. — Gamla bókhaldsbókin uppi á lofti, sagði Elisabet. — Var hún ekki frá honum komin? Móðirin leit á hana með gremjusvip: — Jú, reyndar, en ég skil ekki hvers vegna þú minnist á hana. Þar voru bara athuga- semdir um farmgjöld og verð á timbri og þviumliku og skriftin auk þess óskýr og klúðursleg. Ég er viss um að tengdapabbi hefur ekki einu sinni nennt að lesa hana; við fundum hana i skúffu eftir lát hans hjá alls konar drasli, sagði hún við mig. Ég hefði ekki átt að nauða meira i gömlu konunni, ég vissi að ég var uppáþrengj- andi. Hún var bersýni- lega orðin þreytt og ég hafði fyllstu ástæðu til að vera bæði glaður og þakkiátur fyrir allt sem éghafði fengið að vita. En ég gat með engu móti farið fyrr en ég hafði séð þessa bók, tölur geta lika sagt sina sögu. — Takið hana með yður, eigið hana sem minjagrip, sagði gamla konan þegar Elisabet kom ofanaf loftinu. — En þér finnið tæpast ,,persónuleika” eins og þér kallið það i þessari bók. Aftur sá ég votta fyrir brosi á gamla andlit- inu, móðurlegu brosi — mér fannst einhvern veginn sem henni félli vel við mig. Og nú skildi ég hvers vegna hún hafði verið svona kuldaleg i fyrstu. Hún hélt sennilega, að ég kæmi til að heimta eitthvað. — Lesið um gömlu Kristianiu, sagði hún þegar ég var ferðbúinn. — Það var göfug borg. Og i ýms- um bókum finnið þér sitthvað um Gyldenhahneættina, hún hefur verið norsku höfuðborginni mikils virði, já,landinu öllu. En gleymið ekki, að til þess að þekkja fólkið, Listahátíð íReykjavík 7 — 21. JÚNÍ MIÐAPANTANIR í SÍMA 28055 o VIRKA DAGA KL 16 00 —19 00 þarf að þekkja timann sem það lifði á. Flautandi bilar og hringingar i sporvögnum mættu mér utan dyra eins og köld vatnsgusa. Ég hafði reikað um borg föðurafa mins og um sali Gyldenhahn- anna,. Stokkhólmur nútimans gerði mig ringlaðan. Ég forðaði mér inn i litið veitingahús og pantaði mat, en i huganum var ég ennþá staddur i gömlu Kristianiu. Það var gott að vera barnfæddur þar — borgin hét það ennþá fyrstu æviárin min — vera hagvanur þar. Pabbi, afi, langafi, allir höfðu þeir starfað i höfuðborg Noregs, verið hluti af henni. Og trúlega enn fleiri af forfeðrum minum. Það hafði verið sérstök reynsla að hitta ,,Frúna”, þennan dæmi- gerða fulltrúa gamla timans sem var ekki lengur til. „Lausaleiks- barn” hafði hún sagt — með fyrirlitningu. Ef til vill var það á- stæðan til þess að pabbi hafði aldrei sagt mér frá ættinni, að hann hafði skammast sin fyrir að vera „lausaleiksbarn”. — Jæja, hvað á það að vera? Hún tvisté óþolinmóðlega litla ó- svifnislega konan með matseðil- inn. Fannst ég vist ekki svo merkileg persóna, hélt vist að ég væri einhver óbreyttur kontóristi eða eitthvað þviumlikt og norsari i þokkabót. — Ég heiti Gylden- hahne, barón Gyldenhahne, ætli tónninn hefði þá ekki breyst. Ö, þessir Sviar. Sennilega var þetta einmitt gamalt aðalsnafn, hugsaði ég þegar hún var farin með pöntun- ina — og gullni haninn skjaldar- merki ættarinnar. Ef til vill dönsk-þýsk greifaætt, nafnið gæti bent til þess. Tja, ekki svo að skilja að það skipti miklu máli, en það gæti verið fróðlegt að vita og ég ætlaði að komast að þvi. Nú var ég kominn á bragðið, nú ætl- aði ég ekki að gefast upp fyrr en ég hefði haft upp á ættföðurnum sjálfum. Meðan ég beið eftir matnum, tók ég utanaf bókinni. Hún var i stóru broti og bundin inn i svartan striga. Siðurnar voru þéttskrifað- ar með fingerðri, oddmyndaðri skrift. Og enn datt mér pabbi i hug. Hann hafði verið svo ákafur að kenna mér gotnesku, ég átti að verða prentari. Og ekki aðeins prentletrið, hann hafði lika reynt að kenna mér gotnesku skriftina. Einhvers staðar heima átti ég gömlu forskriftarbókina sem hann hafði sjálfur notað i skólan- um. Ég fletti bókhaldsbókinni. Og þá gerði ég svo furðulega uppgötvun, að ég gleymdi hvar ég var og blistraði hátt. Þetta var engin bókhaldsbók, þetta var dagbók sem ég hafði fyrir framan mig — dagbók langalangafa mins frá 1785! En gat þetta verið? Ég hafði einmitt verið að hlusta á sögu um hann langafa minn frá árinu 1888 eða þvi sem næst, var hugsanlegt að stökkva heila öld frá einni kynslóð til annarrar? Ég reiknaði þetta út: Langafi hafði verið gamall maður árið 1888, segjum að hann hafi verið fæddur um 1813. Faðir hans var roskinn maður þegar sonurinn kom i heiminn, yfir fimmtugt að minnsta kosti, hann var þvi fædd- ur 1762 eða fyrr, og hefði getað verið tuttugu og þriggja ára, jafn- vel eldri, árið 1785. Jú, þetta gat komið saman og heim. Sú ósvifnislega horfði á mig með vandlætingu þegar hún kom með matinn; ekki mildaðist hún þegar ég gerði ekki annað en borga og fór burt án þess að bragða á matnum. Ég gat ekki beðið, ég varð að fara samstund- ist heim á hótelið með þennan dýrgrip. En þetta var of erfitt, mér tókst ekki að lesa innihaldið án forskriftarbókarinnar hans pabba. Ég vonaði að hægt væri að hafa upp á henni. Og sama kvöld- ið fór ég aftur til Osló. Bókhaldsaðstoð meö tékkafærslum rFBÚNAÐARBANKINN Vfl/ REYKJAVÍK Misskilningurinn var ofur eðli- legur, hugsaði ég þegar ég sat daginn eftir niðursokkinn i bókina við skrifborðið heima og með hjálparbókina hjá mér. Vissulega snerist mest um farmgjöld og timburverð eins og Cathrine Gyldenhahne hafði sagt og um kaupog sölu og greiðsluskilmála. Hér voru tölur á hverri einustu siðu, og þess vegna hefði svo sem mátt kalla þetta bókhaldsbók. Næstum allt var skoðað frá fjár- hagslegu sjónarhorni. Og það litla sem stóð þarna um einkamál var stuttaralegt og orðknappt. Væri minnst á veislu, og þær voru margar, var nákvæmlega getið um kostnaðinn, nöfn gestanna, matarréttina og vinin. En það var aldrei minnst á sjálfan fagnaðinn, tilfinningarnar, veislugleðina. Jú, einstöku sinnum vottaði fyrir til- finningum ef eitthvað hafði haft mikil áhrif á hann. Fram úr öllum þessu þurru töl- um og staðreyndum birtist æ skýrari mynd af þeim sem haldið hafði á pennanum. Manni sem beitt hafði allri orku sinni við starfið, þegar hann varð óvænt eigandi mikilla skóga og jarða og fyrirtækja af ýmsu tagi. Það var augljóst að hann hafði frá þvi fyrsta tekið fast um stjórnvölinn þótt ungur væri, og það hafði lán- ast vel. En sumardag nokkurn greiddu forlögin honum þungt högg og um það hafði hann skrif- að nákvæmlega,og geðshræringin leyndi sér ekki... — Riddaraliðshöfuðsmaðurinn er i lystihúsinu, er svarað. Og gesturinn heldur samstundis á- fram. Hann veit að húsbóndinn vill ekki láta trufla sig þegar hann er staddur i litla, skrautlega hús- inu með súlum og turnspirum sem siendur á hæsta stað landar- eignarinnnr. Hitinn heiur verið þjakandi þennan júnidag og Car! Fredrik Gyldenhahne er þreyttur eftir langa reið til nokkurra af fjarlæg- ustu býlum sinum. En hér á hæð- inni er svalt, og glas af Charenti hressir hann. Þvi að lystihúsið er ekki aðeins eftirlætisdvalarstað- ur hans yfir sumartímann, þar sem hann hvilir hugann milli á- takanna; hér lætur honum einnig best að vinna. Gegnum litla gluggann birtist honum hin fegursta útsýn sem hann fær augum litið: Frjósamir hagar hans sjálfs og blómlegur kúahópur.fremst, þá skógivaxnir ásar og siðan fjöll að baki og i miðju bærinn Kristiania, höfuð- borgin með beinum götum og rauðum tigulsteinaþökum, með virkinu á hamrinum og kirkjunni með lága turninum. Þessi bær hefur valið hann bæjarráðsmann og hann er nátengdur honum vegna viðskipta sinna, útgerðar og timburverslunar - og pappirs- myllunnar, sem hann er nýbúinn að stofna á austurbakka Akersár- innar. Og i höfninni vaggar nýja skonnortan sem er nýkomin að landi eftir fyrstu, vel heppnuðu siglingu sina með timburfarm til Newcastle. Hægur andvari gárar spegil- sléttan hafflötinn, hann fer að tindra i siðdegissólskininu eins og örlát hönd hafi stráð þúsundum gullmynta yfir skyggndan flötinn og þær depla til hans uppörvandi: Skipin þin eru traust og örugg, skemmur þinar hlaðnar varningi og á planinu biða þrjú þúsund lestir tilbúnar til útskipunar — þú getur notið sumarsins áhyggju- laus. Carl Fredrik Gyldenhahne hef- ur ekki heldur neinar áhyggjur af framtiðinni, sem hann situr við kringlótt, hvitt borðið i lystihús- inu og horfir yfir landið. Þetta hafa verið góð ár, viðskiptin út- heimta ekki lengur að hann fari daglega til bæjarins. En þrátt fyrir það eyðir hann ekki sumrinu i aðgerðaleysi; hér heima eru verkefnin lika mörg. Staða fjölskyldunnar er nú orð- in slik, að það sæmir ekki að vinnufólkið búi i gömlu herbergj- unum við skemmuna og i karla- skála eins og á venjulegum bóndabæ — það þarf að reisa nýja þjónustufólksálmu að norðan- verðu við aðalbygginguna. Hún gefur setrinu aukinn virðuleik. Og svo á að rækta jörðina á allt ann- an hátt en áður. Hann heíur rætt málið við nýja, þýska ráðsmann- inn og þeir hafa gert áætlun — hún liggur á borðinu fyrir framan Fimmtudagur 13. júni 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Bessi Bjarnason heldur áfram lestri sögunnar ,,Um loftin blá” eftir Sigurð Thorlacius (14). Morgun- leikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Ingvar Pálmason fyrrum skipstjóra. Morgun- popp kl. 10.40. Hljómplötu- safnið kl. 11.00 (endurt. þáttur G.G). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Síðdegissagan: „Vor á stæðinu” eftir Christiane Rochefort. Jóhanna Sveins- dóttir þýðir og les (12). 15.00 Miðdegistónleikar. Filharmóniusveitin i Stokkhólmi leikur Serenötu fyrir stóra hljómsveit op. 31 eftir Wilhelm Stenhammar; Rafael Kubelik stj. Danskir söngvarar syngja rómönsur eftir Heise og Lange-Miiller. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 í Norður-Amerfku austanverðri. Þóroddur Guðmundsson skáld flytur ferðaþætti (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá . kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.40 Samleikur f útvarpssai. Rögnvaldur Sigurjónsson, Rut Ingólfsdóttir, Helga Hauksdóttir, Graham Tagg og Pétur Þorvaldsson leika Kvintett i A-dúr fyrir pianó, tvær fiðlur, lágfiðlu og knéfiðlu eftir Antonin Dvorák. 20.15 Leikrit: „Tómstunda- gaman” eftir Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli. Leikfélag Akureyrar flytur. Leikstjóri: Magnús Jóns- son. Persónur og leikendur: Sögumaður — óttar Einars- son; Jón i Skriflu — Þráinn Karlsson; Hallfriður — Kristjana Jónsdóttir; Sig- riður — Sigurveig Jóns- dóttir; Lovisa Bergs — Saga Jónsdóttir; Birna Hálfdánar — Guðlaug Hermannsdóttir. 21.00 Frá listahátið: Otvarp frá Háskólabfói.Kvöldstund með Cleo Laine, John Dankworth, André Previn, Arna Egilssyni, Tony Hyman, Roy Jones og Danyl Runswick;— fyrri hluti tón- leikanna, 21.40 „Hversdagsleikur” Ómar Þ Halldórsson les úr bók sinni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Kvöld- sagan: „Eiginkona i álögum” eftir Alberto Moravia. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (10). Atvinna Flugvallarstjóri Vestmannaeyjum Flugmálastjórn óskar eftir að ráða flug- vallarstjóra i Vestmannaeyjum sem fyrst. Kjör samkvæmt samningum BSRB. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa flug- málastjóra Reykjavíkurflugvelli,simi (91) 17430. Umsóknir sendist til undirritaðs fyrir 22/6. Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri Sveitarstjóri óskast Neshreppur utan Ennis óskar að ráða sveitarstjóra. Umsóknir ásamt upplýsing- um um aldur,menntun og fyrri störf send- ist skrifstofu Neshrepps Hellissandi fyrir 22. júni nk. Hreppsnefnd í*f8SíiS(« Indversk undraveröld. Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m .a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púöaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar I öllum stærðum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). LatÍ m iMðftðHtflfftíMflRllR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.