Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. júnt 1974 Vinstra megin sjást stúlkur viö niftursuöu á sfld hjá Norðurstjörnunni, en hægra megin er veriö að leggja kavlar (grá framleið Rætt við Guðrúnu Hallgrímsdóttur matvælafræðing, um Sölustofnun lagmetis og fleira Guðrún Hallgrimsdóttir, matvælafræðingur, stundaði nám við Humboldt-Universitát i Berlin i fimm ár og lauk þaðan prófi i matvælaverkfræði árið 1968. Siðan hún kom heim frá námi hefur hún starfað hjá Búvörudeild SIS, þar sem hún vinnur á rannsóknarstofu. Formaður stjórnar Sölustofnunar lagmetis var hún skipuð árið 1972, af iðnaðarráð- herra. Guðrún er i 15. sæti á lista Alþýðubandalagsins i Reykjavik til alþingiskosninganna. Hún hefur setið i stjórn flokksfélags Alþýðubandalagsins i Reykja- vik og á nú sæti i miðstjórn Alþýðubandalagsins. Úr vinnslusal Norðurstjörnunnar hf I Hafnarfirði I gærdag SÖLUSTOFNUN LAGMETIS er ung stofnun hér á landi. Lög um hana voru sett árið 1972, en fyrsta heila starfsárið var árið 1973. Til að fræða lesendur sfna um starf- semi þessarar stofnunar sneri Þjóðviíjinn sér til Guðrúnar Hall- grlmsdóttur, matvælafræðings, sem er stjórnarformaöur fyrir- tækisins. Og þar sem orðið lag- meti er nýyrði i islensku máli og merking þess kann að vera mörg- um óljós, byrjum við með þvi að spyrja Guðrúnu hvað þetta orð þýði eiginlega. — Það vantar að visu enn laga- lega skilgreiningu á þvi hvað sé lagmeti.en hefðin er orðin sú, að þetta orð nær yfir niðurlagðar og niðursoðnar sjávarafurðir. — Hvað gerir Sölustofnun lag- metis? — Sölustofnunin sér um að afla markaða fyrir þau fyrirtæki, sem að lagmetisiðju starfa, kynnir vöru þeirra og veitir þeim marg- þáttaða fyrirgreiðslu. Við höfum til dæmis séö um sameiginleg innkaup umbúða fyrir verksmiöj- urnar og leitað tilboða fyrir þær erlendis í þvi sambandi. Þá höf- um við einnig keypt fjórðungs eignaraðild að Dósaverksmiðj- unni hf., i þvi skyni að tryggja verksmiðjunum umbúðir á sann- gjörnu verði. Við höfum hönd I bagga með öflun hráefnis handa verksmiðj- unum, þó það gildi náttúrulega I þvi sambandi, að sá framleið- andi, sem er skjótastur að tryggja sér hráefni á eigin spýtur, hafi úr mestu að moða. Það segir sig sjálft. Þau mál sem við sjáum um fyrir framleiðendur, eru mál sem snúa aö heildinni. Okkar hlutverk er að veita framleiðend- um alls kyns þjónustu, og til við- bótar þvi, sem að framan er talið, má geta þess, að við sjáum um að greiða fyrir samskiptum þeirra við rikisvaldið, höfum samband við viðkomandi ráðuneyti, varö- andi ýmis mál sem upp koma o.s.frv. Aflabrestur veldur erfiðleikum — Hvaða fyrirtæki stunda lag- metisiöju og hvernig eru rekstr- arhorfur þeirra? A aðilaskrá Sölustofnunar lag- metis eru tuttugu og niu fyrir- tæki, þar af fluttu tlu verksmiðjur út afuröir sinar á siðasta ári. Stærstu fyrirtækin eru Kristján Jónsson & Co á Akureyri, Sigló á Siglufirði, Ora I Kópavogi, Norð- urstjarnan I Hafnarfirði, Artik á Akureyri og Fiskiðja Suðurnesja I Keflavik. Helstu útflutningsvörur þess- ara fyrirtækja eru kaviarhrogn (bæöi grásleppuhrogn og þorsk- hrogn), sild, lifur, lifrarpasti, loðna, rækja o.fl. Okkur hefur tekist að afla markaöa fyrir þessa vöru á þremur mikilvægum markaðssvæðum, þ.e. i Sovétrikj- unum, Japan og Bandarikjunum. Hinsvegar hafa komið upp erfið- leikar I sambandi viö hráefnisöfl- un, á það einkum við um fryst þorskhrogn, en vertið hefur veriö með eindæmum léleg hér viö land og við Lofoten hefur llka orðið aflabrestur. Eftirspurn eftir hrognum hefur og stóraukist er- lendis frá. Veldur þetta lagmetis- framleiðendum miklum erfiðleik- um, þar sem þeir aðilar sem sjá um sölu á hráefni hafa þegar gert sölusamninga við erlenda kaup- endur um meginhluta hráefnis- framleiðslunnar, en venjulega hefur verið hægt að fá hér fryst þorskhrogn allan ársins hring. Sölustofnunin hefur gert þrjá stóra sölusamninga á árinu 1974, en þeir voru gerðir á timabilinu febrúar til apríl. Það, að ekki var kleift að ganga frá þessum samn- ingum, fyrr en seint á fyrsta fjórðungi þessa árs, hefur lika valdið erfiöleikum. Grásleppu- veiði hefur líka verið með minna móti, en söluhorfur á kaviar voru óljósar framan af árinu. Siðan hafa nýlega borist verulegar pantanir og útlit er fyrir stór- aukna sölu. Sölustofnunin leggur mikla áherslu á að hafa sem best samband við hráefnisframleiö- endur, þvi engum dylst mikilvægi þess að fullvinna hráefni hér- lendis i stað þess að flytja það úr landi. Hafa Sölumiðstöö hrað- frystihúsanna og sjávarafurða- deild SÍS sýnt skilning á þessu máli, þótt aukin þörf verksmiðj- anna fyrir hráefni hérlendis I stað þess að fytja það úr landi. Hafa Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna • og sjávarafurðadeild SIS sýnt skilning á þessu máli, þótt aukin þörf verksmiðjanna fyrir hráefni hafi komið nokkuð óvænt. Það er mikið undir þvi komið, hvernig til tekst að halda á mál- um á þeim markaðssvæðum, sem þegar hefur tekist að komast inn á. Það verður t.d. að halda vel á spöðunum i sambandi við loðnu- söluna tilJapans, þvi við þekkjum svo lltið inn á þann markað. Viöreisnartrúnni hefur verið hnekkt Óhætt er að segja að tekist hafi að afsanna þá trú, sem viðreisn- arstjórnin skapaði, að ekki væru til markaðir fyrir þessa vöru. Það var ofur eðlilegt eftir tólf ára við- reisnarstjórn, að framleiðslugeta verksmiðjanna væri I algjöru lág- marki. Það má svo aftur deila um hvoru hefði átt að byrja á fyrst, að afla markaða eða byggja upp iðnaðinn. Byrjað var á að afla markaða til þess að efla trú manna á þennan iðnað. Nú er svo komið, að ógerlegt er að vinna meira að sölumálunum, nema veruleg framleiðsluaukning komi til. Með auknum fjárfestingarlán- um til lagmetisiðnaðarins ætti að takast að ná fram nauðsynlegri framleiðsluaukningu á næstu tveimur árum. Með vissum lag- færingum og samfelldri fram- leiðslu ætti að vera hægt að auka afköst verksmiðjanna um 40%. — Hvernig er búið að þessum iönaði með lánum og opinberri fyrirgreiðslu? — Stefnumótun um opinbera aðstoð viö lagmetisiðnaðinn kem- ur fram I lögum um Sölustofnun lagmetis nr. 48 16. júnl 1972. Þar er kveðið svo á um að rikisstjórn- in leggi fram óendurkræft fjár- magn, 25 milljónir á ári, til upp- byggingar lagmetisiðnaðarins i fimm ár, fram til ársins 1977. Staða lagmetisiðnaðarins gagnvart lánakerfinu var líka óljós. Verksmiðjurnar greiddu öll sin útflutningsgjöld til sjávarút- vegs, en nutu ekki sömu fyrir- greiðslu og frystihúsin gagnvart fjárfestingaraðilum sjávarút- vegsins. Aftur á móti hafði þess- ari iðngrein ekki verið skipað á bás með öðrum iðnaði og fengu fyrirtækin þvi ekki lán úr iðnlána- sjóði. Magnús Kjartansson iðnað- arráðherra stóð hins vegar að flutningi lagabreytingartillögu i april sl., sem gerir það að verk- um að lagmetisiðnaðurinn hefur nú sömu stöðu og annar iðnaður I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.