Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. júnl 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 sleppuhrogn) niður I glös hjá ORA hf. landinu og nýtur sömu fyrir- greiöslu, en greiöir sln gjöld til iönaöarins. — Hefur Sölustofnun lagmetis yfir aö ráöa fjármagni, sem veitt er til nýjunga i framleiösluhátt- um? — Sölustofnunin ræður yfir sjóöi, sem nefndur er þróunar- sjóöur. í þennan sjóö rennur nokkuð af útflutningsgjöldum rikisins á niðurlagöar og niöur- soönar sjávarafuröir, sem seldar eru til útlanda, álitleg upphæö ár hvert. Þessi sjóöur er eingöngu til þess ætlaöur aö standa undir framleiðslunýjungum. Enn hefur litiö veriö veitt úr sjóönum, en aftur á móti hefur hann staöiö undir erlendri tækniaöstoö, sem kemur lagmetisiðnaöinum i heild til góða. Sem dæmi má nefna, aö Gastronomisk Institut I Kaup- mannahöfn hefur unnið fyrir okk- ur aö stöölun uppskrifta og veitt okkur mikilvægar upplýsingar um smekk neytenda á hinum ýmsu markaðssvæðum. Þá vinn- ur sú stofnun lika aö þvi, sem kallaö er þróun nýrra vöruteg- unda, og hefur kynnt okkur fram- leiðslunýjungar. Óvíst hvort önnur stjórn væri iðnaðinum jafn hliðholl — Hvaöa áhrif myndu stjórn- arskipti hafa á starfsemi Sölu- stofnunarinnar? — Enda þótt vinstri stjórnin hafi búiö vel um hnútana, hvað lagmetisiönaðinn varöar, er óvist að önnur stjórn, sem við tæki, væri honum jafn hliöholl. Það er stórt atriði, aö lagmetis- iönaöurinn veitir miklum fjölda fólks atvinnu. Ef menn yröu aö halda að sér höndum með upp- bygginguna, dettur allt niður, vegna þess að þá tekst okkur ekki að halda mörkuðunum. Það er hreint ekki litiö atriöi fyrir mörg bæjarfélög, að rekstrargrund- völlur lagmetisfyrirtækja sé tryggður. Viö getum tekið sem dæmi lagmetisiöju Kristjáns Jónssonar & Co á Akureyri, sem veitir hátt á þriðja hundrað manns atvinnu. Þrjú ár ekki langur tími fyrir ríkisstjórn — Hvernig leggjast alþingis- kosningarnar I þig? — Ég er bara bjartsýn. Ég trúi ekki öðru, en aö vinstri menn vinni á, enda hefur vinstri stjórn- in sannað, aö þar eru menn sem hægt er að bera traust til. Ef litið er á atvinnuþróun síöustu ára, get ég ekki imyndaö mér aö fólk vilji fá aftur yfir sig það ástand, sem rikti i tiö viöreisnar. En þrjú ár eru ekki langur timi fyrir eina rikisstjórn. Þó hefur tekist alveg ótrúlega t.d. að vekja á ný trú fólks á sjálfstæðum islenskum iönaði og atvinnuuppbyggingu I landinu sem sé óháð erlendu f jár- magni. Ef við litum t.d. á þær miklu framfarir sem oröið hafa i al- mannatryggingamálum eru þær útaffyrir sig nóg sönnun fyrir til- verurétti og nauðsyn þessarar rikisstjórnar. Þó svo aö Alþýðu- flokkurinn hafi alla tið reynt aö eigna sér uppfinningu almanna- tryggingakerfisins, var það nú einu sinni svo, meöan hann sat i stjórn, að gamla fólkið lifði hung- urlifi með ellistyrkinn sinn. Þar hefur orðið stórbreyting á til batnaðar, en samt er það eini söngurinn sem maður heyrir, aö þetta fólk þurfi lika að borga fast- eignaskatta. En er fólkinu nokkur vorkunn, ef það á þessar eignir. Ég er aftur eins og aðrir Al- þýðubandalagsmenn höggdofa yfir þvi, hvað litið hefur áunnist I herstöðvamálinu. Kanasjónvarp- ið starfar ennþá af fullum krafti, þótt ekkert heföi átt aö vera hæg- ara en loka þvi strax i upphafi stjórnartimabilsins. Þaö er bót I máli, að sá niöurnegldi grund- völlur fyrir brottflutningi hersins, sem ávannst I mars, gefur góðar vonir um, að skriöur komist á málið ef vinstri stjórn veröur áfram i landinu. Fólk hefur veriö misjafnlega ánægt meö þann grundvöll, en ég er maður litlu skrefanna og lit á hvern áfanga af þessu tagi, sem sigur fyrir okkur herstöðvaandstæðinga. En ég treysti aðeins rikisstjórn, sem Al- þýðubandalagið á aðild að, til að koma þessu máli áfram. ráa. A hægri hreyfingu vestur á bóginn... Reiulf Steen og Odvar Nordli, aðalpersónurnar i þeirri vaidabaráttu sem nú stendur yfir. um valda- baráttuna í norska verka- manna- flokknum Allt síðan baráttunni um aði Id Noregs að E B E lauk haustið 1972, hefur norski Verkamanna- flokkurinn átt í gífur- legum erfiðleikum með sjálfan sig. ósigur flokksins þá stráði megnri óánægju meðal flokksmanna, og ekki varð stórtap flokksins i stórþingskosningunum í fyrra til að bæta þar úr. Segja má, að allt hafi sigið á ógæfuhliðina. Þótt flokkurinn stýri nú landinu með minni- hlutastjórn, er staða hans ákaflega veik. Opinberar skoðana- kannanir sýna, að hann á sífellt minnkandi fylgi að fagna. Syndaselurinn Bratteli Innan flokksins hafa harðar árásir beinst gegn hinum 64 ára gamla flokksforingja, for- sætisráðherranum Trygve Bratteli, sem tók við flokknum úr höndum hins gamalkunna og virta foringja Einars Ger- hardsen. Bratteli hefur sjálfur gefið i skyn, að á landsþingi flokksins næsta ár muni hann ekki gefa kost á sér á ný sem formaður flokksins. Slik á- kvörðun er eðlileg og næsta ó- hjákvæmileg. Ósigrar flokks- ins i formannstið hans hafa verið margir og bitrir, van- matið á kjósendum afdrifa- rikt, sbr. stuðning flokksins við inngöngu landsins i EBE. Að sjálfsögðu er þetta ekki á hans ábyrgð eins, en sem for- maður hefur hann orðið full- trúi afturfarar og vonlausrar baráttu. Persónulegar vin- sældir hans meðal kjósenda eru orðnar þverrandi litlar, og innan flokksins gerir eng- inn ráð fyrir aðflokkurinn gæti náð sér aftur á strik undir for- ystu hans. Tvær fylkingar innan flokksins Innan flokksins er þegar hafinn ákafur undirbúningur að stjórnarskiptunum i flokknum. Ber þar hæst tvær fylkingar, sem segja má að túlki tvenns konar grundvall- arviðhorf með tilliti til stefnu flokksins og starfs. Eins og i flestum sósialdemókratiskum flokkum er vaninn að kalla þessatvoarma „vinstri arm” og „hægri arm”. Foringjar hins hægri arms eru f.o.f. for- maður þingflokksins, Odvar Nordli, Ronald Bye, aðstoðar- ráðherra, og Bjartmar Gjerde, mennta- og kirkju- málaráðherra. Auk þess styð- ur forysta norska Alþýðusam- bandsins hægri arminn leynt og ljóst. Af þremur ofannefnd- um er það Odvar Nordli, sem næst stendur þvi að taka við sem aðalforingi flokksins, verði þessi armur ofan á. Þessi hópur vill færa flokkinn til hægri frá þvi sem nú er, og leita aukins fylgis i röðum frjálslyndra og miðlægra kjósenda, jafnframt þvi sem þeir vilja nánara samstarf við borgarflokkana. Hinn hópurinn, vinstri arm- ur flokksins, er undir forystu teiulfs Steen, sem er lang- GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON SKRIFAR FRÁ ÓSLÓ yngstur þessara manna, og var kjörinn formaður flokksins á siðasta landsþingi hans. Hann nýtur stuðnings margra af hinum róttækari i röðum eldri félaga og allrar ungmennahreyfingarinnar. Sem varaformaður flokksins, og þar með i rauninni formað- ur i öllu sem lýtur að innra starfi og utanþingsstarfi hans, nýtur hann mjög vaxandi stuðnings, og ýmsir telja, að hann eigi betri möguleika á þvi en Odvar Nordli að hljóta kosningu sem foringi flokksins. Heldur versnaði þó aðstaða hans við þann klofn- ing, er varð þegar fjöldi vinstrisinnaðra félaga klauf sig frá og tók upp náið sam- starf við Sósialiska þjóðar- flokkinn og Kommúnistaflokk Noregs. Staða hans er þó enn- þá mjög sterk. Foringjaskipti strax? Hægri armurinn gerir sér fulla grein fyrir þeirri hættu, að Reiulf Steen verði arftaki Brattelis, ef foringjaskiptin veröa látin biöa næsta lands- þings. Þess vegna knýja þeir nú á, að stjórnin segi af sér og skipt veröi um foringja um leið „til að vinna á ný trúnað kjósenda”. Leggja þeir til, að stjórn Brattelis geri einhverja tillögu, sem vitað sé, að ekki nái fram að gana á Stórþing- inu, að stjórnarslitamáli. Megi þá kenni Sósialiska kosningabandalaginu, sem i vissum mæli styður stjórnina nú, um fall stjórnarinnar, og mynda nýja stjórn Verka- mannaflokksins með stuðningi mið- og hægriflokka að ein- hverju leyti. Bratteli forsætisráðherra, sem sjálfur tilheyrir hægri arminum, er hér á milli tveggja elda. Annars vegar stendur hann andspænis þeirri hættu, að vinstri armur flokksins verði ofan á. en það má heita ljóst, að slikt er hon- um ekki að skapi. Hins vegar blasir sú smán við, að hann verði að hrökklast frá með skömm. Hann hefur þvi hing- að til algjörlega hafnað þeirri hugmynd að segja af sér, og vill heldur lafa áfram i þeirri von, að takast megi á þeim tima, sem eftir er til lands- þingsins, að sætta andstæð- urnar innan flokksins. Þessa stefnu styður vinstri armur- inn, þ.á.m. ungir jafnaðar- menn, sem hingað til hafa ver- ið hvað ákafastir innan flokks- ins við að gagnrýna orð og gerðir Brattelis. En þetta er eðlilegt. Sem stendur er Bratt- eli trygging þess, að valda- jafnvægið haldist óbreytt. Og sitji hann fram að landsþing- inu, aukast möguleikar Rei- ulfs Steen. Sættir líklegar Sem stendur virðist hvorug fylkingin nægilega sterk til að ganga með algjöran sigur af hólmi. Það virðist einnig vera orðið of seint að koma i kring foringjaskiptunum með þvi að „búa til” stjórnarkreppu. Ekkert mál virðist nú á döf- inni eða i uppsiglingu, þar sem rikisstjórnin muni lenda i minnihluta. Hin endanlega á- kvörðun verður þvi að öllum likindum tekin á landsþinginu næsta vor. Og þá er liklegt, að Bratteli muni sjá uppfyllingu drauma sinna um samkomu- lag i flokknum. Liklegasta samsetningin verður sú, að Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.