Þjóðviljinn - 13.06.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. júní 1974 þjúpyiLJlNN — StÐA 5
Að sögn Arna G. Pétursson-
ar hjá Búnaðarfélagi islands
hefur æðarvarp i ár verið
svipað og það var i fyrra þeg-
ar á heildina er litið, cn nokkr-
ir frægir æðarvarpstaðir hafa
þó farið mjög ilia útúr vargin-
um, svartbak og hrafni, og það
svo að segja má að vargur
þessi hafi eytt nokkrum varp-
iöndum svo til alveg.
Æðarvarp virðist hafa geng-
ið best i ár á S-Vesturlandi og
á Vestfjörðum. t Dýrafirði er
mest æðarvarpland á Vest-
fjörðum, og þaðan berast þær
fréttir að svartbakurinn færi
þar heldur minnkandi en hitt,
og þakka menn það þvi, að
farið er að ganga betur frá
fiskúrgangi á Þingeyri en ver-
ið hefur, þannig að fuglinn
hefur ekki eins mikið æti og
áður og leitar þvi annað. En
hrafn hefur verið mikill i
Dýrafirði og önundarfirði nú
sem fyrr, og hafa menn skotið
hann miskunnarlaust til að
verja varplöndin og tekist
bærilega.
Þeir staðir sem hafa farið
verst útúr viðureigninni við
varginn eru Strandir, ná-
grenni Húsavikur og Langa-
nes-vörpin. Segja má að hrafn
og svartbakur séu hreinlega
að eyða æðarvarpi á Strönd-
um. Segja bændur þar nyrðra
að svartbakurinn sé svo að-
Eyðing æðarvarps vofir yfir viöa um land, verði ekkert að gert
til eyðingar fuglvargi.
Æðarvarp svipað
og það var í jyrra
en nokkrir staðir hafa farið illa út úr varginum
gangsharður að þótt menn
standi með byssu i varplönd-
unum virðist hann ekkert
kippa sér upp við það og ráðist
á egg og unga miskunnar-
laust.
Þá hefur vargur gert mikinn
usla i æðvarvarplöndum i ná-
grenni Húsavikur og jafnvel
enn meiri skaða i varplöndun-
um á Langanesi. Þar telja
menn, að verði ekkert aðgert
til útrýningar varginum verði
ekki um æðarvarp að ræða á
þessum slóðum innan fárra
ára.
Arni sagði að leyfi til stórá-
taks við útrýmingu vargsins
þokaði mjög hægt i rétta átt.
Eru það einkum fuglafræðing-
ar sem standa þar fastir fyrir
og vilja ekki gefa eftir og
mæla með útrýmingu. Þó
sagði Árni, að i sumar yrði
maður á ferð á vegum
menntamálaráðuneytisins,
náttúrufræðinemi við Ht, og
myndi hann gera tilraunir
með nokkrar gerðir af svefn-
lyfjum til útrýmingar vargin-
um. Jafnframt þvi á hann að
safna gögnum um meint tjón
af fuglvargi hjá æðarvarps-
bændum og eins á búfénaði.
— Maður vonar að fjárveit-
ingarvald og löggjafinn taki
eitthvað við sér að þessum
rannsóknum loknum, svo að
hægt verði að gera eitthvað
raunhæft i útrýmingarher-
ferðinni, sagði Arni að lokum.
—S.dór
Iðnnemasambandið:
Vill aukið
húsnæði fyrir
nemendur
5. fundur sambandsstjórnar
Iðnnemasamhands tslands á
þessu starfsári var haldinn 8. júni
sl. A fundinum var m.a. fjallað
um húsnæðismál námsfólks i
framhaldsnámi sem flytja veröur
búferlum til náms og var gerð um
þau efni svofelld ályktun:
„Sambandsstjórnarfundur
INSÍ, haldinn laugardaginn 8.
júni 1974, ályktar eftirfarandi um
húsnæðismál námsfólks úr dreif-
býli, sem stunda verður nám
fjarri heimilum sinum:
Nú þegar grunnskólalögin eru
frágengin á Alþingi, þarf að
hefjast handa um skipulag náms
á framhaldsskólastigi. Eitt af
þeim verkefnum, sem þar blasa
við er vandamál sem skapast við
búferlaflutning vegna náms.
Vandamál þeirra nema eru aðal-
lega fólgin i dýru leiguhúsnæði i
þéttbýlinu og erfiðleikum með að
fá mötuneytisaðstöðu. Iðnnema-
samband Islands telur eðlilegt að
stjórnvöld, riki og sveitarfélög
móti sér stefnu i þessu máli án
tafar og vill i þvi sambandi taka
eftirfarandi fram sem tillögur
sinar:
1. Gera þarf spá um væntanlegam
nemendafjölda i framhaldsskól-
um á næstu árum og aðgreina i
spánni hlut dreifbýlis og byggða-
kjarna.
2. I framhaldi af þvi þarf að
taka ákvarðanir um staðsetningu
og byggingu menntastofnana
utan Reykjavikur. Slikar
ákvarðanir þarf að taka með til-
litit til áðurnefndrar spár og hag-
kvæmni i rekstri. Einnig er rétt
að hafa i huga að staðsetning
skólahúsnæðis hefur veruleg
ahrif á jafnvægi i byggö landsins,
en INSI vill stuðla að sem
jafnastri byggð á landinu.
3. Þegar ákvarðanir um stað-
setningu menntastofnana á fram-
haldsskólastigi hafa verið teknar
þarf að afla heimavistarhúsnæðis
fyrir þá sem óhjákvæmilega
þurfa að flytja búferlum til náms.
4. Slikar heimavistir geta verið
með ýmsu móti, t.d. með
byggingu sérstakra heimavista-
húsa og kaupum á húsnæði i
ibúðarhverfum. INSt lýsir þvi
sem skoðun sinni að heimavistir
eigi að nýta af fleiri en einni
námsbraut og með staðsetningu
þeirra i ibúðarhverfum yrði reynt
að forðast að námsfólk slitni úr
tengslum við aðra þjóðfélags-
þegna.”
Kosninga-
skemmtun í
Kópavogi
Kosningaskemmtun
G-listans í Kópavogi
verður i Þinghól föstu-
daginn 14. júní og hefst
kl, 21. Skemmtiatriði og
dans,
Alþýðubandalagið.
Kvennadeild
Slysavarnafélagsins
Hraunprýði
Hafnarfirði
fer i eins dags ferðalag sunnu-
daginn 12. júni n.k.
Upplýsingar i simum 50501,
43254, 52352 og 50452.
Fjölskyldu-
leikur í
Hafnarfirði
Fjórir ungir leikarar flytja þekkt
sœnskt leikhúsverlt í Bœjarbíói
„Leifur, Lilla, Brúður
og Blómi” heitir leikrit
sem fjórir, ungir leikar-
ar ætla að frumsýna i
Bæjarbiói i Hafnarfirði
á föstudagskvöldið.
Leikritið er sænskt, og þýddi
Hörður Torfason leikari það úr
sænsku, en leikstjóri er Kári
Þórsson.
Leikurinn er sænskur að ætt,
eftir Suzanne Osten, en hún samdi
leikritið i samvinnu viö sænskan
leikflokk. A sænskunni heitir það
„Bellman, Blomman, Baby och
Bruden”.
Þetta er fjölskylduleikrit, eitt
af örfáum leikritum sem heppn-
ast hafa sem slik á Norðurlönd-
um. sagði leikstjórinn Kári, en
Þjóðviljinn ræddi stuttlega við
hann nýlega.
Leikritið segir frá nokkrum
börnum og aðstæöum sem þau al-
ast upp við. Kári taldi að yngstu
börnin skildu varla boðskap leik-
ritsins, en börn á aldrinum 10—12
ára, og þaðan af eldri, hlytu að
geta skemmt sér ásamt fullorðn-
um.
Tónlist við leikritið samdi
sænskt tónskáld, Cunnar
Edander, en við uppfærsluna I
Bæjarbiói fara þau með hlut-
verkin Hörður Torfason, Gunnar
Magnússon, Þóra Lovisa Frið-
leifsdóttir og Sigriður Eyþórs-
dóttir.
Aðeins tvær sýningar verða nú
til að byrja með á Reykjavikur-
svæðinu, þvi fljótlega heldur
þessi litli leikflokkur i ferðalag
með „Leif, Lillu, Brúði og
Blóma” og ætla að leika á sem
flestum stöðum umhverfis landið.
— Er þetta pólitisk sýning?
— Nú veit ég ekki hvað skal
segja, sagði Kári Þórsson, þegar
verkið var frumsýnt i Stokkhólmi
spurðu leikararnir gestina,
hvernig þeim likaði við pólitiskt
Framhald á bls. 13
Sigrlður Eyþórsdóttir, Gunnar Gislason og Þóra Lovlsa Friöleifsdóttir I „fjölskylduieikritinu
frumsýnt verður i Bæjarbiói á föstudaginn klukkan 20.30.
sem
Fermingarvandrœði norskra presta:
„Engir strengir titra...’5
MO I RANA 12/6 — Norskur
sóknarprestur, Kristian Ljöncs
að nafni, hætti fyrir skemmstu
við að ferma börn I Korgen-kirkju
og bar við samviskuástæðum. 1
grein, sem presturinn skrifar i
Itana blad I dag, kvartar hann yf-
ir þvi að áhugi norskra ferm-
ingarbarna á kristnum fræðum sé
fyrir neðan allar hellur og þekk-
ing þeirra á þeim þaðan af minni.
Séra Ljönes tekur fram að
varla sé hægt að ásaka börnin
fyrir þetta, þvi aö foreldrar
þeirra séu að jafnaði álika hirðu-
laus um kristindóminn. „I sálum
þeirra fyrirfinnast engir strengir,
sem titra er boðskapur fagnaðar-
erindisins hljómar”, segir prest-
ur. Hann segir að með tilliti til nú-
verandi ástands sé jafngott að
hætta fermingum, þvi að upp úr
þeim hafist litið nema strit og
kostnaður. Timinn, sem notast
eigi til að uppfræða börnin i
kristindómnum, fari mestanpart i
að koma yfir þau aga, sem þó
sjaldnast takist.
Ljönes virðist þeirrar skoðunar
að áhugi fólks á kristnum fræðum
hljóti að fara minnkandi með
vaxandi aldri og þroska, þvi að
endingu leggur hann til að ferm-
ingaraldurinn verði færður niður i
tólf ár.