Þjóðviljinn - 12.01.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Síða 4
4 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975. DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóftviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Svavar Gestsson Prentun: Blaöaprent h.f. AÐ MISSAGLÆPINN Hvort halda menn að sé skuggalegra at- hæfi, af hálfu eins islensks stjórnmála- flokks, að senda fulltrúa á ráðstefnu kommúnistaflokka i Búdapest, eða þá hitt að senda engan fulltrúa? Liklega eru þeir ennþá skuggalegri, sem fara hvergi, og leiða hjá sér svo merka samkomu. Að minnsta kosti fer ekki milli mála, að þannig litur ritstjóri Alþýðublaðsins á þetta mikilvæga mál, eins og fram kom i forystugrein blaðsins einn daginn nú i vikunni, en ritsmið sú var að sjálfsögðu þegar i stað endurprentuð i Morgunblaðinu. Alþýðublaðið sér sem sagt ástæðu til að fræða lesendur sina á þvi, að slik ráð- stefna hafi verið haldin, og það sem voða-1 legast er, eða a.m.k. dularfyllst: Þarna var enginn fulltrúi frá íslandi. íslenskir sósialistar hafa frá þvi fyrsta, allt frá árdögum islenskrar verkalýðs- hreyfingar hlotið að taka þvi með þolin- mæði, að gert væri að þeim hróp fyrir samneyti við Rússa og annað slikt ,,ill- þýði”. Reyndar hafa þetta oft verið einu „rökin” hjá pólitiskum andstæðingum, þegar annað brást. Sú var tiðin, að Alþýðuflokkurinn var flokkur islenskra sósialista, eins og ritstjóra Alþýðublaðsins •• rekur máski minni til, og fengu þá Alþýðu- flokksmenn sinn skammt prýðilega útilát- inn frá andstæðingunum i þá veru að þeir væru reyndar ekkert annað en rússabolsar og landráðalýður. Sú tið er nú að visu lið- in, og Alþýðuflokkurinn fyrir löngu orðinn pólitiskur umskiptingur sem kunnugt er, enda ihaldið búið að kreista úr honum nær sérhvern blóðdropa eftir 12 ára faðmlög. En islenskir sósialistar kippa sér sem sagt ekki upp við hróp af þessu tagi, þau eru gamalkunn. Hitt er aftur nokkur nýlunda, sem fram kemur i fyrrnefndri ritstjórnargrein Alþýðublaðsins nú i vikunni, að Alþýðu- bandalaginu skuli sérstaklega legið á hálsi fyrir það, að sæti Islands skyldi vera autt á ráðstefnunni i Búdapest, og það gert að árásarefni á stjórnmálasamtök is- lenskra sósialista. Slikt þykir okkur nú heldur betur stung- in tólg. Eitt sinn hefði það verið talið ganga glæpi næst að sækja slika ráð- stefnu, eða hvað var ekki sagt um Ólaf Friðriksson þáverandi ritstjóra Alþýðu- blaðsins, þegar hann fór á þingið i Moskvu fyrir hálfri öld? — En hitt, að fara hvergi, það er þó hálfu verra og enn ljósari sönnun fyrir hlýðnisafstöðu við Kremlverja, að dómi núverandi ráðamanna Alþýðu- flokksins. Svona geta nú hlutirnir verið skemmtilegir. Hefur Alþýðubandalagið gert herra Brésnef grein fyrir afstöðu sinni? spyr Alþýðublaðið með þjósti, og vænir Alþýðu- bandalagið um þá voðalegu synd, að hafa skotið sér undan slikri skýrslugerð. Og það er reyndar rétt til getið. Alþýðu- bandalagið hefur látið sér nægja að gera islenskum kjósendum grein fyrir stefnu sinni og störfum, en það hefur hvorki stað- ið reikningsskap gerða sinna i Moskvu eða Washington og ekki heldur i Peking. Alþýðuflokkurinn, sem kallar sig óháð- an, mun vera eini islenski stjórnmála- flokkurinn, sem á formlega aðild að póli- tiskum fjölþjóðasamtökum, og sækir fundi slikra samtaka. Alþýðubandalagið hefur hins vegar aldrei átt aðild að neinum slik- um samtökum og aldrei sótt ráðstefnur þeirra, hvorki i Austur-Evrópu né annars staðar, og þá að sjálfsögðu ekki heldur þessa dularfullu Búdapestráðstefnu. Alþýðubandalagið fylgist hins vegar af lif- andi áhuga með þróun alþjóðastjórnmála og þá ekki sist baráttu verkalýðshreyfing- arinnar og þjóðfrelsishreyfinga hvar sem er i heiminum, og það getur að sjálfsögðu vel hugsað sér að ræða ýmis mál við full- trúa erlendra stjórnmálaflokka, skyldra og óskyldra, ef svo vill verkast. Á siðustu árum hefur það færst mjög i vöxt, að stjórnmálaflokkar sósialdemó- krata, sem eru i sama alþjóðasambandi og Alþýðuflokkurinn islenski, hafi tekið upp margvisleg flokksleg samskipti við stjórnmálaflokka i Austur-Evrópu, svo sem með þvi að senda þangað flokkssendi- nefndir og flokksfulltrúa. Sjálfsagt getur slikt á stundum haft eitt og annað jákvætt i för með sér. Alþýðubandalagið hefur hins vegar, svo sem alþjóð veit, hafnað öllum slikum samskiptum við Kommún- istaflokk Sovétrikjanna og helstu banda- menn hans, vegna pólitiskra ágreinings- mála. Af islenskum stjórnmálaflokkum er það reyndar Framsóknarflokkurinn, sem á siðari árum hefur átt langmest samskipti við stjórnmálaflokka i Austur-Evrópu, með sendingu flokkssendinefnda þangað. Látum svo vera, ekki ætlum við að detta i þá gryfju, að telja Framsóknarflokkinn rússneskt útibú þrátt fyrir þetta. Alþýðubandalagið er ekki kommúnista- flokkur, en það er okkur heiður, að vera kallaðir kommúnistar i Morgunblaðinu og viðar. Þá nafngift hafa allir bestu menn islenskrar verkalýðshreyfingar fyrr og siðar hlotið úr þeirri átt. Satt að segja væri örugglega kominn timi til að lita betur til átta, ef Morgunblaðið og þess nánustu hættu einn góðan veðurdag að heiðra Alþýðubandalagsmenn með kommúnista- heitinu. Tist Alþýðublaðsins láta islenskir sósialistar sér i léttu rúmi liggja. Rætt við Þröst Ólafsson, formann Alþýðubandalagsins í Reykjavík Aukiðstarf flokksfélagsins í Reykjavík Umræöufundir hefjast 20. janúar. Skemmtikvöld hálfsmánaöarlega. Verkalýösmálastarf Alþýðubandalagið i Reykjavik mun i vetur efna til fundarhalda um ýmis málefni. Þjóðviljinn ræddi við formann félagsins, Þröst Ólafsson, hagfræðing, og bað hann segja nánar frá fundunum. Þröstur sagði: FyrirhugaB er að hefja þetta veröur einn félagi til aB hafa starf meB sex fundum sem haldn- framsögu um einhvern sérstakan ir verða meö þvisniði, að fenginn málaflokk, en siðan verða bæði Gerið skil íHappdrætti Þjóðviljans fyrirspurnir og almennar umræð- ur. Þetta er fundaform, sem tekiö var upp i félaginu fyrir tveimur eða þrem árum og reyndist mjög vel. Þau málefni sem til umræöu verða eru þessi. 1. Störiðja á islandi — Islenskur sósialismi. 2. Er islensk verkalýösbarátta stéttarbarátta? 3. Þjóöviljinn 4. Sóslalisminn I útlandinu. Dæmi: Ráðstjórnarrlkin.KIna, Kúba, Albania, Kórea, Júgóslavia. 5. Heimskreppan og stefna Alþýðubandaiagsins. 6. Barátta kvenna fyrir jafnrétti og stéttarbarátta. Aætlað er að hefja þessa fundi um tuttugasta janúar og verði þeir haldnir annað hvert miö vikudagskvöld. Fyrirhugaðir eru fleiri fundir og veröur þeirra get- ið slðar: fer efni þeirra að hluta eftir því hvert verður framhald stéttabaráttunnar i vetur og þeim málum sem rista dýpst hverju sinni. Auk þessa verða svo haldnir almennir stjórnmála- fundir. eftir þvl sem þörf þykir. Framsögumenn eru enn ekki ákveðnir, en þeirra verður getið jafnóðum. Þá miövikudaga sem engir slikir fundir eru haldnir er fyrirhugaö að efna til skemmtikvölda. Þar verður boöiö uppá kaffi og fengnir veröa listamenn til að koma fram, lesa upp kvæöi og sögur eöa syngja og spila. Þessi kvöld veröa auglýst hverju sinni og þeir lista- menn eöa skemmtikraftar sem fram munu koma. Þetta veröa mjög frjáls kvöld þar sem rabbaö veröur saman, samkomur þar sem fólk á aö skemmta sér sjálft. Þá hefur stjórn félagsins á- kveöiö aö hefja verkalýösmála- starf. Hefur veriö skipaður verkalýðsstarfshópur, en hlut- verk hans er aö tengja flokkinn enn nánar viö einstaka félags- menn I verkalýöshreyfingunni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.