Þjóðviljinn - 12.01.1975, Side 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975.
Rætt viö doktor
Sigmund Guöbjarnason,
prófessor
Viö
fleygjum
Sigmundur Gubbjarnason
miljónaverðmætum
Vafasamt er að allir geri
sér grein fyrir því að lýsi
er að öllum líkindum ekki
jafn hollt fyrir fullorðna,
og það er fyrir börn og
unglinga.
Ogætli strákarnir, 12—18
ára, sem enn eru ekki bún-
ir að taka út f ullan líkams-
vöxt, geri sér grein fyrir
því, að reykingar draga
mjög úr vaxtarmöguleik-
um þeirra, og það að byrja
að reykja áður en maður er
fullvaxinn getur haft það í
för með sér, að sá hinn
sami verður bannsettur
rindill? Þetta á að sjálf-
sögðu einnig við um stúlk-
urnar okkar.
Þá er vafasamt, að fólki
sé Ijóst, að ef til vill er
hægt að vinna miljóna-
verðmæti úr úrgangi fiska,
kinda og hvala, þ.e.a.s.,
því, sem við setjum nú í
bræðslu, eða hendum að
öðrum kosti. Af úrgangin-
um má nefna svil þorsks-
ins, og bris hvalsins, en úr
þessu eru unnin mjög verð-
mæt og þýðingarmikil lyf.
Um þetta og margt f leira
ræðir dr. Sigmundur Guð-
bjarnason, prófessor, í við-
tali því sem hér fer á eftir,
en Sigmundur er forstöðu-
maður Ef naf ræðistof u
Raunvísindastofnunar Há-
skólans.
Á efnafræðistofu Raun-
vísindastof nunarinnar
hafa ýmsir efnafræði-
kennarar Háskólans rann-
sóknaraðstöðu, t.d. lektor-
arnir dr. Ingvar Árnason
og dr. Sigrún N. Ólafsson.
Þar starfa einnig eftirtald-
ir sérfræðingar og að-
stoðarfólk: Kristján Linn-
et, Unnur Steingrímsdótt-
ir, Barbara Doell, Grétar
Ólafsson, Guðrúp Jóns-
dóttir og Karen Lyall.
Verkefnin eru margvís-
leg, líf ef naf ræðilegar
rannsóknir á hjartanu og
orsökum hjartaskemmda,
matvælarannsóknir, efna-
vinnsla úr slógi og öðrum
úrgangi og margt fleira.
En gefum dr. Sigmundi
orðið:
Við höfum á undanförnum ár-
um verið að rannsaka áhrif ým
issa tegunda islensks feitmetis á
vöxt tilraunadýra. Við notum
rottur sem tilraunadýr. Við höf-
um leitast viö að kanna hvort á-
kveðnar fæðutegundir hafi veru-
leg áhrif á vaxtarhraðann ænnars
vegar og efnasamsetningu lif-
færa, og þá einkum hjartavöðv-
ans, hins vegar. Þetta er þáttur i
stærra verkefni, þar sem áhrif
ýmissa þátta á efnasamsetningu
liffæra eru rannsökuð, svo sem
aldur, kyn, mataræöi, umhverfi
og neysluefni eins og nikótin.
Við hófum þessar rannsóknir
með þvi að kanna áhrif þorska-
lýsis á vöxtinn. Við gerðum þá
ráð fyrir að þorskalýsið hefði
mjög æskileg áhrif á vöxt og við-
gang dýranna og jafnframt á
hjartastarfsemina.
Einnig tókum við nikótináhrif
til rannsóknar, en það efni, er
eins og kunnugt er, skaðvaldur á
ýmsan máta, og könnuðum við á-
hrif þessa á vöxtinn og efnasam-
setningu hjartavöðvans og við-
nám hjartavöðvans gegn tauga-
streitu með þvi að gefa dýrunum
vissa streituhormóna.
bá athuguðum við áhrifin af
hertu lýsi, vegna þess að hert lýsi
er megin uppistaöan i smjörliki,
og islendingar neyta mikils
magns af hertu lýsi i þessu formi.
Lýsið haföi verulega heppileg
áhrif á vöxt dýranna, en nikótinið
dró mjög úr vextinum. beim mun
fyrr á ævi þessara dýra, sem
nikótingjöfin hófst, þeim mun ó-
heppilegri áhrif hafði hún á vöxt
dýranna. Ef nikótingjöfinni var
hins vegar hætt, jókst vaxtar-
hraðinn að nýju, en ef dýrunum
var gefið nikótin aftur, nokkrum
vikum siðar, horuðust þau niður
og aftur dró úr vaxtarhraða
þeirra og þau duttu niður á það
vaxtarstig, sem þau voru á með-
an þau fengu nikótingjöfina fyrr.
Áhrif herta lýsisins eru ekki
jafn ljós, og þvi er ekki að neita,
að þar þarf ýtarlegri rannsókna
við, en samkvæmt þeim niður-
stöðum, sem nú liggja fyrir, er
mjög liklegt, að áhrif lýsis og
herts lýsis geti verið mjög frá-
brugðin.
Margt er iikt
með skyldum
Niðurstöður okkar sýna, að lýsi
breytir efnasamsetningu liffæra
töluvert, þ.e.a.s. fitusýrusam-
setning i vissum mikilvægum
fituefnum. Hjartavöðvi, lifur og
vafalaust önnur liffæri breytast
fyrir áhrif lýsisins. Hins vegar
virðist herta lýsið hafa minni á-
hrif á efnasamsetningu þessara
liffæra. bað er rétt að taka þaö
aftur fram, að þessar athuganir
eru gerðar á rottum, og vafalitið
eru viðbrögð ýmissa dýrategunda
gagnvart svona breytingum eitt-
hvað mismunandi, og að sjálf-
sögðu er ekki heimilt að yfirfæra
niðurstöður, fengnar á dýrum,
beint yfir á menn. Hins vegar eru
mörg fyrirbæri i eöli sinu þau
sömu og þessar dýraathuganir
eru að sjálfsögðu þær frumathug-
anir, sem gera verður áður en
haldið verður lengra. Ef ákveðn-
ar dýratilraunir gefa einhverja
tiltekna niðurstöðu, má ailteins
búast við að hliðstæðar niöurstöð-
ur fáist á öðrum dýrategundum
og þá á manninum einnig.
Lýsið drap
stressuðu dýrin
I þessu sambandi er kannski
rétt að geta þess, að þegar dýrin
verða fyrir ýmsum áhrifum eins
og t.d. streitu i ýmsu formi þá eru
viðbrögð töluvert mismunandi
eftir þvi hver meðhöndlun þess-
ara dýra hefur verið. Ef dýrin eru
til dæmis sett i iskalt vatn, hefur
kuldinn minnst áhrif á þau dýr,
sem hafa fengið lýsi. bau syntu i
vatninu án sýnilegra örðugleika,
og eins lengi og við fengumst til
að standa yfir þeim. Hins vegar
þoldu dýr, sem fengið höfðu hert
lýsi, kuldann mjög illa, og af þeim
dró mjög hratt, þannig aö viö urð-
um að fiska þau upp úr vatninu
eftir fimm til tiu minútur.
Ef dýrunum voru hins vegar
gefnir streituhormónar sem eiga
að likja eftir taugastreitu hjá
mönnum, urðu viðbrögðin nokkuð
önnur. Sú tilraun var framkvæmd
til að kanna hvort fæðan og með-
höndlunin hefði áhrif á myndun
hjartaskemmda af völdum þess-
ara streituhormóna. baö sýndi
sig, að þau dýr, sem höfðu fengið
hert lýsi, hegðuðu sér á svipaðan
hátt og dýr, sem höfðu fengið
venjulegt rottufæði, án nokkurra
verulegra breytinga. Dýr, sem
höfðu hins vegar fengið lýsi,
stóðust þessa tegund streitu mjög
illa og i all flestum tilfellum
reyndist þetta streituform ban-
vænt fyrir þessi dýr.
betta er liður i rannsóknum,
þar sem verið er að kanna hvort
samband sé á milli efnasamsetn-
Minni rottan fékk nikótfngjafir þegar á unga aldrl, en sú stærri ekki.
Tilraunir hafa sýnt að nikótfnið dregur mjög úr vexti þessara dýra og
viðgangi. (Myndir: A.K.)
Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA ll
ingar i hjartavöðva annars vegar
og viðbragða gagnvart streitu-
hormónum hins vegar, þvi vitað
er að slik efni valda oft hjarta-
vöðvaskemmdum án þess beint
að valda æðaþrengslum. bað er
rétt að taka það fram aftur að
þetta eru dýrarannsóknir og ekki
erheimilt að yfirfæra niðurstöður
þeirra yfir á manninn að órann-
sökuðu máli.
Of mikiö magn af
D-vítamíni flýtir
fyrir æöakölkun
í sambandi við lýsið ber að hafa
það i huga, að lýsiö er vafalaust
mjög hollt fyrir börn og unglinga i
uppvexti og fuilorðnir hafa senni-
lega gott af þvi, en þá óhóflegu
magni.
D-vitamin er nauðsynlegt i Iitlu
magni, um 400 einingar á dag, en
skaðlegt i of miklu magni, t.d.
meir en 1800 einingar á dag.
Gagnslaust er taliö að taka meir
en 400 einingar á dag. Matskeið af
þorskalýsi hefur 1200-1500 eining-
ar af D-vitamini eða meira.
Nú er D-vitamini bætt I fjölda
matvæla, og telja ýmsir visinda-
menn að D-vitaminneysla kunni
aö vera of mikil af þessum sök-
um. Rannsóknir norðmanna i
Tromsö gefa til kynna, að krans-
æðasjúklingar, sem hafa orðið
fyrir myndun hjartadreps, hafi
neyttmun meira af D-vitamini en
aðrir.
Það reynist ekki rétt i þessu til-
viki, að sé eitthvað gott, reynist
meira enn betra af þvi góða. Hóf-
leg neysla af þessu vitamini er
nauðsynleg, en of mikil neysla er
varasöm, ef ekki beinlinis hættu-
leg.
Viltu vera
rindilslegur?
Það er fróðlegt að skoða einn
tiltekinn þátt nikótinrannsókna
okkar, áhrif nikótinsins á vöxt til-
raunadýranna. Það er rétt að
geta þess, að þessar rannsóknir
hafa verið studdar um árabil af
amerisku læknasamtökunum
vegna þess að þeir hafa einkum
og sér i lagi áhuga á áhrifum
nikótins á hjartastarfsemina og
hjartaskemmdir. Að þessu sinni
mun ég ekki fara inn á áhrif nikó-
tins á hjartað, en þess i stað á
vöxtinn.
Nikótinið dregur mjög úr vexti
tilraunadýra og þeim mun meir,
sem nikótiniö er gefið fyrr á æf-
inni og eftir þvi sem meira er gef-
iö af þvi. Það kom einnig i ljós, aö
þegar nikótingjöfinni var hætt um
tima tóku dýrin mjög ört viö sér
aftur og vöxtur þeirra óx mun
hraðar en verið hafði og þau virt-
ust ætla að ná eðlilegum þroska.
Ef þessum dýrahópi var aftur
gefið nikótin þá horuðust þau og
mjög dró úr vaxtarhraða þeirra.
Þetta virðist gefa til kynna, að
nikótinið hafi timabundin en ekki
varanleg áhrif, og hægt sé að
vinna það aftur, sem tapast við
nikótinneysluna.
Þetta kynni að eiga sér hlið-
stæðu hjá börnum og unglingum,
sem fara að reykja snemma. Ef
þetta á einnig við um manninn, og
þá að sjálfsögðu börn og ung-
linga, hefur þetta i för með sér
verulegan samdrátt i vexti, þann-
ig að ungir piltar; eða ungar
stúlkur, sem reykja eiga það á
hættu að ná ekki eða mun hægar
þeirri likamsstærð, sem þau ella
hefðu náð.
Hins vegar má þá einnig ætla,
að ef nikótinneyslu er hætt, og
ekki er of langt liðið á þroska-
skeið unglings, þá gæti hann
endurunnið vaxtartapið.
Enginn ungur maður vill vera
smár að vexti og rindilslegur.
Þetta kynnu þeir að vilja hugleiða
þegar þeir fara að reykja á unga
aldri, jafnvel 12—13 ára. Þá eru
þeir aö draga verulega, aö þvi er
virðist, úr þeim vexti, sem þeir
ella kynnu að ná.
Guðrún Jónsdóttir
Unnur Steingrlmsdóttir
Barbara Doell, Kristján Linnet og Grétar Ólafsson.
Dýrmætur
úrgangur
Eitt af þeim verkefnum, sem
við vinnum að hér, er að kanna
möguleika á vinnslu verðmætra
efna úr fiskúrgangi, sláturúr-
gangi og hvalúrgangi.
Hér er um að ræða ensym, eöa
lifhvata og hormóna og önnur
efni, sem væntanlega mundu fara
á lyfjamarkað. Teljum við að á
þessu sviði séu verulegir fram-
leiðslumöguleikar I framtiðinni.
Að þessu verkefni er unnið á
tveimur stöðum: hér á Raun-
visindastofnun Háskólans og á
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins. Um þessar rannsóknir hefur
verið mjög góð samvinna á milli
þessara stofnana, og er þeirri
samvinnu þannig háttað, að við
hér gerum ýmsar frumathugan-
ir, og ef þær virðast lofa góðu, er
þessum rannsóknum haldið
áfram á Rannsóknarstofnun fisk-
iðnaðarins.
Við höfum þegar hafist handa
um frumathuganir á efnavinnslu
úr slógi. Við viljum kanna frekar
vinnslu steroidhormóna, vinnslu
á innsúlini úr hval og jafnvel úr
lambabrisi. Við teljum að það sé
mikið af litt notuðu hráefni á slógi
og sláturúrgangi.
Innmaturinn úr sláturdýrum er
notaður að mjög takmörkuðu
leyti og stór hluti af þessum inn-
mat fer forgörðum. Hér er verk-
efni, sem þarf verulegs stuðnings
viö, og við væntum þess að með
samvinnu Háskólans og Rann-
sóknarstofnana atvinnuveganna
takist okkur að sinna þessum
verkefnum á viðunandi máta, svo
og fjölda annarra verkefna sem
eru i deiglunni.
Af þvi hráefni, sem til umræðu
er úr fiskislógi, eru td. svil, en
áætla má, að hægt sé að vinna um
5 þúsund tonn af sviljum árlega,
ef allt kæmi á land. Skúflangar
eru einnig til umræðu, en af þeim
höfum við árlega 3.400 tonn ,
svipað magn er einnig af görnum
og kúttmögum. Þetta er mjög
mikið magn hráefnis, og þó að
ekki næðist til nema þriðjungsins
af þessu hráefni gæti það ef til vill
orðið grundvöllur að arðbærri
vinnslu.
Þá má skoða innmatinn úr
sláturdýrum, en I sláturúrgangi
er æði margt girnilegt. Or 500
þúsund fjár fengjust 22,5 tonn af
briskirtlum og um 25 tonn af
milta, 75 tonn af eistum og svona
mætti lengur telja. Allt eru þetta
hráefni til vinnslu verðmætra
efna.
tlr hvalnum væri hægt að fá 90
tonn af lifur, 340 tonn af görnum
og maga. Or maga væri hægt aö
vinna pepsin og aðra hvata, sem
eru i mjög háu verði á markaðin-
um.
Innsúlínvinnsla
úr hval
Þá má geta þess, að ef til vill
mætti vinna insúlin úr hval. In-
súlin úr hval er likara mannain-
súlini, en nokkurt annað insúlin
sem til er. Munar þarna aðeins
einni aminósýru á allri sameind-
inni. Þetta hefði það i för með sér,
að mótefnamyndun sykursýkis-
sjúklings gagnvart sliku insúllni
yrði mun minni heldur en nú
reynist gagnvart insúlini úr svin-
um eða nautum. Tilraunir eru i
gangi þess efnis, að vinna insúlin
úr fleiri dýrategundum, en hval-
insúlin hefur algera sérstöðu. Það
er unnið úr brisi, og það er full
ástæða til að kanna það betur
hvort ekki væri unnt að vinna það
hér, en tryggur markaður er fyrir
slika vöru nú þegar. Insúlinfram-
boðið virðist fara minnkar.di, og
hafa menn áhyggjur af þvi, að
hráefnaframboðið aukist ekki til
jafns við eftirspurnina.
2,4 miijónir
hvert kíló
Ef við tækjum sem dæmi um
verðmæti þessa úrgangs og hugs-
um okkur sterólida úr sviljum.
Sterólar i sviljum eru 2,5% af
þurrefni sviljanna, og ef hægt
væri aö fá þessi 5 þúsund tonn af
sviljum, sem á land berast ár-
lega, má vinna úr þeim um 15-20
tonn af sterólum. I þessum steról-
um er mjög verðmætir hormónar
og þótt við fengjum ekki úr þessu
magni steróla nema 1% hormóna
þá fengjust um 200 kiló af þeim.
Verð hormóna er mjög misjafnt.
Td. kostar grammið af
testósterón hormónum 100 krón-
ur, andrósterón um 300 krónur
grammið og estradiól kostar um
2400 krónur grammið. Hvert kiló
af þessum hormónum kostar
þannig 100 þúsund og allt upp i 2,4
miljónir.
Verð á enzymi, hvötum eins og
pepsini er 400 krónur grammið.
Verð á trinsíni er frá 12 þúsund og
upp i 800 þúsund krónur hvert
kiló. Þarna er þvi um að ræða litið
magn af mjög dýrum efnum.
Upplýsingar
liggja ekki á lausu
Við höfum lagt fram áfanga-
skýrslu til iðnaðarráðuneytisins
um þessa lyfja- og lifefnavinnslu.
Þar gerum við tillögur um fram-
haldsrannsóknir og gerum grein
fyrir þeim kostnaði, sem þær
munu hafa i för með sér. Hvort
sem það fé fæst eða ekki, heldur
þessum rannsóknum áfram, að
visu þá hægar en ella ef sérstök
fjárveiting fæst ekki, en fram-
vindan verður væntanlega sú, ef
allt gengur að óskum, að við mun-
um afla upplýsinga um tegundir
og magn efnanna. Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins mun siðan
taka við niðurstöðum okkar og
kanna möguleika á vinnslu þess-
ara efna i einhverju magni, og þá
kemur i ljós hvort þetta verður
arðbært eða ekki. Við gerum okk-
ur ljóst, að framleiðsla einhverra
þessara efna kann að reynast
óhagkvæm, og þvi eru tilraunir
með framleiðslu i smáum stil
nauðsynlegar til að fá úr þvi skor-
ið hversu hagkvæma framleiðslu
um er að ræða.
Einu aðiljarnir, sem fást eitt-
hvað við rannsóknir af þessu tagi
aðriren við, eru japanir. Japanir
hafa lagt sig mjög fram um að
nýta td. hvalúrgang, og sjálfsagt
hafa þeir reynt að nýta fiskúr-
ganginn eins og unnt er, en niður-
stöður þeirra liggja ekki á lausu,
og okkur hefur ekki tekist að afla
viðunandi upplýsinga af tilraun-
um þeirra.
Tilraunir til að fá upplýsingar
frá öðrum stórum fiskveiðiþjóð-
um hafa borið litinn árangur.
Berum við gæfu til
að nýta möguleikana?
Að lokum væri rétt að geta
þess, að uppbygging verkfræði-
og raunvisindadeildar Háskólans
hefur verið mjög ör. Hingað hafa
komið menn frá atvinnufyrir-
tækjum, háskólum og rann-
sóknarstofnunum, innlendum og
erlendum til starfa við uppbygg-
ingu deildarinnar. Margir þess-
ara manna eru mjög vel þjálfaðir
og reyndir i rannsóknarstörfum.
Og nú þegar stærsta áfanga i upp-
byggingu kennslunnar er lokiö og
uppbygging rannsóknanna hefst
að einhverju verulegu gagni, ber
að gæta þess, að þessum nýju
mönnum sé veittur sá stuðningur,
sem nauðsynlegur er til þess að
geta hafið rannsóknir og vinnslu
nýrra verkefna.
Þau viöhorf hafa verið rikjandi,
að skera niður mikið af þvi, sem
nýtt telst við fjárveitingar til
rannsókna. Ef sá háttur verður
hafður á, og niðurskurður við-
hafður áfram á fjárveitingum án
ýtarlegrar skoðunar á eðli verk-
efnanna, verður afleiðingin sú, að
mörg af þessum verkefnum sjá
aldrei dagsins ljós, og margir af
þeim mönnum, sem leggja sig
fram við að koma með slik verk-
efni snúa sér einfaldlega að ein-
hverju öðru. Ef þannig færi
fengjum við ekki það út úr upp-
byggingu Háskólans, sem raun-
verulega er ætlast til. Það þarf að
hafa gát á þvi, að nýta sem best
þann mannafla og þá möguleika
sem uppbygging Háskólans hefur
skapað. Það eru mjög miklir
möguleikar fyrir hendi, og ég
vona að við berum gæfu til þess
að nýta þá til hins ýtrasta.
—úþ