Þjóðviljinn - 12.01.1975, Qupperneq 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975.
„Fellivetur” — afdalakona i Englandi.
Sjónvarp í vikunni
Vesturfararnir eftir Jan Troell
eru á dagskrá sjónvarpsins á
sunnudag. Fimmti þátturinn
nefnist „Við Ki-Chi-Saga”. Þessi
mynd Troells er með þvi besta, ef
ekki langbesta sjónvarpsefni sem
hér hefur verið sýnt.
Það er með ólikindum hve vel
Troell hefur tekist um alla gerð
myndarinnar, myndataka er afar
góð, leikur frábær og val leikara i
hlutverkin hefur tekist sem best
er á kosið.
Sjónvarpið hefur undanfarið
endursýnt hvern þátt og er aðeins
gott um það að segja, af Vestur-
förunum ættu menn ekki að
missa.
Dagskrá næstu viku er svo i
hinu fasta formi: Onedin á mánu-
dag, kominn 15 þáttur og allir
fyrir löngu orðnir leiðir á þessum
frekar ómerka framhaldsþætti.
A mánudagskvöldið sýnir sjón
varpið franska heimildarmynd
sem nefnist ,,I nafni kynstofns-
ins”. Er þar fjallað um tilraunir
þýsku nasistanna til að kynbæta
þýsku þjóðina með skipulögðum
aðferðum.
Söngur Sólveigar, finnska
myndin, sem er i þrem þáttum er
á dagskrá á þriðjudaginn. Það er
verulegur fengur að þessari
mynd, og hún, og reyndar fleiri
finnskar myndir sem hér hafa
verið sýndar, sýna að finnsk kvik-
myndagerð er i framsókn,
finnska sjónvarpið og útvarpið
hefur lika lagt áherslu á að flytja
leikrit eftir innlenda höfunda.
Fellivetur heitir bresk
heimildamynd, sem fjallar um lif
fólks i afskekktu fjallahéraði i
Norður-Englandi. Þetta hlýtur að
vera fróðleg mynd, þvi væntan-
lega er nokkuð tekið að sneiðast
um „afskekkt fjallahéruð” i
Englandi.
Útvarp
Samantekt þeirra Páls Heiðars
Jónssonar og Baldurs Guðlaugs
sonar um inngöngu íslands i
Nató, var fróðleg á að hlýða, en
fyrri hluti þáttar þeirra var á
sunnudaginn var, siðari hlutinn
er fluttur á sunnudaginn klukkan
14.15.
Það er kannski merkilegt við
þennan þátt tvimenninganna, að
þeir Páll eru báðir Varðbergs-
menn og þar af leiðandi sérstakir
perluvinir Natós-gamla.
Og menn velta þvi fyrir sér
hvort einhvern tima hefði það lið-
ist, að hernámsandstæðingar
gerðu slikan þátt? — GG
Lausar stöður
skattendurskoðenda
Fjármálaráðuneytið auglýsir hér með
lausar til umsóknar nokkrar stöður skatt-
endurskoðenda við embætti skatt-
stjóranna i Reykjavik og Hafnarfirði.
Umsækjendur verða að gangast undir að
sækja námskeið og taka próf að þvi loknu
sem sker úr um ráðningu til reynslu. Á
námskeiðinu verða kennd helstu atriði i
sambandi við framtöl og skattskyldu.
Námskeiðið hefst 25. janúar og stendur til
1. febrúar. Innan fjögurra mánaða frá
upphafi reynslutima mun verða haldið
námskeið fyrir endurskoðendur skatt-
framtala einstaklinga er lýkur með prófi.
Laun fullgildra skattendurskoðenda eru
skv. 18. launaflokki kjarasamnings BSRB
og fjármálaráðherra. Umsóknum ber að
skila til fjármálaráðuneytisins Arnarhvoli
sem jafníramt veitir nánari upplýsingar.
Fjármálaráðuneytið, 10. janúar 1975.
n cj
U
um helgina
/unnudcigui
17.00 Vesturfararnir. Sænsk
framhaldsmynd, byggð á
sagnaflokki eftir Vilhelm
Moberg. 4. þáttur endurtek-
inn. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir (Nordvision)
18.00 Stundin okkar. Glámur
og Skrámur láta ljós sitt
skina og söngfuglarnir
syngja um hana langömmu
sina. F’luttar verða tvær
stuttar sögur eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson, og einn-
ig eru i þættinum myndir
um Bjart og Búa og Jakob,
og loks verður sýnd tékk-
nesk mynd, byggð á þýsku
ævintýri, sem heitir Doktor
Alvis. Umsjónarmenn
Sigriður Margrét
Guðmundsdóttir og Her-
mann Rágnar Stefánsson.
Stjórn upptöku Kristin Páls-
dóttir.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
20.30 „Ein er upp til fjalla”.
Fræðslumynd um rjúpuna
og lifnaðarhætti hennar.
Myndarhöfundur Ósvaidur
Knudsen. Tal og texti dr.
Finnur Guðmundsson.
Ljóðalestur Þorsteinn ö.
Stephensen. Fyrst á dag-
skrá 17. september 1972.
20.55 Söngsveitin Þokkabót.
Gylfi Gunnarsson, Halldór
Gunnarsson, Ingólfur
Steinsson og Magnús Reynir
Einarsson leika og syngja
nokkur lög i sjónvarpssal.
Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
21.10 Heimsmynd I deiglu.
Finnskur fræðslumynda-
flokkur um visindamenn
fyrri alda og þróun heims-
myndar Vesturlandabúa. 3.
þáttur. „Stjörnur það né
vissu, hvar þær staði áttu”.
Þýðandi Jón Gunnarsson.
Þulur Jón Hólm. í þessum
þætti greinir frá dananum
Tycho Brahe og stjörnu-
rannsóknum hans. (Nord-
vision — Finnska sjónvarp-
ið)
21.30 Vesturfararnir. Fram-
haldsmynd, byggð á sagna-
flokki eftir Vilhelm Moberg.
5. þáttur. Við Ki-Chi Saga
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir. (Nordvision). Efni 4.
þáttar: Sex mánuðir voru
liðnir siðan Karl Óskar og
fólk hans lagði af stað frá
Sviþjóð, og nú leitaði hann
að landi undir framtiðar-
heimilið. Hann hélt lengra
inn i óbyggðirnar en hitt
fólkið, til að finna stað við
sitt hæfi.
22.25 Að kvöldi dags. Séra
Valgeir Astráðsson flytur
hugvekju.
22.35 Dagskrárlok.
mónudoQuT]
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
20.35 Onedin - skipafélagið.
Bresk framhaldsmynd. 15.
þáttur. Spilin á borðið.Þýð-
andi Óskar Ingimarsson.
Efni 14. þáttar: 1 Banda-
rikjunum geisar borgara-
styrjöld, og Norðurrikja-
menn hafa sett hafnbann á
öll skip, sem eiga að flytja
vörur til eða frá Suðurrikj-
unum. James eygir þarna
gróðavon. Hann kaupir
skipsfarm af hergögnum og
ýmsum nauðsynjum og sigl-
ir vestur um haf. Honum
tekst að komast klakklaust i
höfn i Wilmington. Þar selur
hann farminn og kaupir
baðmull i staðinn. A heim-
leiðinni taka norðanmenn
skipið herfangi, en James
og Frazer tekst að múta
yfirmanni herdeildarinnar,
og skipið kemst heilu og
höldnu heim til Liverpool.
21.25 tþróttir M.a. mynd frá
torfæruaksturskeppni
björgunarsveitarinnar
Stakks i Keflavik.
22.00 í nafni kynstofnsins.
Frönsk heimildamynd um
tilraunir Adolfs Hitlers og
fylgismanna hans til að
kynbæta þýsku þjóðina með
skipulögðum aðferðum.
Þýðandi Ólöf Pétursdóttir.
Þulur Ingi Karl Jóhannes-
son.
23.05 Dagskrárlok.
0
um helgina
/unnud<i9uf
8. Morgunandakt.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlöga. Þjóð-
lög frá Kanada og Mæri,
sungin og leikin b. Tommy
Reilly leikur á munnhörpu.
9.00 Fréttir. Otdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónléikar.
11.00 Messa I Hallgrims-
kirkju.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.10 Ör sögu rómönsku Ame-
ríku. Sigurður Hjartarson
skólastjóri flytur annað há-
degiserindi sitt: Mexikó.
14.15 Innganga tslands i At-
lantshafsbandalggið Sam-
felld dagskrá sem Baidur
Guðlaugsson og Páll Heiðar
Jónsson gera; — siðari
hluti.
15.30 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátið I Ilelsinki i
sumar.
16.25 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Endurtekið efni: Flóra;
þáttur með blönduðu efni i
umsjá Gylfa Gislasonar. 1
þættinum mælir Vilborg
Dagbjartsdóttir fyrir minni
karla. Guðbergur Bergsson
les úr „Astum samlyndra
hjóna” og rætt er við Þór-
berg Þórðarson. Aður út-
varpað 16. júni i fyrra.
17.25 Létt tónlist frá norska út-
varpinu Útvarpshljómsveit-
in leikur lög eftir Arne Egg-
en og Antonio Bibalo.
Stjórnandi: Sverre Bruland.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Emil og ley nilögreglu-
strákarnir” eftir Erich
Kastner. Haraldur Jó-
hannsson þýddi. Jón Hjart-
arson leikari les (2).
18.00 Stundarkorn með Jessye
Norman, sem syngur lög
eftir Gustav Mahler. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Þekkirðu land?” Jónas
Jónasson stjórnar spurn-
ingaþætti um lönd og lýði.
Dómari: ólafur Hansson
prófessor. Þátttakendur:
Ragnheiður Bjarnadóttir og
Stefán Hermannsson.
19.50 tslensk tónlista. Gunnar
Egilson og Rögnvaldur
Sigurjónsson leika Sónötu
fyrir klarinettu og pianó eft-
ir Jón Þórarinsson. b. Ingv-
ar Jónasson og Guðrún
Kristinsdóttir leika lög eftir
Sigvalda Kaldalóns, Jón
Leifs, Steingrim Hall og
Sigfús Einarsson. c. Gisli
Magnús leikur Pianósónötu
eftir Árna Björnsson.
20.30 Albert Schweitzer —
aldarminning. Lesinn kafli
úr ævisögu Schweitzers eftir
Sigurbjörn Einarsson
biskup og brot úr ræðu
Schweitzers við móttöku
friðarverðlauna Nóbels
1954. Einnig leikur Albert
Schweitzer orgelverk eftir
Bach.
21.05 Kvöldtónleikar Pianó-
trió op. 32 eftir Anton Aren-
sky. Maria Littauer leikur á
pianó, GyÖrgy Terebesi á
fiðlu og Hannelore Michel á
knéfiðlu.
21.35 Spurt og svarað.Svaia
Valdimarsdóttir leitar
svara við spurningum hlust-
enda.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Hulda Björnsdóttir dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
mánudoQui
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05: Valdimar örnólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari
(a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30,
8.15 (og forustugr. lands-
málabl.), 9.00 og 10.00
Morgunbæn kl. 7.55: Séra
Óskar J. Þorláksson dóm-
próf. (a.v.d.v.) Morgun-
stund barnanna kl. 9.15:
Finnborg örnólfsdóttir les
söguna „Maggi, Maria og
Matthfas” eftir Hans Pett-
erson i þýðingu Gunnars
G u ðm u n d sso n a r og
Kristjáns Gunnarssonar
(10). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli liða. Búnaðar-
þátturkl. 10.25: Guðmundur
Jósafatsson frá Brandsstöð-
um talar um forðagæslu. ís-
lenskt málkl. 10.40: Endur-
tekinn þáttur dr. Jakobs
Benediktssonar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar
14.30 Miðdegissagan: „Söng-
eyjan” eftir Yukio Mishima.
Anna Maria Þórisdóttir
þýddi. Rósa Ingólfsdóttir
leikkona les (5).
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(15.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
17.10 Tónlistartimi barnanna.
Ólafur Þórðarson sér um
þáttinn.
17.30 Að tafli, Ingvar Ás-
mundsson menntaskóla-
kennari flytur skákþátt.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Mælt málBjarni Einars-
son flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn.
Sverrir Runólfsson talar.
20.00 Mánudagslögin,
20.25 Blöðin okkar. Umsjón:
Páll Heiðar Jónsson.
20.35 Tannlæknaþáttur.
20.50 Til umhugsunar, Sveinn
H. Skúlason stjórnar þætti
um áfengismál.
21.10 Pianótónlist eftir Alex-
ander Skrjabin. Roberto
Szidon leikur Sónötu i es-
moll.
21.30 Útvarpssagan: „Dag-
renning” eftir Romain Roll-
and.Þórarinn Björnsson is-
lenskaði. Anna Kristin Arn-
grimsdóttir les( 9).
22.00 Fréttir,
22.15 Veðurfregnir. Byggða-
máLFréttamenn útvarpsins
sjá um þáttinn.
22.45 Hljómplötusafnið i um-
sjá Gunnars Guðmundsson-
ar.
23.40 F'réttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.