Þjóðviljinn - 12.01.1975, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Qupperneq 23
/J J < Ji ýjf <t Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir SAGA EFTIR PIERRE GRIPPARI SÍÐARI HLUTI E Pjr-± 0^5 Nornin í Mufftárgötu Nú var ekki lengur neitt efamál að hljóðið kom úr græn- metissjoppunni. Basír fór í einu stökki yfir útstillingarkassana og inn í sjoppuna um leið og sölukellingin rankaði við sér og opnaði augun. Og á samri stundu opnuðu hinar 266 sölu- kellingarnar líka augun. Sem betur fer tók Basír eftir þessu og svæfði þær allar aftur með vel úti látnu gitarhöggi. Svo fór hann að reyna að opna skúffuna á peningakassanum meðan Nadja söng enn: Basír, ó, Basír, ó, leystu mig nú svo nornin drepi mig ekki. En skúffan var of erfið, það gekk ekki. Nadja söng og Basír puðaði og nú vöknuðu sölukerl- ingarnar 267 aftur. En þær pössuðu sig núna að opna ekki augun! Þær höfðu lokuð augun og smáþokuðu sér í áttina að sjoppunni þar sem Basir var að puða, og umkringdu hann þannig. Basír vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð, en þá' sá hann sterklegan sjóara ganga hjá, ungan og hraustan. Hann var á leið niður götuna. — Góðan daginn, sjómaður. Viltu gera mér greiða? — Hvað er það? — Að bera þennan peninga- kassa heim til okkar. Systir mín er lokið niðrí honum. — Og hvað fæ ég að launum? — Þú færð alla peningana og ég fæ systur mína. — Þá það! Basír lyfti peningakassanum og ætlaði að rétta sjóaranum hann þegar grænmetissölu- kellingin sem læðst hafði að greip um fótinn á honum og fór að góla: — Ö, þjófurinn, þjófurinn, ég náði þér! Basír missti jafnvægið og sleppti takinu á peningakass- anum. Kassinn sem var þungur datt beint á hausinn á kelling- unni og þá brotnuðu allir haus- arnir á sölukellingunum 267 og heilinn vall út úr þeim. Nú var nornin sko dauð, alveg stein- dauð. Og meira en það: við höggið opnaðist kassinn og Nadja komst út. Hún margkyssti litla bróður sinn og þakkaði honum. Og svo fóru þau bæði heim til foreldra sinna en sjómaðurinn tíndi peninga nornarinnar upp úr blóðpollinum. HVER KANN GUNNU VÍSUR? Það væri ekki úr vegi að rifja upp vis- una um hana Gunnu-tunnu-grautar- vömb nú rétt eftir jólaátveislurnar. Kona, sem reyndar heitir Guðrúnjþess vegna kann hún visuna, kenndi mér hana i jólaboði. Guðrún er frá Kálfs- hamri á Skaga. Fyrir sjötiu árum striddu krakkarnir henni með visu- skömminni: Gunna tunna grautarvömb gerir mér að skipa. 'Aldrei berst það út um lönd að hún gefi bita. Þarna var stödd ung kona f rá Stykkishólmi, og hún sagði að krakkarnir þar hefðu, fyrir tuttugu árum, sungið: Gunna tunna grautarvömb gengur út um bæinn. Áttatíu og átta lömb át hún sama daginn. Hvernig ætli krakkarnir hafi þessa visu núna? Skrif ið Komp- unni allar Gunnuvísur sem þið kunnið. Og vill ekki einhver teikna reglulega skemmtilega mynd af Gunnu-tunnu-grautar- vömb? Sólrún Hauksdóttir 12 ára, Garðafitó, Garðahreppi, sendir okkur tvö smáljóð eftir sig. STAKA Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Þar mun sólin verma mig og kuldi frá mér flýja. Góður dagur Sólin skin nú hátt á lofti og börnin leika sér glöð Svanir syngja um loftin blá Og fiskar synda rólegir. DD 07 nTTTWtTrrnlwfl Þessar fallegu myndir teiknaði Arndis Hrönn Egilsdóttir, Meistaravöllum 33. Arndis fer alveg rétt að. Hún notar bara rauða og svarta tússlitinn, þess vegna prentast myndin hennar svona vel.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.