Þjóðviljinn - 18.01.1975, Page 1

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Page 1
UOÐVIUINN Laugardagur 18. janúar — 40. árg. 14. tbl. ' . „ Flak þyrlunnar i túnfætinum I HjarOarnesi. Bærinn i baksýn Flugvélin fórst sunnan viO túniO i HjarOarnesi: bæjarnafniO undir- strikaO á kortinu. Lúövik Karlsson, flugmaOur, 31 árs, lætur eftir sig konu og 3 börn. Kristján S. Helgason, fram- kvæmdastjóri, 29 ára, lætur eftir sig konu og 3 börn. Sjö fórust með þyrlunni „Vélin strax eitt eldhaf,” segir sjónarvottur Sjö menn fórust er þyrla af Sikorsky gerð hrapaði tii jarðar við bæinn Hjarðarnes á Kjalarnesi. Þyrl- an var eign Þyrluflugs h.f. og hafði nýlega verið tekin i notkun. Nöfn hinna látnu birtast ásamt myndum hér á siðunni. Það var um hálf ellefu leytið i gærmorgun, að sjónarvottar sáu þyrluna koma úr suðri meðfram Esjunni og yfir Tiðaskarði tók hún að láta einkennilega. Vélin mun hafa rekist i hæðina upp af Hjarðarnesi, amk. fannst brak á dreif um móann niður af Tiða- skarði og niður i túnjaðarinn við Hjarðarnes þar sem hún skall til jarðar. Sprenging varð i vélinni er hún snerti jörð. Þegar i stað varð hún eitt eldhaf og brann til kaldra kola. Fólkið á Hjarðarnesi varð vart við sprenginguna, sá vélina log- andi þar i túninu og gerði strax viðvart. Sjúkrabifreiðir, lögreglumenn og slökkvibill fóru þegar á stað- inn, en ekki varð við neitt ráðið, enda munu mennirnir sjö sem i vélinni voru hafa látist samstund- is. Flak vélarinnar er litið dreift um túnið. Hluti úr stéli þyrlunnar og hjól undan henni hafa kastast frá slysstaönum, en likur benda til að þyrlan hafi ekki fallið til jarðarúr mikilli hæð. Slysstaður- inn, flakið brunna, myndar svart- an blett i Hjarðarness-túnið. Þyrlan (Sikorsky S-55, TF LKH) mun hafa verið á leið vest- ur i Stykkishólm með menn frá Rafmagnsveitum rikisins. Tveir ungir menn áttu þyrluna Lúðvik Karlsson og Kristján S. Helgason og fórust þeir báðir i slysinu. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú orsakir slyssins, en i gærdag vann nefndin að þvi að safna saman vitnisburði sjónar- votta og annarra sem staddir voru nærri slysstaðnum. Tvær manneskjur munu hafa horft á slysiö, ung stúlka sem var á gangi frá Saurbæ að Hjarðar- nesi og bilstjóri oliubils, sem var að fara með oliu heim að Hjarðarnesi. Jóhannes Snorrason, flugstjóri, er formaður slysarannsóknar- nefndarinnar, en aðrir i henni eru Karl Eiriksson, Skúli Jón Sigurðsson og Grétar öskarsson. Vélin strax eitt eldhaf Hjalti Jóhannsson, bilstjóri á oliubil frá BP sagði Þjóðviljanum svo frá: ,,Við vorum að aka gegn- um Tiðaskarðið þar ofan við Hjarðarnes, þegar við sáum þyrl- una á vinstri hönd, hún var yfir sjónum sýndist okkur, en mjög nærri landi. Við sáum að hún var stjórnlaus og að hrapa. Afturendi hennar stefndi niður, hún féll með stélið á undan. Við tveir sem i bilnum vorum, höldum að viö höfum horft á þyrluna á lofti i svona eina minútu. Hún skall svo til jarðar og varð strax eitt eld- haf. Billinn hjá okkur var i gangi, við heyrðum aldrei vélarhljóð frá þyrlunni né heldur sprengingu, en spaðar hennar snerust hægt, kannski aðeins fyrir vindinum. Hjónin i Hjarðarnesi voru sofandi þegar þetta bar að, en þau hafa sagt að þau hafi vaknað við sprengingu”. Hjalti Jóhannsson og félagi hans flýttu sér niður að Hjarðar- nesi, en er þangað kom hafði kon- an þar tilkynnt um slysið og maður hennar hljóp að slysstaðn- um. —GG Indriði H. Einarsson, yfirverk- fræöingur, 42 ára, lætur eftir sig konu og 2 börn. Sigurbjörg GuOmundsdóttir, matráöskona, 64 ára. Lætur eftir sig 8 uppkomin börn. Stefán ólafsson, verkfræðingur, 50 ára, lætur eftir sig konu og fimm börn. Guðmundur Hannesson, verk- stjóri, 41 árs, lætur eftir sig konu og 4 börn. Tómas Sigurösson, verkfræðing- ur, 36 ára, ókvæntur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.