Þjóðviljinn - 18.01.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. janáar 1975. SKAMMTUR Það hlýtur að vera matsatriði hverju sinni hverjum hliðum menningarmála sjónvarpinu beri að sinna, svo og hve miklu af hinum dýrmæta tíma þessa dýrmæta menningar- miðils skuli varið til að kynna hinar ýmsu greinar menningarinnar í landi voru, íslandi. íþróttir hafa verið mjög afskiptar hingað til, og hefur sjónvarpsnotendum ekki gefist nærri nægilegur kostur á að fylgjast með hinum ýmsu varíöntum eða svo notuð sé íslenska, afbrigðum, þessa likamlega menningarfyrirbrigðis, sem er svo ótrúlega snar þáttur í ellef uhundruð ára tilveru þjóðar- innar. Hvað sagði raunar ekki Hypofanes þegar Curriculo spurði hann þessarar kref jandi og frægu spurningar ,,Quid novi", Hypofanes svaraði þegar um hæl: ,,Nemo saltat sobrius", og hafa landsmenn um ára- og aldaraðir dregið mikinn lærdóm af þessu djúphugsaða svari Hypofanesar. Það er fyrst núna uppá síðkastið að forráðamenn sjónvarpsins virðast hafa fundið köllun hjá sér að veita íþróttum verðugan sess í dagskránni, og er nú — eins og vera ber — meiri tíma varið í það að sinna íþróttaefni en öllum greinum vísinda og lista í landinu samanlagt. Ef einhver skyldi hafa misst af íþrótta- þættinum um síðustu heigi, þar sem sýndar voru æfingarnar á bogahestinum, þá finnst oss að ekki megi láta hjá líða að f jalla lítillega um hann hér, þótt ekki verði unnt að gera þættinum og æf ingunum á bogahestinum nein verðug eða tæmandi skil. Hér verða lagðar til grundvallar þær skýringár, sem komu fram í þættinum, á þessu stórmerkilega fyrirbrigði — bogahest- inum — og stuðst við það sem þar kom f ram, eftir minni. Þátturinn byrjaði á því að stjórnandinn kynnt dómarann, en mundi ekki hvað hann hét. Dómarinn leiðrétti þetta strax, og eftir nokkurn þæfing um nafn dómarans var hægt að hef ja lýsingu á bogahestinum sjálfum. Þar kom eftirfarandi fram. Bogahesturinn er gifurlega erfitt áhald ef að nota á til nokkurrar hlftar. Keppni á boga- hestinum fer fram í þrem þrepum, og þeir lökustu af keppendum eru í fyrsta þrepi, en hinir hæfustu í því þriðj,a. Þeim sem eru i þriðja þrepi er gert að framkvæma æfingar, sem eru miklu erfiðari en fyrir þá sem eru í fyrsta þrepi. Er þetta gert til þess að þeir lökustu geti sigrað þá hæfustu í þessari keppni. Keppninni í sjónvarpssal lyktaði hins vegar með því, að enginn sigraði, og varð það að sjálfsögðu til mikillar hugarhægðar fyrir ýmsa af keppendum, því með því að enginn bar sigur úr býtum, þá tapandi heldur enginn. Hér varðalgert jafntef li. Eða eins og forráða- menn íslenskra landsliða segja svo oft: „Það er ekki aðalatriðið að sigra, heldur að taka þátt í drengilegum leik". Náskylt tæki bogahestinum er rugguhestur- inn, og það skrítna er, að þótt rugguhesturinn sé að vísu eldra tæki en bogahesturinn (Allir muna eftir Jóhanni prófasti fyrir austan, sem jafnan var kallaður Jóhann rugguhestur eftir rugguhesti konu sinnar Sveinbjargar prest- maddömu, sem brotnaði í miðri æfingu) þá hefur Ungmennafélag Islands ekki séð ástæðu til að taka upp kerfisbundna keppni á ruggu- hestum fyrr en nú nýverið. Við náðum sambandi við Grím Pálsson íþróttafulltrúa til að inna hann eftir því hvað liði kerfisbundnum æfingum á rugguhestum. Grimur veitti okkur greið svör og sagði að spurningin væri mjög tímabær einmitt núna, því verið væri að velja rugguhestalandsliðið. Hins vegar væri því ekki að leyna, að ruggu- hesturinn væri mun erfiðara tæki en boga- hesturinn, því bogahestinn mætti nota í báða enda, en rugguhestinn aðeins að aftan sakir makkareisnar rugguhestsins. Þá er alltaf talsverð hætta á því að keppendur lendi með tærnar undir ruggubogum rugguhestsins og getur það valdið tánum óþægindum og jaf nvel sársauka. Gleiðstaða með öðrum fæti hlýtur og alltaf að verða erfiðari á rugguhestinum, einkum ef um gamlan hest er að ræða, sem ískrar í. Þó er gleiðstaðan alltaf erfiðari á hinum endanum, einkum þegar hringsveifla er tekin með öðrum fæti. Hringsveiflu með báðum fótum í húkkstöðu aftan á rugguhesti verður að æfa sérstaklega, og svo orð Gríms Pálssonar séu eftir honum höfð orðrétt,þá.... „verður í slíku tilviki að hafa tvo iþrótta- kennara karl og konu og síðan verður að leika annað hvort tónlist eða músík, sem þjálfar- arnir taka með sér." Að endingu kvaðst Grímur vilja taka það sérstaklega fram, að æfingar á rugguhesti væru mun heilsusamlegri en flestar aðrar íþróttagreinar, og að hægur vandi væri að sanna það að dánartala þeirra sem stunduðu rugguhestinn af elju væri lægri en þeirra sem forsmáðu hann. Hvað sagði raunar ekki landlæknir um árið við Pétur sútara, sem lá fyrir dauðanum: Ef þér líður ei sem best, ef að þú ert veikur, þá reyndu þig við rugguhest og ríddu hvergi smeykur. Flosi. AF RUGGUHESTI Heitar luiriiiiur handa peningamönnum Ekki var langt liöiö á þjóöhá- tiBaáriB mikla þegar árvissir kveinstafir bókaútgefenda fóru aB heyrast meB tilheyrandi pisl- arvættistóni sem allir kannast viö Ur munni athafnamanna i byrjun vertiöar. Allt var aö sigla i strand og „geigvænleg verBbólga hefBi leikiö bókaUtgáfuna grátt” sagöi þrautseigur forystumaöur Utgef- enda i Morgunblaösviötali. 1 sama blaBi fór formaöur Félags islenskra rithöfunda ekki fram á meira en aB „rithöfundar á Is- landi stæöu i sama þjóöfélags- þrepi og kýrin eöa sauökindin”, en þau húsdýr eru öfundsverð vegna þess aö afurðir þeirra eru undanþegnarsöluskatti. Enneinu sinni voföi sU hætta yfir góö- kunnri bókmenntaþjóð aö hUn færi á mis við jólabókaflóöiö. Maöur leyföi sér tæpast aö vona aö Utgefendur myndu leggja þetta á sig fyrir okkur einu sinni enn. Svo fór þó að þeir brugðust okk- ur ekki fremur en endranær, og viö fengum jólabækurnar okkar. NU má vera aö þeir hafi fariö á hausinn fyrir bragðiö, en það sem glæöir vonir okkar um hiö gagn- stæða, er það aö þeir fundu upp nýtt snilldarbragð i þrengingum sinum fyrir jólin. Þaö sannaöist enn einu sinni að hjálpin er næst þegar neyðin er stærst, og þökk sé þeim oddvitum bókaUtgefenda, bréf til blaósins sem burgðu á þetta snjallræöi þvi aö ella hefþi liklega öll bókaUt- gáfa i landinu lagst niður (nema Flosi). Ráðið var einfaldlega fólgiö i þvi aö gefa Ut dýrar bækur — ekki fyrir bókamenn heldur fyrir pen- ingamenn. — Bókin er góö fjárfesting og hækkar i veröi með árunum. Eitt- hvaö á þessa leið voru auglýsing- arnar, og þær fundu greiöa leiö til þeirra sem miðað var að. „Ferðabókin og Landnáma renna Ut eins og heitar lummur” var þriggja dálka frétt i Morgun- blaöinu strax snemma i nóvem- ber. Þessi verk kostuðu um 15 þUsund krónur hvort um sig. Svo ör var salan að menn voru á biö- lista I bókaverslunum, ekki til aö kaupa bækur heldur til að festa fé sitt i arðbærum hlut. NU er ekki loku fyrir það skotiö að einhvern réttan og sléttan bókamann. hafi langað til að eignast þessa fjár- festingarhluti vegna þess að þetta eru bækur. En bókamenn eru sjaldan peningamenn, og hætt er viö að þeir hafi lent aftarlega i biörööinni um það leyti sem þeir kynnu aö hafa önglað saman fyrir einni slikri bók. SU er þó huggun harmi gegn aö i þann mund sem peningamenn höföu keypt upp þessar merkis- bækur og hlaðið þeim i geymslur til ávöxtunar, þá gaf Hiö islenska bibliufélag út bibliUna „i alskinni meö rennilás og gullsniði” á að- eins 7400 krónur stykkið. Þaö er hins vegar visast að bæði bókamenn og bibliumenn láti sér nægja vasabibliuna renni- lásslausa á 700 krónur, en renni- lássbiblian ættiað vera kærkomin bók fyrir peningamennina sem keyptu upp áðurgreind öndvegis- rit. Hér skal þvi borin fram sU fróma tillaga að bissnismenn kaupi allt upplagið af rennilás- bibliunni og efni siðan til Utsölu fyrir fólk á Landnámu og Ferða- bók Eggerts og Bjarna fyrir al- þýölegt verö. Bóksalafélagið heldur bráðum árlegan bóka- markað sinn og myndi áreiðan- lega aðstoða við þetta. Bissnis- menn ættu eftir sem áður sinar gullsniös- bibliubirgðir og öruggu fjárfestingu þvi aö heimsmark- aösverð á rennilásum mun fara ört hækkandi um þessar mundir. Sáluhjálp eiga þeir visa i ofaná- lag. eyþ — Hærri iifistandard þýðir fyrir flesta aö þeir skulda svoiitiö meira á dulitiö fleiri stööum. Mótmæla 121% bensínhækkun Stjórn F.l.B. mótmælir harð- lega þeirri hækkun á bensini sem varð þann 11. þessa mánaðar A einu ári hefur verð á bensini hækkað Ur 23 krónum upp i 51 krónu hver litri eða um 121% Verð á bensini hér á landi er nU orðið með þvi hæsta sem þekkist i heiminum og er það mjög var- hugaverð þróun i landi sem bygg- ir svo mjög á notkun bifreiða

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.