Þjóðviljinn - 18.01.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. janúar 1975. Hitaveita S „14. gr. orðist svo: Rikið á allan rétt til umráða og hagnýtingar jarðhita I Svartsengi við Grindavik og uppleystra efna og gastegunda, sem háhitavatni og gufu fylgja. Ráðherra getur heimiiað Hita- veitu Suðurnejsa að taka eign- arnámi lönd, mannvirki og önn- ur réttindi, sem nauðsynleg eru til framkvæmda samkvæmt lögum þessum. Um framkvæmd eignarnámsins fer eftir iögum nr. 11/1973.” Auk kostnaðar sem er ófyrir- sjáanlegur, fer mikill og dýr- mætur timi I samningaþras við svokallaða hitaréttindaeigend- ur þar syðra. Alllangt er siðan hugmyndir komu upp um hitaveitu á Suður- nesjum. Siðia árs 1971 boraði Orkustofnun I Svartsengi fyrir Grindavikurkaupstað. Voru það tvær hoiur, önnur 240 m en hin 400 m djúp. Vatnsmagn og hitastig reynd- ist hið ákjósanlegasta, en vatn salt eða u.þ.b. 2/3 af seltu sjáv- ar. Varmaskiptistöðvar eru þess vegna óhjákvæmilegar. Orkustofnun birti skýrslu sina L ðurnesja Aiþýðubandaiagsmenn, Magnús Kjartansson I neðri deild, Stefán Jónsson efri deild, fluttu breytingartillögu við stjórnarfrum varpið um Hita- veitu Suðurnesja. Var hún i samræmi við þær meginreglur um hagnýtingu háhita er Magnús Kjartansson barðist fyrir I ráðherratið sinni og stjórnarfrumvarp var flutt um i fyrra, en náði þá ekki af- greiðslu. Sams konar frumvarp er flutt nú af mönnum úr ölium flokkum nema Sjálfstæðis- flokknum. Er engu likara en sá flokkur hafi hagsmuna að gæta fyrir einhverja sem vilja maka krókinn. Breytingartillaga þeirra Magnúsar og Stefáns var felld, en hún var þessi. Upphitunarkostnaður í fyrstu 80% af olíuhitun Stofnkostnaðurinn er 1800 miljónir króna Þar er þó ekki meðreiknaður kostnaður vegna kaupa á jarðhitaréttindum og landi af ákveðnum einstaklingum „Varmaveita frá Svartsengi — frumáæltun um varmaveitu til þéttbýlis á Suðurnesjum” i janúar 1973. Á s.l. sumri var á ný hafist handa um borun og tvær holur boraðar, 1500 m og 1700 m djúp- ar, með prýðilegum árangri. Haustið 1973 stofnuðu sveitar- félög Suðurnesja með sér sam- starfsnefnd og hefur hún síðan unnið ötullega að framgangi máls þessa ásamt og með starfsmönnum fjármála-og iðn- aðarráðuneyta. Ofangreint er úr áthugasemd- um við stjórnarfrumvarp um Hitaveitu Suðurnesja sem sam- þykkt var sem lög i desember sl. Málið hafði verið undirbúið á tima vinstri stjórnarinnar og frumvarpið fullsamið þegar stjórnarskipti urðu. Helstu ákvæði laganna verða nú rakin. Rikissjóður og sjö sveitarfélög á Suðurnesjum setja á stofn hita- veitufyrirtæki, Hitaveitu Suður- nesja. Tilgangur þess er að virkja jarðhita i Svartsengi við Grinda- vik eða annars staðar á Reykja- nesi, reisa þar varmaskiptistöðv- ar og leggja aðveituæðar til þétt- býliskjarna á Suðurnesjum, leggja dreifikerfi og annast sölu á heitu vatni til notenda. Hitaveitan skal og reisa kyndistöðvar teljist það riauðsynlegt. Fyrirtækið er sjálfstæður rekstraraðili og hefur sjálfstæðan fjárhag og reiknings- hald. Heimili þess og varnarþing er i Keflavík. Hitaveita Suðurnesja er sam- eignarfyrirtæki þannig að rikið á 40% en eftirtalin sveitarfelög saman 60% þannig að eignarhlut- deildin skiptist i hlutfalli við ibúa- tölu 1. des. sl.: Keflavik, Njarð- vikur, Gerða-, Miðnes- og Hafna- hreppar, Grindavik og Vatns- leysuströnd. Sameigendur bera einfalda óskipta ábyrgð. Sam- eignaraðilar leggja fram 50 milj. kr. stofnframlag samkvæmt eignarhlutföllum og viðbótar- framlag i sömu hlutföllum, verði þess krafist. Eignarhlutföllum verður ekki breytt og engum sameignarfélaga heimilt að ganga úr fyrirtækinu án sam- þykkis allra sameigenda. Rikissjóður skal afhenda Hita- veitu Suðurnesja öll mannvirki sin i Svartsengi og þar i nánd, þar á meðal borholur fyrir heitt og kalt vatn, og allar áætlanir og undirbúningsframkvæmdir vegna virkjana á Svartsengis- svæðinu. Slik verðmæti skal telja með i stofnframlagi. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja skal skipuð fimm mönnum. Iðn- aðarráðherra og fjármálaráð- herra skipa hvor einn fulltrúa i stjórnina og einn til vara. Sveit- arfélög þau, sem aðilar eru að fyrirtækinu, skipa þrjá stjórnar- menn og jafnmarga til vara. Stjórnarrrienn skulu skipaðir til þriggja ára i senn. Verði ekki samkomulag milli sveitarfélag- anna um það i upphafi hvert þeirra skuli eiga fulltrúa i stjórn- inni skal hlutkesti ráða. Aldrei skal nema einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi sitja i stjórn á hverjum tima. Hvert sveitarfélag skal eiga fulltrúa i stjórninni i þrjú ár samfleytt og skal hann til- nefndur af viðkomandi sveitar- stjórn. Þó skal einn hinna upp- runalegu stjórnarmanna vikja eftir eins árs setu i stjórn og ann- ar eftir tveggja ára setu þannig, að framvegis viki fulltrúi eins •sveitarfélags árlega. Komi sveit- arfélögin sér ekki saman um, i hvaða röð fulUrúar þeirra skuli vikja og taka sæti i stjórn, skal hlutkesti ráða. Stjórnin skiptir með sér verkum. — Stjórnin ræð- ur framkvæmdastjóra. Aðalfund skal halda fyrir 1. april ár hvert. Stjórnin boðar til aðalfundar með dagskrá og með a.m.k. viku fyrirvara. Á aðal- fundi eiga sæti 3 fulltrúar frá hverjum eignaraðila nema 6 frá rikissjóði. Fulltrúa þessa kjósa viðkomandi sveitarstjórnir hlut- bundinni kosningu, en fulltrúa rikissjóðs skipa iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra, þrjá hvor. A aðalfundi skal fjalla um eftir- greind mál: Skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra. Lagðir skulu fram endurskoðaðir reikningar félagsins. kosinn skal einn endur- skoðandi til eins árs, en fjár- málaráðherra skal tilnefna ann- an. Eignaraðilar skulu tilkynna tilnefningu nýrra manna i stjórn. Önnur mál. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja setur gjaldskrá um verð á heitu vatni til notenda. Gætt skal al- mennra arðsemissjónarmiða við setningu gjaldskrár. Hún þarf staðfestingar iðnaðarráðherra. Heimilt er stjórn Hitaveitu Suð- urnesja að taka lán til þarfa fyrir- tækisins og taka ábyrgð á greiðsl- um og öðrum skuldbindingum i sama skyni. Stjórnin getur ekki skuldbundið eignaraðila að þvi er varðar greiðsluskuldbindingar og ábyrgð á lánum til framkvæmda og breytinga á mannvirkjum, nema að fengnu samþykki a.m.k. fimm þeirra. Þó þarf stjórnin ekki að leita sliks samþykkis, ef samanlagðar skuldbindingar og ábyrgðir, sem gengist er undir á hverju ári, eru minna en 10% af brúttótekjum fyrirtækisins á næstliðnu ári. Rikisstjórninni er heimilt að takast á hendur ábyrgð á lánum, er Hitaveita Suðurnesja tekur til hitaveituframkvæmda, að fjár- hæð allt að 2000 miljónum kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar i er- lendri mynt. Abyrgðin skal vera með þeim kjörum og skilmálum, er rikisstjórnin ákveður, og tekur hún jafnt til greiðslu afborgana, vaxta og annars kostnaðar. Rikisstjórninni er einnig heim- ilt að taka lán, er kæmi að hluta eða öllu leyti I stað ábyrgðar skv. 1 mgr. Lánið endurlánar hún Hitaveitu Suðurnesja með þeim kjörum og skilmálum sem rikis- stjórnin ákveður. 14. grein frumvarpsins varð nokkuð umdeild á þingi en hún hljóðaði svo og var samþykkt óbreytt með meirihlutavaldi rikisstjórnarinnar: „Ráðherra getur heimilað Hitaveitu Suður- nesja að taka eignarnámi jarð- hitaréttindi, vatnsréttindi, lönd, mannvirki og önnur réttindi sem nauðsynleg eru til framkvæmda samkvæmt lögum þessum. Um framkvæmd eignarnámsins fer eftir lögum nr 11/1973”. Að lokum segir i lögunum að þegar eftir gilidstöku laganna skuli stjórn fyrirtækisins skipuð og sameignarsamningur gerður milli aðila. Skal hvoru tveggja vera lokið fyrir 1. janúar 1975. Varmaþörf, hönnunarvandi og kostnaður Frumvarpinu fylgdi eftirfar- andi greinargerð sem samin var af Fjarhitun hf. og Orkustofnun: t þéttbýli á Suðurnesjum er mikill markaður fyrir upphitun, en hún er nú gerð að mestu með oliu og I litlum mæli með raf- magni. Lega jarðhitasvæðisins við Svartsengi er sem kunnugt er góð með tilliti til upphitunar á þessum stöðum og er þvi álitlegt að nota varma þaðan í þessu skyni. Varmaþörf einstakra byggða er sem hér segir: Keflavik 18 mega- vött, Njarðvikur 6 mw, Sandgerði 3.5. Gerðar 3 og Vogar 3 mw. Auk þessa er töluverð byggð og fjölþætt starfsemi á Keflavikur- flugvelli og er varmaþörf vallar- ins talin um 70 megavött. Varma- þörfin á flugvellinum er vegna flughafnarstarfsemi og athafnar- svæðis „varnarliðsins” en suður- liðun hennar þar I milli er óljós (segir skýrslan, hvernig sem á þvi stendur — ÞJV). Samtals er þá varmaþörf byggðanna 40 mw og ásamt flug- vellinum 110 Mw. Þessu til hlið- sjónar má geta þess, að stærð Hitaveitu Reykjavikur, áður en hún var stækkuð til nágranna- byggða, var um 280 Mw. Haustið 1971 voru boraðar tvær grunnar holur i jarðhitasvæðið og gáfu þær mjög jákvæðan árang- ur. Siðan hefur svæðið verið rann- sakað itarlega með mælingum og vorið 1974 voru boraðar tvær 1500 m og 1700 m djúpar holur þar. Rafleiðnimælingar, sem ná niður á allt að 1000 m dýpi gefa til kynna, að stærð svæðisins sé um 4 km2, en gera má pó ráð fyrir að þetta flat- armál eigi við um uppstreymis- tappa, en neðan hans sé svæðið stærra um sig. Hitastig I holunum mældist 230-240 gr. C og efnainni- hald vatnsins er hliðstætt þvi sem er á öðrum jarðhitasvæðum með sama hitastigi, nema að mikil selta er' i vatninu, u. þ.b. 2/3 hlutar af seltu sjávar. Ef litið er á jarðhitasvæðið sem vatnsforðabúr, sem ekki endur- nýjar sig að neinu leyti má gera ráð fyrir að forðinn endist 110 Mw i a.m.k. 100 ár. Vegna þess að jarðhitavatnið er ekki nothæft beint til upphitunar var einnig borað eftir köldu fersku vatni. Ferska vatnið er úrkomuvatn, sem flýtur sem grunnvatn i hraununum ofan á sjó, sem flæðir inn undir Reykjanesskagann. Ekki er fullkannað, hve miklu af fersku vatni má dæla úr grunn- vatninu, en líkur benda til, að það dugi fyrir a.m.k. 50 mw virkjun. Umfangsmiklar tilraunir hafa verið gerðar til að hita kalda vatnið með jarðhitavatni og gufu i varmaskiptum, en tilraunirnar miðuðu að þvi að finna hentug- ustu aðferðina við varmaskiptin. Niðurstöður þessara athugana eru, að bein blöndun gufu, sem soðin er af jarðhitavatninu, við kalda ferska vatnið, geti orðið neysluhæft heitt vatn. Með þess- ari aðferð nýtist varmi úr söltu vatni og gufu úr borholunum nið- ur i 40-50 gr C, en ferska vatnið er hitað upp i 110-120 gr. C og siðan afloftað með suðu niður i 110 gr. C til að losna við súrefni og gös úr vatninu. Fyrirhugað er að bora eftir köldu, fersku vatni i hraun- inu norðan og vestan við jarðhita- svæðið og dæla vatninu að varmaskiptastöð, sem væri stað- sett á jarðhitasvæðinu. Þær fjórar háhitaholur, sem þegar hafa verið boraðar, duga fyrstu árin fyrir varmaþörf byggðanna, og er talið, að ekki þurfi að bora meira fyrr en heitt vatn verður leitt til flugvallarins. Frá varmaskiptastöðinni er heita vatninu dælt um veituæðar til byggðanna. Aðveituæðarnar eru einangraðar stálpipur, sem liggja ofnanjarðar á steyptum stöplum. Þar sem aðveituæðarnar fara um byggö i Keflavik og Njarðvik, eru þær neðanjarðar i steyptum stokkum. Dreifikerfineru einföld, og eru sömu gerðar og hjá Hita- veitu Reykjavikur. Aætlun um stofnkostnað fyrir byggðirnar án flugvallarins, sem gerð var i júni 1974, gerir ráð fyrir, að stofn- kostnaður veitunnar verði alls um 1800 miljónir kr., en það skiptist þannig, að virkjanir á jarðhita- svæðinu og öflun á köldu vatni kosti 410 m.kr: aðveituæðar kosta 580 m.kr. og dreifikerfi byggð- anna i Keflavik, Njarðvikur, Grindavik, Sandgerði, Gerðum og Vogum kosti samtals 810 m kr. I þessum kostnaðaráætlunum er þó ekki reiknað með kostnaði vegna kaupa á jarðhitaréttindum og landi. 1 framkvæmdaáæltun fyrir byggðirnar er gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdum á 3-4 ár- um. A fyrsta ári verði jarðhita- svæðið virkjað, lagðar aðveituæð- ar til Grindavikur og Njarðvikur og hluti dreifikerfa i Grindavik, Njarðvik og Keflavik. Á öðru framkvæmdaári verði lokið við dreifikerfi á þessum stöðum og lagðar aðveituæðar að Sandgerði og Gerðum og hluti af dreifikerf- um þar. A þriðja ári verði lögð aðveituæð að Vogum, lagt dreifi- kerfi þar að hluta og lokið við dreifikerfi i Sandgerði og Gerð- um. Samkvæmt rekstraráætlun, þar sem gert er ráð fyrir fjármagns- kostnaði, sem miðast við lán til 15 ára með 10% vöxtum, verður upphitunarkostnaður i upphafi um 80% af kostnaði oliuhitunar, en lækkar þar til að eftir 15 ár verður hann um 50% af kostnaði oliuhitunar; þar sem hæfilegur afskriftartimi þessara mann- virkja er um 25 ár, er augljóst, að hér er um að ræða arðbæra fjár- festingu, auk þess að gjaldeyrir sparast til kaupa á innfluttum orkugjöfum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.