Þjóðviljinn - 18.01.1975, Síða 11
Laugardagur 18. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA XI
LEIÐBEININGAR
við útfyllingu skatt-
framtals órið 1975
3. Rekstrarkostnaður bif-
reiðan sbr. bifreiða-
styrk.
Hér skal færa sannanlegan
kostnað vegna rekstrar bif-
reiðar i þágu vinnuveitanda
enda hafi bifreiðastyrkurinn
verið talinn til tekna i tölulið
13, III.
Útfylla skal þar til gert eyðu-
blað „Bifreiðastyrkur og bif-
reiöarakstur á árinu 1974”
eins og form þess og skýring-
ar segja til um. Enn fremur
skal fylgja greinargerð frá
vinnuveitanda um ástæður
fyrir greiðslu bifreiðastyrks-
ins. Til frádráttar kemur sá
hluti heildarrekstrarkostnað-
ar bifreiðarinnar er svarar til
afnota hennar I þágu vinnu-
veitanda, þó eigi hærri upp-
hæð, en nemur bifreiðastyrk
til tekna í tölulið 13, III.
Frá kröfunni um útfyllingu og
skil greinds eyðublaðs er þó fallið
I eftirtöldum tilvikum:
a. hafi framteljandi i einstökum
tilvikum notað bifreið sina i
þágu vinnuveitanda sins að
beiðni hans og fengið endur-
greiðslu (sem talin er tiltekna
eins og hver annar bifreiða-
styrkur) fyrir hverja einstaka
ferð. í slikum tilvikum skal
framteljandi leggja fram akst-
ursdagbókaryfirlit eða reikn-
inga sem sýna tilgang aksturs,
hvert ekið og vegalengd i km
ásamt staðfestingu vinnuveit-
anda. Sé þessum skilyrðum
fullnægt og talið að hér sé um
raunverulega endurgreiðslu
afnota að ræða i þágu vinnu-
veitanda, enda fari þau ekki i
heild sinni yfir 1.500 km á ári,
má leyfa til frádráttar fjárhæð
sem svarar til km notkunar
margfaldaðrar með:
13,00 kr. fyrir timab. jan.—júni
16,30 kr. fyrir timab. júli—ágúst
18,50 kr. fyrir timab. sept,—des.
þó aldrei hærri fjárhæð en talin
var til tekna.
b. hafi framteljandi fengið
greiðslu frá rikinu á árinu 1974
fyrir akstur (eigin) bifreiðar
sinnar i þess þágu og greiðslan
verið greidd skv. samningi
samþykktum af fjármálaráðu
neytinu er framteljanda heim-
iit að færa hér sömu upphæð og
talin var til tekna vegna þess-
arar greiðslu i tekjulið 13, III,
án sérstakrar greinargerðar,
enda liggi fyrir eða
framteljandi láti i té eftir á-
skorun ótviræða sönnun þess
að samningur, samþykktur af
fjármálaráðuneytinu, hafi
verið i gildi á árinu 1974.
Samningur samþykktur af
öðrum ráðuneytum eða rikis-
stofnunum og ekki staðfestur
af fjármálaráðuneytinu hefur
ekkert gildi i þessu sambandi.
4. Risnukostnaður,
sbr. risnufé.
Hér skal færa sannanlegan
risnukostnað þó eigi hærri upp-
hæð en nemur risnufé sem talið
hefur verið til tekna i tekjulið 13,
III. Greinargerð um risnukostnað
skal fylgja framtali ásamt skýr-
ingum vinnuveitanda á risnuþörf.
5. Ferðakostnaður,
sbr. endurgreiddan
ferðakostnað, þ.m.t.
dagpeningar.
a. Sömu upphæð og talin hefur
verið til tekna i tekjulið 13, III,
sé um að ræða ferðakostnað og
annan kostnað sem framtelj-
andi hefur fengið endurgreidd-
an vegna fjarveru frá heimili
sinu um stundarsakir vegna
starfa i almenningsþarfir.
b. Beinan kostnað framteljanda
vegna f jarveru frá heimili sinu
um stundarsakir vegna ferða i
þágu vinnuveitanda hans, ann
arra en um ræðir i a-lið, þó eigi
hærri upphæð en endurgreidd
hefur verið af vinnuveitandan-
um og talin til tekna I tekjulið
13, III.
6. Laun undanþegin
skv. 6. gr. og H-lið
10. gr. skattalaganna.
Hér skal færa sömu upphæð
launa og talin hefur verið til tekna
i tekjuliö 6, III, falli launin undir
ákvæði 6. gr. skattalaganna um
undanþágu frá tekjuskatti eða
undir ákvæði H-liðar 10. gr.
skattalaganna.
7. óbein fyrning skv.
verðhækkunarstuðli.
'Ekki færð á rekstrarreikning.)
Hér skal færa upphæð óbeinna
fyrninga, sbr 3. mgr. 1. töluliðar
III. kafla leiðbeininganna, hafi
upphæðin ekki verið færð á
rekstrarreikning eða landbún-
aðarskýrslu.
V. Frádráttur
1. Kostnaðurviðí-
búðarhúsnæði, sbr.
tekjulið 3.
a. Fasteignagjöld: Hér skal færa
fasteignaskatt, brunabótaiðgjald,
vatnsskatt o.fl. gjöld sem einu
nafni eru nefnd fasteignagjöld.
Enn fremur skal telja hér með
90% af iðgjöldum svonefndrar
húseigendatryggingar svo og ið-
gjöld einstakra vatnstjóns-, gler-,
fok-, sótfalls-, innbrots-, brott-
flutnings- og húsaleigutapstrygg-
inga. Hér skal þó eingöngu færa
þann hluta heildarupphæðar
þessara gjalda af fasteign sem
svarar til þess hluta fasteignar-
innarsem tekjur eru reiknaðar af
skv. tölulið 3, III.
b. Fyrning og viðhald: Hér skal
færa sem fyrningu og viðhald
eftirtalda hundraðshluta af fast-
eignamati þess húsnæðis, að
meðtöldum bilskur. sem tekjur
eru reiknaðar af skv. tölulið 3, III.
Af ibúðarhúsnæði úr stein-
steypu 2,5%.
Af ibúðarhúsnæði hlöðnu úr
steinum 2,8%.
Af ibúðarhúsnæði úr timbri
4,0%.
(Ath: Fyrning og viðhald
reiknast ekki af fasteignamati
lóða.)
2. Vaxtagjöld.
Hér skal færa i kr. dálk mis-
munartölu vaxtagjalda i C-lið,
bls. 3, I samræmi við leiðbeining-
ar um útfyllingu hans.
3. a. og b. Greitt
iögjaldaf líf-
eyristryggingu.
Færa skal i a-lið framlög fram-
teljanda sjálfs en i b-lið framlög
eiginkonu hans tii viðurkenndra
lifeyrissjóða eða greidd iðgjöld af
lifeyristryggingu til viður-
kenndra vátryggingarfélaga eða
stofnana. Nafn lifeyrissjóðsins,
vátryggingarfélagsins eöa stofn-
unarinnar færist i lesmálsdálk.
Reglur hinna ýmsu tryggingar-
aðila um iðgjöld eru mismunandi
og frádráttarhæfni iðgjalda þvi
einnig mismunandi hjá framtelj-
endum. Er þvi rétt að framtelj-
andi leiti upplýsinga hjá viðkom-
andi tryggingaraðila eða skatt-
stjóra ef honum er ekki fullkom-
lega ljóst hvaða upphæð skuli
færa hér til frádráttar.
4. Iðgjald af
lífsábyrgð.
Hér skal færa greitt iðgjald af
liftryggingu. Hámarksfrádráttur
er 34.730 kr. (Rétt er þó að rita i
lesmálsdálk raunverulega
greidda fjárhæð ef hún er hærri
en hámarksfrádráttur).
5. Stéttarfélagsgjald.
Hér skal færa iðgjöld sem laun-
þegi greiðir sjálfur beint til stétt-
arfélags sins, sjúkrasjóðs eða
styrktarsjóðs, þó ekki umfram
5% af launatekjum.
6. Greitt fæði á
sjó .... dagar.
Hér skal rita sama dagafjölda
og Aflatryggingarsjóður greiddi
hlutdeild I fæðiskostnaði fram-
teljanda. Siðan skal margfalda
þann dagaf jölda með tölunni 64 og
færa útkomu i kr. dálk.
Greiöslur Aflatryggingarsjóðs
til útvegsmanna upp i fæðiskostn-
að skipverja á bátaflotanum skal
framteljandihvorki telja til tekna
né frádráttar.
Hafi Aflatryggingarsjóður ekki
greitt framlag til fæðiskostnaðar
framteljanda á þilfarsbát undir
12rúmlestum, opnum bát eða bát
á hrefnu- og hrognkelsaveiðum
skal margfalda fjölda róðrardaga
með tölunni 250 og færa útkomu i
kr. dálk.
7. Sjómannafrádr.
miðaður viðslysa-
tryggingu hjá út-
gerðinni.... vikur.
Sjómaður, lögskráður á is-
lenzkt skip, skal rita hér þann
vikufjölda, sem hann var háöur
greiðslu slysatryggingariðgjalda
hjá útgeröinni, enda ráðinn sem
sjómaður. Ef vikurnar voru 26
eða fleiri skal margfalda viku-
fjöldann með tölunni 3834 og færa
útkomu i kr. dálk. Hafi vikurnar
verið færri en 26 skal margfalda
vikufjöldann með tölunni 523 og
færa útkomu I kr. dálk.
Hlutaráðnir menn skulu og
njóta sama frádráttar þótt þeir
séu eigi lögskráðir, enda geri út-
gerðarmaður fulla grein fyrir
hvernig hlutaskiptum er farið og
yfir hvaða timabil launþegi hefur
tekið kaup eftir hlutaskiptum.
8. 8%afbeinum
tekjum sjómanns eða
hlutaráðins land-
mannsaf fiskveiðum.
Hér skal færa 8% af beinum
tekjum sjómanns af fiskveiðum á
islenzkum fiskiskipum, þ.m.t.
hvalveiöiskipum. Sama gildir um
beinar tekjur hlutaráðins land-
manns af fiskveiðum. Sjómaður,
sem jafnframt er útgerðarmaður
fiskiskipsins, skal njóta þessa 8%
frádráttar af hreinum tekjum
fiskiskipsins af fiskveiðum eða
hlut, hvort sem lægra er.
Þessi frádráttur reiknast ekki
af öðrum tekjum sem sjómaður
eða hlutaráðinn landmaður kann
að hafa frá útgerðinni.
9. 50% af laun-
um eiginkonu.
Hér færast 50% þeirra launa
eiginkonu, sem talin eru i tölulið
12, III, enda hafi hún aflað þeirra
sem launþegi hjá vinnuveitanda
sem á engan hátt er tengdur
henni, eiginmanni hennar eða ó-
fjárráða börnum rekstrarlega
eða eignarlega. Sama gildir um
laun, sem eiginkonan hefur aflað
sem launþegi hjá hlutafélagi, þótt
hún, eiginmaður hennar eða ó-
fjárráða börn eigi eignar- eða
stjórnaraðild að hlutafélaginu,
enda megi ætla að starf hennar
hjá hlutafélaginu sé ekki vegna
þessara aðilda.
10. Frádráttur
vegna starfa eigin-
konu viö atv.r.
hjóna o.ffl.
Hér færast 50% eftirtalinna
tekna eiginkonu, þó- að hámarki
134.025 kr.
1. Tekna af atvinnurekstri, sem
hún vinnur við og er i eigu
hennar, eöa af sjálfstæðri
starfsemi sem hún rekur.
2. Tekna vegna starfs við at-
vinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi eiginmanns hennar.
3. Launa vegna starfs við at-
vinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi ófjárráða barns
(barna) hjónanna.
4. Hluta hennar af tekjum af
sameiginlegum atvinnurekstri
eða sjálfstæðri starfsemi
hjóna, metins miðað við beint
vinnuframlag hennar við öflun
teknanna.
5. Launa frá sameignarfélagi
sem hjónin eða ófjárráða börn
þeirra erwaðilar að eða hluta-
félagi, enda megi ætla að starf
hennar hjá hlútafélaginu sé
vegna eignar- eða stjórnar-
aðildar hennar, eiginmanns
hennar eða ófjárráða ^barna.
11. Sjúkra- eða
slysadagpeningar.
Hér skal færa sjúkra- eða slysa-
dagpeninga frá almannatrygg-
ingum, sjúkrasamlögum og
sjúkrasjóðum stéttarfélaga
sem jafnframt ber að telja til
tekna i tölulið 9, III.
12. Annar
frádráttur.
Hér skal færa þá frádráttarliði,
sem áður eru ótaldir og heimilt er
að draga frá tekjum. Þar til má
nefna:
( 1) 50% af hreinum tekjum
barns hafi þær numið 37750 kt.
eða lægri fjárhæð, sjá nánar i
leiðbeiningum um útfyllingu E-
og F-liða, bls. 4.
( 2) Afföll af seldum verðbréfum
(sbr. A-lið 12. gr. laga).
( 3) Ferðakostnað vegna lang-
ferða (sbr. C-lið 12. gr. laga).
( 4) Gjafir til menningarmála,
visindalegra rannsóknarstofn-
ana, viðurkenndrar liknar-
starfsemi og kirkjufélaga (sbr.
D-lið 12 gr. laga). Skilyrði fyrir
frádrætti er að framtali fylgi
kvittun frá stofnun, sjóði eða
félagi sem rikisskattstjóri
hefur veitt viðurkenningu skv.
36. gr. reglugerðar nr. 245/1963.
( 5) Kostnað við öflun bóka,
timarita og áhalda til visinda-
legra og sérfræðilegra starfa,
enda sé þessi kostnaðarliður
studdur fullnægjandi gögnum
(sbr. E-lið 12. gr. laga).
( 6) Frádrátt frá tekjum hjóna,
sem gengið hafa i lögmætt
hjónaband á árinu, 127.897 kr.
( 7) Frádrátt v/björgunarlauna
(sbr. B-lið 13. gr. laga).
( 8) Frádrátt einstæðs foreldris,
er heldur heimili fyrir börn sin,
144.960 kr., að viðbættum 16.610
kr. fyrir hvert barn.
( 9) Námsfrádrátt meðan á námi
stendur skv. mati rikisskatt-
stjóra. Tilgreina skal nafn
skóla og bekk. Nemandi, sem
náð hefur 20 ára aldri, skal út-
fylla þar til gert eyðublað um
námskostnað óski hann eftir að
njóta réttar til frádráttar
námskostnaðar að námi loknu,
sbr. næsta tölulið.
(10) Námskostnað, sem stofnað
var til eftir 20 ára aldur og veit-
ist til frádráttar að námi loknu,
enda hafi framteljandi gert
fullnægjandi grein fyrir kostn-
aðinum á þar til gerðum eyðu-
blöðum (sbr. E-lið 13. gr. laga).
(11) Afskrift heimæðargjalds
v/hitaveitu, heimtaugargjalds
v/rafmagns og stofngjalds
v/vatnsveitu i eldri byggingar
10% á ári næstu 10 árin eftir að
hitaveita, raflögn eða vatns-
lögn var innlögð (tengd).
Ofangreind stofngjöld vegna
innlagna (tenginga) I nýbygg-
ingar teljast með bygginga-
kostnaði og má ekki afskrifa
sérstaklega.
Um útfyllingu
stafliða A - G
A-liður, bls. 3.
a. Eignfærsla.
I þessum staflið framtals ber
þeim sem ekki eru bókhalds-
skyldir að sundurliða eins og
þar segir til um allar framtals-
skyldar og skattskyldar inn-
stæður i bönkum, sparisjóðum
og löglegum innlánsdeildum fé-
laga, sbr. ákvæði 21. gr. skatta-
laganna, svo og verðbréf se'm
hlita framtalsskyldu og skatt-
skyldu á sama hátt skv. sér-
stökum lögum. Þessar tegund-
ir eigna eru framtalsskyldar og
skattskyldar til jafns við skuld-
ir framteljanda og ber að til-
greina upphæð hverrar eignar i
dálknum „Upphæð kr. með
vöxtum”. Til skulda i þessu
sambandi teljast þó ekki eftir-
stöðvar fasteignaveðlána aö
hámarki 1.060.000 kr. ef þau
voru tekin til 10 ára eða lengri
tima og sannanlega notuð til að
afla fasteigna eða endurbæta
þær. Hafi framteljandi einung-
is talið framtalsskylda og
skattskylda eign i þessum staf-
lið ber að færa samtölu slikra
eigna i linuna „Skattskyldar
innstæður, verðbréf og vext-
ir.... alls kr.” og færa upphæð-
ina siðan i kr. dálk töluliðar 7,1,
(Inneignir) i framtali. Hafi
framteljandi hins vegar talið
fram allar umræddar eignir
sinar I þessum staflið ber að
færa samtölu þeirra i þar
greindan reit en draga þar frá
upphæð skattfrjálsra eigna
(þ.e. þær eignir sem eru um-
fram aðrar skuldir skv. C-liö en
áður umrædd fasteignaveðlán)
og færa mismun (þ.e. upphæð
jafna öðrum skuldum en áöur
umræddum fasteignaveðlán-
um) i þar til gerðan reit fyrir
skattskyldar eignir og færa
upphæðina einnig i kr. dálk,
tölulið 7, I, (Inneignir) i fram-
tali.
b. Vaxtafærsla.
Þeim, sem ekki eru bókhalds-
skyldir ber að sundurliða
reiknaðar, greiddar og gjald-
fallnar vaxtatekjur af fram-
talsskyldum og skattskyldum
eignum skv. a-lið og tilgreina
vaxtatekjurnar i dálknum
„Vaxtatekjur kr.”. (Um áfalln-
ar vaxtatekjur, sjá sameigin-
legar leiðbeiningar um útfyll-
ingu A-, B- og C-liða). Enn-
fremur skal tilgreina skatt-
skylda vexti af útteknum inn-
stæðum og innleystum verð-
bréfum á árinu. Hafi framtelj-
andi einungis talið skattskylda
eign og skattskyldar vaxtatekj-
ur þar af i þessum staflið ber að
færa samtölu vaxta i kr. dálk
linunnar „Skattskyldar inn-
stæður, verðbréf og vextir....
alls kr.”. Um innfærslu vaxta i
tölulið 4, III, visast til leiðbein-
inga um útfyllingu B-liðar
framtals. Hafi framteljandi
hins vegar talið fram allar
framangreindar eignir sinar
ber einnig að færa i dálkinn
„Vaxtatekjur kr” alla reikn-
aða, greidda og gjaldfallna
vexti af þessum eignum en
draga siðan frá skattfrjálsa
vexti miðað við hlutfall skatt-
frjálsra eigna og færa niður-
stöðu i kr. dálk skattskyldra
vaxta. Um innfærslu vaxta i
tölulið 4, III, visast til leiðbein-
inga um útfyllingu B-liðar.
C. Bókhaldsskyldir aðilar.
Bókhaldsskyldum aðilum ber
að færa allar áður umræddar
eignir og vexti af þeim i bækur
sinar og ársreikninga, sbr. 3.
mgr. 21. gr. skattalaganna, en
um framtalsskyldu og skatt-
skyldu þessara eigna og vaxta-
tekna af þeim visast til siðustu
málsgreinar 1. töluliðar I. kafla
og 4. og 5. málsgreinar 1. tölu-
liðar III. kafla leiðbeininganna.
B-liður, bls. 3.
t þessum staflið framtals ber að
sundurliða eins og þar segir til
um allar verðbréfaeignir sem
ekki bar að telja fram skv. A-lið
(vixlar teljast verðbréfaeign)
þótt geymdar séu i bönkum eða
séu þar til innheimtu. Enn fremur
aliar útistandandi skuldir, stofn-
sjóðsinnstæöur, inneignir i verzl-
unarreikningum o.fl. að meðtöld-
um ógreiddum vöxtum og færa i
dálkinn „Upphæð kr.”. Samtölu
þessara eigna skal siðan færa i
tölulið 9, I, (Verðbréf o.s.frv.) i
framtali.
t dálknum „Vaxtatekjur kr.”
ber að tilgreina allar reiknaðar,
greiddar og gjaldfallnar vaxta-
tekjur af þessum eignum og sams
konar eignum sem innleystar
hafa verið á árinu. (Um áfallnar
vaxtatekjur, sjá sameiginlegar
leiðbeiningar um útfyllingu A-, B-
og C-liða). Samtölu þessara
vaxtatekna, ásamt samtölu
skattskyldra vaxtatekna skv. A-
lið en að frádregnum vaxtatekj-
um af stofnsjóðsinnstæðum, ber
að færa i þar til geröan reit i B-lið