Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐV1L.IINN Laugardagur 18. janúar 1975. . .þ, «. ¥ / 1” p r <n| * >• \ 4«. 3f ' í ~ T O f Er B, '• shrll *V~I“• ■ w ^ pM - Yi X.,>%NNMMh y ' T ... j ■ f'jæ* | itÍv"’ ♦ fWM. W" i SiT „ .. i HnBH A-þjóöverjarnir eru þungir á brún og vissulega ekki beint árennilegir á aö lita. „Skíthræddir við áhorfendurnaosegja a-þjóóverjar FH og ASK Vorwarts mætast í dag í átta liða bikarúrslitum //Þaðeina sem við vitum um eru áhorfendurnir"/ sögðu a-þjóðverjarnir við komuna til Reykjavíkur/ //islenskan handknattleik þekkjum við nákvæmlega ekki neitt en við vitum að áhorfendur ykkar eru ákaflega duglegir við að hvetja sina menn og þvi er ekki að neita að erf itt er að leika undir þungri pressu frá fullskipuðum áhorf- endasal". Það er i dag klukkan 15.00 sem þessi mikli leikur hefst. FH-ingar mæta þá efsta liðinu i a-þýska handknattleiknum, ASK Vor- warts. Enginn vafi er á að þótt þjóðverjarnir séu geysisterkir, raunar að meira eða minna leyti atvinnumenn, munu FH-ingar verða þeim erfiðir andstæðingar og með tilstyrk áhorfenda er alls ekki fráleitt að þeim takist að fara með sigur af hólmi. Sá sigur verður þá lika að vera nokkuð hressilegur ef FH-ingar eiga að komast i 4ra liða úrslitin, þvi sið- ari leikur liðanna fer fram I Þýskalandi og á landinn þá svo sannarlega við ramman reip að draga. Samtals hefur FH leikið 18 leiki i Evrópukeppninni og tók liðið fyrst þátt i henni árið 1965. Siðan tók FH þátt I keppni árið 1966, þá 1969,1970 og siðast árið 1974 og þá i þeirri keppni, sem enn stendur yfir. Fyrstu andstæðingarnir voru SAAB og tapaðist fyrri leik- urinn ytra með 21-22. Siðari leik- urinn fór fram i Reykjavik og vannst hann 16-14, sem nægði til þátttöku i næstu umferð. Sviss- nesku meistararnir St. Otmar voru næstu andstæðingar. Fór fyrri leikurinn fram i Rvik og vannst með 19-14. Siðari leikurinn fór fram i Sviss og lauk honum með jafntefli 23-23. En mátti FH þvi halda áfram og leikur þvi nú 1 8-liða úrslitum gegn a-þýsku snillingunum I ASK-Vorwarts. Samtals hefur FH leikið 18 leiki i evrópukeppninni. 9 hafa unnist, einum )auk með jafntefli og 8 tap- ast. Markahlutfallið er óhagstætt, eða 298 gegn 330. Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 3 I dag og eru áhorfendur að sjálfsögðu hvattir til að standa sig nú vel i sinu hlut- verki, sem er alls ekki svo veiga- litið. gsp JÚDO í NJARÐVÍK Fjórir fyrstu i opna flokknum á Afmælismótinu i fyrra. Frá hægri: Svavar Carlsen, Sigurjón Kristjánsson, Siguröur KR. Jóhannsson og össur Torfason. (Ljósm. Jónas Erlendsson} Fyrri hluti Afmælismóts Judo- sambands tslands veröur háöur næstkomandi sunnudag, 19. janú- ar i iþróttahúsinu i Njarövik. Mótiö hefst kl. 13. Veröur þá keppt i opnum flokki karla, unglingaflokkum og kvennaflokkum. Til keppni eru skráðir 17 keppendur i opna flokknum, 19 I unglingaflokkum (15-16 ára) og 15 i kvennaflokk- um. 1 opna flokknum er keppt um veglegan silfurbikar sem Skipa- Næstkomandi sunnudag, 19. janúar, munu KR-ingar formlega taka i notkun hina nýju og glæsi- legu skiðalyftu sina I Skálafelli. Athöfnin mun hefjast kl. 2 með stuttri ræðu, siðan fer fram keppni milli KR-inga og úrvals l.R. og Ármenninga I tveim sam- smiðastöð Njarðvikur gaf til þessarar keppni. Keppt var um hann i fyrsta sinn i fyrra, og er Svavar Carlsen handhafi hans. Svavar verður einnig meðal þátt- takenda nú, en hann hefur ekki keppt hér á landisíðan álslands- mótinu I fyrra vegna meiðsla. 1 opna flokknum eru 10 keppendur frá Judofélagi Reykjavikur, 3 frá Armanni, 2 frá Ungmennafélagi Keflavikur, einn frá Ungmenna- félagi Grindavikur og einn frá Gerplu. í unglingahópnum eru siða brautum, þar sem KR-ingar fara aðra brautina en úrvalið hina. Slðan munu KR-ingar bjóða gestum til kaffisamsætis i skála sinum. í tilefni af lokum þessa áfanga I flestir frá Grindavik, 7 að tölu, og þaðan koma einnig flestar stúlkurnar alls 10. Sfðari hluti Afmælismótsins verður háður I Reykjavik sunnu- daginn 26. janúar. Verður þá keppt I öllum þyngdarflokkum karla. uppbyggingu skiðasvæðisins i Skálafelli, hafa KR-ingar ákveðiö að bjóða öllu skiðafólki ókeypis afnot af skiðalyftum sinum i Skálafelli sunnudaginn 19. janú- ar. Þetta er gert I þeim tilgangi að kynna hina góðu aðstöðu til skiðaiðkana I Skálafelli, en þó sérstaklega hina nýju skiðalyftu, sem staösett er fyrir þá, sem styttra eru komnir á veg I skiða- iþróttinni. Þá má geta þess, að lyftur verða framvegis opnar alla daga vikunnar frá kl. 10-18. 5yskíöalyftan í Skálafelli Ókeypis í lyftur Hljómskála- hlaup ÍR Éins og undanfarin 6 ár mun íþróttafélag Reykjavikur gangast fyrir hlaupum fyrir börn og unglinga og hefjast þau að þessu sinni með Hljóm- skálahlaupi félagsins hinu 1. á þessum vetri sunnudaginn 19. janúar. Hlaupið hefst kl. 14.00 og það byrjar og endar eins og áður við Hljómskálann, nánar til- tekið, við styttu Jónasar Hallgrimssonar. Hlaupið er einn hringur um það bil 800 m langur og er leið- in óbreytt frá undanförnum árum. Hlaupið er opið öllum, sem vilja spreyta sig og verð- ur keppt til verðlauna og i flokkum eftir fæðingarári og kynjum. Þátttakendur i þessum hlaupum félagsins hafa á und- anförnum árum verið geysi margir og til þess að forðast þrengsli á siðustu stundu, eru væntanlegir hlauparar beðnir að mæta til skrásetningar og númeraúthlutunar helst eigi siðar en kl. 13.30 og er það mikilvægt nú við fyrsta hlaup ársins að svo sé gert. Enda þótt hlaupið sé fyrst og fremst fyrir börn og unglinga eru allir ungir i anda, sem vilja vera með, boðnir vel- komnir til hæfilegrar hreyf- ingar. Reykjavíkurmót Innanhúss- knattspyrna á morgun A morgun, sunnudaginn 19. janúar fer fram i Laugardals- höllinni Reykjavikurmót i inn- anhússknattspyrnu og hefst það klukkan 10.00 árdegis og lýkur væntanlega um 12 klukkustundum siðar. Riðla- skipting er eftirfarandi: A-riðiIl B-riöilI 1. Fylkir. 1. Fram. 2. Þróttur. 2. Vikingur 3. K.R. 3. Armann. 4. I.R. 4. Leiknir. 5. Valur. 5. Hrönn. Handbolti um helgina I 1. deild karla fara fram tveir leikir á sunnudagskvöld. Grótta og Valur leika kl. 20.15 og kl. 21.30 hefst leikur Hauka og Fram, sem trúlega verður mikill baráttuleikur enda mikið i húfi fyrir bæði liðin. I 2. deild karla leika stjarn- an og IBK I Garðahreppi á sunnudag kl. 117.05 en konurn- ar i mfl. taka sér fri yfir þessa helgi. LYFTINGAR Unglingameistaramót Is- lands 1975 I lyftingum, tvi- þraut, fer fram, skv. reglu- gerð, 9. febrúar nk. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til formanns LSl, Ómars Olfarssonar (simi 27032) i siðasta lagi sunnudag- inn 2. febrúar ásamt með þátt- tökugjaldi krónum 300.00. Keppnisstaður verður til- kynntur siöar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.