Þjóðviljinn - 19.01.1975, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1975.
Unsjón: Vilborg Harðardóttir
Yfirlýsing stjórnar BSRB:
Kvennaáriö baráttuár
fyrir sköpun jafnrar
aðstööu beggja kynja
Stjórn Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja hefur
sent frá sér yfirlýsingu þar
sem heilshugar er tekiö
undir kjörorö Sameinuðu
þjóðanna á alþjóðlega
kvennaárinu um jafnrétti,
framþróun og frið og at-
hygli beint að atriðum sem
sérstaklega snerta is-
lenskar aðstæður að því er
varðar jafnréttismál.
Ávarp stjórnar BSRB er
svohljóðandi:
BSRB vill stuðla að þvi á al-
þjóðlega kvennaárinu að efla
skilning og viðurkenningu félaga
sinna og allra landsmanna á fjöl-
þættu vandamáli og hvetja til
baráttu fyrir nýjum viðhorfum og
breytingum, sem tryggja full-
komið jafnrétti karla og kvenna á
öllum sviðum þjóðfélagsins.
Kvennaárið er baráttuár fyrir
sköpun jafnrar aðstöðu beggja
kynja og til að vinna að endur-
skoðun aldagamalla hugmynda
um verkaskiptingu eftir kynjum,
þar sem m.a. verði lögð aukin
áhersla á hlutverk föður i uppeldi
og heimilishaldi, og að þjóð-
félagið skapi aðstöðu til virkrar
þátttöku beggja foreldra i at-
vinnu- og félagsmálum.
Á sviði atvinnulifs og mennt-
unar verði ekki látið sitja við
jafnréttisyfirlýsingar og laga-
ákvæði ein saman um jöfn laun,
heldur leitast við að breyta rikj-
andi misréttishefð i námsvali og
starfsskiptingu á vinnustað, og
haga ber starfi skóla og annarra
uppeldisstofnana svo, að báðum
foreldrum verði auðveldað að
sinna uppeldishlutverki sinu
samhliða atvinnu sinni.
Viðurkenna ber gildi sivaxandi
hlutdeildar kvenna i atvinnuliíi
og þjóðfélaginu, bæði vegna auk-
innar verðmætasköpunar svo og
vegna þess, að raunveruleg jafn-
réttisaðstaða kynjanna m.a. með
fullum pólitiskum og lagalegum
réttindum kvenna mun leiða til
bættra sambúðarhátta milli ein-
staklinga, hópa og þjóða.
Við viljum af heilum huga taka
undir kjörorð Sameinuðu þjóð-
anna á alþjóðlega kvennaárinu:
JAFNRÉTTI — FRAMÞRÓUN —
FRIÐUR
Einstökum verkefnum verða
Loks kom að þvi i fimm þúsund
ára skráðri sögu mannkynsins, að
upp rann hið alþjóðlega kvenna-
ár. Hér á landi voru þessi tima-
mót ekki fyrr i garð gengin en
stofnað var bókasafn er safna
skal öllum heimildum um lif og
starf islenskra kvenna i bliöu, en
þó einkanlega striðu, þau ellefu
hundruð ár sem þjóðin hefur
þraukað i þessu hretviðrasama
landi. Mér sxilst að safn þetta
muni stefna að þvi að varðveita
allt það sem skráð er á bókum og i
munnmælum gengur um baráttu
mæðra, kvenna og meyja gegn
veldi karlmannsins á jörðu niðri
og hans hátignarlega yfirboðara
á himnum, sem er hvorki meira
né minna en drottinn almáttugur,
eða með öðrum orðum faðirinn,
sonurinn og hinn heilagi andi.
Eins og við vitum að liðnu
,,þjóðhátiðarári” lifum við i far-
sælu lýðræðisriki þar sem allir
hafa „sama" rétt til atvinnu,
menntunar, fristunda og eflingu
hugar og handar i sjálfs sins þágu
og samfélagsins. Þetta höfum við
lesið i hverri þjóðhátiðarrollunni
annarri snjallari og hlýtt á i
hverjum lofsöng öðrum glæstari.
SJALDAN LYGUR
ALMANNARÓMUR
Eftir Sigurð Guðjónsson rithöfund
En við, sem lifum i hinum
venjulega, óhátiölega veruleika
og lesum tslandssöguna eins og
hún birtist á spjöldum atburð-
anna svo sem þeir gerast frá degi
til dags og i hugum og' hjörtum
þess fólks er við höfum að sam-
ferðamönnum, kunnum frá ýms-
um tiðindum að segja, er hingað
til hafa ekki þótt þess virði að
vera i letur færð. Ég kann a.m.k.
eina slika sögu. Hún er þvi miður
óttaleg raunasaga og okkur öllum
til skammar. En hún bregður
skýru ljósi á vissan þátt i kjörum
þeirra kvenna, sem á islensku eru
heiðraðar með þvi yfirlætislausa
nafni „einstæðar mæður”. Fjöl-
t
ORÐ
í
BELG
Hann bíöur 5 ór,
hún 3
í siðasta belg var vakin at-
hygli á mismunandi mati fað-
ernis og móðernis i sambandi
við islenskan rikisborgararétt
barna og nýlega hringdi Ren-
ataog vakti athygli á, að þetta
væri ekki eina mismunun
kynjanna i lögunum um rikis-
borgararétt. Þannig þarf út-
lend kona, sem gift er islensk-
um karlmanni að biða 3 ár eft-
ir rikisborgararétti, en útlend-
ur karlmaður giftur islenskri
konu veröur hinsvegar að biða
heil fimm ár eftir sinum rétti.
skrúðugustu heimildir um að-
stöðu þessara kvenna er liklega
að finna i sjúkraskýrslum geð-
lækna sem fáir hafa aðgang að.
Þess vegna vildi ég forða þessari
frá glötun. Kannski er hún aðeins
munnmælasaga, en „sjaldan lýg-
ur almannarómur”. Sagan er
eitthvað á þessa leið:
Ung kona stofnar til sambands
við jafnaldra sinn. 1 nokkur ár
leikur allt i lyndi og þau eignast
tvö „mannvænleg” börn. En sið-
an bregður blikum á loft. Ævin-
týrið fagra verður martröð og
endar loks eins og griskur harm-
leikur. Sambandið rofnar og
hvort gengur sina leið. Karlmað-
urinn stikar frjáls og glaður á vit
nýrra afreka. Hann borgar með-
lagið skilvislega og finnst sem
hann uppfylli skyldur sinar. Ef til
vill gerir hann það — stundum.
En konugarmurinn stendur hins
vegar uppi með tvö börn ung að
árum. Þvi var nú ver og miður að
hún hætti i menntaskóla þegar
fyrra barnið kom i þennan heim
til að „helga sig móðurhlutverk-
inu”, en faðirinn hélt áfram sinu
langskólanámi. Hann var einmitt
að ljúka glæsilegu embættisprófi
þegar skilnaðarósköpin dundu yf-
ir.
Þar eð konan getur ekki séð
farborða sér og börnum sinum
nema leita út á hinn almenna
vinnumarkað fer hún að þreifa
fyrir sér með atvinnu. Þvi miður
hefur hún engum glæsilegum
prófgráðum að hampa svo hún
verður að sætta sig við illa laun-
aða og lélega atvinnu. En móðirin
ann börnum sinum og sér fram á,
að með þessum hætti auðnast
henni ekki að veita þeim það at-
læti og uppeldi er hún telur nauð-
synlegt til að þau verði sem nýt-
astir þjóðfélagsþegnar og mann-
eskjur i þess orðs sönnustu merk-
ingu. Fyrir þvi brýst hún i tima-
frekt og viðamikið nám. Hún von-
ar að eftir að þvi ljúki geti hún
tryggt sinum börnum það likam-
lega og andlega veganesti er full-
nægir kröfum timans.
En þetta námsuppátæki hefur
óhjákvæmilega þær afleiðingar,
að konan verður að minnka við
sig vinnu og starfar þvi aðeins
hálfan daginn. Minni vinna þýðir
Ný tegund af bónus
Gunna skrifar eftirfarandi
bréf:
„Um daginn settum við tvö
auglýsingu i blað eftir vinnu i
jólafriinu undir yfirskriftinni
„Tveir háskólanemar”...
o.s.frv. Tveim dögum siðar
hringdi maður og kvaðst vera
að hringja frá ákveðinni ljós-
myndastofu, þar sem vantaði
stúlku til afgreiðslustarfa og
aðstoðar i stúdiói.
Svosum allt i lagi með það.
En svo kom bónus! Stúlkan
þyrfti að sitja fyrir á tiu létt-
klæddum og nektarmyndun,
þvi þeir þyrftu að uppfylla á-
kveðinn samning viö eitthvert
franskt timarit fyrir lok mán-
aðarins.
Þegar ég gerðist svo frökk
að afþakka þennan ágæta bón-
us, var maöurinn fljótur til
svars og sagði: „Nú, þá nær
það ekki lengra”.
Skyldi þá hafa vantað ein-
hvern til afgreiðslustarfa, eða
hvað?”
óþörf skilgreining
H.G., sem er húsmóðir,
hringdi vegna setningar i
grein Ara Trausta á siðustu
jafnréttissiðu (12. jan.), þar
sem hannsegir: „Vinnandi al-
þýða landsins telur um 80%
þjóðarinnar, þaraf konur lið-
lega helmingur, séu heima-
vinnur meðtaldar”.
En hvað eru heimavinnandi
konur ef ekki vinnandi al-
þýða? spyr H.G. og finnst ó-
þarfi að geta þess sérstaklega
að þær séu meðtaldar
Látum ekki misnota
árið!
Einsog margoft hefur komið
fram i umræðum um alþjóð-
legt kvennaár Sameinuðu
þjóðanna er til þess stofnað
með það fyrir augum að eyða
eða a.m.k. minnka það mis-
rétti eða mismunun sem konur
búa við viða um heim og þá
ekki sist i þróunarlöndunum.
Að þessu er ætlunin að sé unn-
ið bæöi sameiginlega á al-
þjóðavettvangi, en auk þess
sérstaklega að úrbótum i
hverju landi, jafnvel hverju
héraði eða atvinnustétt, t.d.
má benda á að sérstök áhersla
hefur veriö lögð á stöðu og
kjör sveitakvenna og verka-
kvenna i þessu sambandi.
Einstaka maður hérlendis
(en sem betur fer mjög fáir)
hefur viljað gera litið úr þörf á
slikri baráttu. Ýmsir hafa árið
i flimtingum, sem er svosem i
lagi, þvi hvar værum við stödd
ef við hættum að geta séð
skoplegar hliðar málanna
lika? Sumir hafa hinsvegar
misskilið tilganginn og halda
vist, að árið sé til heiðurs kon-
um, eða jafnvel til minningar
um þær og enn aðrir, að nú sé
ætlunin að snúa misréttinu við
og fara að kúga karlmenn!
En dæmi um mjög alvarleg-
an misskilning á tilgangi árs-
ins og grófa misnotkun á tæki-
færum, sem með þvi eru gefin,
gaf að heyra i auglýsingu i út-
varpinu um daginn, þar sem
auglýst var „fyrsta bútasala
kvennaársin”! Það lá við að
maður ældi. (Getið þið hugsað
ykkur, það sem á eftir kann að
koma: Eiginmenn, gefið eig-
inkonunni nýjan náttkjól i til-
efni kvennaársins... gleðjið
eiginkonuna með gullhring á
kvennaárinu... hyllið unnust-
una með blómum á kvennaár-
inu...o.s.frv.)
Neysluþjóðfélagið og kaup-
mennskan lætur ekki að sér
liæða. En fyrir svona misnotk-
un verður að taka og er hér
með skorað á kaupmenn og
auglýsendur annarsvegar og
neytendur hinsvegar að vera á
verði gegn sliku.
Greinar SÞ um
stööu kvenna
Og úrþvi farið er að tala um
kvennaárið er ekki úr vegi að
vekja athygli áhugafólks um
jafnréttismál á þvi, að fylgirit
Timans, Heimilistiminn, sem
Snjólaug Bragadóttir ritstýr-
ir, hefur byrjað birtingu á
greinaflokki frá Sameinuöu
þjóðunum um stöðu kvenna
viða um heim. Fyrsta greinin,
um konur þriðja heimsins,
birtist i blaðinu 9. janúar og
önnur nú i vikunni, en alls eru
þetta 7—8 greinar, að þvi er
Snjólaug sagði jafnréttissið-
unni. Er mikill fengur að fá
þessar greinar i islenskri þýð-
ingu, þvi ýmis samtök, þ.á m.
Kvenfélagasambandið og
Rauðsokkar hafa einmitt
hugsað sér að hafa á árinu
starfshópa vinnu um kjör
kvenna i þróunarlöndunum.
—vh