Þjóðviljinn - 19.01.1975, Side 3

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Side 3
Sunnudagur 19. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 3 ekki gerð tæmandi skil i ávarpi bessu, en við viljum beina athygli að nokkrum atriðum. Námi i skólum sé hagað á sama veg hjá piltum og stúlkum. Unglingar af báðum kynjum fái að kynnast öllum greinum at- vinnulifsins. Karlar og konur hafi ætið jafnan rétt og beri einnig jafnar skyldur sem einstaklingar, for- eldrar og þjóðfélagsþegnar. Leitast verði við að tryggja jafna aðild beggja kynja i ákvörðunum og stefnumótun inn- an fjölskyldunnar og á vettvangi héraðsmála, landsmála og al- þjóðlegra samskipta. í atvinnulifinu fari fram endurmat á fyrirvinnuhugtakinu og afnumin verði mismunun starfsskiptingar eftir kynjum og sá launamismunur kynja, sem nú rikir. Félagsleg aðstaða og réttindi séu ætið miðuð við báða foreldra. Gildi þetta um heimilisaðstoð vegna veikinda barna, leyfi á full- um launum fyrir foreldra vegna barnsburðar konu og heimilis- starfa i þvi sambandi, vistun á dagheimilum, leikskólum og skóladagheimilum o.fl. Foreldrar i föstu starfi skuli eiga þess kost að vinna hluta úr starfi timabundið eða fá leyfi frá störfum i allt að tvö ár vegna ungra barna sinna. Veigamikið atriði, sem ásamt öðrum stuðlar að jafnari þjóð- félagsaðstöðu i framkvæmd, er að skapaðir séu á aðgengilegan hátt möguleikar til endur- hæfingar i störfum viðbótar- menntunar og starfsþjálfunar á sem flestum sviðum atvinnulifs- ins. bágari tekjur. Lægri tekjur merkja fátæklegri efnahag. Þótt barist sé af þrjósku og hörku hlýt- ur i þessu tilviki til þessara enda- loka að draga: Annaðhvort verð- ur konan að hætta námi og byrja aftur að erfiða illa launuð störf, sem veldur þvi að börnin hennar dæmast til að fara á mis við ýmis- legt er gert gæti þau að hæfari einstaklingum i striði þessa heims, — eða hún leitar á náðir „hins opinbera” i von um aðstoð. Hún velur siðari kostinn. Þá tekur kerfið að snúa sinum hjól- um. t fyrstu hratt og hávaðalega eins og tómar kaffikvarnir og lof- ar þessu i dag og hinu á morgun, — en siðan hægist gangurinn uns kvörnin malar ekki meir. Þá er að spyrja að efndum og athöfnum. Hinni einstæðu móður er boðin „aðstaða” er jafnvel illgjörnustu mönnum finnst öllu heldur vera örgun og móðgun fyrir þá ósvifni að neita að lúta þeim kvenlegu örlögum að verða sljó vinnukind, er aðeins getur veitt börnum sinum frumstæðustu klæði og skæði. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram, að i þessu dæmi neyðist konan til að hætta námi. En finnst ykkur það ekki kald- hæðnisleg örlög i lýðræðisriki þar sem jafnrétti á að rikja? Er það ekki dæmalaus sóun á gáfum og hæfileikum er gætu orðið samfé- laginu til mikillar blessunar? Og er það ekki hrein og klár mann- vonska að meina ungum börnum að njóta þess réttar til andlegs og likamlegs vaxtar er þeim ber að guðs og mannalögum? Tii er félag einstæðra foreldra. Starfandi er einnig félagshópur sem kennir sig við rauða sokka. Og loks sitja nokkrar konur niðri i alþingishúsi og hugsa um velferð þjóðarinnar auk allra þeirra karl- manna sem rembast við að bjarga landinu. Dæmisagan hér að ofan er ekkert einsdæmi. Hún er að gerast allt i kringum okkur — nú i dag. Hefur engum af þeim aðilum, er ég nefndi, áður hugsað út i að gera eitthvað til að þessar konur, sem af þrautseigju og fórnfýsi þrá að leggja sitt af mörkum til að við búum við sanna velferð, þurfi ekki að treysta á eintóm kraftaverk til að sjá drauma sina rætast. Ég veit ekki hve faðirinn, son- urinn og hinn heilagi andi verða örlátir á kraftaverk á þessu kvennaári. En mig grunar að höfðingi neðri byggða hugsi gott til glóðarinnar að fitna á þeirri jötu er fyllt er af fólskuverkum þjóðfélagsins i garð einstæðra mæðra. Sigurður Guðjónsson Yndisiegt er úti vor (frá 1926) KJARVAL l&r Fyrir viku voru Kjarvalsstaðir opnaðir á ný, en þar hafði verið lokað frá því að síðustu þjóðhátiðarsýningunni lauk. Aðeins austursal- urinn (Kjarvalssalur) var opnaður, því engin sýning hafð verið ákveðin í vestursalnum í þessum mánuði. Nú þegar þetta er skrifað hafa miklar breytingar orðið á áætlun hússins. Sýningarráð Kjarvals- staða hafi neitað Jakobi Hafstein um afnot af vestursalnum, og hann visaði þessari ákvörðun til borgarráðs, sem nú hefur fellt þann dóm að verk Jóhannesar Kjarvals eigi að vikja úraustur- salnum fyrir myndum Jakobs Hafsteins. Ég hef nú ekki trú á þvi að hér með sé þessu máli lokið, enda mun Félag islenskra mynd- listarmanna ætla að halda fund i kvöld og ályktun þess fundar mun jafnvel hafa birst þegar þetta verður prentað. Ef Kjarval hefði iifað, hefði hann orðið niræður á þessu ári, en nú virðist sem nýr meistari sé upp risinn sem velt hafi honum úr sessi. Það getur þvi svo farið að nú sé hver að verða siðastur að sjá þær myndir Kjarvals sem enn hanga unni að Kjarvalsstöðum, úr þvi að slikir snillingar eru upprisnir hér á landi að borgar- ráð verður að gripa i taumana til að koma þeim á framfæri, þvert ofan i vilja sýningarráðs Kjar- valsstaða, og án þess að leita álits hússljórnar. Myndirnar hér á siðunni eru af nokkrum þeirra Kjarvalsmynda sem Reykjavikurborg bárust að gjöf á siðasta ári. Stéttarfélag myndlistar- manna Nákvæmlega 1269 norskir myndlistarmenn hafa nýlega sameinast og myndað með sér sitt eigið stéttarfélag. Tilgangur stéttarfélags þessa er að rækja hagsmunamál myndlistarmanna gagnvart opinberum aðilum og einka-listneytendum. Þar að auki er ráðgert að starfa eftir stefnu- skrá, i þrem liðum, er fer fram á sæmandi gjald fyrir vinnu mynd- listarmanna, aukna notkun myndlistarverka, og, i þriðja lagi, tryggingu fyrir lágmarks- launum listamönnum til handa. Formaður hinna nýstofnuðu samtaka, Victor Lind, segir: „Þetta er það, sem við höfum beðið eftir i heila öld”. T.Ó. Hugarkvöl (1945) ' ■ ■ : Mynd af Guðmundi Davlðssyni GLENS í sóknarnefnd i litilli sókn vestur á fjörðum var einn maður, sem þótti sopinn ansi góður. Og nefið á manninum hafði tekið smálitbrevtingum gegnum árin og stóð nú beinlinis i blóma. Þetta var mikið rætt á sóknar- nefndarfundum, og sérstaklega hvaðan þessi litur kæmi. — Ég skal segja ykkur það, sagði eigandi nefsins eitt sinn — Það roðnar af stolti yfir að hafa aldrei verið rekið i það sem þvi kemur ekki við! Hún var i kaffi hjá vinkonu sinni og sagði fráv — Og hugsaðu þér bara, þegar ég var að komast heim stoppar bfllinn á miðri götunni. A miðri götunni — bilaður! Nú, ég hringdi IFIB og það kom bill frá þeim. En af þvi að ég vár ekki félagi spurði ég hvað það kostaði að draga mig — eða bilinn — á verkstæði. Ég segi og skrifa, það kostaði 2000 krónur! Ég varð auðvitað rasandi vond, en veistu bara hvað! Ég hugsaði skomeðmér: —Þeir skulu sko tá að vinna fyrir peningunum. Svo ég notaði bæði hand- og fót- bremsur alla leiðina!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.