Þjóðviljinn - 19.01.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Page 7
Sunnudagur 19. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 1 Englandi hefur vakiö mikla athygli sýning, sem Alf Ramsey, áöur þjálfari enska landsliðsins, hefur tekiö saman. Heitir hún „Bresk iþróttamálverk 1650—1850”. Þar kennir margra einkennilegra grasa eins og þessi mynd er dæmi um. Hún heitir „Rottuveiöar meö hundum í I.ondon”. Ekki viröist þetta hafa veriösérlega göfug iþrótt, en sjálfsagt hafa veðmál gengið greitt hjá áhorfendum ekki sföur en hjá unnendum hnefaleika og hundaveöhlaupa nú. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR UM ÖLMUSUR ELLEFU Burt er nú þetta þjóðhátiðarár, þreyttir og bognir menn til hvildar snúa. Standa þó eftir upptökur og pár orðfastar minjar sem er skylt að trúa. Hljóðna þá raddir helstu landsins kjafta, hempur og kjólföt ekki lengur gagna. Holdugir púkar uppum alla rafta aldir á lygi miklum sigri fagna. Landsráðamenn sem launahækkun fá lyftast þá upp i dýrðar sinnar stólum, þinglegir mjög og þykjast allir sjá þjóðráð sem dugi fram að næstu jólum. Velferðin ekki virðist mikið dvina, verðið er hátt og nóg er til að selja, óveiddan fisk og ættarjörðu sina einkum þeir munu góða vöru telja. Erlendur her með öll sin vigatól ein er sú náð sem bægir frá þeim háska, traustmikla vörn að tryggja frið og skjól trúa þeir á — og Guð um jól og páska. Meðan við finnum loft allt lævi blandið lofsyngja hinir þennan mikla gróða, þegar við fáum ryk og reyk á landið rikir sú dýrð sem verður þeim til góða. ömurleik sinn með orðagjálfri jók álfrekmenni hvert sem til var knúið einsog þeir hefðu allir sömu bók ákefðarfyllst á rangan málstað snúið. Dirfast að nefna dáðir feðra sinna dómhvatir menn við stall þess opinbera. Reynir á slikt er fornir guðir finna fúasprek tóm þar skógur á að vera. Hvar er nú Lögberg? Þetta heitir þing. Þangað skal sérhver maður lita niður, ekki finnst þar nú einusinni lyng enn siður grænn og þroskamikill viður. Gróðurinn minnkar einnig þetta árið örfoka slóðir nýja timans biða. Ef þeir nú lima seðil yfir sárið segjast þeir hafa grætt upp landið viða. Milljarður einn ber keim af gömlum kossi. Kannist þeir við sem skilja mál og heyra. Ris þá upp stöng þar höfuð eitt af hrossi horfir til lands. Við segjum ekki meira. Bersi Nú eru dimmir dagar. Nú er lika sá timi ársins þegar ölmusunum er hreytt i listafólkið. Úthlutun úr rithöfundasjóði rikisútvarps ins. Úthlutun viðbótaritlauna. Úthlutun heiðurslauna á Alþingi. Úthlutun listamannalauna. Og bráðum verður auglýst eftir umsóknum um starfslaun listamanna. Þetta er ein allsherjar vetrarhjálp. Og hégiljurnar og fordómarnir sem af þessu spretta fara óðara á kreik. — Geta ekki listamenn bara unnið fyrir sér eins og annað fólk? Þrivegis heyrði ég þessa spurningu i gær. Og enginn þeirra sem spurði svona hjákát- lega mundi nokkurn tima stinga upp á þeirri lausn heilbrigðismála til að mynda sem fælist i engu fráleitari spurningu. — Geta ekki læknar bára unnið fyrir sér eins og annað fólk? Þetta gerðu nú læknar alveg fram undir aldamótin siðustu enda voru þeir læknar meir af guðsnáð en tillærðri stúderingu og tækni. Vissulega eru nú margir við þokkalega likamsheilsu vegna þess að tuttugustualdar hugsunarháttur var á sinum tima innleiddur varðandi heilbrigðismálin — engan veginn baráttulaust. Og það virðast lika margir búa við hrör- lega andlega heilsu einmitt fyrir það að nitjánda öldin rikir enn yfir máiefnum listanna hér — einkum þó bókmennta — sumir jafnvel andlega dauðir. En þau dauðsföll og þetta andlega heilsu- leysi er vist ekki höndlanlegt i linurit og eng- in opinber stofnun gefur út neina statistik um þær hörmungar. Alla hluti skildu þeir jarðlegum skilningi, segir Snorri. —0— Nú ætla ég ekki að fara að tiunda mjög það skelfilega sjúkdómseinkenni sem árlega blasir við alþjóð i dagblöðunum þegar ölmusufólkið er að hnotabitast og hrindast á um þessa mola. Þannig er og verður samkomulag ölmusu- manna og litilþægra dóna. Verst er þó að þetta ósamlyndi, þessi bjánalegi metingur, þetta hégómans eilifðar- innar spangól að ölmusutunglinu það er meinloka sem viðheldur óviðunandi ástandi i málefnum bókmenntafólks alveg sérstak- lega. Með þvi að sundra stöðugt þeim sem ein- mitt ættu að standa saman um að afhrópa þessa forsmán. Afnám þessa steingelda vetrarhjálpar- hugsunarháttar er forsenda þess að nokkur mannleg skynsemi verði með sanni orðuð við bókmenntastörf hér á þessu landi. Má það ekki annars furðanlegt heita að kynslóðin sem komst á manndómsár hér- lendis undir dönskum kóngi á kreppuárunum átti marga sfarfandi atvinnurithöfunda, sanna nútimarithöfunda en á veltiárunum i lýðveldinu má eiginlega segja að sá mögu- leiki hverfi að mestu. Þá ropa menn værðarlega og segja. — Geta ekki rithöfundarnir bara unnið fyr- ir sér eins og annað fólk? Eins og þeir gerðu á nitjándu öldinni, ha? t byrjun aldarinnar voru opinber laun til rithöfunda miðuð við jafngildi vetrarmanns- kaups. Nú jafngilda „heiðurs" laun rekstrar- kostnaði einnar Volkswagenbifreiðar. Allir sem nenna vita það vel að undirbún- ingur undir alvarleg ritstörf á vorum dögum er engu umfangsminni en til að mynda læknanam. Og þegar til ritstarfanna kemur þá eru þau fulboðlegt viðfangsefni fyrir mann með hestaheilsu. Og þau útheimta linnulausa þjálfun. Sá sem ekki gerir sér grein fyrir þessu hlýtur að hafa smekk sinn mótaðan af vanhugsuðu og hálfsömdu bókarusli sem til verður fyrir misskilning eða timaskekkju á borð við ölmusukerfið okkar. Þvi fólki vil ég ráðleggja að þegja þar sem verið er að tala i alvöru um aðstöðu til bók- menntastarfs. Það er löngu viðurkennt að fullur vinnu- dagur útheimtist til þess að flytja bók- menntaverk i leikhúsi, útvarpi ellegar sjónvarpi þó við enn drögnumst með róman- tiskar og löngu myglaðar hugmyndir um of- urmenni sem eiga að skapa sjálfan textann á kvöldin og á nóttunni eftir vinnudag við eitthvað annað. Það er burðug rökhyggja þetta. Eina starfið sem hugsanlegt er að vinna með ritstörfum er blaðamennska. og þá inni- falin frilansvinna fyrir útvarp og sjónvarp. Þó naumast islensk blaðamennska þar sem frjáls málgögn þrifast ekki og þörfin fyrir leigupenna mótar kröfurnar fremur en eftir- spurn eftir gaumgæfnum heiðarleika. Og undir varðhundakjöftur útvarpsráðs er öröugt að starfa nema á fjörum fótum, það vita allir. En uppréttir menn skrifa best. —0— Þegar ég óska ölmusukerfinu okkar. þess- ari vetrarhjálp við andans ölmusur landsins norður og niður þá er eg ekki fyrst og fremst að hugsa um hag rithöfundanna. Þetta kerfi er mjög i þágu skussanna á meðal þeirra og hinir komast af með yfirnáttúrlegum hætti eins og hingaðtil — eða brotna. En kerfið skapar almenningsálit sem nál- gast að vera fyrirlitning á vinnandi lista- mönnum þjóðarinnar. Og þegar alþjóð einu spáir um þetta þá uppsker hún verri list, stundum list sem er verri en engin. Þessi vitahringur, þetta (iiggur mér við að segja) sjálfskaparviti þjóðarmeðvitundar- innar er langt komið með að verða að ein- kenni á þessari vesölu eyþjóð nú i velferðinni. Og þetta einkenni minnir á sjálfsfyrirlitningu sem svo er nefnd þegar einstaklingur á i hlut. Ég get trútt um þetta talað. Nú um áramótin fékk ég 285 þúsund krónu viðbótarritlaun. Þetta er fvrsta opinbera við- urkenningin sem ég fæ i p:ningaformi eftir nær þvi aldarfjórðungs baks við a.m.k. tvær listgreinar. Fyrst kom mér þetta á ovart. Svo þegar hissan var búin þá fór ég að skammast min enda hafa verið að melda sig ýmsir dugnaðarmenn, sumir skiptir á milli þriggja starfa auk ritstarfanna, og skammast yfir þvi að þeir eða vinir þeirra hafi ekkert fengið. Og ínaður situr með þetta eins og óværu á sér og hugsar: Hvernig getur fólk vitað að peningarnir séu ekki illa fengnir? Hvaða augnagotur eru þetta og meiningar? Liklega heldur þessi að ég sé i einhverri djöfuls baktjaldaklikunni. Af hverju er þessi hættur að heilsa? Skrifaði ég nokkuð um hann? Nei. en fékk hann engin viðbótarritlaun? Djöfullinn sjálf- ur. Og maður læöist um bæinn eins og svika- hrappur hversu engilsaklaus sem maður er af þvi að hafa bebið neinn um neitt. Þannig stuðlar ölmusukerfið að þvi að bækur þjóðarinnar séu skrifaðar af óheiðar- legu fólki. Niður með ölmusukerfið. Og það undireins. Þorgeir Þorgeirssoii Ort á gamlárskvöld 1974.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.