Þjóðviljinn - 19.01.1975, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1975.
Skálkurinn Alex I Clockwork Orange.
Stóri bróðir glápir á
appelsínusigurverk
Njósnir
Njósnir teljast vist ekki til
starfsgreina sem hátt eru
skrifaðar hjá almenningi. Mat á
njósnum er reyndar nákvæmlega
jafn afstætt í reynd og mat á
skæruhernaöi: Njósnari sem er
svikari i einu riki er hetja annars.
A kjarnorkuöld getur svo farið, að
það sé ein af forsendum friðar, að
stórveldin hafi hernjósnir sinar i
góðu lagi. Ovissa um græjur og
fyrirætlanir andstæðingsins vek-
ur ugg, og rangt mat á þeim getur
haft hinar verstu afleiðingar.
Bætt sambúð risaveldanna bygg-
ist meðal annars á þvi, að her-
njósnir þeirra komust á þann
öfluga tæknilega grundvöli sem
gervitunglin eru.
Hinsvegar er miklu færra já-
kvætt hægt að segja um þær
margþættu njósnir sem beinast
að einstaklingnum, skoðunum
hans og hegðun. Höfundar fram-
tiðarskáldsagna hafa um alllangt
skeið sýnt mönnum inn i sam-
félag þar sem ýtarlegt eftiriit
með hverjum einstaklingi væri
komið i hámark. Meðal þeirra
voru rússinn Zamjatin (skáld-
sagan „Við” sem kom út nokkru
fyrir 1930) og George Orwell, sem
skrifaði 1984, sem hefur verið
þýdd á islensku. Báðar þessar
skáldsögur og ýmsar fleiri taka
fyrst og fremst mið af vissum
fyrirbærum i sovéskum kommú-
nisma — Stóri Bróðir Orwells er
bersýniiega frændi Stalins. En
mörgum ágætum mönnum hefur
einnigverið þaðljóstlengi, að þvi
fer fjarri að háski smásmugulegs
eftirlits með einstaklingum sé
bundinn aðeins við einhverskonar
pólitiskt alræði.
Það þykja að sjálfsögöu merki-
legar fréttir, þegar CIA, banda-
riska leyniþjónustan, er ákværð
fyrir að brjóta leikreglur sem
þingið setur henni og njósna um
hagi þúsunda bandarikjamanna
heimafyrir. Og menn mega
heldur ekki gleyma þvi, að al-
rikislögreglan, FBI, rekur mjög
umfangsmikla persónunjósna-
starfsemi — meðal annars hafa
fyrrverandi starfsmenn FBI lýst
þvi, hvernig agentum er komið
fyrir i öllum róttækum samtök-
um, og þar eru þeir jafnan látnir
fylgja mjög ósveigjanlegri linu og
hvetja til aðgerða sem gætukomið
viökomandi hópi i kast við lögin.
En starfsemi opinberra rikis-
stofnana sem þessara er samt
sem áður ekki nema partur af
þeirri firnalegu upplýsingasöfnun
um hagi manna sem stöðugt er i
gangi i nútimaþjóðfélagi og getur
haft hinar leiðinlegustu afleiöing-
ar.
200 þúsund stelpur
Vance Packard tók fyrir um tiu
árum saman mjög fróðlega
skýrslu um þessu mál, i bókar-
formi var hún nefnd Nakta sam-
félagið.Af dæmi bandarisks sam-
félags lýsti þessi ágæti félags-
fræðingur varnarleysi nútima-
manns gagnvart spurninga-
skrám, hlerunum, leynilegum
sjónvarpsvélum, földum segul-
bandstækjum, þroskaprófum,
sem fjöldamargir aðilar beina að
mönnum á erg og grið. Að sjálf-
sögðu er svo og svo.mikið af
þessari upplýsingasöfnun,
hnýsni, njósnum, reist á tiltölu-
lega skynsamlegum forsendum.
bað er verið að kanna notkun á
fjölmiðlum, hag barna, neyslu-
venjur, en það er lika verið aö
njósna um fjárhag þeirra sem
sækja um lán eða vilja tryggja
sig, og — það sem einna verst er
— væntanlegir atvinnurekendur
eru að hnýsast ofan i einkalif og
skoaðnir þeirra sem starfa hjá
þeim eða sækja um störf. Verslun
meö nöfn manna, sem komnir eru
á skrár i einhverju vissu sam-
hengi, er lýgilega útbreidd. Eitt
fyrirtæki býöur t.d. bissness-
mönnum upp á lista meö nöfnum
200 þúsund stúlkna á aldrinum 8-
15 ára og kosta þær tvö sent
stykkið, annaö hefur lista yfir 84
þúsund eldri menn er keypt hafa
einhvern varning til að hressa
upp á kynlif sitt og það þriðja
selur lista yfir allar „sængurkon-
ur” i New York.
Engin leiðrétting
Þessi dæmi sem nú voru nefnd
minna á það, að algengust er
tölvuskráning upplýsinga um fólk
i sambandi við einskonar við-
skipti. En hún er og algeng i sam-
bandi við þarfir pólitiskra flokka
og hreyfinga (eins og oft hefur
verið minnst á hér i sambandi við
Varið land). Og sem fyrr segir
eru afleiðingarnar einna skugga-
legastar i sambandi við starfs-
feril manna, ráðningar i störf
osfrv. 1 Bandarikjunum og viðar
er lýgilega algengt að fyrirtæki
og stofnanir snúi sér til einkafyr-
irtækja sem selja upplýsingar um
einstaklinga. Og þá kemur best i
ljós varnarleysi þessara einstak-
linga: þeir hafa enga hugmynd
um það sjálfir hvilik býsn af alls-
konar upplýsingum eru á sveimi
um þá i skjalasöfnum oft villandi
eða alrangar — þaö er enginn
vegur fyrir þá sjálfa að leiðrétta
eða gera athugasemdar viö stað-
hæfingar um að þú sért hommi,
kommi, sérvitur, berjir konuna
þina, pissir i rúmið eða hafir gefið
út gúmitékk i ógáti fyrir tiu árum.
Allar þessar spióneringar má
aö sjálfsögðu nota á ýmsan hátt
eins og þegar var minnst á. Meðal
annars til innrætingar. Til að
festa i sessi eða móta ákveðin við-
horf og venjur. Það liggur þá
beint við að visa til þess, hvernig
auglýsendur pranga út vöru sinni,
„skapa neysluvenjur” með þvi að
notfæra sér á lævisan hátt
heimildir félagsfræðilegra og
sjálfræöislegra rannsókna. Sömu
heimildir eru að sjálfsögöu mjög
hátt skrifaðar þegar áróöurs-
meistarar eru að búa til sem
glæsilegasta mynd af forsetaefni,
eru að „selja” Nixon eöa John-
son.
Hegðunarstjórnun
En sú innræting, sú stjórnun á
viðhorfum og atferli manna, sem
hingað til hefur þekkst, getur
sýnst fremur meinlaus i saman-
burði viö þá möguleika sem nú
eru að opnast i þá veru, og eiga
þar ýmsir hlut aö máli, ekki sist
læknar og sálfræðingar. Hér er
um að ræða heilt kerfi
„hegðunarbreytinga” sem hefur
verið að skapast á siðastliðnum
árum. Það felur i sér að notaðar
eru ýmsar aðferðir — raflost,
efnagjöf, heilaskurðaðgerðir og
fleira til að breyta sálarástandi,
hegöun, sérkennum einstaklings
eða jafnvel heils hóps manna. Ný
lyf nýjar upplýsingar um heilann,
ný tækni i heilaskurðlækningum
hafa mjög flýtt fyrir þróun þessa
kerfis.
Þegar vikið er að þessum mál-
um I blöðum er ekki aö ástæðu-
lausu minnt á þá frægu kvik-
mynd, Clockwork Orange. En þar
er sýnt hvernig reynt er að reka
illmennskuna úr ungum
morðingja og afburðafanti með
þvi aö flækja hann i kerfi sál-
rænna pyntinga. Þessháttar til-
raun er alls ekki hugarflug kvik-
myndarans. I samantekt um
„Modification of human
behaviour”, sem upphaflega birt-
ist i Political Affairs, eru rakin
dæmi úr nokkrum bandariskum
fangelsum sem eru fyllilega sam-
bærileg viö söguna I Clockwork
Orange. Þar eru föngum gefin lyf
sem valda feiknarlegum uppsöl-
um eða köfnunarkennd um leið og
þeir hlusta á lýsingar eða sjá
myndir af ofbeldisverkum eöa
annarri „rangri hegðun”.
Margra ára rannsóknir hafa
reyndar leitt þar i ljós, að mögu-
leikar á að breyta og stjórna
hegðun manna og dýra eru mjög
miklir. Einn frægasti sér-
fræðingur á þessu sviði er Jose
Delgado, sem starfar við Yalehá-
skóla. Hann hefur leikið það til
dæmis að koma örmjóum elek
tróðum fyrir i heilabúi apa, og eru
þær I sambandi viö senditæki,
sem fest eru á bak apanna.
Delgado getur siöan úr fjarlægð
sent boð inn i heila apanna, sem
gera þá — eftir vild tilraunastjór-
ans — á vixl mjög vigfúsa eöa ást-
leitna eða glorhungraða eða þá
sallarólega. Delgado hefur meira
að segja breytt innra skipulagi
apanýlendu, með þvi að kenna
hinum „óbreyttu” öpum að ýta á
hnapp, sem sendir boð inn i heila-
bú hins ráðrika höfðingja apaný-
lendunnar og gera hann á svip-
stundu ljúfan og auðmjúkan sem
lamb. Delgado hefur gert
svipaðar tilraunir á geðveiku
fólki og tekist aö framkalla á þvi
visst sálarástand og kenndir, en
koma i veg fyrir aðrar eða stöðva
þær.
Hvar eru mörkin?
í upphafi eru tilraunir sem
þessar tengdar þörfum sem ekki
virðast óskynsamlegar — þörfum
geðsjúkdómafræðinnar og áhuga
á að fá siglæpamenn til að bæta
ráð sitt — kannski gera fangelsi
óþörf. En vandinn er sá, að kunn-
átta af þessu tagi er firnalega há-
skaleg i höndum óprúttinna vald-
hafa og áhrifamanna. Skyldi það
ekki vera munur fyrir þá að þurfa
ekki að standa undir timafrekum
og dýrum áróðri, innrætingu, sem
beint er að þegnunum — væri ekki
freistandi að leysa málin með þvi
að gefa ibúm fátækrahverfanna
hamingjupilluna á hverjum degi
eins og gert var i skáldsögunni
Brave New World, eða skera burt
ofstopann og óstýrilætið úr heila-
búi hugsanlegra byltingarfor-
ingja?
Pólitík
Flestir hafa heyrt margar
fréttir af pólitiskri misnotkun so-
véskra geðveikrahæla. En það
kemur heldur ekki á óvart, þegar
fréttir berast um að i Norður-
Karolinu i Bandarikjunum hafi
verið komið á fót Alrikismiðstöð
fyrir hegðunarbreytingar. Fylgir
sögunni, að þangað verði safnaö
„órólegum” föngum, ekki sist
þeim sem órólegir eru á pólitiska
visu, og skrúbbaður i þeim heil-
inn. Þar vestra hafa einnig heyrst
raddir, sem leggja það til, að öll
börn á aldrinum sex-átta ára
verði látin ganga undir próf, og
þau sem reynist vera „hugsan-
legir glæpamenn” I framtiðinni,
verði send i sérstakar búðir til
meðferðar. Eða eins og haft er
eftir einum af andstæðingum
þessarar þróunar, Peter Breggin,
sem veitir forstöðu sálfræðirann-
sóknarmiðstöð i Washington: „Ef
menn sætta sig við að sálfræðing-
um sé leyft að halda föngum i
skefjum, þá er með þvi ýtt undir
það að bryddað verði upp á til-
raunum með sálfræðitækni á
fleiri sviðum svo aö hún gæti að
lokum breiðst út yfir allt okkar
samfélag. 1 Bandarikjunum eru
þegar uppi allmargir „sálar-
skurðlæknar” sem mæla með sál-
fræðitækni sem möguleika til að
kveða niöur uppþot i borgum
okkar og svo félagslegar mót-
mælahreyfingar.” Það er heldur
ekki talin ástæða til að efast um
að leynilegar herstofnanir stór-
veldanna kanna möguleika á að
beita þessari tækni i þvi skyni að
hressa upp á baráttuþrekið hjá
sinum mönnum en slá óvinina
felmtri. Og Plitical Affairs kann
lika aö segja frá þvi, að atvinnu-
rekstur séu farnir að þinga um
það hvernig nota megi tækni
hegðunarbreytinga i framleiðslu-
kerfinu.
Arni Bergmann.