Þjóðviljinn - 19.01.1975, Page 11

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Page 11
Sunnudagur 19. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 RÆTT VIÐ ÁSKEL MÁSSON Bencö, hann heldur bara svona, svo spilar hann nieð tiu fingrum — alveg fantatiskt— — í:g var alit að viku að stilla trommurnar... — endirinn varð sá, aö ég spilaöi með þeim allt kvöldið. (Ljósm. S.S.) SÉRSTÆÐASTI SLAGVERKSMAÐUR ÍSLANDS Nútímamúsikmaöur Trumbusláttur hefur ekki þótt arðbær atvinnu- vegur hér á landi, enn sem komið er. Þó finnast þeir menn, sem hafa slíkh að lifibrauði. Einn þeirra, og líklega sá sérstæðasti, heitir Áskell Másson og er rúmlega tvítugur að aldri. Hann hefur slegið bongó- trommur og spilaði á alls- kyns flautur nokkur und- anfarin ár, og nú síðast starfað hjá ballettf lokki Þjóðleikhússins sem tón- smiður og undirspi lari. Klásúlur litu inn til Áskels eitt kaldviðrasamt vetrar- kvöld, fyrir skömmu, og fræddust yfir tebolla IftiI- lega um það, sem á daga hans hefur drifið. Kls: Hvers vegna valdir þú slagverk sem tjáningarhljóðfæri? Ask: Þetta er eitthvað sem er i manni, en ég byrjaði að spila á venjulegt trommusett þegar ég var 9 ára og það þróaðist út i trumbur af þvi að ég vildi sökkva mér dýpra i trommurnar. Ég var mjög nákvæmur á stillingar og var allt upp i viku við að stilla. Þannig var, að ég vildi sökkva mér dýpra i hverja trommu. Heyndar byrjaði ég sjö ára að spila á blokkflautu og átta ára byrjaöi ég að spila á klarinett, Kls: Hvernig gekk þér að læra á þessi hljóðfæri? Ask: Agætlega, en ég hef alltaf átt fremur erfitt með að læra tón- list hjá öðrum. Annars hefur mitt nám einkum verið fólgið i „hlust- un” á nær allar tegundir tónlist- ar. Mikið hlustaði ég á þjóðlagamúsik, 16., 17., og 18. ald- ar klassiska músik, og seinna popp, jass og reyndar alla góða tónlist. Kls: Hefurðu eitthvað leitað út fyrir landsteinana til að kynnast sál þvi sem er að gerast i nágranna- löndum okkar? Ask: Já, ég fór fyrir þremur ár- um til Kaupmannahafnar til þess að spila nútima jass og lærði ég mikið af meðspilurum minum þar, einkum ungverskum bassa- leikara sem var hreint frábær tónlistarmaður. Heyndar fór ég alveg i blindni út og lenti á stað sem heitir Montmartre Jazzhus (frægur jassklúbbur) og heillaðist af músikinni þar, þvi ég hafði aldrei heyrt svona lagað áður. Þegar ég kom i klúbbinn var hljómsveit sem hét Kodans Bölge að spila, og ég þrammaði upp á svið og spurði, hvort ég mætti ekki impróvinsera dálitið með þeim. Það fékkst að lokum og endirinn varð sá að ég spilaði allt kvöldið og var að lokum ráð- inn i hljómsveitina. Mest spiluð- um við á Montmartre og einnig i útvarp. Svo spilaði ég með hijóm- sveit John Tchicai, sem hét Ele- i'ant Forsög og spilaði ég með þeim i Danska sjónvarpinu. Kls: Hvað varstu lengi úti? Ask: Það var eitthvað á þriðja mánuð. Kls: Á timabili gerðir þú mikið af þvi að mæta á hinar og þessar uppákomur og spila, án þess að taka pening fyrir Hvað hefir þú að segja okkur um það? Ask: Ja, á þeim tima æfði ég yfirleitt sex til niu tima-á dag, og vildi ég fyrst og fremst prófa og fá æfingu i að spila með öðrum, jafnframt þvi að fá reynslu, sem þessu fylgir. Ég vildi ekki koma fram opinberlega, og taka fyrir það, fyrr en eftir nokkurra ára æfingu. Kls: Þú spilaðir með hljóm- sveitinni Náttúru um tima? Ask: Já, ég spilaði með þeim i sex mánuði, en gafst þá alveg upp á þvi. Kls: Hvers vegna? Ask: Ég þoldi nú ekki hávaðann og ég var með þannig hljóðfæri, að það hey rðist ekkert i þeim. Við reyndum að magna þau upp, en með gargandi gitara allt i kring, gekk það litið. Við æfðum mikið, spiluðum mjög prðgressfva popp- músik og vorum i tempóum eins og 5/8 og 7/8 o.fl. Ég hafði heldur ekki áhuga á að spila fyrir dauða- drukkið fólk á hverju kvöldi. Kls: En var þetta ekki reynsla fyrir þig? Ask: Jú,vissulega var þetta fin reynsla fyrir mig. I þessari hljómsveit voru saman komnir flestir stærstu karakterar á þessu sviði hérlendis. Kls: Hættirðu þá að leika popp- tónlist? Ask: Já. Það leið innan við mánuður, eftir aö ég hætti i Nátt- úru, og þangað til ég fór út til Kaupmannahafnar að jassa. Ég var satt að segja kominn með áhuga á allt öðru meðan ég var i Náttúru; mig langaði til að spila eitthvað sem reyndi á mig sem hljóðfæraleikara. Kls: Eftir þau músiktimabil sem þú hefur géngið i gegn um. hver ei þá þin sk'oðun á þessum tveimur músikstefhum, poppi og jassi? Ask: Poppið hefur haft gifur- lega mikil áhrif á jassinn og jass- inn hefur haft greinileg áhrif á poppið og hvort tveggja mjög mikil áhrif á aðra nútimamúsik, svokallaða „modern serious musik.” 1 poppinu hafa stundum komið fram mjög athyglisverðir angar og maður hefur haldið að eitthvað væri að fara að ske, en svo nær það ekki lengra. Þróunin stoppar og siðan kemur eitthvað nýtt, eða eitthvað gamalt i nýjum búningi. Þéssir angar hafa haft mikil áhrif á alvarlega músik. Fyrst og fremst lit ég á popptónlist sem tónlist augna- bliksins, tónlist sem maður dans- ar eftir eða skemmtimúsik. t iassinum eru til mjög margar stefnur og þær ólikar, en mér lik- Framhald af bls. 22.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.