Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Blaðsíða 15
Suiuiudagur 19. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Tengingar prófaöar Áfram heldur undirbúningi aö sameiginiegri geimferö sovéskra og bandariskra á Sojús og Apollo-geimförum. Þessi mynd sýnir nýlega prófun á tengibúnaði geimfaranna, en eitt helsta atriöi þessa geimflugs veröur samtenging geimskipanna og munu þá áhafnir ganga á milli þeirra og vinna hver meö annarri. (Ijósm. Apn). Neandertalsmaöurinn leit svona út. Nýtt um Neandertalsmann: Dó af því hann kunni ekki að tala VISNA- ÞÁTTUR S.dór.1 Þegar Matthías var kjörinn á þing Um það bil er siöustu meiri- háttar isöld lauk, leiö undir lok sú forna manntegund sem kennd er viö Neandertal. Neandertalmað- urinn haföi ráöið rikjum á jörö- inni I 4000 kynslóðir. Hann haföi gcrt sér verkfæri og vopn úr tinnu, og haföi lifaö af þrautatima isalda, enda var heilabú hans aII- mikið —heili hans liklega þyngri en á nútiinamönnum. Engu aö siöur leið hann undir lok fyrir uni þaö bil 35 þúsund árum (ekki siö- ar) og vék þá fyrir forföður nú- tim a ma nnsins, Cro-Magnon- manninum, á furöulega skömm- um tíma. Ekkert bendir til þess, að Ne- andertalmaðurinn hafi blandast Cro-Magnonkyni, að þvi er mann- fræðingar herma. Likamsbygg- ing þessara manntegunda forald- ar var mjög ólik. Lengi hafa menn velt þvi fyrir sér, hvernig á'hinum skjóta ósigri Neandertalsmannsins hafi staðið. Nú hafa bandariskir mannfræð- ingar, Philip Lieberman og Ed- mund Crelin borið fram þá kenn- ingu, að Neandertalmaðurinn hafi haft miklu vanþroskaðri raddfæri en Cro-Magnonmenn. Barkakýlið sat ofar i honum og ýmislegt annað gerði það að verkum að hann átti erfitt með að mynda hin ýmsu hljóð hratt og greiðlega. Visindamennirnir hafa búið til apparat sem þeir telja að likist raddfærum Nea:n:dértal- manns, og gat það ekki myndað suma hina veigamestu sérhljóða eins og a, i, og u. í upphafi var orðið, segir i frægri bók. Og Neandertalsmenn vantaði þetta orð — þeir gátu ekki komið nema einföldum skilaboð- um sin á milli. beir dóu út úr tján- ingarskorti. SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI GLEYMSKA 1 Köln tókst ræningjanum Emil Ernst nýlega að komast yfir 20.400 mörk (rúml. 900 þús. kr. isl.) i árás á banka. Allt var nákvæmlega undirbúið og eftir að hann hafði skipt um föt i biln- um sem hann notaði til flóttans, kastaði hann jakkanum sinum útum gluggann. En eitt gleymdist: að taka nafn- skirteinið úr vasanum. Fimm dögum siðar náðist hann, en átti þá að visu aðeins eftir 15 þús. mörk. Hinu hafði honum tekist að eyða. Lítil morgunbæn Ó, Herra, veit þá náö, aö ég gifti mig aldrei. Ó, Herra, ef ég gifti mig, veit þá náö, aö ég veröi ekki dreginn á tálar. Ó, Herra, veröi ég táldreginn, gef að ég frétti þaö aldrei Ó, Herra, ef ég frétti þaö, gef að ég trúi þvi aldrei. Ó, Herra, ef ég trúi þvi, veit þá náö, aö þaö skipti mig engu. Lítil morgunbæn eftir frans- manninn Bernardo de Fontenelle, — uppi á 18. öld. LÆRDÓMUR Tveir innbrotsþjófar dýrkuðu upp peningaskápinn á skrifstofu meþódistakirkjunnar i Jackson i Mississippi. bað sem þeir höfðu uppúr krafsinu voru 200 fjölrituð eintök hugleiöingar um temað: ,,bú skalt ekki stela!” Hefur reynt öll stigin sjálfur Blaðið „Giornale d’Italia” skýrði nýlega frá þeim niður- stöðum dr. Marinelli i Róm, aö gáfur mannsins entust tak- markaðan tima. Samkvæmt skoðun hans getur maður aflað sér vitneskju og lært til 16 ára aldurs. Fram að 28 ára aldri má viðhalda kunn- áttunni, en þaðanaf fer gáfunum að hnigna og jfrá fimmtugu kemur fákunnátta og heimska æ betur í ljós. Við þetta er engu bætandi nema þvi, að dr. Marinelli er nú 74 ára og getur þvi væntanlega trútt um talað. Enn er af nógu aö taka af þvi efni sem okkur hefur verið sent upp á siðkastið. Viö byrjum þáttinn á þvi að sjá lokakaflann úr bréfi Magnúsar J. Jóhanns- sonar til okkar. begar Matthias Mathiesen var kjörinn á þing: Cr þvi drottinn ekki skóp eik af krækilyngi, hvi skyldi hann þá gera glóp aö gæfusmiö á þingi? Verkstjóri einn, Einar að nafni, gekk æfinlega með hend- ur á baki er hann leit eftir verk- um undirmanna sinna. Hafði veriö talinn góður verkmaður. Vist er Einar verklaginn vinur, enda séröu aö hann gerir gallann sinn götugan aftanveröu. Eðlilega: Ef á rússa einhver lýgur ihaldssamur sláni, af trúgirni á sig migur auminginn hann Stjáni. Það er nú svona: Þegar lit ég hlýlegt hold, af hjarta glaöur alltaf verð og upptendraður, allur nýr og betri maöur. Um Hannibal: Situr nú I Selárdal sist þó elski friöinn. Hafiö þiö séö Ilannibal höggva rekaviðinn? Þegar lundin gerist grá, — gleymdur kratabubbum — skaöræðis hann skeytir þá skapi á viðarkubbum. Nokkrar stökur úr litlu Ijóði er ég kalla ,,Að kvöldi”: Yfir voga bliöur blær blæju togar gára. Geislum logar svalur sær, sandi aö rogast bára. Döggin mjúka leggst i laut, lindir strjúka bakka. Feröasjúkur þeyr ei þaut þá um hnjúk og klakka. Svanir vogum synda á, sig I bogum hneigja, Aldan sogast hleinum hjá, hún er og aö deyja. Kemur ótta hljóö og hlý, húmiö fljótt aö skundar. Sina nóttin sveipar I svæfla, rótt allt blundar. Magnús J. Jóhannsson. Svo er hér annað bréf sem bingeyingur með stórum staf sendi okkur: V.isa Adoifs Petersen um Flosa, 5/1, minnir á alþekkta þingeyska visu, er ort var um slægnalán prests nokkurs, þæ a.s. svarvisan var á þessa )c-ið: Ságt er aö viö höfunt selt fyrir hi suána vorra gengi. Konsi lýgur þessu, þvi þaö var hleikjucngi. Þingeyingur með stórum staf. bá er hér bréf sem Valdimar Lárusson sendi okkur: Agæti þáttur! Heill og sæll, gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir liðna árið. Eg vona að þú haldir áfram með þitt á- gæta visnaspjall og farir nú að koma með nýja fyrriparta fyrir mann aö spreyta sig á, það lifg- ar svo ansi mikið upp á, jafnvel Ben. Ax i Visi er tekinn upp á þessu. Hér eru nokkrar visur, gaml- ar og nýlegar, áður óbirtar. Ég sat að tafli, og átti i nokkr- um erfiðleikum, þá kvað ég: Löngum kátt ég lék og dátt lifs aö sáttaboðum. Nú er fátt um finan drátt, fækkar máttarstoðum. Staka Óös af staupi oft ég saup oröaskaupiö hressti geöiö. Annars hlaup og engin kaup, aöeins raup þá skást var kveöiö. Staka Þegar bjátar eitthvaö á eöa lengist vaka, gaman er aö geta þá gripið til þin, staka. Maður að nafni Kjartan reyndi krafta sina á gormum, þá kvað ég: (Sléttubönd) Storma Gandi, óöur ár yfir landiö þeytti. Gorma þandi Kjartan knár, krafti andans beitti. Valdimar Lárusson. Þá höldum við áfram að taka úr syrpunni sem velunnari okk- ar sendi okkur á dögunum og við byrjuðum að birta úr i siðasta þætti. Fyrst koma visur eftir Stefán Stefánsson frá Móskógum: Margt ég prófað misjafnt hef, en mestan halla geröi, er hamingjunnar hlutabréf hröpuöu úr öllu veröi. Þeim ég sýni vinarvott, sem vel ég þekki. Og vildi öllum gera gott, en get þaö ekki. Sagnir fornar sækja fram, sist iná liönu gleyma. Eflaust færi ég út i Hvamm ef Auðor væri heima. Ástin finnur afdrep nóg, á sér leynistaöi. Faömast enn I rökkurró Ragnheiöur og Daði. Nú hefur storminn loksins lægt, Ijúfur saminn friður. Yfirsængin hægt og hægt hreyfist upp og niður. Loks koma svo nokkrar visur sitt úr hverri áttinni: Ein er mcyjan öörum vænni iöju vafasama stundar. Eftir þvi sem þúfa er grænni þefa af henni fleiri hundar. ???? Get ég þeigi gert aö þvi, guös þó feginn vildi, þó aö smeygist þankann i það, sem eigi skyldi. Gamall húsgangur. Margt er það sem milli ber, mikinn þótt ég rói. Ekki má ég unna þér, álfakroppurinn mjói. Steinn Steinarr (?)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.