Þjóðviljinn - 19.01.1975, Page 22

Þjóðviljinn - 19.01.1975, Page 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1975. VERÐLAUNA- MYNDAGÁTA Skilafrestur myndagátunnar, sem birtist í blaðinu á gamlársdag er til 31. janúar Breyt- ingar á utan- lands- flugi A timabilinu 27. janúar til 21. febrúar n.k. munu verfta nokkrar breytingar á flugi islensku áætlunarflugfélaganna til ósló og Stokkhólms. Þessar breytingar eru til komnar vegna skoftana á annari þotu Flugfélagsins sem fram fer á þessu timabiii. Siöari hluta janúar og febrúar er venjulega það timabil sem minnst er um að vera i milli- landafluginu. Þvi var ákveðið að breyta norðurlandafluginu þenn- an tima á þann veg, að það yrði framkvæmt með einni þotu, og þá yrðu kvöldferðir frá Keflavik til ósló og Stokkhólms. Það kom hins vegar i ljós þegar aðgættar voru bókanir fyrir þessar ferðir, að sárafáir farþegar ætluðu að fljúga með þeim. Þvi var ákveðið að þær skyldu felldar niður en annar háttur hafður á fluginu á þvi timabili sem að ofan greinir. Flogið verður á sunnudögum samkvæmt áætlun og er brottför frá Keflavik til ósló kl. 8 að morgni. A þriðjudögum eru bein flug til ósló og er brottför frá Keflavik kl. 9:10. Sama dag er flug frá Osló til Keflavíkur. Á laugardögum er beint flug. Ósló/Keflavik, samkvæmt vetraráætlun. Á þvi timabili sem breytingin á sér stað munu farþegar frá Stokkhólmi til Islands og Banda- rikjanna fara um Kaupmanna- höfn eða Osló. Ferðir milli þess- ara staða eru mjög tfðar og far- gjöld þau sömu þótt höfð sé við- koma á þessum stöðum. Þá munu þingfulltrúar á þingi Norðurlandaráðs, sem haldið verður i Reykjavik fljúga til og frá tslandi með þotum Loftleiða og Flugfélags tslands, en sér- stakar ferðir hafa verið settar upp vegna þessa fundar Norður- landaráðs. Frá og með 21. febrúar verður flogið samkvæmt útgefinni vetraráætlun, og verða þá 3 ferðir i viku til ósló og 2 til Stokkhólms, þ.e.a.s. frá íslandi á sunnudög- um, mánudögum og föstudögum, og til íslands á mánudögum, föstudögum og laugardögum. Frá Kynningardeild Flugleiða h.f. Hagatorgi 1, Reykjavik Klásúlur Framhald af bls. 11. ar best við þennan háþróaöa nú- timajass, sem reynir mikið á sköpunargáfuna. Kis: Og svo fórstu út til Kaupmannahafnar aftur? Ask: Já, en sú dvöl varði ekki nema i tvo mánuði. A þeim tima spilaði ég i Montmartre með Kodans Bölge, en hljómsveitin leystist upp vegna þess aö ég vildi að við spiluðum ákveðnari tónlist þvi að ég fann mig ekki nema i u.þ.b. helmingi prógrammsins sem "vio lékum auk annars ágreinings sem upp kom. Kls: Hvað tók við eftir að þú komst heim úr þessari stuttu Danmerkurdvöl? Ask: Ég einbeitti mér að tón- smiðum (byrjaði að semja 14 ára), kom fram sem sólisti og reyndi að æfa mig eins og ég gat. Svo vildi það þannig til, að ég var að vinna verk fyrir sjónvarpið (verk fyrir 32 hljóðfæri og þrjá slagverksmenn) i samvinnu við fyrrverandi félaga minn úr Combóinu, Egil Eðvaldsson, að hann stingur upp á þvi að fá gerð- an ballett við verkið i staðinn fyrir myndverk. Þannig kynntist ég Alan Carter og bauð hann mér niður i Þjóðleikhús til að lita á það sem þau væru að gera þar. Þessi kynni leiddu siðan til þess að ég var ráðinn hjá Ballettflokknum sem undirleikari og tónsmiður. Nú hef ég starfað við ballettinn i rúmt ár og likað geysilega vel þrátt fyrir ógurlegt vinnuálag. A þessum tima hef ég þroskast mikið músikiega séð og m.a. samið fimm meiriháttar verk. Ég verð áfram með ballettflokknum næstu þrjá mánuði og siðan stefni ég að þvi að fara út til London að læra. Ég ætla að reyna að komast að hjá slagverkssnilling, byrja að læra á pianó og komast að hjá tónskáldi. Kls: Hvers vegna telur þú sjálfan þig nútimatónlistar- mann? Ásk: Ja, ég er einungis barn mins tima, eins og við öll, og lifi og hrærist i þeirri tónlist sem er við lýði i dag þó að stærsti hluti þeirrar tónlistar eigi ekki eftir að heyrast eftir hundrað ár. Það er kannski ástæðan fyrir þvi, að maður verður að hlusfa vel og mikið á það sem flutt er. Reyndar hef ég nær allt mitt sem hljóð- færaleikari af hlustun. Ég lokaði mig inni i nokkur ár og hlustaöi og stúderaöi, mest partitúr, en ég ráðiegg engum að gera það. Það var mjög erfitt að komast út aftur þó að það hafi tekist að lokum. Kls: Geturðu sagt okkur eitt- hvað frá helstu verkum, sem þú hefur samið upp á siðkastiö? Ask: Stærsta verk mitt er „Höfuðskepnurnar”, en að þvier ég búinn að vinna i tvö ár. Það var sýnt á Listahátið siðasta sumar og hlaut mjög góða dóma. (i breska dagblaðinu Guardian var Askell annar tveggja islendinga, sem fengu góða gagn- rýni fyrir verk sin af tónlistar- gagnrýnanda blaðsins. önnur verk hátiðarinnar rakkaði hann yfirleitt niður — Innsk. Kls.). Einnig voru Höfuðskepnurnar sýndar á desember-sýningum ballettflokks Þjóðleikhússins. Þá má nefna „Silja”, verkið sem sjónvarpið ætlaði að taka. Ég sendi það á UNM hátið (Ungnordisk musikfest) siðast- liðið sumar, en hún var haldin i Sviþjóð. Af þeim 40 verkum sem þar voru flutt, var þaö valið eitt tiu verka sem flutt voru i sænska útvarpinu. (Svenska Dagbladet taldi þaö eitt besta verk hátiðarinnar — Innsk, Kls.), Ég hef einnig samið kórverk fyrir sænskan kammerkór er nefnist „Bromma Kammarkor”, tón- verkið „Eldtröllið” sem var sýnt i sjónvarpinu siðastliðinn páska- dag... Það er auðheyrt að Askell hefur ekki setið auöum höndum að undanförnu, og hefðum við lik- legast getað rabbað saman næstum endalaust. En bar sem við höfum ekki ótakmarkað pláss i blaðinu, og teið búið, sáum við okkar kost vænstan að kveðja þennan unga og efnilega lista- mann og halda út i norðan- garrann. Þaft eru vist ekki mikil tiftindi aft menn elti elgi. En þegar elgur fer á mannaveiftar, þá er þaft aft minnsta kosti efni i gófta mynd. Olafur Jónsson: Nokkur orö um málefni Kópavogs í tilefni af ádeilu Gunnars Eggertssonar Einn af frumbyggjum Kópa- vogs, Gunnar Eggertsson, deiíir hart á bæjarstjórn Kópavogs hér i blaðinu laugardaginn 11. janúar. Adeiluatriði Gunnars eru að þessu sinni, gerð Hafnarfjarðar- vegar, bygging miðbæjarins og hið nýja leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs. Ádeilum sinum beinir Gunnar að bæjarstjórn og gerir þar engan mun á meirihluta og minnihluta. Við Gunnar Eggertsson höfum verið samstarfsmenn að málefn- um Kópavogs i tvo áratugi og átt samleið i flestum málum. Eftir þau löngu kynni tel ég, að ég standi illa i stöðu minni i bæjar- stjórn ef ég þarf að liggja undir þungum ámælum frá svo mætum manni. Er mér þvi bæði ljúft og skylt að gera nokkra grein fyrir Átök á ný j Belfast 17/1 reuter — Hernaðar- aðgerðir hóiust á Norður-trlandi örfáum minútum eftir að vopna- hléi IRA lauk á miðnætti sl. nótt. Tvivegis kom til skotbardaga og sprengju var varpað að breskri herstöð. Enginn féll en tveir særðust. Lögreglan I trska lýðveldinu handtók i nótt Joe O’Hagan sem á sæti i átta manna herstjórn IRA og annan IRA leiðtoga með hon- um. Er þetta talið mikið áfall fyr- ir IRA. afstöðu minni til þeirra mála sem hann gerir að umræðuefni og mun gera það af jafn mikilli hrein- skilni og hann gerir i sinni grein. Ég er ekki sammála Gunnari um að bæjarstjórn Kópavogs hefði átt að una þvi að hraðbraut væri lögð i gegn um bæinn, án þess að hún væri sprengd niður i hálsinn og aðskilin frá innanbæj- arumferðinni. Eftir itrekaðar at- huganir bæði af bæjarstjórn og starfsmönnum vegamálastjóra voru allir sammála um að ekki væri mögulegt að losna við hrað- brautina, ekki heldur þó að nýr vegur væri lagður fyrir austan Digranes. Þvi var bæjarstjórn aðeins að gæta hagsmuna bæjar- búa með þvi að gera kröfu til þess að vel væri til vegarins vandað. Um uppbyggingu miðbæjarins er ég miklu nær skoðunum Gunn- ars. Það er engin von til þess að bæjarbúi uni þvi að framkvæmdir við gatnakerfi bæjarins séu látn- ar biða, en fjármangi bæjarins varið tii þess að sprengja bila- stæði jafnvel tvær hæðir niður i klöppina á miðbæjarsvæðinu. Það kallar engin efnahagsleg eða fé- lagsleg nauðsyn á hraða upp- byggingu á verslunar- eða þjón- ustumiðstöð á miðbæjarsvæðinu. Þvi eru allar áætlanir um skjóta uppbyggingu miðbæjarins óraun- hæfar. Til þess að unnt sé að „virkja einkaframtakið” til þess að byggja miðbæinn eins og hug- sjónamenn Sjálfstæðisflokksins orðuðu það, þá þarf fljóttekinn gróði að vera i sjónmáli. Þær menningar og þjónustustofnanir sem nauðsynlegar eru á miðbæj- arsvæðinu munu risa þar á næstu árum án þess að framkvæmda- getu bæjarins sé einbeitt að þvi verkefni. Róm var ekki byggð á einum degi og við veröum að una þvi að stórframkvæmdir taki mörg ár. Um gallana á leiðarkerfi strætisvagnanna getum við Gunnar orðið sammála. Það er óviðunandi að þegar vagnakost- urinn er aukinn um 40% og bæjar- félagið leggur fram miljónir i aukinn hallarekstur, þá versnar þjónustan við stóran hluta bæjar- ins. Stærsti ágalli hins nýja kerfis er sá, að það er látið þjóna fyrst og fremst hinni miklu miðbæjar- gloriu sem ráðamenn bæjarins eru haldnir af. Farþegarnir aust- ast og vestast úr bænum eru flutt- ir tiiganslausar hringferðir um miðbæinn og verða jafnvel að taka þrjá vagna á leið sinni heim með pinkla sina úr vinnu og versl- unum. Hagkvæmni i rekstri fyrir- tækisins virðist ekki lengur skipta máli. Talað er um að hallinn hafi numið 20 milj. á siðasta ári. Með hinu nýja leiðakerfi er Strætis- vögnum Reykjavikur og Land- leiðum afhentur 1/5 hluti af eðli- legum tekjum Strætisvagna Kópavogs, verður þvi hallarekst- urinn i ár varla undir 35 miljónum og er þá hallarekstur vagnanna orðinn hlutfallslega miklu hærri en I Reykjavik. Svona hefur þá hin trausta fjár- málastjórn Sjálfstæðisflokksins leikið þetta fyrirtæki á aðeins þremur árum. Fyrirtæki sem þjónaði bæjarbúum án halla- reksturs i 15 ár. TVÍHJÓLAKLÚBBUR Þjóðverjar hafa ekki ails fyrir löngu tekið saman skemmtilega myndasögu um þróun umferðar- mála, og njóta þá góös af þvi, aö ijósmyndin er nokkurn veginn jafngömul vélknúnum farartækj- um. Or þvi safni er þessi mynd tekin: hún er af meðlimum fyrsta hjólhestaklúbbsins i borginni Karlsruhe. t þann tið voru frönsk tvihjól siðasta framlag til einstak lingsbundinna samgangna og var aðeins hægra hjólið áfram knúið. Þaö var einmitt um þessar mund- ir að irski dýralæknirinn Dunlop fékk einkaleyfi sitt fyrir gúmi- slöngum fylltum með lofti, sem áttu eftir að valda mikilli byltingu i umferðarþægindum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.