Þjóðviljinn - 28.02.1975, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. febrúar 1975
Skemmtileg keppni á
skákþingi Kópavogs
Nú er lokið 7 umferöum i und-
ankeppni Skákþings Kópavogs.
Keppt er í 2 riðlum í meistara-
flokki, 10 keppendur i hvorum
riðli. Mótið er mjög vei skipað.
Sigurvegarinn fær réttindi til að
tefla í landsiiðsflokki á skákþingi
islands og hefur það dregiö að
marga sterka skákmenn.
UMSJÓN JÓN G. BRIEM
1 A-riðli stendur Helgi Ólafsson
best að vigi. Hann er með 5.5v. og
eina óteflda skák. Helgi sigraði i
meistaraflokki á skákþingi Is-
lands í fyrra og hefur því þegar
öðlast þátttökurétt i landsliðs-
flokki. Jóhannes Jónsson er með
5.5 v. úr 7 skákum. Benedikt
Jónasson er með 4.5 v. Július
Friðjónsson og Björn Sigurjóns-
son eru einnig i A-riðli en eiga
ekki möguleika á efstu sætunum.
Af þvi má sjá hve vel mótið er
skipað.
t B-riðli eru Bragi Halldórsson
og Eirikur Karlsson með 5.5 v.
Kristján Guðmundsson er með 5
v. og eina biðskák. Ásgeir Þór
Árnason er með 4 v. og tvær bið-
skákir sem liklega eru unnar.
Hann getur þvi náð 6 v. i 7 um-
ferðum og staðið þannig best að
vigi i riðlinum.
Tveir efstu menn i hvorum riðli
munu siðan tefla 4 manna mót um
titilinn skákmeistari Kópavogs
1975.
Fyrir 7. umferð stóð Erikur
Karlsson best að vigi i B-riðli með
5.5 v. af 6. Hann hafði hvitt I þeirri
sjöundu gegn Braga Halldórs-
syni. Bragi beitti Grunfelds vörn
og tefldi frumlega. t 7. leik fórnar
hann peði. Eirikur hefði átt að
svara þvi með Dxb7, en þáði
peðsfórnina. Þar með var Bragi
kominn á bragðiö og hélt áfram
að fórna peðum og bætti jafn-
íramt stöðu sina. Eftir 23 leiki er
hann kominn með menn sina i
þannig stöður að hvitur er alger-
lega varnariaus. Hann nær ekki
að hróka og drottning hans er eini
maöurinn sem eitthvert gagn
gerir. í 39. leik lætur hann þó
verða af hrókun en mátti sam-
Helgi Óiafsson.
stundis gefast upp. Bragi hefði þá
getað verið búinn aö gera út um
skákina með 23. Bxb2 en varnar-
leysi hvits var svo algjört að litlu
máli skipti hvaða vinningsleiö
var valin. Hér kemur skákin:
Hvitt: Eirikur Karlsson
Svart. Bragi Halidórsson.
Grunfelds vörn.
1. d4 Rf6
2. c4 g6
3. Rc3 d5
4. Bf4 Bg7
5. e3 0-0
6. Rf3 Bg4
7. Db3 Rh5
8. Rxd5 c6
9. Bc7 Dd7
10. Bxb8 Bxf3
11. gxf3 cxd5
12. Bg3 f5
13. cxd5 f4
14. Bb5 Dd6
15. Bh4 Kh8
16. Da3 Dd5
17. Be2 fxe
18. fxe e5
19. Dc5 De6
20. d5 Dh3
21.1)e7 e4
<32. Dxe4 Rf4
23.B f2 Ha e8
24. Dc2 Rxd5
25. e4 Rf4
26. Be3 Rxe2
27.1)xe2 Hxf3
28. Bf2 Dg4
29. 0-0-0 Hc3
gefiö.
Jón G. Briem.
VIPPU - BÍLSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir. smíðaðar eftir beiðni.
GLUGGAS MIÐJAN
Síðumúja 12 - Sími 38220
Grænar baunir Ora
heil dós kr. 108
Grænar baunir Ora
hólf dós kr. 68
Libby's tómatsósa kr. 1 1 1
Maggy súpur kr. 59
Ritz kex kr. 71
Jakob's tekex kr. 64
Sani Wc pappír 25 rúllur kr. 918
Eldhúsrúllur frd kr. 126
C-1 1 10 kg. kr. 1414
Oxan 3 kg. kr. 498
Vex 3kg. kr. 498
05$$^
\0
Vörumarkaðurinn hl.
ÁRMULA 1A, SÍMI 06112. REVKJAVIK
1 x 2 — 1 x 2
26. leikvika — leikir 22. feb. 1975
Úrslitaröð: 121 — 11X — Xl2 — 211
1. VINNINGUE: 11 réttir — kr. 113.000.00
37340 37340 37340
2. vinningur: 10 réttir — kr. 4.200.00
848 8933 13622 + 35883 36591 37019 38422
2753 11147 35101 35883 36595 37073 38593 +
2825 12672 35407 35896 36595 37243 38720
5094 12700 35446 36210 36634 + 37344 38865
6411 13597 35734+ 36258 36641 + 38051 + nafnlaus
Kærufrestur er til 17. marz kl . 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboðsmönnum
og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur vcrða teknar tii greina.
Vinningar fyrir 26. leikviku veröa póstlagöir eftir 18.
marz.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis-
fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — íþróttamiöstöðin — REYKJAVIK
Meðferð
drykkjusjúkra
af hálfu
hins opinbera
Ég hefi, ásamt hundruðum
annarra, lent i þvi að þurfa á að
halda uppihaldi á drykkjumanna-
hælum hins opinbera. Litla bót
krankleika mins hef ég þó hlotið á
stöðum þessum. Mun ég nú reyna
að lýsa einu hælinu eins og þaö
kom mér fyrir sjónir. Staður sá,
sem um er að ræða, nefnist
Gæsluvistarhælið að Gunnars-
holti. Menn taki eftir: Gæsluvist-
arhæli.En hvaða glæp hefur mað-
ur framið?
Staðarvalið er ákjósanlegt — ef
halda á mönnum algerlega sam-
bandslausum og einangruðum frá
umheiminum. Þetta er uppi við
Heklurætur. Alveg eins hyggilegt
hefði þó verið aö reisa hælið nær
mannabyggðum, en nota þá bara
rimla og múra til að halda þess-
um stórhættulegu óvinum samfé-
lagsins óvirkum og inniluktum.
Nú skulum viö, lesandi góður,
hugsa okkur að þú sért drykkju-
maður og kominn þarna austur i
fyrsta sinn. Þú ferðast þangað i
fylgd með lækni staðarins, sem
reyndar sést þar ekki nema hálfs-
mánaðarlega og rétt bregður fyr-
ir. Félagsráðgjafi svokallaður er
einnig með i ferðinni. Sá gerir lit-
ið annað en taka i nefið og reka
áróður fyrir A.A.-samtökunum.
Þegar austur er komið, er boðið
upp á kaffi og sætabrauð. Siðan er
farið að snúa sér að þvi sem kall-
ast ,,að skrifa undir”. Hér er
reyndar um lögleysu að ræða.þvi
að samkvæmt plaggi þvi, sem
maður iieyðist til að undirrita (En
neitun kostar fritt far aftur i bæ-
inn á stundinni), skuldbindur
maður sig til að dveljast i þrjá,
oftar i sex, mánuði þarna eða á
„öðrum opinberum stofnunum”;
hverjar sem þær svo kunna að
vera... Samkvæmt lögum þarf
dóm til frelsissviptingar, og þarf
þar enga undirskrift til. Þessu
plaggi er þó fylgt fast eftir með
lögregluvaldi, ef einhver „leggur
á sandana”, semsé stingur af.
• Þegar nú fylgdarliðið erhaldið
heim á leið, kemur að fyrstu
kynnum þinum við lið það, sem
fyrir er á staðnum. Er þá fyrst að
geta þeirra, sem eru i svipaðri
aðstöðu og þú sjálfur, en þeir eru
reyndar i miklum minnihluta,
kannski fimmtán til tuttugu — af
fimmtíu manna hópi. Afgangur-
inn eru nefnilega örvasa gamal-
menni, geösjúklingar og ýmiss
konar fávitar, sem sest hafa
þarna upp og fara þaðan varla
aftur, fyrr en búið er að slá utan
um þá. Nærri má nú geta, hversu
upplifgandi áhrif mannskapur
sem þessi hefur á viðkvæman,
taugaóstyrkan og óhamingju-
saman mann eins og þig, sem nú
hefur verið visað i bás með þcss-
um söfnuði- sem kleppurinn ætti
að hafa annarsstaðar til húsa.
Þunglyndi sverfur fast að næm-
geðja mönnum við aðstæður sem
bessar, og er engin furða.
Á að giska hálfsmánaðarlega
kemur blessaður doktorinn i vitj-
un. Og nú býst maður við þvi að
geta fengið einkaviðtal við lækni
sinn, jafnvel lyf, — þó ekki væri
nema við svefnleysinu, sem er al-
gengur fylgifiskur undangenginn-
ar ofdrykkju og getur jafnvel leitt
til óbærilegra ofskynjana, en á
þvi hef ég sjálfur fengið að kenna.
Er að samtalinu við lækninn
kemur, er þó ekki þvi að heilsa,
að það geti farið fram undir fjög-
ur augu — eins og þó mætti ætla
að væri alveg bráðnauðsynlegt
undir kringumstæðum sem þess-
um. Starfsmaður hælisins situr
yfir manni á meðan. Það gefur
auga leiö, aö viðkvæm mál vera
vart rædd, þegar slikur háttur er
á hafður. Útkoman verður svo
slatti af pillum, en ekkert samtal;
varla aö maður sé að þvi spurður
hvernig heilsan sé.
Á meðan þessu fer fram, drekk-
ur „félagsráðgjafinn” kaffi með
starfsmönnum hælisins, en þeir
eru reyndar furðu margir á ekki
stærri stað. Ráðgjafinn virðist þó
litið gefa af góðum ráðum, en
þeim mun fleiri snússa i nefið;
enda miklu handhægara og fyrir-
hafnarminna en að reyna t.d. að
greiða götu manna i sambandi við
húsnæði, eftir að i bæinn er komið
að lokinni,, gæslu”vist, svo dæmi
sé nefnt.
Ætlast er til, að maður vinni
þarna, aðallega við að steypa
steinheliur og aðra grjðthnull-
unga, en slik vinna er vel til þess
fallin að drepa hvers manns bak.
Timakaupið var um sl. áramót
kr. 45. Eftir þriggja mánaða puö
stendur maðurinn kannski uppi
með 15 þiis. kall, i mesta lagi. Og
þegar svo doktorinn og ráðgjafinn
aka aftur með hann út i frelsið,
skilja þeir hann eftir einhvers
staðar niðri i miðbæ Stór-Reykja-
vikur. Púnktum og basta. Hælis-
billinn þeytist burtu, en eftir
stendur „róninn” i nákvæmlega
sömu sporum og fyrir afvötnun-
ina. Venjulega er Rikið eða eitt-
hvert apótek skammt undan.
En hvern djöfulinn á þessi
endemis þvælingur og ráðleysi að
þýða? Hvað er verið að gera?
Hvað kosta þessi fiflalæti þjóð-
arbúið árlega? Engan alkóhól-
ista hef ég enn fyrirhitt, sem
ekki þráir innst inni að hætta.
En mér er spurn: Er þettaleið-
in til að hjálpa mönnumúrklóm
Bakkusar?
Nei — nei og aftur nei. Þessi
mál þarf að taka fyrir algerlega
frá grunni; það þarf að verða
grundvallar-breyting á viðhorf-
um máttarstólpa þjóðfélagsins.
Kannski þarf fyrst og fremst að
skipta þar um toppstykkin; þá
væri kannski veik von um það, að
hugsandi menn tækju viö af idiót-
um og fávitum.
Ungur drykkjumaður
Frá skákþingi Suðurlands
Skákþing Suðurlands hefur
staðiö yfir um nokkurt skeið, en
þvi lauk 23. febrúar. Fór það fram
á Selfossi.
1 sameiginlegum meistara-
flokki og 1. flokki voru 14 kepp-
endur. Tefldar voru 9 umferðir
eftir Monrad-kerfi. Efstur varð
Hannes Ólafsson, Landssveit með
7 vinninga og i öðru og þriðja sæti
þeir Guöbjörn Sigurmundsson,
Hraungerðishreppi og Helgi
Hauksson, Hverageröi með 6
vinninga hvor.
Tólf keppendur voru i unglinga-
flokki. Sigurvegari varö Almar
Sigurðsson, Selfossi. Hlaut hann
sex og hálfan vinning af sjö
mögulegum.
úþ
Nýtízku karlmannaföt
Glæsilegt skandinaviskt snið kr. 8.990,-
Skiðaúlpur, nýtt snið og litir kr. 3.550,-
Terylenefrakkar 3.550,-, sokkar kr. 80,-
Terylenebuxur kr. 1.775,- kjarakaup
Andrés, Skólavörðustig 22