Þjóðviljinn - 28.02.1975, Side 9

Þjóðviljinn - 28.02.1975, Side 9
Bætt félagsaöstaöa stúdenta Föstudagur 28. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Stúdenta- kjallarinn opnaöur Um síðustu helgi var opnuð kaffii- og setustofa í kjallara Gamlagarðs og hefur hún hlotið nafnið Stúdentakjallarinn. Verður hann opinn á kvöldin og um helgar alla daga nema föstudaga þegar hann verður leigður út tii félags- starfs. Blaðamönnum var boðið að vera viðstaddir vigslu kjallarans á föstudagskvöldið en til hennar mættu m.a. menntamálaráð- herra, stjórn Félagsstofnunar stúdenta sem sér um rekstur kjallarans og nokkrir úr Stúdentaráði. Þröstur Ólafsson hélt stutta tölu af þessu tilefni og kom þar fram að fyrstu árin eftir að Gamligarður var reistur, árið 1934, hafi kjallarinn verið notaður sem iþróttasalur stúdenta þar sem einkum voru iðkaðir hnefa- leikar. I striðsbyrjun stóð til að stúka hann niður i herbergi en af þvi varð ekki þvi breska hernámslið- iðlagði húsið undir sig. Eftir strið var hins vegar hafinn rekstur mötuneytis stúdenta i kjallaran- um og gegndi hann þvi hlutverki fram til ársins 1971 þegar félags- heimili stúdenta var risið og mötuneytið flutt i það. Fljótlega eftir það kom upp sú hugmynd að nýta bæri kjallarann undirfélagsstarfsemi stúdenta en framkvæmdir drógust á langinn. A siðasta ári gengu fulltrúar SHl á fund stjórnar Félagsstofnunar og kváðu stúdenta vilja gera gangskör að þvi að koma kjallar- anum sem fyrst I gagnið. Var á- kveðið að leggja ákveðið gjald á hvern stúdent við skólann sem innheimt skyldi með innritunar- gjöldum. 1 haust var svo lýst eftir tilboð- um i innréttingu kjallarans og tekið tilboði Jóns Arnarr en hann er trésmiður sem leggur stund á nám i innanhússarkitektúr. Vann hann siðan að verkinu við annan mann i haust og vetur. Stúdentakjallarinn er opinn á daginn kl. 12.30—15 mánu- dag—föstudags og á kvöldin kl. 20—23.30, en um helgar kl. 14—23.30. Þar verður selt kaffi og kökur og geta stúdentar og gestir þeirra hreiðrað þar um sig í þægilegum básum. Eins og áður segir verður kjallaranum ráð- stafað á föstudagskvöldum til lit- illa funda og annarrar félags- starfsemi einstarkra hópa stúd- enta eftir ákvæðum reglugerðar þaraðlútandi. —ÞH Rabbaðsaman yfir kaffibolla i einum básanna i Stúdentakjaiiaranum. Starfsstúlka mötuneytisins I spiunkunýju eldhúsi kjailarans. ,,Jörundur var leikinn hér í annað sinn í gær- kvöldi fyrir fullu húsi og við mikinn fögnuð áhorf- enda," sagði Kristín Olsoni leikhússtjóri og leikstjóri við Vasa Teater, þegar Þjóðviljinn hafði tal af henni i fyrradag, en hún leikstýrir leikritinu Þið munið hann Jörund, eftir Jónas Árnason, sem frum- sýnt var þar á laugardags- kvöldið. „Við gerum okkur mjög góðar vonir um sýningarnar framvegis, miðað við undirtektirnar á þess- um tveimur fyrstu sýningum. Við ætlum að sýna Jörund i tuttugu og tvö skipti þetta leikár og hefðum viljað hafa fleiri sýningar, en við erum bundin af borgarhljóm- sveitinni, þar eð sex hljómlistar- menn úr henni leika undir söngv- ana i Jörundi. En við vonumst til þess að geta tekið verkið upp aft- ur i haust. Vasa er ein helsta borgin i Austurbotni, ibúar um 55.000 og þriðjungurinn þar af sænskumæl- andi. „En okkar leikhús, sem er sænskumælandi, er ekki hvað sist sótt af fólki úr héraðinu i kring, sem er mikið til sænskumæl- andi,” sagði Kristin Olsoni. „En ég hef nú lika á tilfinningunni að Jörundur verði meira sóttur af finnskumælandi fólki heldur en gengur og gerist um okkar leik- húsverk. Bæði er áberandi, hve mikla hrifningu verkið vekur, og svo er það mjög sjaldgæft að is- lensk leikhúsverk sjáist i finnsk- um leikhúsum. Tónlistin i Jörundi Martin Kurtén og Kristin Olsoni, leikhússtjórar við Vasa-leikhúsið. Olsoni leikstýrir Jörundi og Martin Kurtén fer með hlutverk Trampe greifa. Hundadagakonungurinn (til vinstri) og Borgar Garðarsson I hlutverki hans. ÖSTE R BQTTNiNGAR w STORHRIFNIR AF JÖRUNDI gerir lika sitt til að laða að, þvi að hún er mjög skemmtileg og fellur vel inn i heildarmynd verksins.” Góð krítik Kristin Olsoni sagði ennfremur að Jörundur hefði fengið mjög góða kritik i blöðunum i Vasa, bæði þeim sænsku- og finnsku- mælandi. Verður varla annað sagt en islensk leikhúsmenning hafi verið sæmilega kynnt i Finn- landi upp á siðkastið, þvi að dag- ana 16. og 17. febrúar sýndi leik- flokkur frá Þjóðleikhúsinu Inók i Vasa Teater við mjög góðar und- irtektir áhorfenda og gagnrýn- enda. Daginn sem Jörundur var frumsýndur birti Vasabladet, aðalblað sænskumælandi manna þar um slóðir, forsiðuviðtal við Jónas Arnason og auk þess grein, þar sem rakin er saga söguhetj- unnar Jurgens Jurgensens, sem var hundadagakonungur „með sóma og sann eitt sumar i landinu bláa”. Þar er lika birt sænska þýðingin á upphafssöngnum i leiknum, ásamt myndum af aðal- leikurunum i hlutverkum sinum. Mynd af Borgari Garðarssyni i hlutverki Jörundar er þar stillt upp á móti mynd af málverki af Jörundi eftir G.W. Eckerberg, og svo skemmtilega vill til að ekki er annað að sjá en að hundadaga- konungurinn hafi verið nokkuð svo álitslikur þeim leikara, sem nú kynnir hann fyrir österbottn- ingum! ,,Þetta er líka verkefni stjórn- málamannanna..." I viðtalinu kynnir Jónas nokkuð það baráttumál sitt að friðlýsa Norður-Atlantshafið fyrir öllu hernaðarbrölti. „Þar eru allskon- ar skip á ferð,” hefur Vasabladet eftir Jónasi. „Kjarnorkuknúnu kafbátarnir geta rekist á og brotnað, sokkið og valdið hroða- legu drápi á fiskinum — og fiskur- inn er sem kunnugt er tilveru- grundvöllur tslands. Og einnig eitt af grundvallaratriðum þess að Noregur haldi áfram að vera til.” t viðtalinu er fjallað um stöðu tslands og Norður-Atlantshafs á mörkum valdablakka risaveld- anna tveggja, Bandarikjanna og Sovétrikjanna, og i framhaldi af þvi um sögulegt baksvið sögunn- ar af Jörundi: „Segja má að afstaðan hafi verið samskonar á timum Napó- leons, þegar valdablakkir Eng- lands annarsvegar og Napóleons og bandamanna hans hinsvegar áttust við. t báðum tilfellum koma átökin niður á smáþjóðun- um, sem alltaf eru á átakasvæð- inu miðju eða mitt á milli stórveldanna. Og við, sem erum af smáþjóðunum, heyjum okkar sjálfstæðisbaráttu óaflátanlega með vopnum hugans, orðsins, bókmenntanna ... Þetta er lika verkefni stjórnmálamannanna: að leysa þjóðir sinar frá hug myndum hernaðarbandalaganna og tengslum við þau, frá valda- taflinu sem ógnar sjálfu mann- lifinu.” dþ. SÝNINGUM Á VERKIN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.