Þjóðviljinn - 02.08.1975, Qupperneq 5
Laugardagur 2. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Ekki litur út fyrir aö aimenn-
ingur hafi ýkjamikinn áhuga á
öryggisráOstefnu þeirri, sem nú
er að ljúka i Helsinki — nema
helst þeir menn sem gagnrýna
hana harðiega og likja henni við
nýjan Munchenarfund. Blaða
menn virðast ekki hafa mikið
um hana að segja, nema þeir
séu skikkaðir til þess, og sagt er
að fréttamenn i Helsinki haldi
kyrru fyrir i hóteli sinu og fletti
þungly ndislega fréttaskeytum
— frá Kampala. Þetta er að visu
fyrsta ráðstefna æðstu manna
Evrópuríkjanna siðan Vinar-
fundurinn var haldinn fyrir
hundrað og sextiu árum. En sá
fundur á reyndar mikinn hluta
frægðar sinnar að þakka
tómstundaiðju þjóðhöfðingja,
sem hann sátu. Eins og
Talleyrand komst að orði:
„Rússakeisari elskar, Dana-
konungur drekkur, konungurinn
af Wiirtemberg borðar, Prússa-
konungur hugsar, konungurinn
af Bæjaralandi talar og Austur-
rikiskeisari borgar.” Siðan
Kissinger gifti sig hefur vist
minnkað tii muna rómantikin
umhverfis ráðamenn þessa
heimshluta, og má tæplega
búast við þvi að ráðstefnan I
Helsinki skilji eftir sig slikan
orðstir I sögunni.
Samt er þvi ekki að neita að
það er umhugsunarvert, þegar
Leonid Bresnéf með sinar 4000
kjarnaflaugar sest rólegur við
fundarborð, þar sem fulltrúi
páfastóls er i forsæti og hefur
ekki nema tuttugu atgeira að
bakhjarli. Eða þegar Ford for-
seti með 8000 kjarnaflaugar tek-
ur til máls á fundi þar sem full-
trúi Liechenstein er forseti, en
allur her þess rikis er skógar-
vörður með veiðibyssu.
„Menn verða að verðskulda
öryggið, það er ekki hægt að
vinna það á tombólu”, sagði Nic
Jobert, fyrrverandi utanrikis
ráðherra Frakklands, einhvern
tima þegar verið var að ræða
undirbúning ráðstefnunnar.
Sannleikurinn er sá, að þótt það
hafi verið sovétmenn sem báðu
stöðugt um að þessi ráðstefna
yrði haldin og kröfðust þess að
einhver yfirlýsing yrði undirrit-
uð — með slikum aðgangi að
vondar tungur töluðu um
„pappirs-fetisjisma” — og
bandarikjamenn hafi alltaf litið
á það með mikilli tortryggni og
talið slika ráðstefnu annáð
hvort bellibrögð af hálfu
sovétmanna eða hreinan
skripaleik, voru það smáþjóð-
irnar, sem komu þvi til leiðar
með kröfum sinum að ráðstefn-
an fékk það innihald sem hún nú
hefur. Kannske verður það ein-
mitt þetta atriði sem greinir
hana mest frá Vinarfundinum,
sem nú er oft vitnað til, þvi að
hann staðfesti sigur verstu
afturhaldsafla álfunnar og hon-
um fylgdi siðan hörmulegt
kúgunartimabil fyrir ýmsar
þjóðir sem lokaðar voru inni
innan landamæra þáverandi
stórvelda.
Upphaflega voru það sovét-
menn, sem óskuðu eftir þvi að
þessi ráðstefna yrði haldin, og
virtist aðalatriðið það að fá ein-
hverja alþjóðlega tryggingu á
núverandi landamærum
Evrópu, sem sovétmönnum er
mjög I nöp við að verði véfengd.
Kissinger, sem hafði enga trú á
þvi að slik ráðstefna kæmi að
nokkru gagni, lét að lokum und-
an þrábeiðni sovétmanna, að
þvi er virðist vegna þess, að
hann taldi að betra væri fyrir
bandarikjamenn, að styðjast
við bakið á þeim ráðamönnum
eystra, sem vildu draga úr
viðsjám og skapa raunhæfa
samvinnu austurs og vestur.
„Það er ekki hægt að láta
Brésnéf koma allsberan fyrir
flokksþingið 1976 og eiga þá á
hættu að besti talsmaður frið-
samlegrar sambúðar i Sovét-
rikjunum lendi þar i minni-
hluta”, var sagt. Upphaflega
átti að ræða um tvenntjöryggis
mál Evrópu og aukna samvinnu
milli austurs og vestur á sviði
verslunar og tækni.
En þá kom i ljós að smærri
þjóðir voru engan veginn
Sigur smáþjóðanna
Þannig leit þýska vikublaðið „Der Spiegel” á öryggisráöstefnuna i
Helsinki, en smárikin reyndust ekki eins leiðitöm og teiknarinn vill
vera láta.
samþykkar þvi að koma i einni
hjörð og undirrita skjal til þess
eins að gera Brésnef og
Kissinger ánægða. Og þar sem
ákveðið hafði verið að ekkert
skyldi standa i lokayfirlýsing-
unni, sem ekki næðist alger ein-
ing hinna 35 rikja um, tókst
smáþjóðunum að bæta ýmsum
atriðum við á undirbúningsráð-
stefnunni i Genf, þótt Kissinger
þrautleiddist þófið. Evrópu-
þjóðunum tókst að bæta við þau
tvö aðalatriði sem fyrst átti að
ræða um, þriðja kaflanum um
frjáls samskipti manna, frjálsa
fréttadreifingu og menningar-
leg samskipti. Sovétmenn
samþykktu þetta allt, þótt
Grómykó nöldraði: „Ég get þó
ekki neytt landa mina til að lesa
það sem þeir hafa ekki áhuga
á! ”
En þetta var þó ekki allt og
sumt. Dom Mintoff forsætisráð-
herra Möltu tókst að koma inn i
yfirlýsinguna grein um nauðsyn
þess að draga úr vigbúnaði á
Miðjarðarhafi, og það sem var
vafalaust enn mikilvægara:
ýmsar hlutlausar smáþjóðir
fengu þvi framgengt að við yfir-
lýsinguna var bætt ýmsum
atriðum, sem fordæmdu alger-
lega það sem stundum hefur
verið kallað „Bresnéf-kenning-
in”. Samkvæmt þessum ákvæð-
um yrði ný árás af sama tagi og
árás Varsjárbandalagsrikjanna
i Tékkóslóvakiu 1968 og innrás
tyrkja i Kýpur 1974 algert brot á
þeirri yfirlýsingu sem nú á að
undirrita i Helsinki.
Eftir tveggja ára umræður i
Churchill, Roosevelt og Stalín á ráðstefnunni f Yaita 1945. Þar voru lögö drög aö þelrri skipun Evrópu
sem nú á að staöfesta.
Genf er þá yfirlýsingin orðin
mjög veigamikil. Fyrstu kaflar
hennar, sem fjalla um öryggis-
mál Evrópu — þau mál sem
sovétmönnum var mest i muna
að ræða — mæla nú svo fyrir að
þeir, sem undir yfirlýsinguna
skrifa, muni ekki reyna að
breyta landamærum álfunnar
með valdi, ekki gera innrás á
önnur riki né hernema þau. Þeir
muni viðurkenna rétt smáþjóða
og þjóðarbrota og sjálfsákvörð
unarrétt þjóða, og einnig rétt
rikja til að gera samninga og
ganga i hernaðarbandalög eða
vera hlutlaus.
Nú er auðvelt að gera gys að
þessum atriðum og benda á
hvernig hvert og eitt þessara
atriða hefur verið rofið undan-
farin ár, eða draga fram i dags-
ljósið hræsni risaveldanna. Það
má nefna innrás i
Tékkóslóvakiu, innrás i Kýpur,
miskunnarlausa kúgun smá-
þjóða á Spáni, ritskoðun ekki
aðeins i Sovétrikjunum heldur
lika viðar i Vestur-Evrópu en
menn gera sér venjulega i
hugarlund. Það er lika hægt að
hæðast að þvi að Kissinger skuli
vara sovétmenn við nokkurri
ihlutun i innanrikismál
Portúgals á sama tima og upp
kemur i Asoreyjum sjálfstæðis-
hreyfing, sem kemur banda-
rikjamönnum allt of vel til þess
að þeir séu ekki grunaðir um að
hafa þar hönd með i bagga.
Loks er hægt, eins og frakkar
gera, að skopast að stil yfirlýs-
ingarinnar, sem er satt að segja
ekki beysinn, og segja að stjórn-
málamenn séu að leiðrétta með
holum orðum þann veruleika
sem þeir ráði ekki við i raun.
En þrátt fyrir þetta skiptir
það ekki svo litlu máli, að þarna
gerðist það i fyrsta skipti að
bandarikjamenn gengu ófúsir að
viðræðum (er það ekki skýring-
in á illsku bandariskra fjölmiðla
nú?) og sovétmenn urðu að
semja um fjölmörg atriði, sem
þeir höfðu hreinlega ekki verið
til viðræðu um áður, en smærri
þjóðum tókst að sýna fram á að
máttur þeirra er meiri en flestir
höfðu haldið. Yfirlýsingin sem
verður undirrituð i Helsinki er
ekki samningur i réttu formi,
heldur aðeins stefnuyfirlýsing,
sem skuldbindur engan. En hún
er þó jafnframt skráður
siðferðismælikvarði og hér eftir
verður auðveldara en áður að
sjá hvar og hvernig þessar sið-
ferðisreglur eru rofnar og
erfiðara að þegja um það órétt-
læti sem framið er. Svo verður
haldinn nýr fundur árið 1977 og
þá má vega og meta hegðun
hinna 35 þjóða.
e.m.j.
Vinarfundurinn 1815: „Rússakeisari elskar, Danakonungur drekkur....”