Þjóðviljinn - 02.08.1975, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1975
Heilar sveitir
virðast hafa
margtæmst
Vesturferðir íslendinga
munu einn minnisstæðasti
þátturinn í sögu okkar
þessa öldina og þá næstu á
undan. Þeir íslendendingar
munu fáir, að minnsta
kosti á landinu norðan- og
austanverðu, sem ekki
eiga nákomna ættingja í
Kanada eða Bandaríkj-
unum. Vesturf erðirnar
voru mikið tilf inningamál,
eins og viss verk skálda
eins og Guðmundar á Sandi
og Matthíasar Jochums-
sonar vitna um, en með
miklum rétti má halda því
fram að þær hafi verið ó-
hjákvæmilegar með tilliti
til allra aðstæðna. — Und-
anfarið hafa íslenskir
sagnf ræðingar haft með
höndum viðtækar rann-
sóknir á þessum örlaga-
ríka þætti íslandssögunnar
>og er einn þeirra Berg-
steinn Jó sson lektor. Þjóð-
viljinn hafði fyrir skömmu
tal af honum um þessa at-
burði.
— Hversu stór hluti þjóöar-
innar var það, sem flutti vestur,
Bergsteinn?
— Þeir sem fluttu voru saman-
lagt eitthvað á milli fimmtán og
tuttugu þúsund, þó nær lægri töl-
unni. Og á þessu timabili fjölgar
landsmönnum úr um það bil
sjötiu þúsundum upp fyrir niutiu
þúsund. Þetta hefur verið svo
mikið útstreymi að það nálgast
það sem var hjá irum og norð-
mönnum, sem annars fluttu
vestur allra þjóða mest, miðað
viö fólksfjölda, en vel að merkja
á langtum lengri tima.
Fólksstraumurinn vestur
stöðvaðist í Reykjavík og
sjávarplássunum
— Hvert er hið eiginlega
vesturferðatimabil islendinga?
— 1873—1914. Flutningarnir
stöðvuðust að mestu við striðið,
og að þvi loknu fóru Bandarikin
að amast við innflutningi fólks i
skörum eins og áður gerðist. Svo
kom kreppan og fór sist betur
með þau en okkur. Framfarir i
atvinnumálum hér á landi áttu
iika sinn þátt i þessu. Þeir sem
urðu að bregða búi þurftu ekki
lengur að flytjast eins langt og
áður, það er að segja ekki úr
landi. Togarar og mótorbátar
sköpuðu nú atvinnumöguleika
fyrir menn, sem áður höfðu ekki
haft um neitt að velja nema bú-
skap á heiðarbýli eða að flytjast
til Ameriku. Reykjavik og út-
gerðarplássin tóku við þeim
fólksstraumi, sem áður hafði
runnið alla leið til Ameriku.
— Er langt síðan þú fórst að
kanna þessa sögu, Bergsteinn?
— Ég fór varla að ráði að
athuga þetta fyrr en 1970—71. Ég
var þá með plögg Tryggva
Gunnarssonar, en þar er mikið
fjallað um vesturferðir. Svo hafði
ég spurnir af bandarískri stofnun,
sem heitir American Council of
Learned Societies. Ég held að hún
sé fjármögnuð af Ford Founda-
tion. Þeir hafa um langt skeið
sent út plögg og boðið útlendum
húmanistum styrki, en ég er vist
sá eini hérlendis sem sótt hefur
um þetta, fyrr og siðar. Ég fékk
styrkinn og starfaði svo að rann-
sóknum i tiu mánuði i Bandarikj-
unum 1971—2.
Steyptir vegir kallaöir
brautir.
— t hverju fólust þær rann-
sóknir helst?
— Þær voru margþættar. Ég
þurfti að bgirja á þvi að kynna
mér sögu fólksflutninganna inn i
landið, Immigration History, og
það sem þeir kalla Western
History, sem er sagan af land-
námi hvitra manna þar, sérstak-
ipga þó i Miðvestrinu. Hér heima
voru .haldnar útflytjendaskrár,
bæði til að koma i veg fyrir að
agentar féflettu útflytjendurna
að þeir siðarnefndu hlypu frá
skuldum. Prestar skráðu lika þá,
sem viku á brott úr sókninni. Er
þvi um geysimiklar heimildir að
ræða, bæði vestan hafs og austan,
en mikið verk að komast til botns
i þeim.
— Nota menn íslensku ennþá
scm daglegt mál fyrir vestan?
— Já, allavega i einhverjum is-
lendingabyggðum i Kanada, er
mér sagt, og i Bandrikjunum
virðist mér sem vesturislend-
ingar niður i fertugt að minnsta
kosti séu enn vel mæltir á
islensku. En sú islenska, sem þeir
tala þar, er kannski ekki að öllu
leyti eins og það mál, sem nú er
talað hér heima.Orðaforðinnhelst
frábrugðinn. Talsvert er þannig
um það að vesturislendingar
varðveiti enn málvenjur, sem
tiðkaðar voru á fslandi á nitjándu
öld, en eru nú svo til útdauðar
hér. Vesturislendingar kalla til
dæmissteypta vegi brautir.Þetta
er hliðstætt þvi, sem vitað er um
fleiri þjóðir. Athuganir, sem sviar
gerðu meðal afkomenda sænskra
vesturfara sýndu að þeir töluðu
enn mállýskur, sem voru útdauð-
ar heima i Sviþjóð.
„Fáðu nú ekki flatar tær"
— Er málið ekki mikið farið að
blandast?
— Jú, eitthvað, það segir sig
sjálft. Þegar vesturislendingar
tala til dæmis um eitthvað sem
viðkemur vélum og tækni, eru
þeir áður en varir komnir yfir i
enskuna, þótt þeir haldi kannski
sjálfir að þeir tali enn islensku.
Og sum islensk orð hafa þeir
öðruvisi en þekkist hér heima.
Þeir hafa til dæmis bilinn og
simann i hvorugkyni: segja ,,bil-
ið” og „simið”, ef þeir hafa á
annað borð kynnst þeim orðum.
Annars er það carið og fónið.
Margir tala lika svokallað
„mixað mál”, en fyrirverða sig
heldur fyrir það gagnvart
„islendingum að heima,” þótt
þeir annars hafi það óspart i
gamanmálum sin á milli. Þegar
maður leggur af stað i bilferð, er
þannig kannski sagt við hann:
„Fáðu nú ekki flatar tær,” sem er
útlegging á „Don’t get flat tyres,”
sprengdu ekki hjólbarðana.
Sumir nota tvö nöfn
— En islenska þjóðarstoltið
virðist lifa, fyrst menn fyrirverða
sig fyrir mixaða málið.
— Jú, það er lifandi. En auðvit-
að renna þjóðabrotin smátt og
smáttsaman. Islendingarnir hafa
þó til þessa haldið sér furðanlega
út af fyrir sig, eftir þvi sem ger-
ist, og gifst mikið i sinn hóp Mér
var sagt að sú kynslóðin, sem nú
er á miðjum aldri, hefði verið sú
fyrsta, sem að miklu leyti hefði
gifst „hérlendu fólki”, það er að
segja fólki af öðrum ættum en
islenskum. En menn menn halda i
þjóöernið. Það kemur til dæmis
fram i þvi að sumir nota tvö nöfn,
annað þegar þeir tala ensku, en
hitt þegar þeir tala islensku.
(Dæmi Friðrik-Fred, Haraldur-
Harry, Helga-Harriet)
— Hvaða þjóðum blandast
islendingar helst?
— Þvi er ekki auðvelt að svara.
Ég talaði við menn af norskum
ættum, sem töluðu Islensku betur
en norsku, af þvi að þeir höfðu al-
ist upp i islendingabyggðum, en
svo er aftur til aö islendingar hafi
alist upp i byggðum norðmanna
og orðið norskumælandi. í Mani-
toba hafa islendingar lengi búið
innan um innflytjendur frá
slavneskum löndum, rússa, pól-
verja, tékka. Þá kalla vesturis-
lendingar galla. Það stafar af þvi
að margir þessara slavnesku inn-
flytjenda komu frá Galisiu, sem
nú skiptist milli Póllands og
Úkrainu, voru „júkreiningar,”
eins og vesturislendingar segja.
Frumbýlingsárin erfið
— islendingarnir, sem fluttust
vestur, voru flestir bændur og
héldu áfram að verða það i nýja
landinu. Eru afkomendur þeirra
það margir enn?
— Já, þeir hafa margir haldið
tryggð við landbúnaðinn. Við
verðum að athuga að flestir
vesturfaranna yfirgáfu tsland af
þvi að þeim stóð ekki til boða að
verða bændur þar. En sá búskap-
ur, sem tók við fyrir vestan, var
auðvitað gerólikur þvi, sem þeir
þekktu hérðan að heiman, svo að
þeir urðu að læra öll handtök og
verk frá byrjun. Frumbýlingsár-
in hafa þvi að likindum orðið
þeim á margan hátt erfiðari en
bændafólki frá öðrum löndum
Evrópu, sem vant var svipuðum
búskaparháttum og við tóku fyrir
vestan. En siðan á frumbýlings-
árunum hefur margt breyst. Þró-
unin er I þá átt að jarðirnar
stækka, og sumar þær rýrari
hafa lagst i eyði. Margt unga
fólkið leitaði og leitar til
borganna, ekki sist vestur á
strönd, en tiltölulega margir
halda sig samt enn við búskapinn.
Góð sambúð við indíana
— Lentu islendingar nokkuð i
árekstrum við indíana, eins og
sviar og norðmenn i Minnesota?
— Nei, ekki teljandi. Einhverj-
ir islendingar voru með i þvi að
berja niður Riel-uppreisnina i
Kanada, en ég man ekki eftir að
þeim hafi að öðru leyti lent saman
við indiána. Til Minnesota og
Norður-Dakota komu þeir ekki
fyrr en indiánabardagarnir þar
voru um garð gengnir. Hins eru
aftur á móti mörg dæmi að
islendingar ættu vinsamleg skipti
við indiána og ég held að óhætt sé
að fullyrða að islensku landnem-
arnir hafi umgengist frumbyggj-
ana á meiri jafnréttisgrundvelli
en þá var algengast. Við verðum
að hafa i huga að á þessum timum
var litið á indiána sem villimenn,
sem talið var að þyrfti að siða
með öllum tiltækum ráðum,
meðal annars með þvi að drepa
þá, ef þeir hurfu ekki með góðu að
háttum hvitra manna og krist-
inna. En þess voru nokkur dæmi
að islendingar kvæntust indiána-
konum og tækju að sér indiána-
börn og ælu upp. Mér var til
dæmis sögð saga af indiána, sem
vakti athygli islendinga með þvi
að tala islensku engu verr en þeir
sjálfir. Var hann þá spurður hvort
hann væri virkilega islendingur.
Nei, svaraði indiáninn, ég er
skagfirðingur.
Islensku landnemarnir i Nýja-
tslandi við Winnipegvatn höfðu
mjög góð samskipti við indiánska
nágranna. Indiánar kenndu þeim
meðal annars að veiða fisk upp
um is, sem varð þeim til mikillar
Þessi mynd var tekin um borð I vesturfaraskipinu Camoens í Reykjavlkurh
Daníelssyni, fannst nú nýverið, og er þetta í fyrsta sinn sem hún birtist opin
sammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mm^mmmmmmmm^^mmmmmmmmmm^mmmmmwm^mmmm^mmmm^^^mmmmmmmmm
Rætt við
Bergstein Jónsson
lektor
Bergsteinn Jónsson lektor.