Þjóðviljinn - 26.10.1975, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 26. október 1975.
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
Borgar sig að
f rysta — og
þá hvernig?
Að frysta mat er nú oröið svo
algengt, að ef til vill er óþarfi aö
segja nokkrum hvernig fara skal
að því, það er þó svo, að fólk er
ótrúlega illa að sér almennt i
frystingu matvæla, enda er það
meiri vandi en virðast kann i
fljótu bragði. Flestir hafa nú
aðgang að fristihólfi eða eiga
sjálfir frystikistu eða skáp. Það
eru þó ekki allir sam hafa hellt
sér út I „frystiæðið”, og ef til vill
tapa þeir ekki svo miklu eftir allt.
Að kaupa i stórum skömmtum og
frysta er nefnilega ekki alltaf svo
mikill sparnaður, amk ekki fyrir
litlar fjölskyldur. Séum við i raun
og veru vandlát i vali þess sem
við látum ofan i okkur, getur það
t.d. tæplega talist sérlega hag-
kvæmt að kaupa allt að árs-
gamalt kjöt af II. verðflokki, þýða
það og frysta siðanafturoggeyma
enn i marga mánuði. Þetta
gerðu margar litlar fjölskyldur i
haust, þegar útsalan var á nauta-
kjötinu, en hvað skyldi taka
þangan tima fyrir litla fjölskyldu
að ljúka við 1/4 úr nautskrokk?
Að minnsta kosti einn vetur,
nema hún borði nautakjöt oft i
viku, og slikt getur tæplega talist
sparnaður. Við fyrsta flokks að-
stæður er talið hámark að geyma
nautakjöt i eitt ár og þá á það
helstaldrei að afþiðna á þvi tima-
bili. Sá sparnaður sem felst i að
kaupa mjög stóra kjötskammta
'fyrir litlar fjölskyldur er þvi dá-
litið tvieggjaður, þvi hætt er við
að sparsemin i matreiðslunni
verði minni og að fjölskyldan
borði almennt og oftar dýrari
mat, þ.e. hún fær sér oftar dýran
mat en ef hún þarf að kaupa hrá-
efnið i hvert skipti. Þetta verður
►
Sparnaðurinn við
frystikistukaup
getur verið
takmarkaður fyrir
fámenna fjölskyldu
— Mikill vandi er
að frysta mat
og framreiða
hann síðar —
hver og einn að meta. Margir
vilja hafa möguleika á að fá sér
góða steik, þegar þeim sýnist,
eiga alltaf aukabita fyrir gesti
o.s.frv. En gleymum ekki að
frystikistan kostar peninga og
sömuleiðis rafmagnið sem hún
eyðir.
Það er kannski fyrst og fremst
tímasparnaðurinn sem skiptir
mál fyrir litlu fjölskylduna. Þar
sem báðir foreldrar — eða aðilar
— vinna úti, er timinn dýrmætur
og það má ótvirætt spara dágóðan
tima með þvi að geta fryst mat.
Hagræðingin af að þurfa ekki
stöðugt að hlaupa út i búð er það
sem vegur þyngst á metunum,
fyrir litlu fjölskylduna, þegar hún
fær sér frystikistu. En við þurfum
þá að læra að nota frystikistuna
þannig að hún komi okkur að
raunverulegu gagni. Þar sem
mikil áhersla hefur verið lögð á
framleiðslu og sölu á frystum, til-
f f .
i • f tó.
búnum matarréttum, hefur
reynslan viða orðið sú að þeir
hafa orðið dýrir og ekki verulega
góðir og þvi ekki notið nema
takmarkaðra vinsælda. Maður
þarf að vera verulega illa haldinn
af timaskorti eigi slikt að borga
sig, en þess frekar getur borgað
sig að taka sér góðan tima af og
til, þegar gott næði gefst og búa til
stóran og mikinn skammt af
einhverjum uppáhaldsrétti, láta
hann kólna vel og setja siöan I
álbakka og frysta. Slikt getur
verið mikill sparnaður á hráefni,
tima, rafmagni og peningum,
Bakkarnir eru svo settir beint i
ofninn þegar maður ætlar að
neyta réttarins og ekki þarf einu
sinni að óhreinka pottinn. Sömu-
leiðis getur verið mjög mikill
sparnaður fyrir litlar fjölskyldur
að frysta brauð, þvi hvað skyld-
um við henda miklum peningum i
hörðum brauðskorpum, sem
gleymast inni i skáp? Viða er
brauðneyslan á dag ekki nema 2-4
sneiðar.
Þá er best að sneiða brauðið
niður og geyma i frysti i álpakka.
Siðan má taka eina og eina sneið
út og best er að setja hana frysta
beint i brauðristina. Þá er brauð-
ið eins og nýtt. Brauðafgangar,
sem maður sér fram á að ljúka
ekki við áður en þeir fara að
harðna, eiga iika að fara beint I
frystinn, þá máalltaf nota i heitt
ostabrauð siðar. Fryst grænmeti
einkum ef það er ræktað heima
fyrir, er gott að eiga i frysti-
skápnum, en sé grænmetið keypt
i búð, þarf auðvitað að kaupa það
á þeim tima sem mest er fram-
boðið af þvi og það er þá jafn-
framt ódýrast.
Ráð varðandi
djúpfrystingu
Hér eru svo nokkur ráð varð-
andi djúpfrystingu á kjöti:
■ Notið áiumbúðir ef geyma á
matinn lengi. Tilraunir með
umbúðir i frysti sýna að séu
tveir 110 g kjötbitar settir i
frysti, annar i áli og hinn i poly-
eten (piast) poka og frystir i 10
mánuði má gera ráð fyrir að
bitinn i álinu sé enn jafn þungur
og I upphafi en sá i plastinu get-
ur verið kominn niöur i 70 g.
Hafið eins iitið loft með i um-
búðumum og unnt er.
■ Þegar fryst kjöt er steikt á að
nota litla feiti og hitinn á ofni
eða pönnu á einnig að vera
minni en ef kjötið væri þitt, eða
ca 25 gráðum minni. Hækkið
ekki hitann, en hafið kjötið
hcldur lengur i ofninum. Sé
kjötið steikt á að snúa þvi
viðstöðulaust.
■ Þiðið kjöt aldrei i stofuhita.
Þá aukast mögulcikarnir á
gerlamyndun. Best er að þiða
kjöt i isskáp eða i vatni, en þá
þarf það að vera i loftþéttum
poka.
■ Gott kjöt, fryst eða þítt,
veröur aldrei meyrara á að ofn-
steikja það. Vandinn er aö
velja rétt hitastig, en sé kjötiö
seigt að innan, er gagnslaust aö
steikja það meira, það verður
aðeins enn þurrara og harðara.
■ Best er að fylgjast með steik-
ingunni með þvi að skera með
beittum hnif i kjötið. Takið kjöt
sem á að vera hálfsteikt að inn-
an, alltaf út úr ofninum nokkru
áður en það er snætt, það heldur
nefnilega áfram að meyrna i
smástund á diskinum.
■ Setjið aldrei vatn i pott eða
pönnu með steiktu kjöti, nema
þið ætlið að sjóða kjötiö. Best er
að setja vatnið á pönnuna (t.d.
ef baka á upp sósu) þegar pann-
an er aðeins farin að kólna, þá
brennur siður við á henni.
■ Best er að steikja frystan mat
i ofni, hitinn er jafnari og siður
hætt á að maturinn brenni við,
en munið að hafa hitaun ekki of
mikinn.
■ Þunnar kjötsneiðar, t.d.
nautakjöt eiga að steikjast viö
mikinn hita á pönnu i örstutta
stund, séu þær of lengi á pönn-
unni verða þær seigar.
GEYMSLUTÍMINN
Við 18 gráðu frost i góðum
umbúðum má geyma kjöt
eftirfarandi:
Nautakjöt, magurt 10—12
mánuði,
Feitt nautakjöt, kálfakjöt og
lambakjöt 8—10 mánuði.
Grisakjöt, magurt 6 mánuði.
Svinakjöt og feitt grisakjöt 4
mánuði.
Lifur, nýru og innyfli 5—6
mánuði.
Kjötrétti 3—4 mánuði.
Kjöthakk má geyma i
helming þess tima sem uppgef-
inn er fyrir hverja kjöttegund.
Blettahreinsi-
efni, sem skilur
eftir blett
Kona hringdi og vildi benda
fólki á að fara gætilega I sakirn-
ar ef það þyrfti að nota bletta-
hreinsiefni. Sjálf haföi hún
keypt efni i túpu sem hét H.J. n,
og þóttist hún lesa leiðarvisinn
vel. Þar var brýnt fyrir fólki að
nota ekki hreinsiefnið án þess að
gera fyrst tilraun á þeim hluta-
efnisins, sem ekki sæist. Nú
þetta getur reynst erfitt, þegar
um flik er að ræða og maður á
enga prufu af efninu, en konan
sem hér um ræðir var með kápu
sem þurfti að ná bletti úr. Hún
valdi þvi faldinn og lét örlitið af
efninu á hann. En viti menn,
hreinsiefnið var svo sterkt að
það tók allan lit af faldinum og
meira en það, hreinsiefniö fór i
gegn og I sjálfa framhlið káp-
unnar og þar er nú stór hvitur
blettur eftir. Konan hafði einnig
reynt efnið al'tur á annarri flik
og árangurinn var sá sami,
báðar flikurnar eru ónýtar.
Vildi hún vara fólk við þessu
hreinsiefni.