Þjóðviljinn - 26.10.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Qupperneq 7
Sunnudagur 26. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK SKRIFAR: I upphafi var húsiö Ef spurt er um helsta þjóðar- einkenni islendinga á okkar dögum, þá væri ef til vill ekki fjarri lagi að svara með einu orði: hús. Kannski mætti jafn- vel bæta við: klæðskerasaumuð hús. Sennilega er leitun á fólki sem hefur eins mikið hugar- angur af húsaskjóli og' við islendingar. Til að finna slikt fólk þyrfti jafnvel að fara i þá hluta heims þar sem fátækt er svo mikil að þorri manna á alls engan kost á þaki yfir höfuðið. En þær áhyggjur eru að vísu nokkuð á annan veg. Ástand húsnæðismála á íslandi er vitaskuld afleiðing áratugalangrar borgara- stjórnar i þágu kaupkýslu og auðvalds. Sá fagnaðarboð- verði stöðutákn. Forvigismenn hlutadýrkenda, rika pakkið, gengur á undan, af þvi að það veit mætavel að það getur ekki verið merkilegt i augum annarra með öðru móti en raða i kringum sig dauðum hlutum sem kosta mikla peninga. Hins vegar skilur það ekki að það smækkar þvi meir sem það stillir sér upp i óhóflegri munaði Svona fólk þarf vitanlega klæð- skerasumað hús, sérteiknað hús sem á sér enga hliðstæðu i viðri veröld. Það hefur aðstöðu til lána, skattsvika (löglegra og ólöglegra) og hagnast á vinnu annarra. Það græðir á verð- bólgunni og lætur; aðra standa undir versnandi afkomu þjóðar- búsins. undir blokka, raðhúsa og ein- býlishúsa og þar með einstakar einingar þessara húsa? Er það ekki hægt af þvi það myndi reynast of hagkvæmt? Húsdýrkuninni fylgir einnig að allur kostnaður er réttlætan- legur ef hann fer i hús og inn- réttingar. Húsið má meira að segja vera svo dýrt og fint að það klárist aldrei. Fólk getur ekki byggt ódýrt af þvi það er ekki nógu fint. En það getur búið árum saman i hálfköruðu húsi af þvi það á einhvern tima að verða fint. A vegum hins opinbera er algengt að sjá taumlausan munað i húsagerð sem greiddurer möglunarlaust, en svo er ekkert fé til að útvegá það sem þarf til þess að starf- semin i húsinu geti verið skammlaus. Fróðlegt er einnig að velta fyrir sér kostnaði við húsagerð og nýtingu hússins. Nærtækt dæmi er kirkjubyggingar i Reykjavik. Á vissum stöðum i borginni er svo stutt á milli kirkna að guð getur hæglega talað við sjálfan sig á milli þeirra án þess að brýna raustina. Og guðþjónustur eru alls staðar á sama tima. Kannast einhver við að guð hafi auglýst viðtalstima á sunnu- skapur er öskraður i eyra almennings að allir eigi að búa i „eigin húsnæði”. En boðun slikrar kenningar er ekki látin nægja, heldur er fólk beinlinis þvingað til lifa samkvæmt henni. Á flestum stöðum lands- ins hefur fólk ekki annað úrræði til að tryggja sér varanlegt hús- næði en festa kaup á þvi. Gildir þá einu hvort efni eru fyrir hendi eða ekki. Fólk sem er að hefja búskap verður að steypa sér I skuldafen sem heimtar óhóflega vinnu. Slikt er kaup- sýslumönnum og atvinnurek- endum mjög að skapi. Þeir fá sinn hlut þeirrar vinnu ómældan. Húsnæðismál á íslandi hafa að sáralitlu leyti verið leyst á félagslegum grundvelli. Annaðhvort byggja menn fyrir sjálfan sig eða atvinnurekendur fá leyfi bæjarfélaga til að hagnast á húsnæðisþörf almennings. Reykvikingar hafa fyrir augunum dæmi þess hvernig slikt gerist. Það er i samræmi við lifsviðhorf ráða- manna að afhenda einkafyrir- tæki lóð sem er almenningseign til að veita þvi aðstöðu til að græða á almenningi. Almenningur er látinn gefa aðstöðu til að láta féfletta sig. Þar sem svo er háttað um húsnæðismál er stutt i að hús t Arkitektafélagi íslands eru 95 félagsmenn búsettir hér á landi. Að visu er ekki þar með sagt að þeir starfi allir að húsa- teiknun. Engu að siður er þetta ótrúlegur fjöldi miðað við ibúa- tölu landsins. Menn geta sjálfir reiknað út hlutfall arkitekta og fjölda fjölskyldna i landinu. Og ég held að fullyrða megi að hvergi sé hlutfallslega meira um sérteiknuð hús. Þegar farið er um ibúðahverfi i nágranna- löndum okkar, þá blasir við sjónum vegfarenda að sömu húsin koma fyrir aftur og aftur. Hverfin eru skipulögð i heild og fá samfellt yfirbragð. Hér gegnir öðru máli. Manni dettur i hug að til sé ósýnilegt félag for- eldra með sérþarfir. Hver fjöí- skylda hefur svo sérstaka hús- næðisþörf að óhugandi er annað en búa i klæðskerasaumuðu húsi. Það má i rauninni heita einkennilegt að þessi hús skuli ekki jöfnuð við jörðu þegar fjöl- skyldan sem lét teikna húsið flystburt. Svo ekki sé nú minnst á þann dæmalausa grautarsvip sem einkennir alla byggð hér á höfuðborgarsvæðinu. Sú spurning gerist óneitanlega áleitin hvort við þurfum alla þessa arkitekta. Af hverju má ekki byggja 10 sinnum eftir sömu teikningu? Af hverju er ekki hægt að staðla nokkrar teg- dögum kl. 14.00? Hvað skyldu kirkjur i Reykjavfk standa auðar margar klukkustundir á ári? Hvers vegna þarf hver söfnuður sitt hús? Af hverju getur einn söfnuður ekki haft sfna messu klukkan tvö, næsti klukkan fjögur, þriðji klukkan sex? Ég er nærri þvi viss um að guð tæki vel tilmælum um breyttan viðtalstima. Litil stúlka spurði mig einu sinni að þvi af hverju kirkjurn- ar hefðu svona stóra strompa. Mér varð svarafátt. Seinna datt mér i hug sú skýring að það stafaði af því að það væri svo sjaldan kveikt upp i þeim. En ég er ekki viss um að hún hefði skilið þá skýringu betur en fyrirbærið kirkjuturn. Haft er eftir meistaranum frá Nasaret að i húsi föður hans væru margar vistarverur. Nú er helst svo að skilja að faðirinn þurfi æðimörg einbýlishús i ekki stærri borg en(Reykjavik. Samt er hann augsýnil. reiðubúinn að vera i þeim öllum samtimis. Kannski er kominn timi til að endurskoða upphaf Jóhannesar guðspjalls i ljósi breyttra aðstæðna. Það myndi þá hljóða einhvern veginn svona: í upphafi var húsið, og húsið var hjá guði, og húsið var guð. Allir hlutir eru gerðir fyrir það.... Njörður P. Njarðvik. Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög Tökum lagið Sæl nú! 1 dag ætla ég að fletta meira i henni „Spangólinu” og taka fyrir lag sem heitir ENSKUR HERMAÐUR. Lag þetta hefur verið flutt af RIÓ- TRlÓINU en Spangólina lætur þess ekki getið hver höfundur sé. Þó minnir mig, að ljóðið sé þýtt úr ensku. ENSKUR HERMAÐUR C F Ég fæddist upp i England C G hjá afi minn og frænka. C F G Það var eitthvað fyrir mann, sem f er i sveitir. a d Og það var rétt hjá þorpinu G C með þetta kirkju og sjoppunni, F G G? C og þangað var hann afi að selja hveitið. Og það var eins og afi bara ætti heima á sjoppan, hann var allan dag að fá sér þar einn litinn. Svo kom hann heim að morgninni eitt var ailur biár og blúðuga og bölvandi eins og tarfur upp úr skitinn. Og svo fór ég i striðið tii að drepa German pipúl, en dátana var eins og blindar kálfar Þeir standa bara og skjóta eins og skúnkar út i ioftinni og skjálfar svo þeim hitnar i sig sjálfar. Og offiserana ensku, þeim er eins og hóp af fiblin og alltaf iiggja i fylleríi og roti. Kn generalinn gamli eins og draujur upp úr gröfin og svo drepast honum úr hræðslu i fyrsta skoti. C F C G C Tra-la-la-la-la .. Og æfingarnar hjá þeint var eins og pot i loftinni og enginn vissi hvað þeir var að meina. Þeir skipar okkur að grafa djúpar gryfjur eins og rottunni og gera hús i jörðinni úr steinar. Kg svitnaðist við að grafa þetta og svo kom offiseri, og hann sagði mér að hreyfa meira skjánkinn. Þá tók ég spit i handinn réttist upp og vera reiður, og ég rotaði honum i drulluna með plankinn. i offiseraskólinn þar er litiö hægt að læra.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.