Þjóðviljinn - 26.10.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. október 1975. ARNI BERGMANN SKRIFAR DflDDQ Stormur í vatnsglasi Matthias Johannessen. Fjaðrafok og önnur leikrit. Bókaútgáfa Guðjónsó. Reykjavik 1975. Bók þessi geymir tvö leikrit af fullri lengd eða svo gott sem, Fjaðrafok og Sólborg, og þar að auki sex einþáttunga — voru tveir þeir fyrstu sýndir i Þjóðleikhús- inu eins og Fjaðrafok og annar þeirra, Jón gamli, þar að auki i sjónvarpi. Sókrates var fluttur i útvarpi, og von er á Ófeliu i sjón- varp. Það er kannski ekki mikil ástæða til að taka upp aftur tal um þau leikrit Matthiasar, sem á svið fóru 1967 og ’69. Yfirlestur staðfestir, að Jón gamli er það verk sem mestlíf er með, persóna sem kemur til mcð sérst. málfari sinu og lifsafstööu. Einþáttungurinn Eins og þér sáið Njörður P. Njarðvik. Saga leikrit ljóð. Iðunn 1975. Höfundur segir frá þvi i for- mála, að bók þessi sé hugsuð sem kennslubók eða hjálpargagn við bókmenntakennslu i hrienntaskól- um og hliðstæðum framhalds- skólum. En að likindum rætist einnig sú von sem látin er uppi i formálanum, að bókin geti komið öðrum að gagni, sem sýna bók- menntafræðum forvitni eða iðka þau beinlinis. Njörður P. Njarðvik I bókinni er gerð grein fyrir hefðbundinni tegundaskiptingu bókmennta (epik, dramatik, lýr- ik), fyrir þeim helstu hugtökum sem menn hafa stuðst við i um- fjöllun bókmennta og einnig fylgja meðmæli um það, hvernig standa má að verki þegar unnið er að bókmenntagreiningu. Bókin er velkomin búbót i fátæklegum bókakosti á islensku um þessi efni. Aður höfum við uppflettirit og svo Fjaðrafok eiga að vera heimsádeiluverk, eins og höfund- ur tekur rækilega fram i eftir- mála sinum sem hann kallar Við- skilnað. I einþáttungnum ris dauður stjórnmálaforingi upp úr kistu sinni i miðri hræsnisfullri útfararræðu, og dembir hrein- skilni um sjálfan sig, flokkinn og þjóðina yfir viðstadda. 1 Fjaðra- foki segir frá vandræðastúlku svonefndri sem lokuð er inni á hæli — verkið á, með hliðsjón af svonefndu Bjargsmáli sem frægt var á þeim misserum, að vera vörn fyrir „litlu manneskjuna”, andspænis „ofbeldi i hvaða mynd sem er” andspænis „Kerfinu, ein- ræðisþjóðfélaginu, lögreglurik- inu”. I báðum verkum gerist það, að meginhugmyndin ber efnivið veruleikans ofurliði, viðleitnin til að búa til „algilt” verk, sem eigi Hannesar Péturssonar, bók ósk- ars Halldórssonar um Brag og ljóðstil, kennslubók Finns Torfa Hjörleifssonar og Harðar Berg- mannum Ljóöalesturog hafa þær bækur allar sina kosti. Bók Njarðar er að þvi leyti viðbót og nýtt framtak, að hún stiklar yfir samanlagðar bókmenntir i sam- hengi. Auk þess fjallar hún um fleiri hjálparhugtök en t.d. upp- flettirit Menningarsjóðs eftir Hannes Pétursson (þar er t.d. ekki að finna hugtök eins og „hneigð, flétta, hvörf, lausn”, sem vissulega eru vandmeðfarin i knöppu máli, en engu að siður mikil nauðsyn að glima við i is- lensku og i islensku samhengi). Likast til eru það fyrst og fremst kennarar sem geta sann- prófað notagildi bókar sem þess- arar. En hitt er ljóst, sem fyrr segir, að hún mætir þeirri þörf að glimt sé við hugtök bókmennta- fræða á islensku. Mér sýnast, þegar á heildina er litið, að skil- Þórarinn Helgason. Una saga danska. Helgafell 1975.97 BLS. Islensk bókaútgáfa er full af einkennilegum uppákomum — og ófáar þeirra eru tengdar þeim áhuga sem landar hafa fyrr og siðar tengt viö fornsögur. Eitt slikt dæmi er stutt skáldsaga sem Þórarinn Helgason hefur saman skrifað utan um stuttaralega frá- sögn Landnámu af Una danska. Margir hafa freistast til sagna- smiða utan um fornsöguefni, en fæstir riðið feitum hesti frá þeim viðskiptum, sem vonlegt er. Oftast nær mundi fátt annað reka mann áfram við lestur slfkrar sögu en einskonar félagsfræðileg forvitni: hvað láta menn sér við „alla flokka” eða öll „kerfi” verður til þess að broddurinn slævist ádeilan svokölluð flýtur ofan á, klæðist ekki trúverðugu lifi. 1 Eins og þér sáið bjargar það nokkru, að stuðst er við lær- dóma absúrdskólans, en i Fjaðra- foki eru úrræðin enn fátæklegri. Sólborgsem hvergi hefur verið flutt, er mjög hefðbundið verk. Þetta er ennþá einn „islenskur Örlagaþáttur” efniviðurinn dóms- mál úr praxis Einars Benedikts- sonar norður i Þingeyjarsýslu: hálfsystkini eiga barn saman, fóstrinu er fyrirfarið, móðirin fyrirfer sér. Allt er á sinum stað i hefðbundinni islenskri meðferð á ástum i meinum: eitraður kjafta- gangur, hin sterka kona, deigur ástmaður. En ekkert fram yfir það. Þegar yfirheyrslum sleppir er eins og leikritið leysist upp i vandræði, það er sérstaklega greiningar séu ljósar og ekki of margorðar. Það er ljóst höfundi og lesanda, að málin eru einföld- uð i þessu yfirliti (það væri t.d. firnaverk að gera grein fyrir túlk- un fróðra manna á hugtaki eins og „tákn” svo aðeins eitt dæmi sé nefnt). Og þá er heldur ekki reynt að fela fyrir mönnum, að margur skilgreiningarvandi er ó- leystur, og verður seint leystur i fræðum þessum. Það kemur einstaka sinnum fyrir, að óþörf huglægni laumast inn I skilgreiningarnar. Eins og þegar þessu hér er hnýtt aftan við lýsingu á „lýriskum skáldskap”: „Það er eins og hin ljóðræna tján- ing hverfi burt úr tima og rúmi yfir i einhvers konar eilifa nútið, sem geymir mýkt, hlýju og feg- urð i andlitsdráttum sinum”. Bókmenntadæmi sem notuð eru, eru vel við eigandi, en þau eru af skornum skammti, eins og stærð bókarinnar mælir fyrir. A.B. verða úr sögunum á hverjum tima, á hvað leggja þeir áherslu'? Að þvi er Una danska varðar, þá sýnist mönn'um það kannski helst úrvinnsluefni, að hann hafi fyrstur manna átt að gegna þvi erindi að koma Islandi undir noregskóng, og þá sjálfan Harald hárfagra. Bregður svo við, að bókarhöfundur afgreiðir þau mál öll i mestu fljótaskrift. Þeim mun meiri rækt leggur hann við kvennamál þessa lánlitla erindreka. Hann býr til þá skýringu við hingaðsendingu Una, að hann hafi gerst heldur fjölþreifinn við dóttur Haralds konungs, og siðan fjallar seinni hluti bókarinnar allur um við- skipti hans við Leiðólf kappa, og dóttur hans, sem hann gerði barn. áberandi að Matthias veit hreint ekki hvað hann á að gera við sýslumanninn, Einar Benediktsson. Húskveðja, Ofelia og Sókrates eru öll byggð á sömu hugmynd: að láta frægðarfólk úr sögu og bókmenntum hittast i nútiðinni. Slik aðferð er algeng i revium þvi hún býður upp á ýmsa möguleika til að kitla hláturtaugar. Þetta er og reynt hér: Bergþóra og Hall- gerður langbrók súpa sérri og kvarta yfir heimilisböli: Skarp- héðinn er kominn i dópið er for- fallinn i spilamennsku o.s.frv. En Matthias lætur sér ekki slika brandarasmið nægja — enda er hún alls ekki hans fag. Hann hef- ur annan metnað, heldur uppi fyrirspurnum um það hvað sé veruleiki, . hvað blekking, hvað draumur, hver er hvað og hver er ekki hvað, með einhverjum á- væningi af fyrirspurnum Steins Steinars: hvort er ég heldur hann sem dó eða hinn sem lifir? Og svo framvegis. Æjá. Hæpnir eru brandararnir i þessum þáttum, en þó er spekin verri. Sá sem finnur heila brú i þessum vaðli er sannkallaður afreksmaður i góð- vild. Það er nefnilega það. Eftirmálinn, Viðskilnaður, er að miklu leyti helgaður sárri um- kvörtun Matthiasar um þær ofsóknir sem hann hafi orðið fyrir sem leikritaskáld. Hann talar um „skipulagða stórskotahrið” á sig vegna Fjaðrafoks. Hann kvartar yfir gagnrýnendum og umsögn um sem falla um verk hans I út- varpsþætti (þar sem andstæð við- horf komu reyndar fram). Hann kvartar yfir þvi, að Sólborg hafi ekki verið sýnd i Þjóðleikhúsinu („ekki veit ég ástæðuna”). Yfir þvi að fyrsta leikrit hans, Sólmyrkvi, skyldi ekki flutt i út- varpi. Yfir þvi að Öfelia er enn ekki komin i sjónvarpi (en úr þvi rætist vist bráðlega). Yfir þvi, að umsjónarmaður i sjónvarpsþætt- inum Vöku, hafi „neitað” að fjalla um tiltekna ljóðabók eftir sig. Niðurstaða hans er ma. sú að „eftir þessa misjöfnu reynslu leyfi ég mér að lita á Rikisútvarp- ið svipuðum augum og rússneskir rithöfundar sovétvaldið, enda ær- in ástæða til”. Það munaði ekki um minna. Það sem er spaugilegast við þessar harmatölur er blátt áfram það, að enginn höfundur vægt sagt viðvaningslegra leikrita hef- ur fengið eins rifleg tækifæri til að viðra afurðir sinar, prófa þau. 3 leikrit i Þjóðleikhúsi, eitt i út- Um leið verður forkostulegur samsláttur á tveim stiltegundum, tvennskonar orðaheimi. Annars- vegar er stæling á sagnastil — hinsvegar ryðjast fram i kvenna- málin ýmiskonar glósur úr samtiðinni. Þegar kóngsdóttir hefur helst til oft teymt Una danska á asna- eyrum inn i skóg ryður hann þessu hér út úr sér upp úr nýlegum afþreyingarblöðum: „Fann eg barm þinn bylgjast og arma þina læðast um mig, þvilikt semþú vildir þrýsta þér inn i mig”. Og ekki liður á löngu áður en spurt er, hvort prinsipissan hafi verið reiðubúin „að hlýöa eðlishvöt” sinni. Ekki tekur betra Matthias Jóhannessen MATTHfAS JOHANNESSKN DOGur ©i meír LJÓD 74 MVNDIR F.RRO varpi, eitt i sjónvarpi og annað á leiðinni. Uppáskrift frá tveim þjóðleikhússtjórum (þetta er „glettilegt verk skreytt skáldleg- um hugdettum... lofar góðu” segir Sveinn Einarsson á umslagi utan um Sókrates, sem reyndar hefur einnig komið út á plötu). Hann hefur Indriða og svo langa strollu af morgunblaðsmönnum til að lýsa m.a. „óvenjulegu hug rekki, karlmennsku sem ekki læt- ur bugast fyrir ókleifum hömr- um” (umsögn um Fjaðrafok.) Samt er etta ekki nóg. Pislarvott- ur verður skáldið að vera. Og þegar ekki vill betur, þá er Matthias fús til að brjóta eigið bann við þvi að menn liki saman ófrelsi austan tjalds og vestan. Goðsagan um Solsjenitsin Islands er i sköpun. við, þegar tekin eru upp kvenna- mál og ólétta úti á tslandi. Þar heldur fóstra Þórunnar Leiðólfs- dóttur uppi svofelldu hjali við hana i tilefni kvennaárs: „Breyting á stöðu konunnar mun lengi enn litil verða, en smám saman, er aldir liða munu konur ná jafnrétti við karla og vel meir. Er það maklegt þvi að konur hafa ineiri þýðingu til viðhalds þjóðunum en karlar....Loks i fyllingu timans fæða þær börnin i heim þennan með þjáningu, ala önn fyrir þeim i uppvexti, meðan karlarnjóta svölunar girnda sina einna”. En nú liður senn að þvi, áð Leiðólfur kappi drepi Una, sem betur fer. LEIÐARVÍSIR UM BÓKMENNTAFRÆÐI í TILEFNI KVENNAÁRS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.