Þjóðviljinn - 26.10.1975, Side 11

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Side 11
Sunnudagur 26. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 MYNDIR 1. Guörún Erlendsdóttir, formaöur Kvennaársnefndar- innar, var kynnir á fundinum og las upp fjölmörg skeyti sem bárust frá innlendum og erlendum aöilum. Pagskrár- stjóri var Guörún Asmunds- dóttir. 2.-3. Tveir þriöju hlutar kvenna á alþingi flutti þing- niannabrýningu til kvenna. Þaö voru þær Svava Jakobsdóttir og Sigurlaug Bjarnadóttir og var geröur góöur rómur aö máii þeirra þegar þær hvöttu konur til þess aö fjölmenna i þingsæti. 4. Vilborg Dagbjartsdöttir flutti hvatningu frá Kauösokk- um i rauöum sokkum, en fyrr um daginn „hertóku” hún og nöfnur hennar tvær Haröardótt- ir og Siguröardóttir útvarpið og tóku oröiö af Jóni Múla sem hélt uppi dagskrá I tilefni dagsins i morgunútvarpinu. 5. Leikararnir Guörún Alfreös- dóttir. Briet Héðinsdóttir, Stein- unn Jóhannesdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir sungu lag- ið „1101 árs er kúgun vor” af 8 plötunni „Afram stelpur”, sem þær hafa nýiokiö upptöku á. 6. Kvennakór söng lag Sigfúsar Einarssonar við texta Guð- in u n d a r G u ð m u n d s s o n a r, Kvennaslag, en höfundar til- einkuöu lag og ljóö Kvenrétt- indafélagi tslands. 7. Kvennakrónika I þriliöu, i samantekt önnu Siguröardótt- ur, Valborgar Bentsdóttur og Sigriðar Thorlacius, var meöal annars flutt af leikurunum önnu Kristinu Arngrimsdóttur, Iler- disi Þorvaldsdóttur og Helgu Bachman. 8. Valborg Bentsdóttir, höfund- ur textans: Hversvegna kvennafri? 9. Guörún A. Simonar stjórnaöi fjöldasöng. og tóku flestir undir með henni kröftuglega. OLOCU FJÖLDASAMSTAÐA (Jtifundurinn á Lækjartorgi á föstudaginn var mikill sigur fyrir islenskar konur. Þar hefur aldrei verið haldinn jafnfjöl- mennur fundur, nema ef vera skyldi landhelgisfundurinn ’72. Torgiö, Stjórnarráðstúnið, Bankastrætiö, Austurstræti, Lækjargata —allt var þetta krökkt af fólki — og voru konur að sjálfsögðu i yfirgnæfandi sér til um fjöldann, þeir, sem liafa mesta reynslu í þeim efn- um, Reykjavlkurlögreglan, taldi vist að fundarmenn heföu verið nokkuö á þriðja tug þúsunda. A aö minnsta kosti tuttugu stööum fyrir utan Reykjavlk var efnt til samkoma vegna kvennaverkfallsins og þátttaka var allsstaöar mikil. i Reykja- vik var „opið hús” á sjö stööum eftir útifundinn og var margt um manninn. Kvennaverkfallið á Islandi, sem þorri islenskra kvenna tók þátt i vakti heimsathygli, og fylgdist fjöldi erlendra frétta- manna með atburðum i Reykja- vik. Atvinnulifið lamaðist meira og minna vegna kvennaverk- fallsins. Fjölmörg stórvirk atvinnutæki, svo sem frystihús, neyddust til aö loka og á öörum vinnustöðum olli „kvenmanns- leysið” margvislegum töfum og truflunum. A heimilunum fundu karlmenn og börn viðbrigðin, þegar húsmæöur lögðu niöur vinnu. llafi nokkrir efast um gildi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið þurfa þeir ekki aö fara i grafgötur mcö það lengur eftir föstudaginn 24. október, daginn, sem islenskar konur lögöu niður vinnu til þess að leggja áherslu á jafnréttis- kröfur sinar. Hugmynd sem varð að heimsviðburði Það voru ekki margir, hvorki karlar né konur, sem voru trúaðir á að sú hugmynd, sem • Rauðsokkahreyfingin hreyfði i byrjun árs, um að efna til kvennaverkfalls á degi Sameinuðu bjóðanna 24. okt., yröi nokkurntima að veruleika. Ekki heldur eftir að Ráöstefna um kjör láglaunakvenna. sem haldin var i Reykjavik i vor. hafði gert þessa hugmynd að sinni. Almenn samstaða náðist meðal kvenna, hvar sem þær skipuðu sér annars i flokk, á Kvennaársráðstefnunni á Loft- leiðum i sumar. Enn voru þeir margir sem drógu i efa að al- menn þátttaka yrði i þessu verkfalli. Nú þarf enginn að efast lengur eftir hina glæsilegu fjölda- samstöðu sem konur sýndu á föstudaginn. Aðeins örlitið brot úti-vinnandi kvenna skarst úr leik, og þorri heimavinnandi kvenna tók þátt i kvennaverk- fallinu á einn eða annan hátt. Þetta er glæsilegur árangur sem áreiðanlega mun hvetja konur til virkari þátttöku á öllum sviðum þjóölifsins i bar- áttunni fyrir þróun, jafnrétti og lriði. Þjóðviljinn óskar islenskum konum til hamingu með árangurinn, en minnir jafn- framt á að fjöldasamstaðan á iöstudaginn er aðeins upphafið á baráttu, sem háð verður i ýmsum myndum, fyrir þjóð- frelsi, jafnrétti og sósialisma.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.