Þjóðviljinn - 26.10.1975, Side 17
Sunnudagur 26. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
ÞORSTEINN JÓNSSON:
kvikmyndakompa
TOMMY
Sá, sem vill skammast sin inni-
lega fyrir kvikmyndaiðnaðinn á
okkar menningarsvæði í dag og
sjá niðurlægingu formangaðs
kvikmyndahöfundar, hann á að
leggja leið sina i Tónabió að sjá
kvikmyndina Tommy. Eða
kannski á maður ekk að tala um
kvikmynd. Gagnrýnandi tima-
ritsins, Chaplin lýsir' verkinu
sem tuttugu og fjórum plötu-
hulstrum á minútu og hittir nagl-
ann á höfuðið. Plötuhulstur sem
hafa villst.
Tommy
Ef leita ætti með logandi ljósi
að sameiginlegu einkenni
myndarinnar, þá er það smekk-
leysi. Myndin er stjórnlaus mar-
tröð og meint hugsun einstakra
atriða fellur og gleymist um leið
og næsta atriði byrjar. Hvorki er
haldið áfram með nokkra hugsun
né haldið heildarsvip hvað snertir
form. Þessi hrúga af tilviljana-
kenndum atriðum án stefnu og
tilgangs vekja ekki aðrar tilfinn-
ingar hjá áhorfandanum en
hryggð yfir þessari dæmalausu
eyðslu krafta og fjár og vorkunn
með höfundinum.
Efnisþræði myndarinnar þarf
ekki að lýsa. Hann verður ekki
skiljanlegri i orðum en á mynd.
Þö má greina vilja höfundar til
þess að lýsa heimi popps og á-
trúnaðargoða. Hann gerir það
með þvi að blanda öllu saman i
einn kokkteil, guðum og spá-
mönnum, fornum og nýjum,
hljómlistarmönnum, kynbomb-
um, kvikmyndastjörnum ogsetur
þetta niður i álika blöndu af um-
hverfi. Söguhetjan sést koma i
heiminn, missa málið, verða
frægur, fá málið, verða átrúnað-
argoð og spámaður, missa söfn-
uðinn og hlaupa upp á fjall. Allt
gerist þetta á dularfullan hátt,
p.æstum án orsaka eða i tengslum
við það sem á undan fer eða eftir
kemur.
í einu atriði myndarinnar
dreymir móðurina, að hún sé að
horfa á sjónvarp. Hún hefur um
tvennskonar dagskrá að velja,
auglýsingar eða upptöku af syni
sinum. Hún velur auglýsingarn-
ar, en tækið er bilað og áður en
varir birtist sonur hennar á
skerminum. Hún berstgóða stund
við tækið og baráttunni lýkur með
þvi að hún kastar kampavins-
flösku á skerminn og brýtur hann.
Um opið flæðir yfir hana sápulög-
ur, baunir og súkkulaðisósa. Hún
veltist um i grautnum, sem
myndast af þessu á gólfinu. Sá
veltingur þróast i fangbrögð við
langan sivalan púða, sem hafði
verið til þæginda I herberginu. Nú
er ekki erfitt að geta sér til um
táknræna merkingu þessara at-
burða. En uppfærslan er með
sllkum endemum og i sliku sam-
hengisleysi við annað I myndinni,
að hugsanlegur boðskapur fer
fyrir ofan garð og neðan. Hins-
vegar þjónar þetta tilgangi sinum
sem léttklámfengið atriði. Höf-
undurinn er að velta sér upp úr
billegum hlutum, sem hann veit
að eru söluvara. Sama gildir um
mörg atriði i myndinni þar sem
daðrað er við sadisma og maso-
okisma. Við allt þetta er beitt
flókinni kvikmyndatöku eins og
til að skyggja á hina veikburðu
hugsun.
t þvi minnir myndin á auglýs-
ingakvikmyndir. Og um leið og
maður hugsarum þetta verk sem
auglýsingu, heljarmikla og dýra
auglýsingu til þess að selja hluti,
þá er verkið allt skiljanlegra.
Kannski er Russell heilbrigður á
geðsmunum eftir allt saman og er
bara svona mikill auglýs-
ingameistari, að maður skilur
hann ekki. Þar sem móðirin er að
riða púðanum, þar er Russell að
segja okkur að fara n.ú út i búð og
kaupa nýtt sjónvarpstæki. Þegar
Tommy er að rifa skartgripi af
móður sinni og henda þeim út i
sjó, það merkir að við eigum að
bregða okkur i skartgripaverslun
og kaupa eitthvert glingur þar og
svo framvegis.
Fjalakötturinn
Það eru enn til nógir miðar i
kvikmyndaklúbbnum, Fjalakett-
inum. Stórmerkilegt, þegar ekki
er sýnt meira af góðum kvik-
myndum i bióhúsunum en raun
ber vitni. Þegar er búið aö sýna
tvær kvikmyndir, Glæpasaga
Archibaldo dela Cruz eftir Bunuel
og ágæta heimildarkvikmynd
Kashima Paradise. Kashima
Paradise greinir frá ofriki
japanskra auðhringa, þegar þeir
flæma bændur af jörðum sfnum
og breyta landinu i málm-
bræðsluviti spúandi óþverra i loft
og vatn. Ibúarnir verjast eins og
kostur er og fléttað er inn i lýs-
ingum á lifi þeirra og erfðavenj-
um, sem allt á eftir að breytast
eða hverfa þegar þeir gerast
verkamenn i eiturlofti verksmiðj-
anna.
Næsta mynd klúbbsins (sýnd
þessa helgi) heitir Frelsa oss ei
frá iliu. Ifún er frönsk og leik-
stjórinn er Joel Seria.
Kvikmyndaþyrstir ættu ekki að
draga það lengur að tryggja sér
miða I klúbbnum.
kvikmynd
Athyglisverö
í Stjörnubíói
Stjörnubió hefur tekið að sýna
kvikmynd með hinu merkilega
nafni, Svik og lauslæti. Mér sýnd-
ist hér vera um að ræða kvik-
mynd, sem heitir á frummálinu,
The King of Marvin Gardens,
stjórnað af Bob Rafelson og kvik-
mynduð af Kovacs. Þvi miður hef
ég ekki komist til að sjá myndina
og get þvi ekki skrifað um hana
gagnrýni að þessu sinni. En ef
trúa má erlendum timaritum, þá
er þetta ágæt kvikmynd og at-
hyglisverð. Hún hefur hins vegar
ekki hlotið miklar vinsældir. Þess
vegna ætti kvikmyndaáhugafólk
að hraða sér að sjá hana áður en
það er um seinan.
Það kemur allt of oft fyrir að
áhugafólk um vandaðar kivk-
myndir áttar sig ekki fyrr en of
seint, þegar kvikmyndir eru
sýndar undir dulnefni af þessu
tagi.
Concorde
krefst fylista
öryggís og
notar því
hjólbaróa
i
HAFRAFELL HF.
CRETTISGÖTU 21
SlMI 23511.
Vetrarhjólbarðar
nýkomnir
STÆRÐIR:
135X13 145X15
145X10 165X15
145X14 175X14